Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 37
vandfundna, eigi sigur að vinnast.
Og það er við leikslok, sem spurn-
ingin sækir á okkur: Hef ég gengið
götuna til góðs? Til hvers var þetta
líf? Við kunnum að stæra okkur af
völdum, frama, aurum og þar fram
eftir götunum, en eigum við ekki
gæskuna, hvað eigum við þá? Ef lífið
er til að elska og vera elskaður, þá
hefur Sóley Brynjólfsdóttir staðist
þá prófraun og það með láði. Mér
skilur hún eftir fyrirmynd, þá fyr-
irmynd, að ef ég uppsker þau um-
mæli við mín lífslok að hafa verið góð
manneskja, þá fyndist mér ég ekki
hafa lifað til einskis. Þá gæti ég dáið
með bros á vör.
Ég votta Bryndísi mína dýpstu
samúð, sem og föður hennar, Bjarna
Ágústssyni, þeim mæta sómamanni,
Glúmi og Melkorku og bið Sóleyju
Guðs blessunar og hans eilífa kær-
leikans skjóls.
Aldís Baldvinsdóttir.
Það verður ekki hjá því komist að
þegar lífsstrengurinn slitnar verkar
það hjá okkur sem eftir sitjum eins
og skammhlaup, það slitnar eitthvað
innra með okkur og við fyllumst
söknuði og trega.
Mágkona mín Sóley Brynjólfs-
dóttir er látin og kveð ég hana með
sárum söknuði. Día sem hún var allt-
af kölluð, kynntist ung eftirlifandi
eiginmanni sínum, Bjarna Ágústs-
syni. Þau eignuðust einn son, Agnar,
sem lést af slysförum á fjórða ári og
varð það þeim hjónum mikill harm-
ur.
Eftir sonarmissinn fluttust þau til
Bandaríkjanna og bjuggu þar næstu
fimm árin. Nokkrum árum eftir
heimkomuna reistu þau sér fallegt
hús í góðu umhverfi þar sem elsku-
leg og kærkomin dóttir þeirra Bryn-
dís ólst upp og síðar fæddist lítill sól-
argeisli barnabarn Díu og Bjarna,
Melkorka Sóley.
Það eru orðin rúm fjörtíu ár síðan
ég kynntist Díu. Frá fyrstu kynnum
okkar fannst mér alltaf einhver æv-
intýraljómi yfir henni, þær eru góðar
stundirnar sem við áttum saman og
er þar helst að nefna matarboðin
sem voru engu lík, oft með vinum
þeirra, og svo jólaboðin þar sem fjöl-
skyldur okkar komu saman, og nut-
um við kræsilegra veitinga Díu.
Día var glæsileg kona, ákveðin, lá
ekki á skoðunum sínum, en um leið
mikill húmoristi og sá oft spaugilegu
hliðarnar á hlutunum. Þau hjónin
lögðu mikla rækt við að eignast fal-
legt heimili þar sem smekklegheitin
voru í hávegum höfð.
Í mörg ár áttu þau hjónin sinn
sælureit við Langá í Borgarfirði. Við
hjónin áttum margar góðar stundir í
sumarhúsi þeirra. Vináttuna og
gleðina sem ég átti með þér í yfir
fjörtíu ár varðveiti ég í hjarta mínu.
Elsku Bjarni, Bryndís og Mel-
korka Sóley, Guð styrki ykkur og
varðveiti.
Ásgerður Hjörleifsdóttir.
Sóley var alltaf kölluð Día. Día og
Bjarni móðurbróðir okkar bjuggu í
næsta húsi við okkur í Garðabæ. Día
og Bjarni voru tryggir nágrannar og
vinir fjölskyldu okkar. Día var
ákveðin kona sem sagði meiningu
sína á einlægan hátt. Hún var ekki
allra, eins trygga og bóngóða mann-
eskju var vart að finna. Þau voru ófá
skiptin sem hún setti permanett í
hárið á okkur systrum. Día var mjög
vel klædd og snyrt alla tíð. Hún valdi
falleg og vönduð föt á fjölskylduna
og fór í utanlandferðir með móður
okkar. Día var mjög góður kokkur
og Bjarni annálaður matmaður eins
og allt hans fólk. Bjarni og Día
bjuggu í Bandaríkjunum í nokkur ár.
