Vísir - 27.11.1980, Blaðsíða 14
Albert K. Sanders: „Allir stjórnmálaflokkarnir samhentir i þessu
máii”.
Albert K. Sanflers, öæjarstjóri í Njarðvík:
„límaspursmál
hvenær tank-
arnlr geía sig”
„Tankarnir eru or&nir svo
tærðir, að þaö er timaspursmál
hvenær þeir gefa sig og þá er ekk-
ert sem getur komiö i veg fyrir
stórslys”, sagði Albert K.
Sanders,bæjarstjóri i Njarðvik, i
samtali við blaðamann Vísis.
„Þaö geta liðið áratugir milli
þess að olia lekur úr svona tönk-
um og þangað til mengun kemur
fram i vatnsbólunum, þannig að i ,
raun veit enginn hvernig þessi
mál standa i dag”.
Albert sagði að vitað væri um
að oliusmit hefði komið i vatns-
holur á flugvallarsvæðinu, en
ekki væri vitað meö vissu hvort
um slikt væri að ræöa i vatnsból-
um Njarðvikinga.
„Það er þó ekki bara
mengunarhættan, sem gerir það
aö verkum, að viö viljum láta
flytja þessa tanka, heldur er þetta
spurning um þróun byggðarinnar
hérna. Tankarnireru á landi, sem
I__________________________________
var skipulagt sem ibúðarhúsa-
svæði 1973, en aðalleiðslan frá
Keflavikurhöfn liggur i gegnum
þetta svæöi”.
Albert sagöi aö við þá ráöstöfun
eina aö flytja þessa leiöslu,
myndu losna lóðir undir 15 fjöl-
býlishús, 6 raðhús og 13 einbýlis-
hús, sem þegar væri gert ráð fyrir
i skipulagi.
„Ef hins vegar að tankarnir
yrðu fluttir, gæti herinn hugsan-
lega rýmt allt svæðiö upp að
væntanlegum flugstöövarvegi og
þá skapaðist landrými fyrir 2-3000
manna byggö”.
Albert sagði, aö allir flokkarnir
fjórir, sem eiga fulltrúa i bæjar-
-stjórninni i Njarövik, væru alger-
lega samhentir i þessu máli.
„Þess má lika geta, að fulltrúi
Alþýöubandalagsins, Oddbergur
Eiriksson, hefur barist hart til
þess að fá okkar sjónarmið viður-
kennd i sinum flokki”, sagði Al-
bert K. Sanders.
1
VÍSIR
Fimmtudagur 27. nóvember 1980
Fimmtudagur 27. nóvember 1980
VlSIR
Hin margumtalaða Helguvik. Hérna er gert ráð fyrir að reisa höfn og koma upp oliubirgðastöð.
Slórkoslleg hælta fylgir
núverandl fyrlrkomulagl
Steinþór Júliusson: „Leiðslurnar skapa mikla hættu".
SteínDór Júiíusson. bæjarstjórl í Keflavík:
„Ekkert tll fyrlr-
stöðu aö tankarnlr
verði (Helguvík”
„Viö sjáum ekkert þvi til fyrir-
stöðu, aö nýir ollutankar veröi
reistir I Helguvik, enda má segja
aö þaö hafi verið fyrir okkar
frumkvæöi aö máliö tók þessa
stefnu”, sagöi Steinþór Júiiusson
bæjarstjóri i Keflavik, i samtali
við blaöamann.
„Þó að mengunarhættan sé
mest i sambandi viö vatnsból
Njarðvikinga, þá liggja leiðslurn-
ar lika i gegnum byggðina hjá
okkur og skapa mikla hættu”.
Steinþór benti lika á þá ókosti
sem fylgja þvi, aö flytja þarf allt
flugvélabensin með bilum frá
Reykjavik.
„Þaö skapar bæði mikiö slit á
veginum og eins stafar mikil
slysahætta af bflunum. Ef eitt-
hvað kæmi fyrir yrði um miklu
meira en venjulegt umferðarslys
aö ræða".
Steinþór sagöi aö vissulega
væri Helguvik inni i skipulagi
Keflavikurbæjar, en bærinn hefði
ekkert aö gera við vikina sem
slika.
„Þaö er spurning um landið
upp af vikinni, sem hugsanlega
veröur notað i framtiðinni, en þaö
hefur ekkert verið rætt um þá
hluti ennþá”.
Steinþór sagði að það væri
margt sem ylli þvi, aö Helguvik
væri ákjósanlegasti staðurinn
fyrir oliubirgöastöð. Þar væri
hægt aö úthúa góða höfn og engin
hætta væri á að neysluvatn
mengaöist af oliu.
„Viö viljum ekki blanda okkur i
þær deilur, sem eru um stækkun
geymslurýmisins, en viljum fá
núverandi tanka burt, fyrst og
fremst vegna mengunarhættunn-
ar”, sagði Steinþór Júliusson.
Springur ríkisstjórnin á Helguvíkurmálinu? Þessari
spurningu hefur verið varpað fram hvað eftir annað að
undanförnu. Ekki hvað síst hef ur verið gengið í skrokk á
ráðherrum Alþýðubandalagsins, til þess að kreista út úr
þeim yfirlýsingar um að þeir gangi úr ríkisstjórninni,
verði bandaríska hernum heimilaðar framkvæmdir í
Helguvík.
tankarnir standa á vatnsbólum
Njarðvikinga.
