Vísir - 25.11.1980, Blaðsíða 16
16
vlsm
Þriðjudagur 25. nóvember 1980
Lítum okkur nær
Þjóðernissinni skrifar.
NU er betliherferö Rauöa
krossins loksins lokið, og þaö er
áreiðanlegt að þessar rúmar 100
milljónir sem söfnuðust eru orön-
ar að erlendum gjaldeyri og
komnar i hendur útlendinga.
Margur hefur skorið sér viö nögl
til aö framlengja lifið i þvi bless-
uðu fólki sem er að svelta til
dauða 1 fjarlægum löndum.
ÚLDINN
FISKUR
Á HELLII
Húsmóðir á Hellu
hringdi:
Hafiö þið nokkurn tima boröaö
úldinn saltfisk? Ég varð fyrir
þeirri reynslu á dögunum og mig
langar til að vara aðra við. Hing-
aðkoma sölumenn sem bjóða fisk
á tröppunum. Einn þeirra bauð
þennan fina saltfisk og keypti ég
af honum. En þegar ég fór að
sjóða fiskinn kom i ljós aö hann
var stórlega skemmduur og Uld-
inn, og angandi lykt af honum.
Þessu þarf að koma á framfæri
til aö fólk geti varaö sig á þessum
sölumönnum. Þetta hefur áöur
komið fyrir aö við fáum svona
vöru. Þeim finnst sjálfsagt aö
keyra með þetta hingað og selja
þetta hér því við náum ekki i
rassinn á þeim. Maður getur helst
imyndað sér það, þetta er
ógeðslegt og var djír biti og
engu líkara en að fiskurinn hafi
verið saltaöur úldinn.
Helgi skrifar.
Skólar bera mikla ábyrgö á að
skoðanaframleiðendur nái ekki til
bamanna á vettvangi skólanna.
Þaö á ekki að nota börnin á veg-
um skólanna hvort sem um er að
ræða betlistarf fyrir fjölþjóöa-
stofnanir eða „captive audience”
tilþess að afla sér leikritastyrkja
úr vösum almennings. Skólar
eigaaögæta þess að þeireru með
ómótaðar sálir á móttækilegasta
skeiöi sinu. Það er þv! auövelt aö
hafa áhrif á þær af brengluðu
fólkisem vill útbreiða annarlegar
hvatir sinar til að afla þeim
Þeir sem stóðu fyrir söfnuninni
sögðu að einn þúsundkall gæti
haldið lífinu i einni manneskju i
rúma viku, svo með einföldum
reikningi má sjá að 100 milljónir
eru umtalsverðar. EF megni
þessara peninga fer ekki i
möppudýr og dýr feröalög flott-
ræfla. Og EFharðsviraðir landar
þess fólks sem er aö kveljast til
dauöa klófesta ekki þessa pen-
inga sem bláfátækur almenn-
ingur á Islandi hefur gefið.
Þeir sem ráöa i þessum
hörmungarlöndum kaupa gjarnar
vopn og finiií fyrir peninga sem
þeir komast yfir, en kenna svo
öðrum , helst vesturlandabú-
um um vesældóm fólks sins. A
meðan að vesturlandabúar eru aö
sjúga ölmusu úr fátækum,
þreyttum og hvitum höndum þá
eru yfirstéttir svörtu hungruöu
landanna að kaupa vopn og
„drossiur”.
Allt það sem Islendingar gáfu
myndi ekki einu sinni nægja til
kaupa á einni orustuflugvél sem
þessar þjóðir kaupa, Þvi tala
áróöursmeistaraarnir ekki um
þessa staöreynd, það sjálfskapar-
viti sem þessar þjóðir hafa komið
sér f? Þaö er áreiöanlegt að þeir
sem máttu sin minnst á Islandi
gáfu mestþegarbankaö var á dyr
þeirra. Angistarraddir heyrðust á
meöal þeirra á lslandi sem töldu
skyldu þeirra vera fyrst og
fremst við Islendinga. Bæklaö
aldrað, ólánsamt og fátækt
Islensk fólk hefur hrópaö á hjálp.
Maöur hefur jafnvel lesið hróp
þess á hjálp i lesendadálkum
blaöanna ogsumt fólk hefur beðið
Rauða krossinn að senda ekki
fjármunina úr landi heldur að
verja þeim á tslandi, hverjum
eyri.
Menn verða að gera sér
ljóst að tslendingum er óljúft,
eðlis si'ns vegna aö biöja um
viöurkenningar.
Einnig ættu forráðamenn skól-
anna að vera á varðbergi fyrir
ihlutun áróðursvéla erlendu
sendiráðanna sem starfa á
islenskri grund, minnugir áróð-
ursins sem rússneska sendiráöið
sendi bamaskólunum fyrir stuttu.
Minn skilningur á hlutverki
skólans er aö undirbúa nemendur
undir lifið svo þeir geti sem full-
þroska menn hafnaö og valið
skoðanir sinar sem andlega og
likamlega frjálsir.
Einstaklingar með þjóðernis-
vitund sem beinir atorku þeirra
sér og þjóð sinni til heilla.
hjálp. Þess vegna er óhætt aö
taka eftir þvi þegar einstaklingar
sýna kjark og manndóm til þess.
Annað sem menn verða að gera
sérljóstþótt þaðsée.t.v. erfiðará,
er þaö að þótt manni finnist
kvaladauði fólks i útlöndum
hræðilegur þá eru menn kvaldir á
Islandi sem eru siður en svo betri
kvalir en dauði þessa fólks sem
býst við honum.