Þegar þau fluttu heim var spennandi
að heimsækja þau og skoða allt fína
dótið sem þau fluttu með sér. Heimili
þeirra var ætíð smekklegt, fallegt og
framúrskarandi hreint. Þeim leið vel
þrátt fyrir að hafa misst drenginn
sinn á unga aldri.
Minnisstætt er þegar Día varð
veðurteppt í Reykjavík vegna vinnu
sinnar. Hún hringdi í Bjarna og bað
hann að sækja sig á vörubílnum.
Hann sagði Hafnarfjarðarveginn
vera ófæran og hún yrði bara að
bíða. Día sagði þá að bragði: „Þetta
reddast allt, ég tek bara leigubíl.“
Hún var fljóthuga og að þessu atriði
var lengi hlegið.
Okkur systkinunum fannst mjög
spennandi þegar það fréttist að Día
og Bjarni fengju litla stúlku. Bryndís
kom sem himnasending inn í líf
þeirra. Allt breyttist í tilverunni
bæði hjá okkur og þeim. Við fórum
auðvitað yfir til að skoða Bryndísi,
þetta rólega, fallega barn. Foreldrar
okkar pössuðu Bryndísi fáeinar næt-
ur þegar hún var að taka tennur til
að hvíla Bjarna og Díu. Það voru við-
brigði að taka að sér lítið barn komin
á þennan aldur. Tanntakan tók slík-
an tíma að Día leitaði til tannlæknis
með Bryndísi því hún hélt að tenn-
urnar ætluðu aldrei að koma. Bryn-
dís lærði heimspeki og var um tíma
erlendis í námi. Hún á eina dóttur,
Melkorku með sambýlismanni sín-
um. Hin síðari ár hafa verið Bjarna
og Díu erfið vegna sjúkleika. Þau
hafa haldið heimili og stutt hvort
annað dyggilega. Samferð okkar
systkinanna með Díu hefur verið
ánægjuleg og góð. Við sendum
Bjarna, Bryndísi, Melkorku og öðr-
um aðstandendum samúðarkveðjur
okkar.
Börn Aðalbjargar og Atla.
Sláttumaðurinn slyngi hefur verið
ötull að fella grösin í ranni föðurfjöl-
skyldu minnar á þessu ári. Föður-
systur mínar tvær, Aðalbjörg og Sig-
urlín, létust og nú Sóley, eiginkona
föðurbróður míns Bjarna.
Þegar Día, eins og hún var jafnan
nefnd, og móðir mín Ingibjörg urðu
svilkonur tókst með þeim vinátta
sem hvorki mölur né ryð fékk grand-
að. Á uppvaxtarárum mínum í Hafn-
arfirði voru Día og Bjarni órjúfan-
legur hluti tilverunnar. Daglegt
samband var á milli foreldra minna
og þeirra og samgangur mikill.
Hvort sem var á stórhátíðum eða við
önnur tækifæri. Það var alltaf glatt á
hjalla á þessum samverustundum
mikið hlegið, spilað, málin rædd og
reifuð og öllum leið vel.
Día og Bjarni dvöldu í Bandaríkj-
unum á árunum 1957-1961 og það
ríkti mikil eftirvænting í litlum
hjörtum þegar von var á þeim í heim-
sókn og eins að opna jólgjafirnar og í
hlut okkar systranna komu framandi
leikföng og hlutir frá landinu fyrir
vestan og það var í huga okkar baðað
dýrðarljóma.
Þær voru alsælar vinkonurnar
þegar þau komu aftur heim og allt
varð eins áður.
