Vísir - 16.10.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 16.10.1980, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 16. október 1980. ¥lsm utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: DavfA GuAmundsson. Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi GuAmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: GuAmundurG. Pétursson. Blabamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, FriAa Astvaldsdóttir, Gylfi Krist|ánsson, lllugi Jökulsson, Kristin Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon. Svelnn GuA|ónsson, Sæmundur GuAvinsson, Þórunn Gestsdóttir. BlaAamaAur á Akureyri: Glsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Ðragi GuAmundsson, Elln Ell- ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti GuAbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: SigurAur R. Pétursson. Ritstjórn: SIAumúli 14, slmiSóóll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: SIAumúla 8, simar 8óól 1 og 82260. AfgreiAsla: Stakkholt! 2—4, slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500,- á mánuAi innanlands og verA I lausasölu 300 krónur ein- takiA. Visirer prentaAur i BlaAaprenti h.f. SIAumúla 14. SUEM STftÐfl GEDHEILBRIGDISMÁLA Ljóst er aö mikils er ábótavant varOandi þjónustu viO geOsjúka hér á landi til þess aO þeir njóti sama réttar og fyrirgreiöslu og hinir llkamlega sjúku. Félagsmenn Kiwanis- hreyfingarinnar hér á landi hyggjast nú um helgina samein- ast til fjáröflunar í þágu geð- sjúkra, en þessi þjónustuklúbba- samtök haf a tvisvar áður gengist fyrir slíkum fjársöfnunum til styrktar geðsjúkum með góðum árangri, en talsmenn þeirra hafa bent á, að mikið starf sé enn óunnið á þessu sviði. Slík viðfangsefni, þar sem at- hyglinni er beint að ákveðnum hópi þegna þjóðfélagins, sem lítt eða ekkert geta haft sig í f rammi sjálfir til þess að bæta aðstöðu sína í þjóðfélaginu, eru þörf og þakkarverð. Ekki einungis að því er varðar peningahliðina, það er f jársöfnunina sjálfa, heldur ekki síðurvegna þess aðþau Ijúka upp hugum manna, ef svo má að orði komast, vekja fólk til umhugsun- ar um málefni viðkomandi hóps og hvernig að honum er búið. En þegar upplýsingar liggja fyrir um það, er eðlilegt að ýmsir spyrji, hvort það sé ekki hlutverk ríkisvaldsins að sjá til þess að þörfum þessa fólks sé fullnægt. A ekki að nota skattpeningana okkar til þess að leysa þennan vanda? Auðvitað eru takmörk fyrir því, hve langt sjóðir hins opin- bera duga til þess að leysa brýn- an vanda á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins, og ekki hægt að ætl- ast til þess að allt sé eins og best verður á kosið. Engu að síður er nauðsynlegt að brýnustu verk- efnin séu látin hafa forgang. Þar á meðal eru úrbætur á sviði geð- heilbrigðismálanna. f því sambandi er eðlilegt að mönnum komi í hug geðdeildar- byggingin nýja á lóð Landspítal- ans, sem hefur staðið tilbúin og ónotuð misserum saman. Þar hefur verið fjárfest fyrir millj- arða, en sú f járfesting hefurenn sem komið er, verið til harla lítils gagns, þar sem ekki hefur feng- ist fjárveiting til þess að ráða starfslið til að veita þá geð- deildarþjónustu, sem fyrirhuguð hef ur verið í húsinu. Vonandi sjá stjórnvöld nú til þess að líf i verði komið í þessa feiknarstóru bygg- ingu umfram það sem þegar er orðið, og ætti sú aðstaða þá að geta bættverulega úr brýnni þörf á vissum sviðum vandans. En það er af mörgu að taka í málefnum geðsjúkra. ( því sambandi má minna á skrif Vísis síðastliðinn vetur varðandi bráðaþjónustu fyrir geðsjúka, þar sem fram kom að slík jájónusta hef ur verið og er al- gerlega