Vísir - 16.10.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 16.10.1980, Blaðsíða 13
Þarf bíllinn aö llöa fyr- ir bílskúrs- leysiö? Það eru ekki allir bifreiðaeig- endursem geta státað af rúmgóð- um bilskúr, góðri viðgerðarað- stöðu, þvottaaðstöðu innan dyra, logsuðutækjum og ýmsum bún- aði, fari eitthvað úrskeiðis i sjálf- renniskeiðinni. Reyndar er líklegt að þeir séu fáir sem státað geta af upptaldri þjónustu. En hvað gerir bilskúrslaus bil- eigandi þegar hann vill bóna bil sinn i islenskum veðurham eða lita undir bil sinn i rigningartið? Eflaust eru til ótalmargar leiðir sem menn hafa fundið við þessu, en vist er að stór hópur gefst hreinlega upp og lætur bilinn finna fyrir bilskúrsleysinu. Hérá heimilissiðunni er ekki úr vegi að minna á hentuga lausn i þessu sambandi og sú lausn er ódýr, kostar aðeins 1300 krónur. Aðstaða til viðgerða og þvottar. í Ármúlanum er rekín sjálfs- þjónusta fyrir bifreiðaeigendur og mun önnur slik þjónusta vera fyrir hendi i Kópavogi. Bilaþjónustan Ármúla 44, býð- ur mönnum upp á afnot af rúm- góðu húsnæði og tækjum til bila- viðgerða. Þar geta menn gert við bila sina, þvegið þá og bónað. Leiga á klukkustund kostar 1300 krónur og eru þar innifalin hand- verkfæri ýmiskonar, þvottað- staða, lyftarar og tilheyrandi. Á staðnum geta menn einnig keypt bón og klúta, fengið raf- suðutæki og ýmsan búnað sem oft getur þurft að nota. Opið er frá 9-22 á kvöldin virka daga. Og þá er bara að kanna þjónustuna. Ungu stúlkurnar á myndinni hafa greinilega ánægju af að þvo bilinn f góöa veðrinu, en hvaö gerir bfl- skúrslaus bileigandi þegar hann vili þvo og bóna bilinn sinní islenskum veöurham sem oftast fylgir Kára vetrarkonungi? Visismynd/Þórir. I Nú i sláturtiðinni er I hægt að kaupa lamba- I þindar, sem fróðir j menn segja okkur að sé I ágætismatur og mjög j ódýr aðeins 450 krónur I pr/kg. Við klippum I með skærum utan af j þindinni og hökkum I____________________________ ödýr matur vöðvann i hakkavél. Einnig má blanda sam- an hökkuðu hálsæða- kjöti. Hakkaða þind er mjög gott að nota i pizzur og bara flestalla hakkrétti. I I I I I I I I I I I I I I i Hressir og kátir unglingar f Fellahelli. HVAB ER AÐ GERAST I FELLAHELLI, BÚSTÖÐUM OG ÞRÓTTHEIMUM? Við lestur kynningabæklinga frá félagsmiðstöðvum Æskulýðs- ráðs Reykjavikur kemur i ljós að ýmislegt er að gerast á þessum stööum. Nú um siðustu mánaða- mót fór vetrarstarfið i gang og hefur upplýsingablöðum verið dreift i viökomandi hverfi. For- ráðamenn barna og unglinga eru hvattir til að kynna sér efni þessara bæklinga, þvi að sitthvað af þvi sem i boði er, hlýtur að vekja áhuga unglinganna. Sem dæmi getum við nefnt „spes-kvöldin” i Bústöðinni fræðsluklúbbanna i Fellahelli og tómstundaklúbba i Þróttheimum. En hvað er annars félagsmið- stöð? Með félagsmiðstöö er átt við stofnun, þar sem veitt er að- staða fyrir ibúana til ýmiss konar skipulegrar félagsstarfsemi i fyrsta lagi, og i öðru lagi stofnun, þar sem Æskulýðsráð Reykjavik- ur hefur framboð á opnu félags- starfi fyrir unglinga. Æskulýðsráð býður einnig upp á tómstundaviðfangsefni i skólum fyrir 13-15 ára unglinga utan hins hefðbundna skólatima. Með þvi er ætlunin að koma á móts við áhugamál unglinganna eða gefa þeim tækifæri til að kynnast nýj- um verkefnum. —ÞG Sýning á lömpum 16. okt. til 8. nóv að Síðumúla 20. Hönnuður Poul Henningsen PH 4/3 borðlampi Hvítur málmskermur. Krómaður fótur. Þvermál 45 cm. hæð 54 cm. Max. 100 watt. ttpol hf. Síðumúla 20 Rvk. S. 36677 Strandgötu.19 Akureyri S. 24069

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.