Vísir - 16.10.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 16.10.1980, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 16. október 1980. 21 VÍSIR Viö stall. HAUSTVERKIN Varla er þörf á að benda les- endum Visis á, aö umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á blaðinu. Ég vona að allir geti orð- ið sammála um, að þessar breyt- ingar eru til bóta, enda hefur blaðið stækkað, útlit þess hefur batnaðog siðast en ekki sist hefur það orðið fjölbreyttara að efrii. Einn þáttur þeirra breytinga, sem gerðar voru, er að nú er ein ákveðin siða i blaðinu helguð áhugamálum manna, eða eigum við að segja tómstundamálum manna. Þvi fylgdi nokkur röskun fyrir Hófatak. Aður var reynt að koma þvi inn i blaðið á föstudög- um, en þvi er ekki að neita, að stundum varð Hófatakið að vikja fyrir öðru efni, og féll þá niður þá vikuna. Nú er Hófataki ætluð tómstundasiðan á miðvikudög- um, og er það von min og annarra hér við blaöið að það þurfi ekki aö raskast að neinu ráði. Það að Hófatakið kemur nú á fimmtu- degi, flokkast undir byrjunarörð- ugleika. Fyrstu frost voru hér á Suður- landi fyrir nokkrum nóttum og vafalaust löngu fyrr fyrir norðan og liklega hafa flestir landsmenn séð fyrstu snjóföl vetrarins. Þeg- ar svo vetrarlegt er orðið fara hestamenn gjarnan að hugsa til hesthúsanna og undirbúnings undir veturinn. Það er ákaflega mikið skemmtilegra að taka hest- ana á hús, sem er vel undir vetur- inn búiö. Við byrjum utanhúss. Hafi ein- hverju okkar orðiö á að safna rusli eða haug utan við húsin, hefjum við hauststörfin á að f jar- lægja það. Siðan dyttum við að gerði, bætum nýrri möl i, ef þörf krefur og jöfnum úr, þar sem ó- jöfnurhafa myndast. Næst tökum viö til við húsið sjálft, þrifum veggina að utan og málúm þak og veggi, gerist þess þörf. Ef einhver hefur trassað að moka út og hreinsa i vor, eftir að hestunum var sleppt, er byrjað á þvi eftir að útistörfunum er lokiö. Siðan er allt þvegið hátt og lágt. Lausar grindur eru teknar upp og þvegnar og skipt um borö i þeim, eftir þörfum. Þar sem milligerðir og stallar eru úr tré, er það allt saman yfirfarið og lagfært. Skipt er um borð eöa planka, sem hafa brotnað eöa eru mikið nöguð og umfram allt, gætið þess vel aö hvergi standi naglar út i loftið i innréttingu hesthússins, né neitt annað þvi likt, þvi af sliku hafa hlotist mörg sár, og sum þeirra slæm. A brúnir milligerða og stalla úr tré er ágætt að negla giröi, þá naga hrossin þaö ekki. Stalla úr tré er gott að klæöa að inna með blikki, það ver þá sliti og þá tapast fóðurbætir ekki niður um rifur. Næst eru gluggarnir teknir og hreinsaðir upp og siðan bornir fúavarnarefni. Aö þvi loknu er húsið málað að innan. Margir mála neðri hluta veggj- anna og innréttinga i dökkum lit en ljósara að ofán, jafnvel hvitt. Allt tilbúiö Hér er ekki fýsilegt aö láta hest inn. Texti og myndir: Sigurjón Valdimars- son Þá er komið aö brynningar- tækjunum. Þar sem sjálfbrynn- ingartæki eru i húsum þarf að hreinsa allt vel upp og aögæta að hvergi sé neitt fast af ryði. Þar sem slik þægindi eru ekki, eru viða notaðar stórar oliufötur til að hafa vatnið i, og þær henta ágæt- lega. Þessar fötur eru ekki gerðar ur úrvals málmum né heldur þykkum. Þær ryðga fljótt og eru þá litil til skrauts eða þrifnaðar. Þess vegna er sjálfsagt að hreinsa .þær vel upp, strax i byrj- un, og mála með sterkri máln- ingu, utan og innan, sem ekki flagnar af og þolir álagiö. Þar sem notaöir eru járnstampar, sem venjulega eru sundursagað- ar tunnur, er sjálfsagt að hafa sömu aöferð, aö þrifa vel og mála, en fyrst þarf að ganga vel frá brúnum svo tryggt sé að þær meiöi ekki. Hvort sem fötur eða stampar eru notaðar, er sjálfsagt að smiða utan um það góöar skorður, þvi annars velta hrossin þvi um koll, bleyta i kringum sig og skemma ilátin. Rétt er aö benda á að viða á hjólbarðaverkstæðum má fá keypta sóla af hjólbörðum, sem þykja góð gólfklæðning i bása. Sólarnir eru lagðir langs i bás- ana, meö 2-3 sm millibili. Margir telja að það fari betur með fætur hestanna að standa á gúmmii en timbri og það slitnar minna. Hér hefur verið stiklað á stóru og auðvitað má margt fleira tina til. Það veröur þó ekki gert i þetta sinn, en rétt er að benda mönnum á, aö vanmeta ekki kosti þess að undirbúa hesthúsið vel, Þaö er ó- likt miklu skemmtilegra aö hirða i hreinu og heilu húsi en við lélegri aðstæður. Kostnaðurinn ætti ekki að gera iTt af við neinn, þvi þetta er mest vinna. Og að lokum: Gleymið ekki að athuga að slökkvitækiö sé i ör- uggu lagi. SV. m Smurbrauðstofan BJORTSJirSJINJ Njólsgötu 49 — Simi 15105

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.