Vísir


Vísir - 25.11.1980, Qupperneq 27

Vísir - 25.11.1980, Qupperneq 27
Þriöjudagur 25. nóvember 1980 SamkeDPnisnefnd ræðir kæru Hagkaups á hendur bðksðlum: ER SðLUSYNJUN- IN ÚLÖGMÆT? Fyrstu niðurstaðna samkeppnisnefndar varðandi kæru Hagkaups á samtök bóksala fyrir synjun á bóksöluleyfi til fyrirtækisins, er að vænta i þessari viku. „Lögfræðingur okkar er að ganga frá álitsgerð til sam- keppnisnefndar, sem verður til- búin nú næstu daga. Þá mun nefndin koma saman og taka ákvörðun í þessu flókna máli”, sagði Georg Ólafsson verðlags- stjóri í samtali við Visi í gær. Visir hafði samband við Björg- vin Guðmundsson formann sam- keppnisnefndar og spurði hann hvenær væri að vænta ákvörðun- ar frá samkeppnisnefnd. „Fyrstu ákvarðanir verða teknar mjög fljótlega eftir að gögn eru komin i okkar hendur sem verður annað hvort i dag eða á morgun. Málið er hins vegar margslungið. Lögfræðingur okk- ar hefur undanfarið verið að at- huga hvort þarna sé um ólög- mæta sölusynjun að ræða, þegar Hagkaupi er neitað um leyfi til þess að selja bækur. Einnig er verið að f jalla um það hvort sam- tök bóksala og bókaútgefenda séu samtök sem hafi i för með sér skaðlegar samkeppnishömlur. Siðan er verið að athuga hvort h já þessum samtökum séu höfð i frammi ólögleg verðsamráð, þar sem verð bóka er ekki háð verð- lagsákvæðum, og gildir þvi fr jálst verðlag á bókum og samkvæmt verðlagslögum má i slikum til- vikum ekki hafa verðsamráð”, sagði Björgvin. „Ég geri ráð fyrir þvi' að á fyrsta fundi nefndarinnar verði hægt aðtaka einhverja ákvörðun, þótt það verði ekki um öll þessi atriði. Ég geri ráð fyrir að það verði varðandl spurninguna um ólögmæta sölusynjun”, sagði Björgvin Guðmundsson. Eins og áður er sagt, þá er mál þetta margslungið og til dæmis má nefna það að komist sam- keppnisnefnd að þeirri niðurstöðu að um ólögmæta sölusynjun sé að ræða vaknar spurningin hvort skylda skuli aðila til að afhenda vörur til sölu. —AS Lokaður landsfundur Aipýðubandalagsins Hverju barf að leyna? Eitthvað það, sem ekki þolir al- menningssjónir virðist hafa farið fram á landsfundi Alþýðubanda- lagsins nú um helgina, þvi blaða- mönnum var meinað að sækja fundinn bæði laugardag og sunnu- dag. Blaðamenn fengu að vera viðstaddir upphaf fundarins á föstudaginn en siðan samþykktu landsfundarfulltrúar að tillögu Lúðviks Jósepssonar að fundur- inn skyldi vera lokaður bæði laugardag og sunnudag. Ekki hafa fengist neinar skyringar á þessú pukri og tii samanburðar má nefna að flokks- þing krata á dögunum var opið fréttamönnum frá upphafi til enda. —P.M. VÍSIR Hodja á flótta með töfrateppið. Hodja flygur á tðfrateppi Hodja og töfrateppið. Höfundur: Ole Lund Kirke- gaard Þýðandi: Þorvaldur Kristins- son. Útgefandi: Iöunn. Sagan „Hodja og töfrateppið” er eftir danska rithöfundinn Ole Lund Kirkegaard og hann hefur einnig gert myndirnar i bókina. Þetta er fjórða bók þessa höf- undar sem Iðunn gefur út. Aður hafa komið út bækurnar,,Fúsi froskagleypir”, „Gúmmi-Tarzan” og „Albert”. Ole Lund Kirkegaard hafði skrifað 7 vinsælar barnabækur er hann lést i fyrra, tæplega fer- tugur að aldri. Hann hlaut barnabókaverðlaun danska menntamálaráðuneytisins fyrir bókina „Albert” og hann hlaut einnig fleiri viðurkenningar fyrir bækur sinar. Bækur Ole Kirkegaards hafa verið þýddar á 19 tungumál og tvær sögur hans hafa veriö kvikmyndaðar, en þaðeru „Fúsi froskagleypir” og „Virgill litli.” Sagan um Hodja gerist i land- inu Búlgóslaviu. Hodja var niu ára gamall drengur, sem átti heima i smábæ, sem hét Pjort. Hodja var skraddarasonur og skraddari átti hann að verða eins og pabbi hans. En Hodja langaði til að sjá sig um i heiminum. Hann reyndi til þess ýmsar leiðir og loks var hann svo heppinn að fá lánað rautt töfrateppi og þá voru honum all- ir vegir færir eða svo hélt hann að minnsta kosti. Skraddarinn faðir hans vildi þó ekki leyfa honum að fara, en móðir hans tók af skarið og gaf honum leyfi til fararinnar. Hún þvoði hon- um, svo að hann væri nú hreinn og snyrtilegur i ferðinni, og gaf honum gott nesti með sér. Svo hélt Hodja af stað út i «=£> heiminn en þar rak hann sig fljótt á vonsku mannanna. Hodja sigraðist samt á öllum erfiðleikum með snarræði sinu og hann hitti lika góða vini sem hjálpuðu honum. Það er ævintýrablær yfir þessari sögu. Hún er ekki sér- lega efnismikil en myndræn og skemmtileg, og krakkarnir