Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 41 Stafavíxl í viðtali við Delgado Stafavíxl urðu við vinnslu viðtals á bls. 16 í gær við dr. Christopher Delgado, aðalhöfund skýrslu um framtíðarhorfur fisktegunda til árs- ins 2020. Delgado talar í viðtalinu um að ofveiðar á sjávarfiski séu „yfirvof- andi alheimsvandi“ og fylgir síðan í kjölfarið upprunalegt orðalag Delgados á ensku. Þar átti vitaskuld að standa „looming global crisis“ en ekki „glooming local crisis“. LEIÐRÉTT Forsætisráðherra Namibíu flytur fyrirlestur í HÍ Forsætisráðherra Namibíu, Theo Ben Gurirab, flytur fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag, miðvikudaginn 12. nóvember, kl. 12.30. Fyrirlesturinn ber yfirskrift- ina Namibia – Iceland: Relations in the context of SADC-EU co- operation. Fyrirlesturinn fer fram í Hátíðasal, aðalbyggingu, og er öllum opinn. Eftir fyrirlesturinn svarar ráðherrann fyrirspurnum úr sal. Félag Landfræðinga heldur um- ræðufund um stöðu landfræðinga eftir að námi lýkur, í dag, miðvikudaginn 12. nóvember, kl. 20, í Odda, stofu 106, húsi fé- lagsvísinda við Háskóla Íslands. Frummælendur munu fjalla um reynslu sína og sýn á atvinnumögu- leika landfræðinga eftir útskrift. Eftir kynningu verða umræður og spjall um landfræðinámið. Í DAG Alþjóðadagurinn í Háskóla Ís- lands verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 13. nóvember, kl. 12– 16, í Háskólabíói. Dagurinn er á veg- um Alþjóðaskrifstofu háskólastigs- ins og Stúdentaráðs Háskóla Íslands og er tilgangurinn að kynna nám er- lendis og möguleika háskólastúd- enta til að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla sem skipt- istúdentar. Erlendir háskólastúdentar verða með kynningarefni frá sínum heima- skólum og veita upplýsingar og svara spurningum. Eftirfarandi að- ilar verða einnig með kynning- arborð: sendiráð Kanada, Frakk- lands, Þýskalands, Japans, ræðismaður Ítalíu, Lánasjóður ís- lenskra námsmanna, Samband ís- lenskra námsmanna erlendis, Ful- bright-stofnunin, Leonardo starfsþjálfun, Félag erlendra stúd- enta o.fl. Fyrrverandi skipt- istúdentar munu segja frá dvöl sinni við erlenda háskóla í sal 4 í Há- skólabíói kl. 13–14. Allir velkomnir. Fuglaverndarfélag Íslands heldur fyrirlestur á morgun, fimmtudaginn 13. nóvember, kl. 20.30 í Lögbergi Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist: Þroskasaga fuglamerking- armanns. Í fyrirlestrinum mun Ólaf- ur Torfason fjalla um reynslu sína af fuglamerkingum en hann hefur merkt fugla í 15 ár. Málþing um íslenskar lagaþýð- ingar Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir málþingi um íslenskar lagaþýðingar á morgun, fimmtudag- inn 13. nóvember, í Norræna húsinu kl. 11–14. Frummælendur eru: Gauti Kristmannsson, aðjunkt í þýð- ingafræði við HÍ, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, sendiráðunautur, viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, Hildur Pétursdóttir, deildarstjóri Þýðingamiðstöðvar ut- anríkisráðuneytisins, og Sigurður Líndal prófessor. