Vísir - 27.11.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 27.11.1980, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 27. nóvember 1980 # *•#.;(» ** '"K í"5 % 4 ♦ , . -# # rZS£K (Jtgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davlfi Gufimundsson. Ritstjórar: úlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blafiamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon. Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamafiur á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Arl Einarsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús ölafsson. Auglýsingastjóri: Pall Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmifióóll 7 llnur. Auglýsingarog skrifstofur: Slðumúla 8, simar 86011 og 82260. AfgreiAsla: Stakkholti 2—4, slmi 8óól 1. Askriftargjalder kr. 5.500.- á mánufii innanlands og verfi I lausasölu 300 krónur ein- takifi. Visirer prentafiur I Blafiaprenti h.f. SifiumúU 14. Mpýoudandaiagiö Flokksþing Alþý&ubandalagsins samþykkti ályktanir og kaus flokknum nýjan for- mann. Hvorugt bo&ar nein timamót, en sta&festir aö Alþý&ubandalagiö er f sama far- vegi þeirrar tvöfeldnisem einkennt hefur þaö ási&ariárum. Alþýðubandalagiðer um margt undarlegur stjórnmálaf lokkur. Undir hans merki hafa safnast hópar fólks ólíkir að uppruna og upplagi. Þar má finna ungæðis- lega byltingarmenn, snobbaða menntamenn, hvítflibbaða broddborgara og harðsoðna valdastreitumenn. Þar tróna verkalýðsrekendur og embættis- menn, nytsamir sakleysingjar jaf nt sem öf uguggar og of stækis- menn. Allur þessi hópur telur sig sjálfsagt vera sósíalista með ein- um eða öðrum hætti, en afstaða Alþýðubandalagsins til varnar- liðsins, belgingur í nafni þjóð- ernis og undirgefni við allskyns minnihlutahópa hef ur og haft sín áhrif. Alþýðubandalagið hefur á undanförnum árum tekið breyt- ingum að þvi leyti, að f lokkurinn sækist eftir f jöldafylgi og valda- stólum og sjást þess glögg merki í seinni tíð. Flokksþing Alþýðubandalags- ins sem haldið var um siðustu helgi dregur dám af þessum breytingum. Flokknum hefur vissulega orðið ágengt í því að draga til sín meira fylgi en títt er um róttæka vinstri f lokka, og völd hef ur hann öðlast langt um fram styrkleika- hlutföll í kosningum. Þessi þróun hefur hinsvegar orðið á kostnað hugsjónanna. Þær ályktanir sem flokksþingið hefur sent frá sér bera þess keim, að þar er á ferðinni kerf is- f lokkur. I stað heitstrenginga um sæluríki sósíalismans getur nú að líta loðmullur um ágæti ríkis- stjórnar. ( stað tæpitungulausra yfirlýsinga um alræði öreiganna eru nú samþykktar klysjur um framfarastefnu í atvinnumálum og vaxandi þjóðartekjur. Að öðru leyti bera ályktanir Al- þýðubandalagsins með sér þá tvöfeldni og þverstæður, sem er óhjákvæmileg afleiðing af þeirri viðleitni stjórnmálaflokks að vera bæði róttækur og íhalds- samur í senn. Alþýðubandalagið þykist bera hag verkalýðsins fyrir brjósti en tyggur upp þann hvita sannleika að verðbólgan sé á niðurleið og launafólk geti vel við efnahags- ástandið unað. Með íhaldssamri afstöðu og forpokaðri hræsni hefur Alþýðubandalagið átt stærstan þáttinn í þvi, að verð- bólgan verður óviðráðanlegri með hverjum mánuðinum. Alþýðubandalagið lýsir yfir stuðningi við framfarir í at- vinnumálum og nýtingu auð- linda, en er í andstöðu við upp- byggingu orkufreks iðnaðar í samvinnu við erlenda aðila. Flokkurinn þvælist fyrir í stór- virkjunaráformum