Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sóley Brynjólfs-dóttir (Día) fædd-
ist í Hafnarfirði 21.
júlí 1927. Foreldrar
hennar voru Rósa
Árnadóttir, f. 10.10.
1902, d. 16.1. 1994,
og Brynjólfur Sveins-
son, f. 27.8. 1891, d.
28.1. 1952. Sóley átti
fimm systkini; þau
eru: Sesselja, f. 11.12.
1924, d. 13.5. 1938,
Karl, f. 28.3. 1926,
kvæntur Kristínu
Kristjánsdóttur,
Haukur Lyngdal, f.
17.12. 1935, kvæntur Ásgerði
Hjörleifsdóttur, og Bragi, f. 7.7.
1946, kvæntur Guðlaugu Björg-
vinsdóttur.
Sóley giftist 29.7. 1950 Bjarna
Ágústssyni, f. 14.2. 1925 á Akra-
nesi. Foreldrar hans voru Ágúst
Jóhannesson, f. 6.8.
1898, d. 28.6. 1993,
og Lilja Hilmars-
dóttir, f. 22.10. 1896,
d. 29.11 1981. Sóley
og Bjarni eignuðust
einn son, Agnar, f.
16. ágúst 1948, d.
20.3. 1952. Kjördótt-
ir þeirra, Bryndís, er
fædd 19.6. 1972. Hún
er í sambúð með
Glúmi Baldvinssyni,
f. 13.10. 1966. Dóttir
þeirra er Melkorka
Sóley Glúmsdóttir, f.
28.12. 1996.
Sóley vann lengst af við versl-
unarstörf, m.a. í barnafataversl-
uninni Sísí við Laugaveg og Hafn-
arborg í Hafnarfirði.
Útför Sóleyjar fer fram frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Einar Ben skrifaði eitt sinn að til
væri á Íslandi orð um allt sem hugs-
að væri á jörðu. Samt er eins og ég
grípi í tómt þegar ég leita orða sem
fá tjáð að fullu þá ást og það þakklæti
sem ég ber til þín. Kannski að tungu-
málið og hugsunin nái aldrei að skilja
hjartað þegar kemur að tilfinninga-
tengslum móður og barns. Hjarta
mitt er lamað af sorg og hugurinn
finnur engan frið. Þú ert mér horfin.
Þú varst mér ekki einungis móðir
heldur mín allra nánasta vinkona.
Ég var færð þér reifabarn, aðeins
nokkurra vikna gömul og þú veittir
mér slíkt atlæti og umluktir mig hví-
líku ástríki að aðdáun vakti hjá þeim
sem þekktu þig. Ég uppgötvaði
snemma að fórnfýsi þín í minn garð
átti sér engan líka. Þú varst hin eina
sanna móðir. Þú helgaðir mér líf þitt
af einurð og innileika. Ég leitaði í
skjól þitt þegar á móti blés og þú
bjóst mér athvarf. Þú veittir mér
heilræði þegar ég var ráðvillt og
reikandi. Þú huggaðir mig og hvattir
í hugraunum. Og þeir smáu áfangar
sem ég náði voru þér sem sigur-
ganga. Þú leyfðir þér ekki að víkja
frá mér eitt andartak. Ég á þér allt
að þakka.
Nú er komið að leiðarlokum,
göngu þinni lauk of skjótt. Svo for-
málalaust. Söknuður minn er svo sár
að hann nístir mig í gegn. Þótt ég sé
löngu orðin fullvaxta er ég eins og
rekald sem hvergi finn land án þinn-
ar leiðsagnar. Við vorum svo sam-
ofnar, elsku mamma. Mín einasta
huggun er að þú fékkst að fara með
reisn á æskuheimili mínu í Garða-
bænum, þar sem þú óskaðir að eiga
þína hinstu stund. Ekkert hefði ég
þráð heitar en að þín nyti enn við, að
allar þær perlur af samverustundum
sem við deildum yrðu fleiri, nú þegar
ég var loks flutt aftur heim, svo
nærri mínum heimahögum. Ég mun
heiðra og vegsama minningu þín svo
lengi sem ég fæ lifað. Hlotnist mér
sú blessun að verða dóttur minni sú
kjölfesta, fyrirmynd og móðir sem
þú varst mér, mun ég hverfa úr þess-
ari jarðvist með sama stolti og í sömu
friðsemd og þú.
Ég elska þig meir en nokkur orð fá
lýst.
Þín um aldur og ævi
Bryndís.
Kona deyr sisona! Hún deyr án
formála og fyrirvara. Hún eldaði síð-
ustu kvöldmáltíðina, þvoði upp, sett-
ist fyrir framan sjónvarpið, lagðist til
hvílu og vaknaði ekki aftur. Ekkert
okkar grunaði að þessi kona væri að
búa sig til brottfarar í bráð. Það seg-
ir í rauninni allt um gerð þeirrar
konunnar sem kvaddi þetta kvöld,
Sóley Brynjólfsdóttur. Engir kvein-
stafir, hún bara tók föggur sínar.