Día var einstaklega myndarleg
húsmóðir og heimili þeirra var til
fyrirmyndar, smekklegt og hrein-
legt. Sjálf var hún alltaf eins og
klippt út úr tískublaði, sannkölluð
heimsdama. Matargerð lék í höndum
hennar og fór ég á námsárum mínum
iðulega til hennar í hádegismat og
alltaf fylgdi skemmtilegt spjall yfir
krásunum.
Día átti auðvelt með að setja sig í
spor unglingsins og það var gott að
ræða við hana á því aldursskeiði sem
og síðar.
Hún hafði einstaka kímnigáfu og
kom auga á það broslega í amstri
dagsins og það var alltaf líflegt í
kringum hana og margt sem lá henni
á hjarta. Sérstakt yndi hafði hún af
léttri tónlist sem var leikin við hvert
tækifæri. Þá var jafnvel tekið sporið
og sungið með.
Día og Bjarni urðu fyrir þeirri
óbærilegu sorg að missa einkabarnið
sitt, aðeins þriggja ára. Día bar alla
tíð örin eftir það og gat virkað á
marga sem köld hið ytra en við sem
gerst þekktum vissum að hið innra
brann eldur.
Díu og Bjarna varð ekki annarra
barna auðið en tóku kjördóttur,
Bryndísi, árið 1972 sem veitti þeim
ómælda hamingju og gleði. Ekkert
var nógu gott fyrir einkadótturina og
síðar barnabarnið Melkorku Sól-
eyju.
Nú eru vinkonurnar Día og
mamma saman á ný en meðan báðar
lifðu máttu þær vart hvor af annarri
sjá.
Það syrtir að er sumir kveðja og
sérstakleg þeir sem hafa verið nánir
samferðamenn alla tíð.
Blessun fylgi föðurbróður mínum
Bjarna, Bryndísi og Melkorku Sól-
eyju.
Sumir kveðja og síðan
ekki
söguna meir.
Aðrir með söng,
sem aldrei deyr.
(Þ.V.)
Lilja Hilmarsdóttir.
Sem vinkona Bryndísar dóttur
Díu og gamall heimagangur við Stór-
ás 7, langar mig að rifja upp gamla
tíma.
Við Bryndís lékum okkur mikið
saman og völsuðum út og inn, sjálf-
sagt skildum við húsið eftir í rúst, en
það skipti engu máli. Barbí út um
alla stofu var umborið með jafnaðar-
geði. Það var alltaf svo gott and-
rúmsloft á heimilinu. Bjarni og Día
voru klettar í hafinu, sem skiptu
aldrei skapi og létu mig finna að ég
var velkomin. Það var alltaf eitthvað
gott með kaffinu, og svo fengum við
líka kennslu í kökubakstri ef svo bar
við. Oftast var líka auðsótt mál að fá
að gista á víxl, og sýndu Bjarni og
Día þá talsverða færni í að heyra
ekki pískur og hlátur sem stóð langt
fram á nótt. Ekki var síðra að fá að
koma með á Mýrar, í bústaðinn sem
svo mikið var nostrað við. Þar var
yndislegt að vera og ýmislegt bjástr-
að, farið í berjamó og „villst“ í kjarr-
inu. Árin liðu en sumt breyttist ekki.
Til dæmis var erfitt að hugsa sér
gamlárskvöld án þess að bregða sér
niður á Stórás til að skála við Bryn-
dísi, Bjarna og Díu.
Margar góðar minningar eru
tengdar fjölskyldunni Stórási 7, og
vil ég þakka fyrir þær. Nú þegar Día
er farin er hugurinn hjá Bjarna og
Bryndísi. Guð veiti ykkur styrk til að
takast á við þennan missi.
Guðrún Arnbjörg.
