Vísir - 27.11.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 27.11.1980, Blaðsíða 18
FiHimtudagur' 27. rióvémber ‘raso Brúðhjónin eftir vígsl- una, —t* borgarstjórinn og verkakonan. Leyni- leg hjóna- vígsla Ted Daley, sem er hverfisstjóri i Newham í austurhluta Lundúna- borgar gekk nýlega i hjónaband, sem í sjálfu sér er ekki merki- legt,nema að mikil leyndi hvíldi yfir hjóna- vígslunni. Jafnvel félagar hans úr Verka- mannaflokknum, sem sitja með honum i borgarstjórn, höfðu ekki hugmynd um tiltækið fyrr en löngu eftir á. Bílstjóri borgar- stjórans og brúðurin voru einu vitnin að hinni borgaralegu vigslu þeg- ar Ted, sem er 54 ára gamall og fráskilinn, gekk a eiga ekkjuna Marj Philpott, en hún er 57 ára gömul. Og til að vekja engar grunsemd- ir, þegar þau fóru á hina opinberu skrifstofu til að láta framkvæma vigsluna, geymdi Marj nellikuna i innkaupa- tösku. Ted og Marj kynntust á dansleik, en hún var ófaglærð verkakona og vann i verksmiðju i hverfinu sem Ted stjórnar. Ted hafði þá slitið samvistum við fyrri konu sína eftir 30 ára hjónaband, en þau voru ekki skilin að lögum. Um leið og skilnaðurinn var staðfestur flutti hann inn til Marj, sem bjó í leiguhúsnæði á vegum bæjarfélagsins, en, ibúðin var skammt frá ráðhúsinu. Hjónabandið hefur lokið upp nýjum heimi fyrir Marj og hún situr nú veislur með fyrir- mönnum Lundaúna- borgar og hefur m.a. verið kynnt fyrir Alexöndru prinsessu. Hin þrettán ára gamla Maria de Jesus er í útliti og hegöan likari apa en Vfsindamenn og erföafræöingar hafa engar skýringar á fyrir- manni. brigöinu Mariu de Jesus. Þá sjaldan aðhin þrettán ára gamla stúlka, Maria de Jesus, hættir sér út á götur bæjarins Belo Horizonte i Brasiliu, gera börnin á götunni hröp að henni og kalla hana „litla apann”. Börn eru alltaf börn og má virða þeim þaö til vorkunnar, aö i þessu tilfelli hafa þau talsvert til siris máls. Maria minnir óneitanlega á apa, allt frá and- litsdráttum og loðnum likaman- um til þess, á hvern hátt hún hreyfir sig. Hún er þriðja úr hópi sex systkina og bræður hennar þrir 'og tvær systur eru fuilkomlega eðlileg. Maria fæddist hins vegar með þéttvaxin hár á llkamanum. Læknar héldu að þau myndu hverfa með timan- um en þess í stað myndaðist eins konar feldur á likamanum og andlitsdrættir urðu sifellt llkari apaandliti. Hún grét ekki einsog venjuleg börn heldur gaf hún frá sér hljóð sem liktust meira skrækjum úr dýrum og á allan hátt minnir útlit hennar og hegðan meira á apa en mann. Og þetta hefur sist lagast með timanum. Fjölskylduíaðirinn, sterklega byggður maður, hefur nú yfirgefið heimilið fyrir fullt og allt, svo mikið varð honum um að fylgjast meö uppvexti dótturinnar, sem hann reyndar hafði efasemdir um, að væri dóttir sin. Allir helstu erfðafræðingar Brasiliu svo og visindamenn um allan heim hafa rannsakað fyrirbærið Mariu de Jesus, eða apastúlkuna frá Brasiliu, eins og hún er kölluð. Engin skýring hefur fundist þrátt fyrir Itarlegar rannsóknir á stúlkunni og nánustu ættingjum hennar. Ýmsar tilgátur hafa verið nefndar, svo sem röng erfðaferli og ferli sem tengjast genum og bldðflokkum. Þá hafa sumir nefnt sem hugsanlega skýringu, að móðirin hafi haft kynferðis- legt samneyti við apa. Slikt samband er ekki með öllu óþekkt fyrirbrigði i afskekktum héruðum i Brasiliu, og reyndar viðar i heiminum. Maria de Jesus gerir sig skilj- anlega með torkennilegum hljóðum og tilburðum sem minna á dýr og hún gengur eins og api. Og það gerist oft, án utanaðkomandi áhrifa, að hún leggst á fjóra fæturog hoppar til hliðanna eins og dýr. Þó að hún borði sama mat og f jölskyldan á hún þaðtil að fela matinn á hin- um óliklegustu stöðum og neyta hans siðar, en hún boröar alltaf með höndunum. Hún er námfús og hlyðin á sömuhluti og hundar og apar en það eru takmörk fyrir þvi sem hún getur lært. Hún heldur sig yfirleitt út af fyrir sig og svo virðist sem hún lifi að mestu i eigin heimi. Hún er mjög treg til að þrifa sig og bað er það versta sem á hana er lagt. Þegar hún hefur grun um að sú stund sé að nálgast felur hún sig gjarnan. Þegar hún hins vegar blotnar, hristir hún sig eins og hundur og sest i sólina til að þurkka pels- inn. 1 stuttu máli, þótt Maria litla sé kædd i kjól likist hún i útliti og hegðan meira apa en manneskju og visindamenn hafa engin svör. En þótt apastúlkan, Maria de Jesus, sé út af fyrir sig ráðgáta hefur það ekki orðið til að einfalda málið, að hún er nú öfrisk, — hversu ótrúlegt sem það annars hljómar, Hver faðir- inn er veit enginn og Maria sjálf er ófær um að gefa skýringar á þvi. Hins vegar er ljóst, að ef þaðer mennskur maður, hlýtur sá að vera afbrigðilegur. Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um að framkvæma fóstur- eyðingu þótt flest bendi til að það sé æskilegast. Móðir Mariu hefur hins vegar lagst gegn þvi og samkvæmt brasiliskum lög- um hefur hún siðasta orðið i þeim efnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.