1 öðru lagi þarf fjöldi fólks i nýj-
um hverfum Njarðvikur aö lifa i
stöðugu nábýli við hermenn, jafn-
■vel svo að þeir ganga með al-
væpni undir svefnherbergis-
gluggum ibúðarhúsa.
1 þriöja lagi má svo nefna að
núverandi staösetning tankanna
hindrar mjög eðlilega þróun
byggðar á svæöinu.
Ókunnugum kann að virðast, að
málið snúist einungis um það,
hvort hernum veröi leyft að reisa
oliutanka i Helguvik eða ekki. Og
þá skipast menn gjarnan I
fylkingar eftir þvi hvort þeir eru
með eöa á móti dvöl hersins i
landinu. En vandamálið er ekki
svona einfalt, sé litiö á það með
augum ibúanna i þeim tveimur
kaupstöðum, sem hér koma við
sögu.
Fyrir þeim er vandinn þriþætt-
ur, og þeir þurfa að horfast i augu
við hann á hverjum degi. 1 fyrsta
lagi er yfirvofandi stórkostleg
hætta á oliumengun vegna tær-
ingar i tönkum, sem byggöir voru
„til bráðabirgða” fyrir þrjátiu
árum. Ekki bætir úr skák að
Texti:
Páll
Magnússon
Myndir:
Kristján Ari
Einarsson
A þessu korti sést hversu mikið núverandi fyrirkomulag hindrar skipu-
lagsbundna þróun byggðar i Njarðvik. Svarta linan sýnir hvar giröing-
in iiggur núna.
Hér stendur Ragnar milli húss sins og giröingarinnar. Innan girðingar má sjá oliuleiösluna þar sem hún liggur ofanjarðar á litlum stöplum.
Hér standa njarðviskir krakkar uppi á kofa sem þau hafa byggt fast við
girðinguna. Úr honum liggja göng út I berjamóinn-innan girðingarinnar.
i baksýn má sjá bæði oliuleiðsluna og tankana.
Hermenn með ai-
væpnl undir svefn-
herberglsglugganum!
„Það vantar um 200 fermetra
upp á, aö lóðin sé i réttri stærð”,
sagöi Ragnar Halldórsson i sam-
tali við blaðamann Visis, en
giröingin, sem umlykur tankana,
liggur i gegnum ló&ina hjá hon-
um, og er i rúmlega meters fjar-
lægð frá svefnherbergisgluggan-
um.
„Við sóttum um lóðina, vitandi
það að hún var skert meö þessum
hætti, en auðvitaö I trausti þess að
tankarnir yrðu fluttir burt innan
tiðar”.
Ragnar sagði aö fjölskyidan
hefði byrjað að byggja i október
1975 i þeirri trú, að þaö myndu
kannski liða 3-4 ár þangaö til oliu-
tankarnir yrðu fluttir og hægt
væri að fá alla lóðina.
„Það sem fer einna mest i
taugarnar á manni i sambandi
viö þetta, eru þessar stöðugu
eftirlitsferöir hermannanna meö-
fram girðingunni og þá framhjá
svefnherbergisglugganum. A
nóttunni keyra þeir hérna fram-
hjá á háværum trukkum og
maður er sifellt aö vakna viö
þetta. Þaö er lika heldur óviö-
kunnanlegt þegar hermennirnir
ganga með alvæpni hérna undir
svefnherbergisglugganum. Það
fýkur mikið af rusli i þessa
girðingu, þannig aö það fylgir
þessu sóöaskapur lika”.
Ragnar sagöi þó, aö það versta
við þetta allt saman væri
mengunarhættan, sem stö&ugt
væri yfirvofandi. 1
I „lflhim ekki hvenær j
i heir gætu gripið j
tii bvssuuuar”
„Það geta verið allskonar
menn þarna innan um, og maður
veit ekkert um hvenær þeir gætu
gripið til byssunnar, til dæmis
þegar börnin eru aö ergja þá”.
Þetta sagöi Valdis Tómasdótt-
ir, en hennar lóö er skert vegna
girðingarinnar umhverfis svæöi
hersins.
Valdis sagöi að fjölskyldan
hefði fengið lóðarúthlutun 1974 og
flutt inn 1978.
„Viö gerðum okkur vonir um aö
losna við þetta allt saman fyrir
löngu, herinn, giröinguna og
tankana en þaö hefur brugðist”.
Valdis sagöi aö hermennirnir
keyrðu þarna um allar nætur á
háværum bflum og með fullum
ljósum, þannig aö enginn friöur
væri fyrir þeim. Hún sagðist hafa
kvartaö undan þessu viö lög-
regluna, en ekkert hafi gerst.
„Astandið er þó verst á haustin
þegar allt er svart af berjum fyrir
innan girðinguna. Krakkarnir
sækja þá mikiö inn fyrir og her-
menn gráir fyrir járnum, koma
til þess að flæma þau burt”.
Þess má geta, að börn Valdisar
höfðu sýnt þá hugvitssemi til þess
að komast I berin, að þau byggðu
sér kofa fast upp við girðinguna
og grófu siðan göng niður úr kofa-
Valdis Tómasdóttir: „Gerðum
okkur vonir um að losna við þetta
allt saman fyrir löngu”.
gólfinu og undir „viglinuna”. Var
á þeim að heyra að krökkum á
svæöinu þykir hin besta skemmt-
an aö þvi aö fara inn á bann-
svæöið, og hlaupa svo sem fætur
toguðu þegar vopnaðir hermenn
geystust á vettvang. *