Vísir - 27.11.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 27.11.1980, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 27. nóvember 1980 Hvað vilt þú helst fá i jólagjöf? Hailbjörn Þórsson 10 ára: „Ég vil helst fá skiöi, ég fer stundum á skiöi en á ekki nógu góö”. Siguröur Loftsson 11 ára: „Ég vil helst fá fjarstýröan tor- færubil frá Tómstundahiisinu”. Gisli Reynisson 8 ára: „Ný skiöi, ég á gömul skiöi og fer um hverja helgi á skföi I Hamra- gil”. Kristin Johansen 9 ára: „Helst vil ég fá kasettutæki, ann- ars langar mig mest i sleöa”. Asgeir Johansen 9 ára: „Mig langarmest i fótbolta, ég er i Þrtítti og held meö Þrótti”. Konur og siidin eru líkar, báðar afslappar - SEGiR JÓN Þ. ARNASON. SÍLDARSALTANDI „Vantar ykkur skemmtiefni I blaðiö,” sagöi Jón Þ. Arnason sildarsaitandi þegar Visir baö hann um viötal dagsins. „Þá er einstaklega vel tii fundiö hjá þér aö reyna aö setja eitthvaö á blaö um mig.” 1 þvl efni vorum viö sammála og báöum Jón aö hefja leikinn meö frásögn af uppruna og átt- högum. lrAftur i forneskju, meinaröu? Ég er fæddur i fyrra striðinu á Asmundarstööum á Melrakka- sléttu. Ég veit ekki hvað þii ert sleipur i landafræöinni, þar sýnist mér fréttamenn vera heldur linir, og setja Sléttuna venjulega á Langanesið, ég ætla aö biöja þig aö gera þaö ekki. Ættin er auðvit- aöþingeysk og stórbrotin, eins og þú getur imyndað þér.” - Skólinn? „Lifsins skóli er nú bestur. Aö visu var ég hjá Bjarna á Laugar- vatni, sem var afburða skóla- meistari og þar var mjög þrosk- andi aö vera. Og ég klykkti út meö aö veröa siöasti kaupamaöur Böövars gamla á Laugarvatni. Hann átti sjö ógiftar dætur, þegar ég var þar.” — En þegar þú fórst þaöan? „Þær voru enn jafnmargar ógiftar, en eitthvaö hafa þær gerigið út siöan, en enga þeirra fékk ég.” — Hét þaö gagnfræöamenntun, sem þú laukst? Jón Þ. Arnason sildarsaltandi „Þeirhétu nú bara héraösskól- ar, sem Jónas gamli frá Hriflu setti i gang og eru liklega eitt af þvi betra, sem sett hefur verið i gang i þeim efnum. Mest allt sem komiö hefur siöan er svona alla- vega vil ég meina. Mér hrýs hug- ur viö þvi aö aumingja unga fólk- iö þurfi aö vera 8-12 ár i skóla til aö vera taliö fært um aö vinna. Tveirvetur var taliö ágætt, þegar ég var stráklingur. — Hvaö tók svo viö? „Ég byrjaði á aö veröa sim- stjtíriá Raufarhöfn ogvar þaöi 13 ár. Þá vantaöi þar kaupfélags- stjóra og ég gerðist þaö. Þaö var auövitaö tóm vitleysa, ég haföi ekkertlært til þess. En ég var hel- vitis prangari i mér, svo ég var býsna helviti góður, ég verð að segja það.” — Og þú keyptir sildarplön fyrir kaupfélagið? ,,Jú, ég stofnaði fljótlega sildarplön og kaupfélagið varð þátttakandi i þrem plönum. En svo var þetta oröið nokkuð mikið, þegar plönin voru oröin fimm á minum vegum og þá hætti ég i kaupfélaginu og fór alveg i sildina og hef elt sild siöan. Ég salta á Þorlákshöfn, þegar leyft er aö salta sild. Ég hef alfarið haldiö mig viö sildina, enda hef ég sagt að mér þyki sild og kvenfólk skemmtilegustu verur, sem ég þekki, enda likar að ýmsu leyti. Sildin er oft góö og lika (rft vond og ég efast ekki um aö þiö eruð sammála um að þaö er eins meö konur. En báöar eru þó örugglega afsleppar. Ég hef ekki fengið alveg örugg- ar fregnir af þvi, en þaö eru tald- ar mjög miklar hkuráaö menn fái að starfa við þaö sama, þegar þeir koma hinum megin og það þykir mér best og kviði engu framtiðinni.” Jón hefur fengist viö margt á lifsleiöinni, einhverntima var hann oddviti á Raufarhöfn og starfaði i öllum hugsanlegum nefndum og ráöum, segir hann sjálfur og hann komst i þá aö- stööu aö vera i forustu fyrir báöa, launþega og vinnuveitendur, reyndar ekki alveg á sama tima, en nærri þvi. Einhver spaugari sagöi aö nærri hefði legiö aö Jón hafi setiö báðummegin viö boröiö, i tvennum skilningi, þvi Jón er ákaflega fyrirferöarmikill maður á velli. — Eitthvaö alvarlegt i lokin? „Ég skil ekkert hvaö þiö blaöa- menn nennið aö vera alvarlegir, hafiöi ekkert skopskyn? — Hvaö um blaöaskrifin þin? „Nei, það er annar maöur meö sama nafni, sem skrifar i blööin og flytur inn Burda. SV Steingrimur meö tillögu Frjáls saia á símiækjum Steingrimur Her- mannsson hefur ákveöiö aö leggja til aö innflutn- ingur á simtækjum til landsins veröi gefinn frjáls og einkaleyfi Pósts og slma til aö flytja inn slik tæki veröi úr giidi numiö. en Albert var fyrstur Ekki er vafi á aö tiliaga Steingrlms á fyigi aö fagna, en minna má á aö þaö var Albcrt Guö- mundsson sem fyrstur hreyföi þessu máli á AJ- þingi, ef mig mismihnir' ekki. Einkaleyfi Pósts og slma hefur haft þaö l för meö sér aö talsvert er um smygl á „óvenjulegum” stmtækjum , til landsins, enda þykir.