leggja hana trauðla frá sér fyrr en ævintýrinu er iokið og Hodja hefur bjargað sér á töfrateppinu burt frá borginni Pettó. Ole Lund Kirkegaard hefur haft góð tök á að ná til ungra lesenda með sögum sinum. Þær höfða til barna á sinn sérstaka hátt. Myndirnar i bókinni eru skemmtilegar og hæfa sögunni vel. Letrið i bókinni er gott og ég tel að bókin sé aðallega fyrir börn á aldrinum 7-12 ára og þó kannske aðallega fyrir yngstu lesendurna þar sem löngum samsettum orðum er yfirleitt skipt með bandstriki. Einnig er rúmt bil á milli linanna. Þorvaldur Kristinsson hefur þýtt bókina og er þýðingin lipur og hnökralaus. Anna K. Brynjúlfsdóttir skrifar um bækur. Ráðherrar Framsóknar fá tilsðgn Það er alveg ljóst að um ára- mótin verður komið svo I deilu- málum innan rikisstjórnarinn- ar, að varla verður ætlað að hún eigi meira en svona tveggja mánaöa llf fyrir höndum nema helstu andstæðingunum innan hennar, Framsókn og Alþýðu- bandalaginu, takist aðsetja nið- ur deilur út af lausn efnahags- mála og flutningi á oliustöð til Helguvikur. A nýloknum lands- fundi Alþýöubandalagsins, sem um margt var merkileg sam- kunda, kom glöggt i ljós að kommúnistar halda að þeir séu i rikisstjórnum til aö segja fyrir verkum I öðrum ráðuneytum en þeim, sem þeir gegna. Kom þetta glöggiega I ljós I ræðu eins fulltrúans, sem kvað upp úr með að sérstaklega þyrfti að gæta sin á Ólafi Jóhannessyni, utan- rlkisráöherra, sem kemur til með að framkvæma óskir landsmanna um sæmilega ollu- höfn I Helguvik, en nú er ollu- móttöku þannig háttað, að tæp- iega fara að fást nógu lftil oliu- flutningaskip til að annast flutn- inga hingað. Hitt málið er veröbólgan, sem Tómas Arnason, viðskiptaráð- herra, hefur margsinnis bent á aö muni æða áfram núna fyrsta desember, verði ekki gerðar sérstakar ráðstafanir. Kommúnistar halda því fram, og jafnvel samráðherrar Tómasar, að sé eitthvað I ólagi þá sé það á sviði verslunar, sem heyri undir ráðuneyti hans, og það skuli hann laga áður en hann byrji að taia um verð- bólguvanda 1. desember. Það er þvl ekki einasta, að kommúnist- ar vilji segja utanrlkisráðherra fyrir verkum, heldur vilja þeir einnig ráða þvl hvað Tómas Arnason tekur sér fyrir hendur i viðskiptaráöuneytinu. Þeir hafa ekki beint tekið upp þann sið að segja Steingrlmi Hermannssyni fyrir verkum enn, én telja samt aö hann tali of mikiö. Ráðherrar Framsóknar- flokksins eiga við ákveðinn vanda að etja, og menn skulu ekki halda að frekja og dóna- skapur kommaráðherra I þeirra garðmiði aö þvi aö ætla I raun aö segja þeim fyrir verkum. Kommaráðherrarnir eru hins vegar að tala til almennra framsóknarmanna, sem þeir telja orðið svo veiklaða að mikl- um hluta, að hægt verði með ósvlfni að kippa þeim inn I kjós- endaraðir Alþýðubandalagsins. Það er raunar staðreynd, að al- mennir framsóknarmenn halda margir hverjir að sáralítill munur eigi að vera á stefnumiö- um Alþýðubandalagsins og Framsóknar, og veröa ævinlega öskuvondir út I eigin ráðherra ef kommar hafa eitthvaö illt um þá að segja. Af þvl leiöir aö þeir telja sig einkum geta stundað atkvæðaveiðar innan Fram- sóknar, svo huggulegt sem þaö nú er fyrir Framsóknarflokk- inn. Þaðliggur svo ljóst fyrir eftir landsfund Alþýðubandalagsins, aö ráðherrar þess eiga auðvelt með aö leysa þau vandamál, sem ráðherrar Framsóknar eru aö brýna fyrir fólki að veröi aö lcysa. Helguvlkurmálið vilja þeir einfaldlega leysa með þvl aðtryggja um næstu framtiö að Keflvikingar fái að drekka ollu- mengað vatn, jafnframt að svo kunni að fara, að ekki verði hægt aö flytja ollu til landsins vegna ónógrar hafnaraðstöðu. Úm verðbólguna hafa þeir þau orð, að hún verði ekki minnkuð með hinum „gömlu Oialdsúr- ræðum”, væntanlega þeim sömu og Tómas vill nota. Nú á sem sagt aö taka af hinum „rlku” og færa til hinna ,,fá- tæku”. Þetta er stefna Lúðvlks Jósepssonar, sem reiknar sinar prósentur sjálfur. Til viðbótar má svo geta þess, að þegar forsætisráðherra og forseti landsins ræddu saman efnahagsmál á dögunum, kom upp úr dúrnum að mikil krlsa á Rangárvöllum var leyst með heitu vatni. Nú er eftir að sjá hvort meira heitt vatn er á elda- vélinni, oghvort hægt veröur að þ/öa heilasellur kommúnista með þvI.Takiíst það ekki verða þeir I náinni framtið lltið annað en dautt geimtungl á hinum pólitlska himni. Svarthöfði

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.