Vísir - 25.11.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 25.11.1980, Blaðsíða 18
VÍSIR Þriöjudagur 25. nóvember 1980 SigurðurHelgason, forstjóri Flugleiða,afhenti verðlaun flok mótsins. Keppendurvoru um 120talsins og hér sjást nokkrir þeirra f þungum þönkum. Útvegsbankinn marði Búnaðarbankann á velheppnudu skákmóti Flugleiöa Skáksveit (Jtvegsbankans varö sigurvegari á skákmóti Flug- leiða, sem fram fór nú um helgina á Hótel Esju, en sveitin hlaut 52 1/2 vinning. Fast á eftir fylgdi sveit Búnaðarbankans meö 52 vinninga en skáksveitir starfs- manna Kleppsspitalans og Islenska járnblendifélagsins urðu jafnar að vinningum, 48 1/2. Skákmót Flugleiöa, sem nú var haldið öðru sinni, hófst á laugar- dagsmorgun og' lauk um kvöld- matarleytið á sunnudag. Alls voru tefldar 23 umferðir og var keppt á þremur boröum. Keppendur á mótinu voru um 120 talsins frá 24 taflfélögum, fyrirtækjum og stofnunum viðs vegar um land. Elsti þátttakand- inn var 75 ára en sá yngsti 14 ára. 1 hópi keppenda voru nokkrir sterkustu skákmenn landsins. ^—■■^11 Guftjónsson. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, afhenti verðlaun i lok mótsins á sunnudagskvöld. Sagði hann það sérstakt fagnaðarefni fyrir stjórn félagsins að sjá árangurinn af miklu og frjóu starfi skákklúbbs starfsmanna, sem fram kæmi i þessu móti. Fjallaöi hann nokkuð nánar um umfangsmikið félagslif Flug- leiðastarfsmanna i ýmsum áhugamannaklúbbum á sérsvið- um. Sigurður Helgason þakkaði ennfremur skákmönnum um land allt þann mikla áhuga, sem þeir sýndu skákmóti Flugleiða. Þáttakendum bar saman um að skákmót Flugleiða væri eitt best skipulagða skákmótið, sem hald- ið væri á landinu. Þeir Andri Hrólfsson og Hálfdán Hermanns- son höföu umsjón með undirbún- ingi og framkvæmd mótsins fyrir hönd skákklúbbs Flugleiða en Jóhann Þór Jónsson var skák- dómari. Barbi ánægð með lífið Frá þvi var greint í Visi hér á dögunum er söngkonan Barbi Benton gekk i heilagt hjónaband fyrir um þaö bil hálfu ári. Barbi þessi var annars fræg frá fyrri h'ö fyrir að vera fylgikona glaumgos- ans Hugh Hefners, sem stjórnar Playboysamsteypunni. Barbi er sögð mjög ánægð i hjónabandi sinu og milljónamæringsins George Gradow en þau hjón búa i 28 herbergja villu i Kaliforniu. Barbi lýsti þvi nýlega yfir I blaöaviðtaii aö hennar heitasta ósk núna væri að eignast barn. Að ööru leyti er hún ánægö með lifið og að sögn blaöamannsins heldur hún sér I formi með þvi að synda I sundlauginni I garðinum og spila tennis á tennisvellinum auk þess sem hún stundar leikfimiæfingar á skrifborði eiginmanns sins, Barbi með eiginmanninum George Gradow. ljósmyndurum til mikillar gleöi, eins og þar segir. „Samband okkar er mjög gott enda er hjónabandið ekki eingöngu byggt á ást”, — segir eiginmaðurinn George Gradow, 39 ára gamall kaupsýslumaður. „Það er einnig byggt á gagn- kvæmri viröingu fyrir þvi sem hitt er að gera og ég hef mikinn áhuga á frama Barbi þvi hún hef- ur góða hæfileika”, — segir eigin- maöurinn. Þau Barbi og George kynntust fyrir tilviljun árið 1977. George hafði sagt við vin sinn aö hann mundi ekki kvænast fyrr en hann kynntist stúlku sem liktist Barbi Benton. Svo heppilega vildi til aö viðmælandi George var góður vinur móður Barbi og hann kom þessu áleiöis með þeim árangri að George hreppti hnossiö... Barbi gerir leikfimiæfingar á skrifborði eiginmannsins. FRAMFARIR Diana Dors var hér i eina tíð eitt helsta kyntákn Breta á hvíta tjaldinu. Nokkuð er nú um tiðið siðan hún dró sig að mestu í hlé frá kvikmyndaleik enda hrönnuðust aukakílóin upp og línurnar létu undan síga. Hún kom nýlega fram i breskum sjón- varpsþætti og var til þess tekið hversu leikhæfileikum hennar hafði fleygt fram frá þvi á árunum áður... Þá Nú

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.