Vísir - 27.11.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 27.11.1980, Blaðsíða 28
síminner 86611 Veöurspá dagsins Við Vesturströnd Noregs er 998 mb lægð á hreyfingu aust- ur en vaxandi 1029 m b hæð yfir Grasilandi. Kalt verður áfram um allt land. Veðurhorfur næsta sólarhring. Suðurland: Norðan stinnings- kaldi eða allhvass, viða létt- skýjað. Faxaflói og Breiðafjörður: Norðaustan stinningskaldi, viða léttskýjað til landsins en smáél á miðum og annesjum. Vestfirðir: Norðaustan kaldi eða stinningskaldi dálitil él, einkum norðan til. Slrandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra: Allhvass eða hvass norðvest- an, viða él, einkum á miðum og annesjum. Austurland að Giettingi til Suðausturlands: Norðvestan stinningskaldi eða allhvasst. Viöa léttskýjað til landsins en sumstaðar él á miðum og ann- nesjum. veörið hér og bar Vcður kl. 6 i morgun: Akureyrialskýjað -r8, Bergen alskýjaðO, llelsinkiléttskýjað 12, Kaupmannahöfn skýjað 1, Osld léttskýjað -f 13, Keykjavik skýjað +8, Stokk- hólmur heiðrikt 4-9, Þórs- höfn léttskýjað 0. Veður kl. 18 i gær: Aþena heiöskirt 15, Berlin heiðskirt 1, Feneyjar rigning 7, Frankfurt rigning 5, Chi- cago léttskýjað 3, Nuuk snjó- koma 4-3, Londonléttskýjað 1, Luxemborg skýjað 3, Mall- orka rigning 11, Montreal skýjað -j-3, Faris léttskýjað 5, Róm léttskýjað 17, Malaga heiðskirt 14, Vin þoka 3, Winnipeg léttskýjað 1. Loki segir Frétt Visis um tilboð Karls Steinars til Alþýðubandalags- manna á ASt-þingi kom mörg- um á óvart, eins og m.a. sést af þvi, að sama daginn og frétt Vísis birtist var býsnast yfir þvi I Alþýðubiaðinu, að Sjálf- stæðismenn ætluðu að hjáipa Ásmundi i forsetastól ASÍ. Þau eru viða innanhússvand- ræðin! Kátt i siónvarplnu um áramótin brátt fyrir leikaraverkfaii: ARAMOTASKEMMTIIN I STAÐ SKAUPSINS Undirbúningur áramótaskemmtunar sjón- varpsins er hafinn af fullum krafti. Ekkert bendir þvi til þess, að landsmenn verði af þessari ágætu skemmtun á gamlárskvöld, þótt verkfall leikara standi enn. ,,Við verðum að laga okkur eftir þeirri stöðu, sem nú er, og koma típp skemmtun um ára- mótin. Hins vegar munum við ekki á neinn hátt reyna að brjóta verkfall leikara”, sagði Hinrik Bjarnason, dagskrár- stjóri Lista- og skemmtideiidar. Andrés Indriðason mun stjórna áramótaskemmtun sjónvarpsins að þessu sinni og sagði hann, að hún yrði byggð upp á hljóðfæraieik, söng og gamanmálum. Handrit væri ekki frágengið enn, og þvi væri ekki hægt að greina frá nöfnum þeirra, sem fram kæmu. „Við vorum tilbúnir með handrit að skaupi, þegar leik- araverkfallið skall á. Þvi urðum við að henda og semja nýtt i staðinn, sagði Andrés, ,,og það er nokkuð á veg komið”. Skemmtunin verður tekin upp með áhorfendur i sal. Auk ýmissa þekktra hljómlistar- manna munu koma fram all- margir kunnir grinistar og fleiri. -JSS Mikið er plottaö þessa dagana vegna Alþýöusambandsþings. Hér sjásí þeir Asmundur Stefánsson, væntanlegur forseti ASt, iaftursætinu ásamt Birni Þórhallssyni, sem sagöur er Hklegur varaforseti vegna stuönings sins viö Asmund. Frammi ibilnum sat Guðmundur J. Guömundsson eins og sá.sem feröinni ræöur. Hvaö skvldu þeir annars hafa veriö aö ræöa um? Vlsismynd: GVA. „Allir enflar lausir enn" á ASÍ-Díngi. bar sem torystukjör fer fram I dag: „MITT FRAMBOÐ STENDUR OHAGGAÐ" - segir Karvel Pálmason um forsetaslaginn ,,Það stendur allt óbreytt ennþá um mitt fram- boð”, sagði Karvel Pálmason, er Visir spurði hann um þetta atriði i morgun. Aðspurður um hvort þing- fulltrúar Alþýðuflokksins styddu hann einhuga, svaraði Karvel: ,,Ekki veit ég neitt annað”. Það er óhætt að segja, að tilboð Karls Steinars um stuðning við Alþýðubandalagið, sem Visir greindi frá I gær, hafi sett talsvert strik I reikninginn varðandi við- ræður flokkanna um valdajafn- vægi I miðstjórn næsta kjörtima- bil. Þótti hluta sjálístæðismanna, þ.e. stuðningsmönnum Björns Þórhallssonar, sem ekki væri lengur treystandi á Alþýðuflokks- menn og hermdu fréttir að nú væri reynt samstarf milli þess arms, Alþýðubandalagsmanna, Framsóknarmanna og jafnvel óháðra. Voru uppi raddir um, að allt gæti þetta leitt til þess að Alþýðuflokkurinn einangraöist og yrði úti I kuldanum, þegar upp yrði staöið. „Tilboð okkar til Alþýðubanda- lagsins var um að þeir fengju fimm fulltrúa i miðstjórn, en við fjóra og að kosið yrði um for- seta”, sagði Karl Steinar Guðna- son, sem ekki vildi kannast við að - frásögn Visis af viðræðum hans við Alþýðubandalag væri með öllu rétt. ,,Við buðum aldrei, að framboð Karvels yrði dregið til baka”, sagði hann ennfremur. Heimildir Visis herma hins vegar, að lykilmenn Alþýðu- flokksins hafi ekki haft grun um að þetta tilboð Karls Steinars til Alþýðubandalags hafi verið á döf- inni og raunar ekki frétt um það fyrr en i gærmorgun. Kjörnefnd kom saman i gær- kvöldi til að ræða grófar tilnefn- ingar flokkanna um menn i mið- stjórn. Ekki lá fyrir neitt sam- komulag flokkanna um valda- hlutföll i miðstjórn, þegar blaðið fór i prentun i morgun enda „ailír endar lausir”, eins og einn við- mælenda Visis komst að orði. Samkvæmt dagskrá þingsins eiga kosningar að fara fram kl. 17:30-19:00 i dag og verða væntanlega stifir „aukaþingfund- ir” þangaðtil að þær hefjast. M.a. var fyrirhugað að flokkarnir verði með sameiginlegan fund i hádeginu i dag, þar sem málin verði rædd. — JSS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.