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Á MORGUN Verkfræðistofan Vista heldur námskeið um hvernig byggja má vefaðgang að mælikerfum, með gagn- virkum aðgangi að mælikerfum. Kenndar eru aðferðir með inn- byggðum vefsíðum LabVIEW og fjöldaaðgangi. Einnig vefsíðugerð með CGI-máli og notkun á Remote Panels sem gera auðvelt að fjarstýra LabVIEW-kerfum yfir staðarnet eða internet. Námskeiðið er haldið miðvikudaginn 19. og fimmtudaginn 20. nóvember kl. 9–16 á Höfðabakka 9c. Verð er kr. 29.000 og er skráning í tölvupósti hjá vista@vista.is. Skyndihjálparnámskeið hjá RKÍ Rauði kross Íslands, Reykjavík- urdeild, heldur námskeið í almennri skyndihjálp. Kennt verður dagana 17., 18. og 20. nóvember í húsnæði deildarinnar Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er: Aðgerðir á vett- vangi, endurlífgun með hjartahnoði, blástursaðferðin, hjálp við bruna, beinbrotum, um blæðingar og sár, umbúðir og sárabindi, eitranir, bit og stungur o.fl. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys, m.a. slys á börnum og almennar forvarnir. Námskeiðið er 16 kennslustundir og að því loknu fá þátttakendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Skrán- ing og nánari upplýsingar hjá Rauða krossi Íslands, Reykjavíkurdeild. Á NÆSTUNNI EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá stjórn Kennarafélags Reykjavíkur: „Stjórn Kennarafélags Reykja- víkur lýsir ánægju sinni með að SAMFOK haldi áfram að sýna starfi grunnskólans áhuga og ræði einstök mál hans. Stjórnin tekur undir með ársfundi SAMFOKS um að beitt verði aðgerðum til að styrkja stærðfræðikennara í starfi með fjölbreyttara námsefni og markvissum aðgerðum í viðbótar- námi í stærðfræði. Ennfremur að „unnið verði gegn fordómum og hræðslu gagnvart stærðfræði“ eins og segir í ályktun samtakanna. Stjórn KFR telur að á Íslandi sé skólastarf fyllilega sambærilegt því sem best gerist í öðrum lönd- um. Kennarastéttin hefur hingað til sýnt að hún er tilbúin til breyt- inga samfara nýjum kröfum í þjóð- félaginu. Kennarar munu hér eftir sem hingað til ganga óragir til verka sinna og fagna góðu sam- starfi við foreldra grunnskóla- barna.“ Stærðfræði- kennarar verði styrktir í starfi Innflutningur USA USA-vélar, sjálfsk. í USA-bíla og allar tegundir bíla. Vanur og traustur innflytjandi. Heimas. www.centrum.is/ bilaplan. Síma 896 5120. Harðkornadekk/Heilsársdekk Til sölu 4 ágæt harðkornadekk á 5-gata felgum: 195/70 R-14 og tvö heilsársdekk 185/65 R-15. Upplýsingar í síma 564 1978. Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá, draumaráðningar og huglækningar. Er við frá hádegi til kl. 2.00 eftir miðnætti. Hanna, s. 908 6040. Óska eftir frumskógarketti eða hvítum kettlingi gefins. Uppl. í s. 845 8202. Heilsuhringurinn. Áskriftarsími 568 9933. Viltu léttast hratt og örugglega? Anna Heiða léttist um 30 kg, Ægir um 7,5 kg. á 6 vikum. Ég um 25 kg og Dóra um 15 kg. www.diet.is Hringdu núna! Margrét, s. 699 1060. Skápahurðir. Margar tegundir. Allar stærðir. Fljót og góð af- greiðsla. Spónasalan ehf., Smiðjuvegi 40, s. 567 5550, fax 567 5554. Tölvupóstur: sponn@islandia.is Netfang: islandia.is/sponn Til sölu 2ja sæta vel með farinn sófi úr Ikea. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 861 7937. Skrifstofuherbergi. Til leigu snyrtileg skrifstofuherb. í Ármúl- anum. