Vísir - 16.10.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 16.10.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. október 1980. vtsm 3 Nefndarkóngarnír eru ekki á nástrái: SA HÆSTI MEB RfFLEGA 3.6 MILLJÚNIR KRÚNA Menntamálaráöuneytiö greiðir riflega 64 milljónir í kostnaö til 747 nefndamanna ! 147 nefndum á vegum ráöuneyt- isins. Sjávanitvegsráöuneytiö hefur aftur 22 nefndir meö 139 nefndamönnum á sinum snær- um, en greiðir engu aö siður rúmlega 53 milljónir króna í beinan launakostnaö. Þetta kemur fram i yfirliti um stjtírnir, nefndir og ráö rikisins fyrir siöasta ár. Nefndakóngarnir eru ofar- lega á dagskrá, eins og fyrri daginn. Samkvæmt lauslegri samantekt blaðsins eru þeir i broddi fylkingar: Jtín Sigurös- son forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, Daviö Ólafsson Seölabanka- stjóri og Gunnar Guöbjartsson formaöur Stéttasambands bænda. Jón Sigurösson tók á sl. ári aö launum fyrir setu sina I 8 nefndum riflega 3,6 milljónir króna, Daviö Ólafsson rlflega 3 milljónir fyrir setu i 4 nefndum og Gunnar Guöbjartsson rak lestina meö rétt tæpar 3 milljón- irkróna, i 9 nefndum. Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri er með 2.604 millj. i 13 nefndum. Þorsteinn Geirsson skrifstofu- stjóri er meö 2.497 millj. króna fyrir setu I 5 nefndum, Ingi R. Helgason er meö 1.736 millj. króna fyrir setu i 5 nefndum, Vilhjálmur Lúöviksson fram- Jón Sigurösson forstjóri Þjóö- hagsstofnunar fær hæsta nefnd- arþóknun fyrir sl. ár. kvæmdastjóri Rannsóknarráðs rikisins er meö 1.957 millj. kr. fyrir setu i 6 nefndum og Bene- dikt Blöndal hrl. er með 1.690 millj. kr. fyrir setu i 2 nefndum. Þeir Jónatan Þórmundsson Gunnar Guöbjartsson for- maður Stéttasambands bænda er einnig ofarlega I rööinni. prófessor og Guölaugur Þor- valdsson rikissáttasemjari eru hvor um sig meö rlflega 1,5 millj. króna fyrir setu I 4 nefnd- um og Höskuldur Jónsson ráöu- neytisstjóri I fjármálaráöuneyti Þingmennirnir láta ekki sitt eftir liggja. Eövarö Sigurösson er meö rúma milljón fyrir nefndastörf sln. er meö ri'flega 1,1 millj. króna fyrir setu i 3 nefndum. Þingmenn og ráöherrar standa sig einnig meö ágætum og séu tveir þeirra teknir i dæm- iö, þá er Friðjón Þóröarson, dómsmálaráöherra meö 1.486 millj. króna fyrir setu i 6 nefnd- um. Eövarö Sigurðsson þing- maður og verkalýðsforingi er meö 1.031 millj. kr. fyrir setu I 4 nefndum. Eins og vakin var athygli á I upphafi virðast nefndir á vegum hins opinbera vera ákaflega misfrekar til fjárins. Talandi dæmi um þaö er samanburöur á launum tveggja nefndarmanna. Runólfur Þórarinsson fulltrúi i menntamálaráöuneytinu tekur rúm 529 þúsund krónur aö laun- um fyrir setu sina i 6 nefndum. Egill Sigurgeirsson hæstarétt- arlögmaöur tekur aö launum 3.592 millj. króna fyrir for- mennsku sina I einni nefnd, þ.e. svokallaðri matsnefnd eignar- námsbóta, og ætti meö réttu aö vera framarlega i þessari sam- antekt. —JSS Reykvískur eftírlitsmaður prófaði í Díiprófi í Keflavík Fjórir af fimm féllu! „Þarf aukið eftirlit með kennslunni”. segir Guðni Karlsson tijá Bifreiðaeftirlíti ríkisins Þaö telst yfirleitt ekki til tíö- inda þótt einhver falli á prófi, enda oftast um Utinn minnihiuta aö ræöa. Þó bar svo til i Keflavik fltnugaöstaði ! arval fyrir i ! meiriháttar! ! iðnreksfur ! | I tengslum viö nýtingu á I J orku- og hráefnaauölindum | landsins, hefur iönaöarráöu- I I neytiö sett á laggirnar nefnd | ' sem hefur þaö hlutverk aö at- | huga hentugt staöarval fyrir | . meiriháttar iönrekstur. • 1 leit aö hentugum stað á 1 | nefndin að taka tillit til lík- | . legra áhrif sem slik fyrirtæki i I heföu á atvinnulega og efna- ■ | hagslega þróun, samfélag, | • náttúru og umhverfi. Nefnd- . I inni er þá falið aö greina I I I hverju slik áhrif séu helst fólg- I I in- I Nefndinni er jafnframt ætl- j 1 aö aö samræma störf þeirra * | stofnana sem máliö varðar og | | tryggja aö staðarval fyrir . • meiriháttar iðnrekstur sé sem ‘ | best undirbúið. Þorsteinn Vilhjálmsson, . I eðlisfræöingur er formaöur I I nefndarinnar en nefndin mun | ráöa sér verkefnisstjóra. Rit- . I ari nefndarinnar hefur veriö I | valinn Bragi Guöbrandssoi^ j ‘ menntaskólakennari. —^s , L_________________________J fyrir nokkrum dögum, aö fjórir af fimm sem gengust undir bflpróf féllu. Aö þessu sinni var þaö eftirlits- maður úr Reykjavik, sem prófaöi og sagöi hann i viötali viö VIsi, aö þarna heföi töluvert vantaö upp á aö próftakar kynnu nægjanleg skil á fræöilegum hluta prófsins. Kvaöst hann hafa fariö fleiri ferö- ir slöar suöureftir til aö prófa og heföu menn veriö allmiklu betur undirbúnir þá, en áöur, og fall ekki verið meira en eölilegt gæti talist. Vlsir sneri sér til Guöna Karls- sonar hjá Bifreiöaeftirliti rikisins og spuröi hann hverju hann teldi, aö þyrfti aö breyta til aö bilpróf þjónaöi betur þeim tilgangi sem þvi væri ætlaö. „Viö höfum lengi óskaö eftir breytingu á þessu fyrirkomulagi”, sagöi hann. „Okkar reynsla er sú, aö kennar- ar gera alltof mikiö af þvi aö láta nemendur læra þessar stöölúöu spurningar utan aö. Þarna vantar skilninginn á efninu. Viö viljum taka upp svokölluö krossapróf, þannig aö spurning- arnar veröi viötækari og þekking- in þar af leiöandi meiri. Þá er enginn vafi á þvi aö stærri hluti bóklegs náms á að fara inn i skól- ana”. Kvaöst GuÖni telja þaö mjög eölilegt, aö námiö yröi sett upp i eins konar áfangakerfi, sem lyki hjá kennurum og loks meö prófi hjáBifreiöaeftirlitinu. ,,Ég tel, aö þaö þurfi aukiö eftirlit meö kennslunni, auk þess sem hún verði samræmd”, sagöi hann aö lokum. Hú er rétti tíminn oð yfirforo skíðoútbúnoðinn Útilíf býður ókeypis stillingu á skiðabindingum til 24. október. Við stillum eftir þyngd (og getu). Þið komið með skiðin, báða skóna og upplýsingar um notanda og við stillum, ykkur að kostnaðarlausu til 24. október. —JSS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.