úrval rikis- fyrírtækisins vera næsta fábrotiö aö dómi þeirra er vilja geta valiö lögun og gerö þeirra taekja sem þeir tala I. Flelrt*gista á hótelum Arbók Reykjavikur 1980 er nýkomin út og er þetta i áttunda sinn sem slik bók er gefin út. Þarna er aö finna aragrúa upp- lýsinga um/ málefni borgarinnar og Ibúa hennar. Mcöal upplýsinga sem vekja athygli þegar bók- inni er flett má nefna, aö nýting gistirýmis hótel- anna I borginni hefur aukist á siöasta árí þrátt. fyrir fækkun erlendra feröamanna. A þetta viö um öil helstu hótel borgarinnar utan eitt þar sem nýtingin haföi dreg- ist örlltiö saman. Af þessu má draga þá ályktun aö fleiri innlendir feröamenn gisti nú á hótelum höfuöborgarínn- ar en áöux. Eflaust hafa hin hagstæöu helgárfar- gjöld Flugleiöa yfir vetrarmánuöina sitt aö segja, en þá getur fólk ut- anaf landifengiö fargjald og gistingu á mjög hag- stæöu veröi. Nýr forsetl 1 dag á aö kjósa forseta Alþýöusambandsins og linnir þvi loks þeirri kosn- ingabaráttu sem hpfur staöiö frá þvi þing ASt hófst á mánudaginn. Kjaramál hafa þó aöeins veriö rædd, en yfirleitt hefur ekkert komist aö annaö en makkiö i kring- um forsetakjöríö. Þvi var þaö aö blaöa- maöur einn sem fylgdist mcö þingstörfum spuröi einn þingfulltrúa af hverju forsetakosn- ingarnar færu ekki fram strax á fyrsta degi svo tlmi gæfist til aö ræöa önnur mál. Sá svaraöi aö bragöi: — Þaö færu bara allir heim þegar búiö væri aö kjósa forsetann. En hvaö um þaö, viö óskum Asmundi Stefáns- syni til hamingju meö kjöriö, enda er svo aö heyra sem flestir séu búnir aö btíka aö hann taki viö af móöurbróöur sinum, Snorra Jónssyni. Asmundur nær kjöri Vlnsæil úl- varpsháiiur Jónas Jónasson er nú aftur kominn á staö mcö hina vinsælu spuminga- þætti sina i útvarpinu á sunnudagskvöldum. Enginn vill missa af spurningaþætti Jónasar Þessir þættir Jónasar eru scnnilega vinsælasta efni útvarpsins um þessar mundir meöal alls al- mennings. Umhugsunartimi kepp- cnda er ekki siöur notaö- ur af hlustendum og á sumum heimilum ku vera hörkukeppni milli hcimilisfólks um hver geti svaraö flestum spurningum rétt. Eins og oft vill veröa kvarta sumir undan þvl aö spurningarnar séu annaö hvort of léttar eöa of þungar en I heild er óhætt aö segja aö Haraldi ólafssyni hafi tckist vel 1 vali spurninga og er þar komiö vlöa viö. • Vopnaðír á Fossunum Tlmaritiö Sjávarfréttir segist hafa þaö eftir áreiöanlcgum heimildum að yfirmenn á einum Fossa Eimskips hafi fengiö vopn i hendur er skipiö sigldi meö skreiö til Nigeriu nýveriö. Var þetta gert svo þeir gætu variö skipiö gegn hugsan- legum árásum bófaflokka i höfn áfangastaöar. Þetta gilti raunar um fleiri islensk skip er sigldu til Nigerlu. Blaöiö segir aö mjög rammt kveöi aö þessum bófaflokkum sem skriöi um borö I skip aö nætur- þeii hvort sem þau liggi viö hafnarbakka eöa úti á höfn. Hafi yfirmaöur á dönsku skipi látiö lifiö I átökum viö þennan glæpalyö fyrir nokkrum mánuöum. Nauðsynleg kurtelsl Ég var i sjötugsafmæli á dögunum og voru born- ar fram miklar krásir. Þarna var Jói frændi meöal gesta og ég sá aö hann kyssti hvaö eftir annaö á hönd húsmóöur- innar. Nú er Jói kurteis maöur, en fyrr má nú al- deiUs fyrrvera, eins og bræöurnir sögöu. En Jói var fljótur til svars þegar ég spuröi hverju þetta sætti: — Nú, eitthvaö varö ég aö gera. Ég fékk nefni- lega enga servlettu. • Haitakaup — Gæti ég fengiö aö lita á hatta? — Alveg sjálfsagt. Hvaöa númer notar þú? — Þaö veit ég ekki, en til öryggis tók ég höfuöiö meö. Sæmundur Guövinsson blaöamaöur Iskrifar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.