Sóley, eða Día eins og hún var
kölluð, tilheyrði veröld sem var.
Þeirri kynslóð sem nú er í það mund
að kveðja fyrir fullt og allt. Hún var
ein hinna sterku, stoltu kvenna sem
ég lærði strax í barnæsku að lúta
fyrir og virða. Styrkur hennar fólst í
þögn hennar og stolti. Þögn í háværð
þungrar sorgar sem hún bar um hríð
langa. Og alltaf bar hún sig vel. Fal-
leg og vel tilhöfð. Hún flíkaði ekki
vandamálum sínum. En hún var rík
að tilfinningum, flaggaði fjöri sínu,
kátínu, skopskyni, og hún leyfði sér
að dreyma.
Ég var sautján ára drengstauli er
ég sótti hana fyrst heim og varð þess
fljótt var að ég yrði ávallt að halda
vöku minni í nálægð við þessa konu.
Hún sendi mér annað veifið hvöss
skeyti, sem ég reyndi að verjast af
mætti. Hún gat verið beitt. Og ég
átti fótum fjör að launa. Og hver láir
henni, ég leitaði djásnsins sem hún
gætti. Hún var móðir og gaf sig því
hlutverki af lífi og sál.
Hún var áræðin þegar við átti,
glettin þegar svo bar undir og und-
urhlý sínum nánustu. Hún var móðir
unnustu minnar og amma dóttur
minnar. Dóttur sinni sinnti hún af fá-
dæma ástúð. Bryndís elskaði og virti
hana. Dóttur sinni kom Día til manns
heilsteyptri og hjartahlýrri. Bryndís
á Díu líf að launa. Og ég er þakklátur
fyrir að hafa komið við sögu þessa og
tekið hús á Díu. Ég viðurkenni að ég
hefði viljað njóta návistar hennar
lengur. Það vildum við öll í okkar
litlu fjölskyldu. Við ætluðumst til
þess af henni. En svo fór hún bara
allt í einu að okkur forspurðum eins
og slíkra kvenna er háttur. Því verð-
um við að hlíta.
Glúmur Baldvinsson.
Hvað á barnið að heita? spurði
presturinn. „Melkorka Sóley,“ svar-
aði móðirin lágt.“ „Melkorka Sóley,“
endurtók hann og jós barnið vatni.
Sólin braut sér leið inn í litlu stofuna
okkar á Vesturgötunni. Hurðin stóð
opin út á veröndina. Ómurinn af um-
ferðinni barst inn til okkar. Það var
hásumar. Allra augu beindust að fal-
lega barninu, sem nú hafði verið tek-
ið í samfélag kristinna manna.
Bjarni lagði handlegginn utan um
axlir konu sinnar og þrýsti henni að
sér. Andlit hennar ljómaði. Ég hafði
ekki tekið eftir því áður, hvað hún
var falleg, hún Día – falleg og fín-
gerð. Húðin var undurhvít og augun
svo ótrúlega blá. Titrandi af geðs-
hræringu leit hún upp á manninn
sinn. Sóley – það var nafnið hennar.
Þetta var svo óvænt. Og hún var svo
glöð. Og hún var svo þakklát. Lík-
lega var þetta hennar sælasta stund í
lífinu. Hún mundi lifa áfram í
barninu. Tárin streymdu niður
vanga hennar. Bjarni sneri sér að
henni og þurrkaði burt tárin. Var-
færnislega, af ótrúlegri ástúð.
Ég horfði á þau, þar sem þau stóðu
andspænis mér á stofugólfinu. Ég
þekkti þau ekki mikið, þegar hér var
komið sögu, en á þessari stundu
skynjaði ég hið sterka samband
þessara hjóna, Bjarna og Díu. Þau
voru ósundurslítanleg. Þau önnuðust
hvort annað af ástúð og varfærni.
Þegar annað grét, þá var hitt
reiðubúið að hugga. Þegar annað
þeirra gladdist, þá var hitt reiðubúið
að gleðjast líka. Og þegar þau brostu
saman, þá brosti veröldin við þeim.
Bjarni og Día nutu þess greinilega
að vera samvistum hvort við annað.
Líklega var það ástæða þess, að það
var gott að vera nálægt þeim. Þau
juku manni trú á hið fagra í lífinu. Ég
hef búið í útlöndum undanfarin sex
ár, en alltaf fannst mér fríin hér
heima ófullkomnuð nema ég hefði átt
stund með Bjarna og Díu. Þau sátu
við borðið hjá mér í bústaðnum bros-
mild og kát – full af lítillæti. Día
hrósaði matnum, þó að hún væri sjálf
besti kokkur í heimi, og Bjarni sagði
sögur frá sínu fyrra lífi til sjós og
lands. Aldrei var orði minnst á veik-
indi né erfiðleika. Þau voru ekki
þeirrar gerðar. Samt var augljóst,
hvert stefndi strax fyrir tveimur ár-
um. Í hvert sinn, sem ég kom heim sá
ég hvað Díu hrakaði. Hún varð mag-
urri og máttfarnari og að lokum gat
hún varla tekið til hendinni í eldhús-
inu, sem var þó hennar líf og yndi.