en boðar rán- yrkju í fiskveiðum og landbún- aði. Alþýðubandalagið telur sig berjast í anda þjóðlegs metn- aðar, sem reistur er á minni- máttarkennd gagnvart öllu því sem útlent er og leiðir af sér ein- angrun í menningarlegum ef num. Alþýðubandalagið boðar rétt- læti í þjóðfélaginu, en hefur stéttarstríð á stefnuskrá sinni. Alþýðubandalagið segist hlýða rödd alþýðunnar en vill ráða því hvernig sú rödd hljómar. Alþýðubandalagið er róttækur sósíalistaf lokkur á tyllidögum og kosningaræðum, en íhaldssamur hentistefnu flokkur í atvinnu- og efnahagsmálum, þegar á hólm- inn er komið. Þau foringjaskipti sem fram fóru á f lokksþinginu þegar Svavar tók viðaf Lúðvíkeru kyn- slóðaskipti i aldri en óbreytt for- ysta í raun. Svavar kann þá lúð- vísku utanbókar sem felst í hræsninni gagnvart verkalýðn- um, fagurgalanum um friðinn og alvöruleysinu gagnvart verð- bólgunni. Formennska Svavars boðar því enginn tímamót, enda segir hann sjálfur að hér sé ekki verið að breyta um stíl. Stíll Alþýðubandalagsins mun áfram verða sá að vera róttækur með yfirboðum og íhaldssamur með ábyrgðarleysi. Allt eftir því hvað henta þykir. AF GAFUBUM VIKINGUM í siðustu grein minni rausaði ég dálítið um stjórn- málamenn og aðra valdsmenn okkar, en nú langar mig til að spjalla nokkuð um okkur hin. Það erum við, sem veljum þá og hvers vegna höfum við valið einhverja, sem við erum ekki ánægð með? Einn mætasti stjórnmálamaður síðari áratuga lét ein- hverju sinni svo um mælt, að alþingi og stjórnmála- menn væru ekkert annað en spegilmynd af þjóðinni og hún fengi þá alþingismenn sem hún ætti skiliö. Ég er næstum sammála þessum mæta manni, en þrátt fyrir að ég geti skammað stjórnmálamenn eins og aðrir, þá er mér nær að halda að þeir séu, þrátt fyrir allt, mun skárri en við hin eigum skilið. Afdrifaríkur uppruni. Hver erum viö og hvaöan komum viö? Þaö er viötekin söguskoöun aö viö séum afkom- endur norrænna víkinga og sæ- garpa sem buöu hættum At- lantshafsins byrginn á vikinga- skipum sínum fremur en glata frelsi sinu og sjáffræöi. Ef viö skyggnumst aöeins dýpra i þessa skoöun þá voru þetta ribbaldar, sem ekki vildu una neinni heildarsti&rn og álpuftust frekar út á reginhaf en aö borga skatt. A leiöinni komu þeir margir viö og rændu sér þræl- um, sem þeir siöan blönduöu blóöi viö, I landi þar sem hatur og bræöravig viröast hluti þjóöarsálar Og hve dásamlega hafa allir þessir eiginleikar ekki varöveist i okkar þjóðarsál! Sundurþykkja, öfund og hatur áttu stærstan þáttinn I þvi aö viö misstum frelsi okkar og nú, að- eins nokkrum áratugum eftir að viö fengum það aftur, erum við staðráöin i þvi aö missa það frekar aftur en slá i nokkru af kröfum okkar fyrir okkur sjálf. Raunar höfum viö kannski ekki gert þaö dæmi blákalt upp viö okkur, en hegöan okkar öll er i þá átt, aö efnahagslegt frelsi okkar hangir á bláþræöi, ef hann er þá ekki þegar slitinn. Að mæla fagurt en hyggja flátt. Þaöerraunarekki sérislenskt fyrirbæri aö tala um hug sér, en miklir meistarar erum við i þvi. Dæmin blasa viö allt i kringum okkur. Við höfum ár eftir ár þóst fylgja svokallaöri láglauna- stefnu og meö skefjalausum áróöri og lýöskrumi er búiö aö sefja þjóöina svo i þeim málum aö enginn vogar sér aö tala gegn henni, á sama tima og menn keppast um aö þverbrjóta hana leynt og ljóst. Hvenær sem kjarasamningum er breytt eru allir sammála um aö hún eigi aö gilda — nema bara ekki