í molum. Aftur á móti er neyðarþjónusta fyrir líkamlega sjúka og slasaða í nokkuð góðu horfi. Slík mismunun er ekki sæmandi nútíma heilbrigðisþjón- ustu. Þá kom einnig fram í umf jöll- un Vísis um geðheilbrigðismálin í vetur, að önnur þjónusta fyrir geðsjúkiinga er alltof lítil miðað við þörfina, sem er á þessu sviði heilbrigðismálanna. Á Kleppi eru um 70 rúm til móttöku geðsjúkl- inga, en það nægir engan veginn, enda eru jafn-margir á biðlista auk allra þeirra, sem orðið hef ur að synja í gegnum síma.en ekki hafa sent inn innlagnarbeiðnir. Því fé, sem inn kemur í söfnun Kiwanismanna verður varið til þess að bæta endurhæfingarað- stöðu fyrir geðsjúka, sem er einn þáttur þjónustunnar, sem sér- fræðingar á þessu sviði telja nauðsynlegtað komið verði á fót. Hver áfangi í þessum efnum færir okkur nær því að leysa þann alvarlega vanda, sem við blasir í geðhjúkrunarmálunum. Varðskipið Árvakur virðist hafa fengið einkenni- lega meðferð í kerfisbákninu. I f járlagafrumvarpi fyrir yfirstandandi ár er geng- ð út frá því að skipið verði selt á árinu. Þess vegna /ar ekki gert ráð fyrir þvi í rekstri. Samt sem áður liefur skipið enn ekki verið boðið út og í f járlögum fyr- ir árið 1981 er hvergi minnst á Arvakur, líklega gengið jt frá því,að hann verði seldur fyrir áramótin. En þá /irðist eignarréttur yfir skipinu fá einkennilega út- reið. Enn ekki búið að bjóða skipið út — en . . . 1 fjárlögum fyrir áriö 1980 er ráögert aö selja Arvakur og aöra Fokkervél Landhelgis- gæslunnar, en andviröi renni i Pétri Sigurössyni. forstjóra Landhelgisgæslunnar, á þvi hvar Arvakur stæöi i kerfinu eftir aö hafa veriö settur á sölu- lista fyrir áriö 1980. „Þaö átti aö selja hann, en siöan geröist þaö aö skip bilaöi ftRVAKUR TY í SKÚFFUM Arvakur: A að selja hann eða ekki og hver fær and- virðið, Landhelgisgæslan eða Vita- og hafnamála- stofnunin? landheldissjóö. Hvorki Fokker- vélin né Arvakur hafa enn veriö seld, en i fjárlögum fyrir næsta ár er aöeins Fokkervélin sett aö nýju inn á sölulista en Arvakurs er hvergi minnst. Er Vlsir leitaöi skýringa hjá hjá okkur um mánaöartima og var hann þá notaöur á meöan. Skipiö er ekki hugsaö til reksturs I ár og samkvæmt fjár- lögum á aö selja hann, og áriö er nú ekki liöiö ennþá” sagöi Pétur Sigurösson. ■■■■■■■■■■■ Hafa komiö tilboö I skipiö? „Mér vitanlga hefur hann ekki veriö boöinn til sölu i ár, þó svo ætlast sé til aö selja hann á þessu ári” sagði Pétur. Hjá Magnúsi Péturssyni hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun fengust þær upplýsingar aö samkvæmt fjárlögunum væri gengiö út frá þvl, aö Arvakur sé seldur fyrir áramót. Viia- og hafnar- málastofnunln hefur ekki sam- hvkkt söiu skiusins. Landhelglsgæslan er bö með bað á söluskrá Eigandinn hefur ekki samþykkt sölu „Viö höfum ekki samþykkt sölu á skipinu. Þaö var sett á sölulista i fyrra.en þvl var kippt i lag’’ sagöi Aöalsteinn Július- son vita- og hafnamálastjóri i samtali viö Visi. Eftir nánari at- hugun munu menn hafa komist aö þeirri niöurstööu, aö skipiö 'væri ágætt til sifts brúks, svo engin ástæða væri til þess aö selja þaö, enda munu aöeins um 50milljónir veriö áætlaöar i inn- streymistölu til rikissjóös vegna sölu á skipinu 1980. Sem kunnugt er lét Vita- og hafnamálastofnunin Land- helgisgæslunni Arvakur I té til rekstrar, enda tæki Gæslan að sér hin ýmsu verkefni vita- og hafnamála. En I fjárllgum ’81 er hvergi gert ráö fyrir rekstri Arvakurs. „Þaö er mjög liklegt aö þetta hafi fariö einhvers staöar á milli i kerfinu’,’ sagöi Aöalsteinn Júliusson. — AS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.