Vísir - 07.11.1980, Page 28
síminn er 86611
veðurspá
dagsins
Um 250 km suöur af Vest-
mannaeyjum er f 1037 mb hæö
sem minnkar smám saman og
þokast vestur. Noröur af Jan
Mayen er 1005 mb lægö á
hreyfingu austur. Heldur
kólnar i veöri. Veöurhorfur
næsta sólarhring.
Suöurland til Faxaflóa:
Suövestan gola og skýjaö en
þurrt aö kalla.
Breiöafjöröur til
Vestfjaröa: Suövestan og
vestan kaldi, skýjaö og
sumstaöar litilsháttar súld.
Strandir og Noröurland
vestra til Austurlands aö
Glettingi: Vestan og norövest-
an kaldi og sumstaöar stinn-
ingskaldi, bjart veröur i inn-
sveitum, skýjaö og á stöku
staö smá él á miöunum.
Austfiröir og Suöaustur-
land: Vestan og norövestan
kaldi og léttskýjaö.
Veöriöhér
ogbar
Veöriö hér og þar i morgun
kl. 6.
Akureýri alskýjaö 3, Bergen
léttskýjaö -4, Kaupmannahöfn
alskýjaö 3, Osló léttskýjaö -3,
Reykjavikþoka 7, Stokkhólmur
léttskýjaö 1, Þórshöi'n alskýj-
aö 6, Aþena léttskýjaö 19,
Berlin skýjaö 1, Feneyjar
þoka 7, Frankfurtsiíld 0, Nuuk
rigning 4, Las Palmas létt-
skýjaö 22, London rigning 5,
Luxemborgsnjokoma -2, Mall-
orka léttskýjaö 14, Montreai
snjókoma 2, Malagasúld 15, N-
York léttskýjaö 9, Paris þoka
1, Róm þoka 13, Vin súld 1,
Winnipeg léttskýjaö 6.
BHveita á Þrengslavegi:
ÖKUMAÐUR SKILDI
SLASA0AN FARÞEGA
EFTIR A SLYSSTAÐ
geymslu lögreglunnar, þar sem
taliö er aö um ölvunarakstur hafi
veriö aö ræöa.
Mennirnir tveir, sem héldu
feröinni áfram, viröast hafa yfir-
gefiö bilinn I Hverageröi og eru
þeir ófundnir. —AS
Bilvelta varö á mótum Suöur-
iandsvegar og Þrengslavegar i
gærdag. Fjórir menn voru í
bilnum. Tveir þeirra uröu eftir á
slysstaö, þar sem annar þeirra
haföi siasast, en hinir tveir héldu
feröinni áfram f bilnum.
Mennirnir tveir, sem uröu eftir,
komust I samband viö fólk i
Sktöaskálanum I Hveradölum, og
meö hjálp lögreglu og sjúkraliös
voru þeir fluttir á slysadeild.
Reyndist þá annar vera fót-
brotinn, en hinn hafnaöi i
VWTÆK LEIT Afi GOMLUM MANNI
Lögreglan á Akureyri lýsti i
gærkvöldi eftir Arnbirni
Guömundssyni, vistmanni á Elli-
heimilinu f Skjaldarvik. Arn-
björn, sem fæddur er áriö 1903,
haföi átt þaö til aö fara frá heim-
ilinu án þess aö láta vita af sér, en
skilaöi sér jafnan aftur. 1 gær
haföi Arnbjöm gert itrekaöar til-
raunir til þess aö komast til Akur-
eyrar, en þar var hann búsettur
áöur en hann fluttist á Skjaldar-
vík. Elliheimiliö er um 13 kiló-
metra utan viö Akureyri.
Um klukkan 18 i gær haföi sést
til feröa Ambjörns, þar sem hann
stefndi I vestur, út á þjóöveginn.
Landslag á svæöi þessu er hólótt
og viöa djúpir skuröir, en Arn-
björn var brúnklæddur, svo aö
erfitt var aö finna hann i myrkr-
inu I gærkvöldi. Þó leituöu Flug-
björgunarsveitin og Hjálparsveit
skáta, frá þvi um klukkan 20 i
gærkvöldi til 4:30 i nótt og hófu
aftur leitina i morgun.
—AS
Málverkin umdeildu, sem Akureyrarbær hefur keypt
Visismynd: GS, Akureyri
Kaupskip I Reykjavlkurhöfn.
Farmanna- og
liskimannasamdandið:
Yílrvlnnubann
eftlr 10 daga
„Yfirvinnubanniö kemur til
framkvæmda mánudaginn 17.
nóvember, samkvæmt þeirri
ákvöröun, sem tekin hefur veriö,
og stendur I a.m.k. viku”, sagöi
Ingólfur Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Farmanna- og
fiskimannasambands isiands, i
viötali viö Visi.