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sameign. Góður staður. Uppl. gefur Þór í s. 899 3760. Til leigu 2ja herb. íb. í kj. við Vífilsgötu (105). Sérinngangur, parket. Húsaleigubætur. Uppl. í síma 893-9048. Til leigu 3ja herb. 83 fm. íbúð í Teigaseli. Laus strax. Áhuga- samir sendi fyrirspurnir og tilboð á netfang: bambus@internet.is Til leigu hergbergi. Góð að- staða. Eldh., borðsalur, setu- stofa, þvottah., Stöð 2, Sýn, fjöl- varp. Gistiheimilið Berg. S. 565 2220 - www.gestberg.is Til leigu nú þegar falleg íbúð (ca 85 fm) á rólegum stað, stutt frá Árbæjarsundlaug. Hentar vel fyrir einstaklinga eða par. Skilvísi og reglusemi áskilin. Uppl. í síma 557 1161. Óska eftir ca 40 fm bílskúr til leigu fyrir einyrkja með léttan, þrifalegan iðnað. Helst í Kópa- vogi. Sími 564 4219/863 6852. Óska eftir láni 500.000 í 3 mánuði. Örugg greiðsla. falcon.nordica@internet.is. Sími 824 4485. Til sölu þykktarhefill á 100 þús., afréttari kr. 100 þús., bútsög kr. 70 þús. 2ja poka sog kr. 80 þús. Verð án vsk. Sími 821 6280. Eldri borgarar Skipti um skrár og lamir á inni- og útihurðum. Einnig lamir á eldhús- og fata- skápum. Uppsetning: myndir, málverk, speglar, skápar, hillur í stofur og geymslur. Lími stóla og margt fleira smátt. Guðlaugur s. 554 0379 e. kl. 18. Geymið auglýsinguna. Ferðavinningur til Dublin kr. 50 þús. Fæst á kr. 30 þús. Upplýsingar í síma 821 5133. Hilmar Guðmundsson miðill úr Þorlákshöfn kemur aftur til Reykjavíkur helgina 15. og 16. nóv. Eldri pantanir óskast endur- nýjaðar. Einnig tekið á móti nýj- um. Sími 867 2443. Nýtt veiðarfæri. Útgerðarmenn kynnið ykkkur hringlínu Indriða. Algjör nýjung. Sími 552 4722 TRÉSKURÐUR Tálgunarhnífar og tréskurðarjárn www.gylfi.com S. 555-1212, Hólshrauni 7, 220 Hafnarfirði. Þrívíddarmyndanámskeið öll mánudagskvöld kl. 19.30. Verð 3500 kr. allt efni innifalið Upplýsingar í síma 899 5762, Hafdís Björk Laxdal. Fallegar yfirbreiðslur fyrir sófa og stóla Ýmsar gerðir - www.sofalist.is Ath! Sérpantanir þurfa að berast tímalega fyrir jól. Uppl. í simar 5687-135 og 692-8022 Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Húsgögn • Ljós Gjafavara Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Ármenn — Í dag 12. nóvember verðum við með fræðslukvöld hjá Náttúrufræði- stofu Kópavogs, sama hús og Sal- urinn. Mæting er klukkan 20 að vanda en að þessu sinni í Kópa- vogi þar sem verður tekið á móti okkur. Í safninu eru fiskabúr með ýmsum lífverum, fiskum og hrygg- leysingjum. Ekki er vafi að þar er margt fróðlegt fyrir áhugamenn um vatnapöddur. Ármenn. Hjón á miðjum aldri óska eftir herbergi eða stúdíóíbúð, helst með húsgögnum. Æskilegt á svæði 107/108 Rvík en ekki skil- yrði. S. 899 1510. Til sölu hnappa harmonika með sænsku gripi. Upplýsingar í síma 462 3055. Til sölu Palomino Mustang 13 feta fellihýsi, árg. 2001. Hlaðið aukabúnaði. 220 volta kerfi m. hleðslu, sólskyggni, fortjald, útvarp m. geislasp., ísskápur, 2 stk. 105 amp. rafgeymar, 2 stk. gaskútar og grjótgrind. Nýtt verð kr. 1.700 þús. Selst á kr. 980 þús. Möguleiki á Visa/Euro-raðgreiðslum. Netsalan ehf., Knarrarvogi, 104 Rvík. Símar 517 0220/693 0225. Til sölu Jeep Grand Cherokee Limited, lúxusútgáfa, árg. 2000, ek. 73.000 km. Eins og nýr. Verð kr. 3.700 þús. Tilb. kr. 3.500 þús. Netsalan ehf., Knarrarvogi, 104 Rvík. Símar 517 0220/693 0225. Til sölu Jeep Grand Cherokee Laredo, blár, árg. 1996, ekinn 149.000 km. Verð kr. 1.490 þús. Netsalan ehf., Knarrarvogi, 104 Rvík. Símar 517 0220/693 0225. Tilboð til áskrifenda ! - smáauglýsing á 500 kr. á laug- ardögum. Pantanafrestur er til kl. 12 á föstudögum. Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111. Netfang: augl@mbl.is Tilboð til áskrifenda ! - smáauglýsing á 500 kr. á laug- ardögum. Pantanafrestur er til kl. 12 á föstudögum. Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111. Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.