Vísir - 16.10.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 16.10.1980, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 16. október 1980 23 vism Skilnadur Hristingur sagði nýlega frá þvi, að Burt Bacharach væri skilinn við konu sína, en láðist að geta þess, að konan er engin önnur en hin þekkta sjónvarpsstjarna Angie Dickinson. i splúnkunýju blaðavið- tali segir Angie að skiln- aður þeirra sé harla einkennilegur því að þau eigi enn með sér stefnu- mót og hafi jafnvel færst nær hvort öðru eftir að þau slitu sam- vistum. Það má því ef til vill segja um Hollywood, að það sé borgin þar sem fólk byrjar að vera saman eftir skilnað- inn.... I HRISTINGUR Kyntákn Kvikmyndafrömuðir í Vesturheimi verða sifellt að vera á höttun- um eftir nýjum kyn- táknum til að halda i við keppinautana. Ein nýjasta uppgötvunin á þessu sviði er Ann Jilli- an og hefur henni verið troðið í hlutverk í sjón- varpsþætti hjá ABC- sjónvarpsstöðipni en þátturinn ber heitið„lt's a Living". Hin Ijóshærða fegurðardís er sögð slaga upp i kyntákn á borð við Suzönnu Somers og Loni Ander- son hvað útlit snertir en minni sögur fara af leikhæfileikum henn- Rut Reginalds er ekki gömul aö árum, aðeins 15 ára en þó er um þessar mundir aö koma út henn- ar sjötta hljómplata. Rut hefur sungiö inn á hljóm- plötur, komiö fram i sjón- varpi og á skemmtunum um land allt síöan hún var 8ára gömul, og sl. sumar fór hún i hljómleikaferö meö Geimsteini til Færeyja. Á nýju plötunni eru 11 lög, útsett af Þóri Baldurssyni og Rúnari Júliussyni, sem einnig annast hljóöfæraleik ásamt úrvalsmönnum innlendum og erlendum. Platan ber þess greinileg merki, aö hér er enginn viövaningur á ferð, en það er auðheyrt að Rut hefur breyst, röddin þroskast og barnastjarn- an er óöum aö verða full- mótuð söngkona. Rut er fædd i merki Meyjunnar áriö 1965 og er nemandi i Gagnfræða- skóla Keflavikur. Aö eig- in sögn er hún staðráðin I aö halda áfram á söng- brautinni og syngja miklu meira i framtiðinni. Barnastjarnan þroskast... Upptaka nýju plötunn- ar fór fram i Hljóörita og i MSP Long Island undir stjórn Ben Rizzi og Bald- urs Más Arngrimssonar. Útgefandi er Geimsteinn en dreifingu annast Stein- ar h.f. Rut Reginalds á nýrri plötu Hinar fjórtán nýju ljósmæöur ásamt kennurum sinum, efri röö f.v.: Fjóla Guömundsdóttir, Helga Guöjónsdótti Guörún Svana Zóphusdóttir, Agústa Jóhannsdóttir, Hildur Arnadóttir, Guörún Sigurbjörnsdóttir, Jóna Dóra Kristi Þórstina Aðalsteinsdóttir, Jónfna Gunnlaugs dóttir, Kristin Björnsdóttir og Guöbjörg ögmundsdóttir. Neöri röö f. Björg Sigurgeirsdóttir, Halla K. Þorsteinsdóttir, Guömundur Jóhannesson dósent, Kristin Tómasdóttir yfirljós SiguröurS. Magnússon prófessor, Eva Einarsdóttir kennari og Lukka S. Gissurardóttir. „Það var árið 1768, að fyrsta íslenska Ijósmóðirin tók próf í fæðingarfræði þannig að Ijósmæður eru elsta embættisstétt kvenna á fslandi", — sagði Eva Einarsdóttir kennari við Ljósmæðraskóla Islandser við höfðum samband við hana í tilefni þess, að ný- lega útskrifuðust fjórtán nýjar Ijósmæður frá skól- anum. Eva sagði, að árið 1749 hefði fyrsta kennslubókin um fæðingarfræði komið út á íslensku og tólf árum siðar hefði fyrsta lærða Ijósmóðirin sest að hér á landi en hún var dönsk. Bjarni Pálsson var skipað- ur landlæknirá islandi árið 1760 og árið eftir var haf in kennsla í Ijósmóðurstörf- um. Árið 1912 var Ljós- mæðraskólinn stofnaður formlega og var námstím- inn í fyrstu 6 mánuðir. i dag er námstíminn rúm tvö ár og eru nemendur við nám allt árið. Skólastjóri Ljósmæðraskóla (slands er Sigurður S. Magnússon prófessor. Rut Reginalds eraöeins fimmtán ára en sendir nú frá sér slna sjöttu hljómplötu. Eísta embættis- stétt kvenna á ístandi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.