Yfirvinnubanniö tekur til allra
hafna á Faxaflóasvæöinu og kem-
ur það til meö að valda talsverð-
um töfum á losun og lestun skipa i
viökomandi höfnum.
Aðspurður um stöðu samninga-
viöræðna, sagði Ingólfur, aö litiö
'hefði þokast frá fyrsta fundi meö
skipaeigendum, sem haldinn var
7. mars sl. „Málin standa afskap-
lega illa, finnst mér eftir allan
þennan tima,” sagði hann. „Það
hefur nánast ekkert atriði fengist
fram, sem viðkemur auknum
greiðslum. Við ákváðum að biða
rólegir meðan tekið var á stóru
samningurium, og var það eigin-
léga samkvæmt samkomulagi við
sáttasemjara. En nú er þeim lok-
iðog viö erum tilneyddir tii að ýta
á eftir okkar málum”. —JSS
REYKUR
(RANINNI
Slökkviliöiö á Akranesi var
kallað niöur aö Akraneshöfn rétt
fyrir klukkan 21 I gærkvöldi
vegna elds i vélbátnum Ráninni
sem er trébátur, undir hundrað
tonnum aö stærö.
Þegar til kom, reyndist vélar-
húsiö fullt af reyk, en eldur var
ekki laus. Rafall hafði ofhitnað og
orsakaöi reykjarmökkinn.
Skemmdir eru ekki taldar mikl-
ar. —AS
Dellt um málverkakaup Akureyrarbæjar:
Keyptu ómerkt og gallað
málverk á 2,6 milljónir
Loki
segir
„Samkomulag aiira þing-
flokka um Flugieiöamáliö",
segir i Mogganum I morgun.
Hvað er þetta — er Ólafur
Ragnar farinn úr landi?
„Ég greiöi atkvæöi gegn kaup-
um á báöum myndunum. 1 fyrsta
lagi vegna þess hvernig aö
kaupunum er staöiö og I ööru lagi
vegna þess aö mynd Jóns Engil-
berts er bæöi skemmd og óárituö
og þvl raunverulega svikin vara,
og mynd Karls Kvaran er af þvi
tagi sem ég get ekki hugsaö mér
aö horfa á”, segir Steindór Stein-
dórsson I bókun, sem hann geröi á
fundi stjórnar Menningarsjóös
Akureyrar fyrir skömmu.
Akureyrarbær hefur þegar fest
sér báöar myndirnar, sem Stein-
dór ræöir um. Þá fyrri á uppboöi
fyrir 2.8 m.kr.. Er sú mynd talin
eftir Jón Engilberts, en skemmd
og þar aö auki ómerkt. Freyr
Ófeigsson, forseti bæjarstjórnar
og þar meö sjálfkjörinn formaöur
stjórnar menningarsjóösins,
sagöi i samtali við Visi, að hann
vissi ekki betur en leitað hafi ver-
ið eftir áliti stjórnarmanna sjóðs-
ins um hugsanleg kaup á þessari
mynd, og þeir hafi gefið sam-
þykki sitt.
Hin myndin er eftir Karl Kvar-
an og kostaði 1.2 m.kr. Freyr
Ófeigsson sagði aö Soffia Guö-
mundsdóttir hafi hvatt til þeirra
kaupa og sagöist hann hafa gefið
samþykki sitt til aö festa mynd-
ina, þar til um kaupin hafi verið
fjallaö i stjórn menningarsjóös.
Einhver misskilningur virtist
hins vegar hafa oröið, þvi myndin
væri komin norður.
A fundinum i stjórn menningar-
sjóðsins, sem vitnaö var til I upp-
hafi greinarinnar, var engin
ákvörðun tekin varðandi þessi
málverkakaup, enda þrir þeirra
fulltrúa er mættir voru varamenn
og einn vantaöi upp i fulla tölu.
Hins vegar gerðu þeir sem mættir
voru sérbókanir. Óli G. Jóhanns-
son, Soffia Guömundsdóttir og
Höskuldur Stefánsson voru sam-
mála Steindóri gagnvart ómerktu
myndinni, en töldu Akureyrarbæ
„fullsæmdan” af mynd Karls. 1
lok fundargerðarinnar átelur
nefndin sjálfa sig fyrir að hafa
ekki komið saman I 15 mánuði!!
Samkvæmt upplýsingum Visis
hefur Akureyrarbær þegar greitt
helminginn af kaupverði ómerktu
myndarinnar, en hin er ógreidd,
enda hefur ekki verið tekin form-
leg ákvöröun um kaupin ennþá, af
þeim sem hana eiga að taka.
G.S./Akureyri