um þá. Afleiðingunum hefur m.a. verið lýst á alþýöusambandsþingi. Og aldursforseti islenskrar verka- lýöshreyfingar, Jóhanna Egils- dóttir lýsti þvi i útvarpsviðtali fyrir nokkrum dögum, að sér þætti bilið milli láglaunafólks og hátekjufólks aldrei hafa verið sem nú. öll erum við sammála um það að verðbólgan sé að fara með allt fjandanst til, en enginn vill samt neinar aðgerðir, sem á honum sjSlfum bitna. Þar hugsa þeir eins verkamaöurinn á dagsbrúnartaxtanum og flug- stjórinn með lúxusbilana, gæð-, ingana og sumarbústaðina. En báðir — viö hin líka — erum saltvondir yfir þvi að ekkert * skuli gert til að kippa þessu i lag! öll viljum viö fá fullkomna vegi, betri skóla, bættan aö- búnað aldraðra, fullkomin sjúkrahús og bætta opinbera þjónustu á ölium sviöum, en I hvert skipti sem skattskrá kemur út má þakka fyrir aö vik- ingaskip eru ekki almennings- eign, þvi einhver afgiapinn myndi vafalaust sigla út i hafs- auga, ef hann ætti farkost til þess. Mikiö mega forfeöur okkar vera stoltir af afkomend- unum! Víkingar i sjón og raun. Viö Islendingar erum vissu- lega enn vikingar i sjón og raun. Viö vitum allt betur en aðrir og látum engan segja okkur fyrir verkum. Þótt við kjósum okkur fulltrúa til að stjórna okkur vit- um við allan timann miklu betur en þeir, hvað á að gera. Og ef einhver slikur asni ætlar að segja okkur fyrir verkum, þá er vikingum að mæta! Liklega má segja að stjórnmálaskoöanir séu nær jafn margar á Islandi og þeir landsmenn, sem komnir eru á þann aldur að geta lesið og skrifað. Allir eiga þeir sitt hug- sjónafley og sigla á þvi út og suður, jafnvel á móti stormi og stórsjó, ef ekki vill betur. Vikingum þótti miklu varða að orðstir þeirra bærist viða og varðveittist. Ég ætla ekki að ganga svo langt að fullyröa að arfgengur hégómaskapur hafi einn valdið þvi að við eigum gullaldarbókmenntir okkar, en það fær mig enginn ofan af þvi að hann eigi sinn þátt i þeim. Enn i dag þykir ofckur afskap- iega miklu varða hvaö aðrir segja um okkur. „Min upphefö kemur aö utan” íætur nóbels- skáldiö okkar eina persónu sina segja og um leið lýsti hann allri þjóö sinni. Viö ætlum hreint vit- lausir aö veröa af illsku ef ein- hver útlendingur dregur ágæti okkar i vafa og rifnum af monti ef einhver hrósar okfcur, og enn i dag telst það til heimsfrétta hérlendis. Þeir menn, sem senda „vafasamar” fréttir héðan til eriendra fjölmiðla eru álitnir hálfgerðir landráöa- menn. Gott þætti okkur ef það vitnaöist. að viö urðum næst drýgstir norðurlandabúa að safna fyrir sveltandi svertingja i Afrlku en vei þeim frétta- manni, sem sendi til útlanda frétt um að söfnunin hefði skagað hátt upp i brennivins- kaup Reykvikinga eina helgi! neöanmáls Magnús Bjarnfreðsson spjallar hér um Islend- inga almennt og segir: "Við vitum allt betur en aðrir og látum engan segja okkur fyrir verk- um. Þótt við kjósum okkur fulltrúa til að stjórna okkur vitum við allan tímann miklu betur en þeir, hvað á að gera. Og ef einhver slíkur asni ætlar að segja ekkur fyrir verkum þá er vikingum að mæta". Nú er plássið þrotið að sinni, en mörgum eiginleikum gáfuöú litlu stórþjóöarinnar er : enn ólýst. Það biður betri tima. Á meðan vonum við að fulltrúarnir sextiu við Austur- völl finni að minnsta kosti ein- hverja leiö sem við hin getum andskotast á móti af sönnu vik- ingaeðli og gáfumennsku. Magnús Bjarnfreðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.