Vísir - 27.11.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 27.11.1980, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 27. nóvember 1980 mrm-nlÝf vísm 99Ég vel aö reyhja ekki99 — er kjöroró þeirra sem vilja hætta reykingum „Jú, ég er búinn að vera nokkuð lengi i þessu leiðbeinandastarfi, eða allt frá því að Bindindisfélagið hóf þessi námskeið fyrir u.þ.b. tiu árum”, — sagði Jón Jónsson er við höfðum samband við hann, en hann hefur að undanförnu leiðbeint fólki sem vill hætta reykingum, á námskeiðum sem samstarfsnefnd um reykingavarnir hefur gengist fyrir. Margir fyrrverandi reykingamenn eiga Jóni það að þakka, að þeim hefur tekist að yfirvinna ávanann. Jón hefur undanfarin fjögur ár unnið við kristniboðsstörf og kennslu í Afríku en nú er hann kominn heim og hefur þegar hafist handa þar sem frá var horfið, — að hjálpa fólki til að losna undan áhrifavaldi harðstjórans, Nikótínusar Tóbakusar. „Kjörorðnámskeiðannaer „Ég vel að reykja ekki”. — sagði Jón ennfremur. — „Það byggist á tvennu. I fyrsta lagi að einstakl- ingurinn velur af frjálsum huga að hætta sjálfur. Það eru sem sagt engar hótanir eða þvinganir sem beitt er i þessu sambandi. Það er frjálst val og tilgangurinn er sá að sækja til sigurs á jákvæðum grundvelli i stað þess . að lita á þetta sem neikvæða baráttu við einhvern óvin. Hinn þátturinn i þessu kjörorði er sá, að það er valið og viljakrafturinn sem við leggjum til grundvallar sem ráðandi úrslitaatriði. Það er viljakrafturinn og virkjun hans til “ að losna úr þessari ánauð. En fólkinu er þarna lika gefnar visindalegar staðreyndir um skaðsemi reykinga og þarna eru læknar sem annast þann þátt. Ég glimi hins vegar við málið með fólkinu frá sálrænu sjónarmiði, glimi við vandamál vanans og eflingu viljaþreksins til að losna úr þessum viðjum”, — sagði Jón. Jón kvaðst vera bjartsynn á göðan árangur þvi niðurstöður athugana, sem gerðar hafa verið um námskeið sem þessi sýndu, að um helmingur þátttakenda hættu reykingum fyrir fullt og allt og hinn helmingurinn hætti um lengri eða skemmri tima. Um 300 manns innrituðust á þau námskeið sem nú hafa staðið yfir og þvi' má búast við að stórreyk- ingamönnum hér á landi fækki um að minnsta kosti 150 og von- andi verða þeir mun fleiri sem standast þessa eldraun. Jón Jdnsson hefur hjálpað mörg- um reykingamanninum að venja sig af dsiðnum. Ýmsum aðferðum er beitt I baráttunni gegn Tdbakusi konungi. Hér eru þátttakendur I öndunaræfingum. (Visismynd: Ella) Ert þú i fer- hyrn- ingnumj Mannlifssiðan lýsir hér með eftir fólkinu sem er í ferhyrningun- um á meðfylgjandi mynd. Eru viðkomandi beðnir um að hafa samband við Svein Guðjónsson blaðamann á Visi í síms 86611. Hug- myndin er, að fylgjast með þessu fólki i reykbindindinu og hafa samband við það á þriggja vikna fresti til að athuga hvernig þvi gengur í baráttunni. 19 I lUatdædd prinsessa Anna prinsessá af Englandi, sem nú er þrítug, hefur verið valin verst klædda þekkta konan í heiminum af bandaríska tímaritinu ,, People". Timaritið heldur þvi fram að Anna hafi einfaldlega ekki smekk fyrir fallegum fötum og réttum litum. „Sem prinsessa hefur Anna það góð laun, að hún ætti vel að hafa efni á að kaupa sér fallegri og nýtiskulegri föt”. — segja þeir hjá People. A meðfylgjandi mynd sjáum við Önnu ásamt syni sinum, Peter Philipsi garði fjölskyld- unnar i Gatcombe Park i Gloucestershire. Sophia I fangelsi? Sophia Loren, sem búið hefur í Frakklandi um skeiö er sögð hafa mikinn hug á að flytja aftur til italiu þrátt fyrir mánaðar fangelsi sem hún á yfir höfði sér þar í landi. Fangelsis- dómurinn er til kominn vegna afskipta italskra skattyfirvalda af mál- um Sophiu, er hún flutti frá italiu, en þá hafði hún með sér ýmis málverk og listaverk sem itölsk yfirvöld lita á sem ólöglegt smygl úr landi. En engu að siður er Sophia nú sögð ákveðin i að flytja aftur til sins ástkæra föður- lands...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.