Hugsum okkur dæmis aldraöan
bæklaðan mann sem er búinn að
slita sér út til að koma þaki yfir
fjölskyldu sina, og jafnvel nokkur
börn sem honum finnst aldrei
hafa fengið þaö sem þeim bar
eins og öörum börnum, vegna
getuleysis hans sjálfs. Og þegar
hann gat ekki meir þá koma opin-
berir starfsmenn með alla sina
lifeyrissjóði og sérréttindi meö
plögg og vald til að taka ALLTaf
þessum manni, manndóm hans
meðtalinn — lögtak kalla þeir
þaö. Ef viðkvæmir og góðir menn
halda að dauðinn sé það hræðileg-
asta og það sem óska sér sfst, þá
skjátlast þeim hrikalega. Þaö
sem sannir menn krefjast er aö fá
að lifa eða deyja sómasamlega
sem menn. Ekki vera kvaldir og
litillækkaðir af þeim sem lánsam-
ari eru. Dauöinn er góöur þegar
hann á við og þaö sem við munum
öll reyna.
SigÖirðingur skrifaði grein á
lesendasíðu Dagblaösins 19.
nóvember undir fyrirsögninni
,,Ég er öryrki”. Þaö er meðal
annars hollur lestur fyrir þá sem
vilja hyggja að bræðrum sinum.
Starfsmenn Rauöa krossins eru
án efa góðir menn og eflaust
mikiö meir en I meðallagi hæfir
menn. Margir eru landskunnir og
eru menn almennt sáttir um að
þeirséu afbragð annarra. Þetta á
því miöur við um marga aðra
starfsmenn hinna ýmsu alþjóða-
samtaka á Islandi, og er það sár-
grætilcgt að þessir miklu mann-
kostir og orka skuli ekki virkjuð
við það að berjast eingöngu fyrir
hagsmunum Islendinga, til að
bæta mannlifið á Islandi og
standa vörö um þá ábyrgð sem
islenskir samtlðarmenn bera
hver á öðrum. Að ógleymdum
þeim kvööum sem eru á okkur
gagnvart forfeðrum okkar og
niöjum.
Hringið í
síma 86611
milli Ki. 2-4
eða skrifið tii
lesenda-
siðunnar
HLUTVERK
SKÓLANNA
Bréfritari segir að Gervasoni hafi fyrirgert rétti sinum og samúð fólks með framkomu sinni.
Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Karlsson f hlutverkum sin-
um i „Að sjá til þin maöur”.
Geysilega gott
lelkrit í Iðnð
Magnús Ólafsson,
Hafnarfirði,skrifar:
Ég fór i Iðnó s.l. miðvikudag og
sá þar sýningu Leikfélags
Reykjavikur á leikritinu ,,Að sjá
til þin maöur”, sem þar er sýnt
um þessar mundir.
Mér fannst leiðinlegt að verða
vitni aö þvi að það þurfi aö leika
þetta verk fyrir hálftómu húsi,
þvi hér er á feröinni geysilega
gott leikrit sem fjallar um vanda-
mál fjölskyldu i Þýskalandi og
höfðar mjög til okkar íslendinga.
Leikur Sigurðar Karlssonar,
Margrétar Helgu Jóhannsdóttur
og Emils Guðmundssonar er
mjög góður og einnig leikstjórn
Hallmars Sigurðssonar og ég vil
skora á fólk að sleppa ekki þessu
leikriti framhjá sér. Hér er geysi-
lega athyglisverð og góð sýning á
feröinni og þaö vakti furðu mina
aö sjá hana sýnda fyrir hálftómu
húsi.
Gervasoni draut
iðg og storkaði
ráðherranum
Björn skrifar.
Eftir sfðustu yfirlýsingar I
Gervasonimálinu þá er mælirinn
fullur. Ég hefði gjarnan viljað að
Hrafn dómari og formaöur
Islandsdeildar Amnesty
International og samtökin sjálf
tækju afstöðu til komu Gervasoni
til Islands og hvernig bregðast
eigi viö ef fleiri slikir koma hing-
að á sama hátt. Frá minu sjönar-
miði eru staöreyndir þessar:
1. Gervasoni neitar aö hlýöa
lögum föðurlands sins og axla þá
skyldu sem landið leggur honum
á herðar, kýs útlegð — á flótta.
Það eru talsverö dæmi þess að
aðrirhafi skipt um landvist vegna
þess aö þeir hafa ekki getað hlýtt
lögum föðurlands sins,og barist
fyrir breytingum úr nýjum her-
kynnum.
2. Gervasoni kemur til Islands á
fölskum forsendum og byrjaði
landvist sina á þvf aö óvirða lög
Islands og fyrir minna hafa menn
veriö dæmdir sakamenn.
3. Gervasoni storkar islenska
dómsmálaráðherranum með þvi
að leyfa myndatöku er hann var
við vinnu við glugga f Arnarhvoli.
Þaöerhægt aö fyrirgera rétti sin-
um eöa samúð fólks með fram-
komu sinni og það tel ég Gerva-
soni hafa gert nú. Þaö er ógæfuleg
byrjun að byrja á þvi aö brjóta
lög landsins og storka ráöamönn-
um þess — (var einhver aö tala
um siðgæði, hugsjón eða sam-
visku?)
Hverskyldi nú vera verktakinn
sem sendi Gervasoni á gluggann
hjá dómsmálaráðherranum og
skyldu nokkur tengsl vera þar til
löglærös framámanns i pólitlk-
inni?