Vísir - 16.10.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 16.10.1980, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 16. október 1980. Til sölu er þessi gullfallegi PEUGEOT 504 GL SJÁLFSK. ÁRG. 1978 Bifreiðin er til sýnis hjá BÍLASÖLU GUÐFINNS simi 81588 og á kvöldin í sima 41438 Til sölu Mazda 121 árgerð 1977 Bíll i sérflokki. Ekinn 39 þús. km. Góð snjódekk fylgja. Billinn er sem nýr. Uppl. í síma 71280 e. kl. 18.00 næstu kvöld. Gjalddagi G-lána Húsnæölsmálaslolnunar i. nóvemöer. tllkynningar ekki sendar úl Nú liður senn að þvi að einstak- lingar, sem tekið hafa húsnæðis- málalán út á eldra húsnæði, þurfi að fara að greiða skerf sinn til baka. Ekki mun vera send út tilkynn- ing þessa efnis, en mönnum er ætlað að vita, að gjalddagi er 1. nóvember ár hvert. Til þess að glöggva fyrir les- endum hvað G-lántakar þurfa að greiða, fengust eftirfarandi upp- lýsingar hjá Veðdeild Lands- bankans: G-lán (lán til eldra húsnæðis) á að greiðast upp á 15 árum. Það þýðir þvi að sú upphæð sem lánuð var upphaflega greið- ist með 15 jöfnum afborgunum en ofan á það leggjast 2,25% grunn- vextir. Einstaklingur, sem þannig fékk lán 1. nóvember i fyrra til dæmis 2,7 milljónir, greiðir þvi um 214 þúsund krónur i afborgun og vexti. Auk þessa gjalds bætist of- an á 100% visitölutrygging, sem samsvarar 51,8% hækkun frá nóvember 1979 til nóvember i ár. Þessi prósentutala kemur siðan ofan á afborgunartöluna og grunnvextina. Þetta þýðir að sá sem fékk 2,7 milljóniraðláni (G-láni) hjá Hús- næðismálastofnun, fyrir ári sið- an, greiðir um 325 þúsund krónur i afborgun. Dráttarvextir reiknast siðan frá 1. desember og eru fljótir að kalla þessa upphæði himinhæðir, greiði menn ekki hiö snarasta. Rekstrarstyrkir til sumardvalarheimila í fjárlögum fyrir áriö 1980 eru veittar 2,5 millj. kr. til rekstrar sumardvaiarheimila og vistheimila fyrir börn úr bæjum og kauptúnum. Styrkir þessir eru einkum ætlaðir féiagasamtökum, sem reka barnaheimili af framangreindu tagi. Umsóknir um styrk af fé þessu vegna rekstrarins 1980 skulu sendar ráðuneytinu, ásamt upplýsingum um tegund heimiiis, tölu dvalarbarna og aldur, dvalardaga samtais á árinu miðað við heils dags vist, fjárhæð daggjalda, upp- lýsingar um húsnæði (stærð, búnað og aöra aðstöðu) og uppiýsingar um starfsfólk (fjölda, aldur, starfsreynslu og menntun). Ennfremur fylgi rekstrarreikningur heimilis- ins fyrir árið 1980. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamáiaráöuneyt- inu, Hverfisgötu 6, en umsóknir skulu hafa borist ráðu- neytinu fyrir 30. nóvember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 14. október 1980. Auglýsing um breytingu á reglugerð fyrir Biðreikning lífeyrisgjalda lögjöld launþega af launum í október 1980 svo og framvegis verða 4% í stað 4.25%. Þá ber framvegis að greiða iðgjald af vaktavinnuá- lagi. 14. október 1980. SÉRVERSLUN MEÐ GJAFAVÖRUR CORUS HAFNARSTRÆTI17 simi 22850 AVANABINDANDI MEGRUNARLYF Á MARKAGINUM Tvð ár síðan að landiækniróskaðl eftlr að pau yrðu aiskráð Sænska læknaráðið hefur á- kveðið að taka þrjú megrunarlyf af markaðnum 1. janúar næst- komandi. Lyf þessi eru MIRA- PRONT, DANYLEN og OBESI- DYL. Telur sænska læknaráðið að hér sé um örvandi lyf að ræða, sem engin áhrif hafi á umfram- þunga sjúklinga er neyta þessara lyfja, en hafi aftur á móti slæm á- hrif á taugakerfi sjúklinganna. Vegna þessarar fréttar höfðum við samband við Ólaf Ólafsson landlækni og spurðum hann hvort aö umrædd lyf væru gefin af læknum hér á landi. „Mirapront hefur verið hér á markaönum I yfir tuttugu ár. Hin tvö lyfin Danylen og Obesidyl eru sams konar lyf og Mirapront að- eins undir öðrum nöfnum. Menn trúðu á það „i den tid” að þessi lyf drægju úr matarlyst, en komið hefur I ljós að þau hafa ávana- hættu i för með sér. Það eru liklega ein tvö ár siðan að ég óskaöi eftir að þetta lyf (og önnur skyld) væri tekið út af skrá hérlendis, þvi að ég tel þetta gagnslaust megrunarlyf. En þvi miður hefur ekki orðið samstaða um aisKranmgu rairapronts meo- al lækna og lyfjafræðinga. En tekið skal fram aö Mirapront er litið notað og aðeins undir sér- stöku eftirliti”, sagði ólafur Ólafsson landlæknir. —ÞG. Megrunarlyfin OBESIDYL OG MIRAPRONT veröa tekin af markaön- um I Svlþjóð um áramót.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.