Vísir


Vísir - 27.11.1980, Qupperneq 11

Vísir - 27.11.1980, Qupperneq 11
Fimmtudagur 27. nóvember 1980 I----------------------------- n Atkvæðaseðlar vegna kosn- ingar lesenda Visis á „manni ársins 1980” eru þegar farnir að berast, og eins og venja er i' upp- hafi kosningarinnar eru margir tilnefndir. Á þeim seðlum sem þegar hafa borist eru þó þrir ^ með flest atkvæði, en það eru |» þau Vigdls Finnbogadóttir, for- seti islands, Gunnar Thorodd- sen, forsætisráðherra, og Guð-- iaugur Þorvaldsson, rlkissátta- semjari. Þetta er I fimmta sinn sem lesendur Visis kjósa „mann árs- ins”, en þann heiður hafa áður hlotið Friðrik Ólafsson, Guð- mundur Kjærnested, Jön L. Árnason og Pétur Pétursson. Seðill, sem lesendur Visis geta útfyllt og sent til ritstjórn- ar Visis að Siðumúla 14 i Reykjavik, birtist hér á siðunni, og verður siðan i blaðinu nokkr- um sinnum fram yfir miðjan , desember, en úrslitin verða birt I eftir jól. Þrjú strax efst Eins og áður segir hafa þrir þekktir borgarar þegar fengið flest atkvæði, en það kann allt að breytast þar sem atkvæða- greiðslan er rétt að hefjast. Það kemur ekki á óvart, að þauVigdls, Guðlaugurog Gunn- ar fái mikið af atkvæðum, svo mjög sem þau hafa verið i sviðs- ljósinu á árinu — Vigdis fyrsta konan, sem kjörin hefur verið til forseta I lýðræðislegum kosn- ingum, Guðlaugur forsetafram- bjóðandi og gifturikur sátta- semjari I erfiðum kjaradeilum, og Gunnar sá stjórnmáia- maðurinn, sem verið hefur i miðdepli íslenskra stjórnmála allt árið. Margir aðrir nefndir En það eru margir aðrir, sem hafa komist á blað, þótt sumir hafi aðeins verið á einum seðli — enn. Helstu talsmenn aðila vinnu- markaðarins i' kjaradeilum árs- ins — Asmundur Stefánsson hjá ASÍ og Þorsteinn Pálsson hjá Vinnuveitendasambandinu hafa báðir verið tilnefndir. Þeir stjórnmálamenn, sem komist hafa á blað auk Gunn- ars, eru Steingrlmur Her- mannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sem hefur ver- ið mikið I sviðsljósinu vegna Flugleiðamálsins og sjávarút- vegsmálanna, Svavar Gestsson, nýkjörinn formaður Alþýðu- bandalagsins, og Kjartan Jó- hannsson, nýr formaður Al- þýðuflokksins. Af listamönnum hafa kvik- myndaleikstjórarnir Agúst Guðmundsson og Hrafn Gunn- laugsson, og Bubbi Morthens, fengið atkvæði. Tveir Flugleiðamenn hafa verið tilnefndir — Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Jóhannes Snorrason, flug- stjóri. Þá hafa tveir fjölmiðlamenn fengið seðla, Trausti Jónsson, veðurfræðingur, og Hermann Gunnarsson, Iþróttafréttaritari. Samtals eru þetta 16 nöfn, sem þegar eru komin á blað. Og nú er bara að fylla út seðilinn hér á siðunni og taka þannig þátt i kosningunni. —ESJ. Heimilisfang:................................................ Sveitarfélag:.......................................... Simi:. 9.102 NYBUÐ OSIABUÐIN BITRUHAL512 verður opnuð fimmtudaginn 27. nóvember, kl. 9. ABOÐSTOLUM: Allir íslensku ostarnir, á einu bretti, ostakex í úrvali og áhöld fyrir osta. ÞJONUSTA: Hægt verður að kaupa ostapinna og ostabakka ef pantað er með hálfs dags fyrirvara. OSTAKYNNING: Fyrstu tvo dagana mun standa yfir ostakynning frá kl. 9-18. Verið velkomin í nýju Ostabúðina okkar. ^ ath.gengiö inn að vestanveröu Getum afgreitt fáeinar úr paiesander fyrir jói. ,Rúm " bezta verzlun landsins INGVAR OG GYLFI URfNS ASVíGI 3 10* Rl VKJAVIK SIMl »1144 OG J10J0 SérverzJun með rúm Nafn: Astæöa:.. Nafn sendanda: k Vigdls Finnbogadóttir forseti íslands. Gunnar Thoroddsen, Guðlaugur Þorvalds- forsætisráðherra son, rikissáttasemjari vtsm Kosning „Manns ársins farin af staö: VIGDIS. GUÐLAUGUR OG GUHNAR TAKA FORYSTUNA en alls hafa 16 manns hegar komist á blað MAÐUR ARSINS I Að mínu mati er maður ársins 1980:

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.