Í dag er hún Día vinkona okkar
jörðuð og hugurinn hvarflar aftur í
tímann. Strandgatan á áttundaára-
tugnum, Geiri Jóels. með skóbúðina,
Gunnlaugur Magg, Bergþóra Ný-
borg og á hinum endanum Hafnar-
borg. Í Hafnarborg fékkst allt á milli
himins og jarðar og þar vann
skemmtilegt fólk á öllum aldri. Við
unnum í snytivörudeildinni og fljót-
lega eftir að við hófum þar störf
bættist ný kona í hópinn. Það var
Sóley sem alltaf var kölluð Día,
nokkuð eldri en við – hvernig skyldi
hún falla í hópinn? Día varð strax
vinkona okkar, þessi glæsilega kona
var heimsborgari fram í fingurgóma,
glöð, bjartsýn og umfram allt frábær
vinur og vinnufélagi. Heimsóknir í
Stórásinn voru oft ævintýri líkastar
og þar kynntumst við listisemdum í
mat og drykk. Líf Díu tók miklum
breytingum þegar Bryndís kom inn í
líf þeirra Bjarna og nú tóku við nýjir
tímar, tímar barnauppeldis og tíðra
heimsókna. Bryndís var sólargeisl-
inn í lífi þeirra og fylgdumst við með
henni vaxa og dafna. Seinna bættist
svo annar sólargeisli í líf þeirra þeg-
ar Bryndís eignaðist dóttur.
Síðan skildu leiðir og heimsóknum
fækkaði en við fylgdumst alltaf hver
með annarri og vinátta Díu var okk-
ur mikilvæg og minnumst við hennar
með þakklæti.
Elsku Bjarni, Bryndís og fjöl-
skylda við vottum ykkur samúð okk-
ar, minningin um heimsborgarann
vinkonu okkar mun lifa um ókomna
tíð.
Ásta Sigurðardóttir og
Sigurbjörg Ármannsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BJÖRG ÞORKELSDÓTTIR,
Valdastöðum í Kjós,
síðast vistmaður á Litlu Grund,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu-
daginn 6. nóvember, verður jarðsungin frá
Háteigskirkju föstudaginn 14. nóvember
kl. 13.30.
Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Magnús Sveinsson,
Maríus Sigurbjörnsson, Sigríður Sverrisdóttir,
Guðmundur Sigurbjörnsson, Gréta Tryggvadóttir,
Sigurbjörn Ó. Ragnarsson, Elín Guðmundsdóttir,
Halldór J. Ragnarsson, Björk Óskarsdóttir,
Tómas A. Baldvinsson, Jóna Björg Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og bróðir,
HELGI G. ÞÓRÐARSON
verkfræðingur,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13.30.
Thorgerd E. Mortensen,
Þórður Helgason, Halldóra D. Kristjánsdóttir,
Daníel Helgason, Vigdís Jónsdóttir,
Hallur Helgason, Kolbrún Ýr Gísladóttir,
Kristín Svanhildur Helgadóttir,
barnabörn,
Þórunn Þórðardóttir.
Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
móður minnar, systur og mágkonu,
INGUNNAR HALLSDÓTTUR,
Boðagranda 7,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi og deildar 11E við
Hringbraut fyrir einstaka umönnun og hlýhug.
Hallur Örn Jónsson,
Erlingur Hallsson, Ásta Tryggvadóttir,
Aðalsteinn Hallsson, Ebba Stefánsdóttir,
Sigríður Björg Eggertsdóttir, Guðmundur Geir Jónsson
og aðrir aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐJÓN ELÍASSON,
Víðilundi 20,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 14. nóvember kl. 10.30.
Helga Ingimundardóttir,
Ásmundur Guðjónsson, Erna Melsted,
Þorsteinn Guðjónsson, Sigríður H. Ármannsdóttir,
Helga Guðjónsdóttir, Jón B. Arason,
Haukur Guðjónsson, Guðrún Hilmarsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVEINSÍNA JÓNSDÓTTIR,
Brekkugötu 7,
Ólafsfirði,
sem lést á hjúkrunardeild Hornbrekku fimmtu-
daginn 6. nóvember, verður jarðsungin frá
Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 15. nóvember
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Aðstandendur.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.