Ég er ekki döpur á þessum tíma-
mótum, því að tími Díu var kominn.
Ég held hún sé hvíldinni fegin. Við
hittumst í sumar að venju. Hún var
mjög veikburða, en vildi samt óðfús
koma til okkar í bústaðinn. Hún tal-
aði mikið þetta kvöld, rifjaði upp
liðnar stundir, sagði okkur ýmislegt
úr æsku. Hún hló og gerði að gamni
sínu. Það var eins og hún væri að
kveðja. Og ég vissi, að þetta yrði
okkar síðasta stund saman.
Á kveðjustundu finn ég til þakk-
lætis. Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þess kost að kynnast þessari æðru-
lausu konu, sem bar ekki sorgir sínar
á torg.
Ég veit að Bjarna mínum líður illa.
Nú er hann aleinn. Día farin frá hon-
um. Hvað á hann nú að taka sér fyrir
hendur? Hvers virði er lífið án Díu?
Guð gefi honum styrk til að horfast í
augu við hið óumflýjanlega. Öllu er
afmörkuð stund. „Líf mannlegt end-
ar skjótt.“
Bryndís Schram.
Ég þekkti Sóleyju ekki mjög vel.
Við hittumst ekki oft. Samt ristir
hún dýpra í minningunni en margur
annar sem ég hef mætt á lífsleiðinni
og það djúpt að ég finn mig knúna til
að heiðra minningu hennar. Það er
vegna þess að Sóley átti eitt, sem svo
fáheyrt er, fáséð og fágætt. Gæsku.
Hún var gull í mannsorpinu. Svo hlý.
Svo innilega hlý, svo gegnheil og
góð, að fyrir kom að ég klökknaði við
kærleika hennar. Sóley var örugg-
lega svo margt annað, en það er
gæska hennar sem eftir situr í minn-
ingunni og ornar mér enn. Gæskan,
sem svo fáum auðnast að varðveita
allt til enda, gæskan sem svo örðugt
er að gefa þegar drösul er að draga,
gæskan sem er einasta vopnið gegn
atlögu vonskunnar, - en um leið hið
SÓLEY
BRYNJÓLFSDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KARL ÁRNASON,
Kambi,
Reykhólasveit,
verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju laugar-
daginn 15. nóvember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á
dvalarheimilið Barmahlíð, Reykhólum.
Bílferð verður frá BSÍ kl. 10.00.
Unnur Halldórsdóttir,
Guðbjörg Karlsdóttir, Kristján Magnússon,
Jóhanna Karlsdóttir, Karl Bjarnason,
Sumarliði Karlsson, Guðlaug Óskarsdóttir,
Sigrún Karlsdóttir, Hafsteinn Runólfsson,
Halldór Karlsson, Sæbjörg Jónsdóttir,
Björgvin Karlsson, Bóel Hallgrímsdóttir,
Kristín Haraldsdóttir, Gísli Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SNORRI SNORRASON,
Karlsrauðatorgi 10,
Dalvík,
sem lést sunnudaginn 2. nóvember, verður
jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju föstudaginn
14. nóvember kl. 15.00.
Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlegast láti
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess.
Anna Björnsdóttir,
Aðalbjörg Snorradóttir, Ingvi Óskarsson,
Snorri Snorrason, Freyja Grétarsdóttir,
Guðrún Snorradóttir, Halldór Reimarsson,
Bergljót Snorradóttir, Svanur Ólafsson,
Baldur Snorrason, Kristín Pétursdóttir,
Björn Snorrason, Krista A. Högset,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
LOFTUR JÓNSSON,
Hrísmóum 1,
Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 3. nóvember sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar og heimaþjónustu
Karitasar fyrir einstaka umönnun og umhyggju.
Svava Lilja Valdimarsdóttir,
Jónfríður Loftsdóttir, Magnús Kristinsson,
Valdimar A. Loftsson,
Sóldís Elfa Loftsdóttir, Hörður Jónsson,
Sigrún Linda Loftsdóttir, Sigurður Óli Ólason,
Svala Rós Loftsdóttir, Bjarni Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
arhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR RÓSU ÞÓRÐARDÓTTUR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu,
Hafnarfirði, fyrir góða umönnun.
Ingibjörg F. Björnsdóttir, Guðjón Ragnarsson,
Svava Björnsdóttir,
Kristín Björnsdóttir, Geir Magnússon,
Sigríður Björnsdóttir, Axel Þórarinsson,
Hallur Björnsson, Guðrún Guðmundsdóttir,
Guðrún Björnsdóttir, Örnólfur Sveinsson,
Þórður Björnsson, Helga Á. Einarsdóttir,
Lúðvík Björnsson, Halldóra Magnúsdóttir,
Stefanía Björnsdóttir, Manit Saifa
og barnabörn.