Morgunblaðið - 12.11.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.11.2003, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MIKIL og þung mótmælaalda er ris- in meðal íbúa Kópavogs og annarra, sem Fossvogsdalinn byggja, gegn fyrirhugaðri byggingu átta 14 hæða stórhýsa í landi Lundar í Kópavogi. Sá hópur þrjú hundruð manna og kvenna, sem sótti fund í Snælands- skóla þriðjudagskvöldið 4. nóvember, var ekki samblástur harðsvíraðra vinstri eða grænna, heldur velflestir fylgisspakir kjósendur þeirra sömu fulltrúa bæjarstjórnarmeirihlutans sem hunzuðu tilmæli Áhugamanna um betri Lund, að mæta á fundinn, þó ekki væri nema til þess eins að hlýða á þau gagnmerku erindi, sem fagmenn á sviði umhverfis-, húsagerðar-, tækni- og félagsmála fluttu þar. Með fyrirhugðum bygggingum er eyðilagt útsýni fyrir talsverðan hluta Fossvogsbyggðar beggja vegna dals- ins. Einar Ólafsson arkitekt sýndi á þriðjudagsfundinum með tölvumynd- um hversu mikið skuggavarp þessara stórhýsa yrði, við mismunandi sólar- hæð og eyktamörk, bæði fyrir nær- liggjandi byggð og „útivistarsvæði“ á Lundarlóðinni. Þá er fyrirsjánleg sveipamyndun þegar andanum hreyf- ir, en veðursæld þessa dalverpis þekkjum við bezt, sem þar búum. Byggingarnar eru í hróplegu ósam- ræmi við allar þær, sem fyrir eru, og breyta mjög til hins verra öllu yfir- bragði og aðkomu svæðisins. Það fer ekki milli mála að 13-1500 manna byggð útheimtir hagræðingu í um- ferðar- og skólamálum, sem enn hef- ur ekki verið sýnt fram á sannfærandi lausn á og hlýtur verulega aukin um- ferð gangandi og akandi að setja mark sitt á þá byggð sem fyrir er. Þessi atriði munu óhjákvæmilega rýra markaðsgildi fasteigna á svæð- inu og gætu skapað bænum bóta- ábyrgð upp á tugi milljóna. En hvernig eru þessi umfangs- miklu byggingaráform til komin? Fram hefur komið að Lundur er erfðafestuland erfingja Geirs Gunn- laugssonar bónda, sem rak myndarbú í Lundi á liðinni öld og er erfðafestan miðuð við sveitabúskap. Ekki hefur verið rekinn búskapur á þessu svæði síðasta aldarfjórðunginn, enda væri Lundur metinn eyðibýli upp til dala. Spurning vaknar hver sé réttur erfða- festu við þær aðstæður. Fyrir liggur úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í hliðstæðu máli. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að handhafi erfða- festu hafi einungis rétt til að byggja mannvirki, sem tengjast búskap, það er að segja íbúðarhús, gripahús og aðrar byggingar er lúta að búskap. Erfðafestuhafar gætu ekki krafizt bóta fyrir landið eins og um væri að ræða land undir íbúðabyggð. Héraðs- dómur Reykjaness féllst á að við eign- arnám skyldu einungis greiddar bæt- ur vegna ræktunar og búskaparbygginga á svæðinu. Berum þetta saman við þau hundr- uð milljóna sem renna að öllum lík- indum beint í vasa Lundarfjölskyld- unnar ef af áformum um háhýsin verður. Spurningum um eignarnám eða athugun á þeim kosti hefur verið hafnað af forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra. Sú afstaða vekur áleitn- ar spurningar um hvílíkt steinbítstak erfingjar Lundar hafi á bæjarstjórn Kópavogs. Allar samningaviðræður við Lund- armenn virðast hafa farið fram í skjóli sumars, þegar sízt var von að íbúar og einhverjir nefndarmenn væru með múður. Niðurstaðan kom ekki fyrir almenningssjónir fyrr en 21. septem- ber á síðum Morgunblaðsins. Svo er að sjá að arkitekt á vegum Lundar- fjölskyldunnar hafi otað fullbúnum teikningum af byggðinni að bæjar- stjórn og hún bitið á agnið. En málið er ekki höfn. Skipulags- nefnd hefur ekki gengið á íbúa nær- liggjandi hverfa varðandi grenndar- könnun, sem þó væri krafizt ef maður ætlaði að smíða kvist eða bíslag á hús- ið sitt. Forseti bæjarstjórnar hafði á fundi með sjálfstæðismönnum hinn 25. október góð orð um „að sjálfsögðu yrði hlustað á óskir nágranna og þegnanna yfirleitt“. Eitthvað fannst manni skorta á sannfæringarmátt þeirra orða, sem voru þó snöggtum hógværari en svör bæjarstjóra viku seinna, sem taldi ekki ástæðu til að sinna kvabbi eins og stöðluðum mót- mælalistum, sem væru hvort eð er komnir til fyrir áeggjan öfgamanna eða undirróður andstæðinga bæjar- meirihlutans. Ég mótmæli fram- komnum skipulagstillögum um byggð á Lundarsvæðinu og krefst þess að Kópavogsbær skipuleggi svæðið að nýju. Stefnt verði að blandaðri byggð, sem falli betur að því umhverfi, sem hér er fyrir. Ennfremur áskil ég mér rétt lögum samkvæmt til að krefja Kópavogsbæ um bætur vegna þeirrar rýrnunar á markaðsverði húseignar minnar, sem leiða kann af hinu nýja skipulagi. SIGURGEIR KJARTANSSON, Víðigrund 59, Kópavogi. Hverjir eiga Kópavog? Frá Sigurgeiri Kjartanssyni FALLEG og sterk í hógværð sinni, fagnaðarrík og opnandi sýn inn í heim Guðs er greinin hans séra Úlf- ars á Eyrarbakka í Morgunblaðinu laugardaginn 8. nóv. Bara fyrsta setningin er eins og lausnarorð inn í löngu staðnaða um- ræðu þar sem vantrúin, efinn og nið- urrifsandinn höfðu sett áhrifagjarnri hugsun okkar mannanna stólinn fyr- ir dyrnar. Framhaldið hjá greinar- höfundi stendur allt undir þeim væntingum sem upphafið vekur, og er þá mikið sagt. „Á allraheilagra- messu 2003“ eru orð eins sjáandans enn í langri lærisveinasögu kristn- innar. Hafi séra Úlfar þökk fyrir, og mættu sem flestir lesa þessa grein, læra af henni og taka anda hennar sér til eftirbreytni. JÓN VALUR JENSSON, Sólvallagötu 14, 101 Reykjavík. Þakkarverð grein sr. Úlfars Guðmundssonar Frá Jóni Val Jenssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.