Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞARF 1.400 MILLJÓNIR Að mati Landspítala – háskóla- sjúkrahúss þarf sjúkrahúsið 1,4 milljarða króna til viðbótar til að endar nái saman. Heilbrigðisráðu- neytið telur hins vegar aðeins skorta um einn milljarð króna. 46 Írakar felldir Bandarískir hermenn felldu í gær 46 íraska árásarmenn sem gerðu bandarískum birgðalestum fyrirsát á tveim stöðum norður af Bagdad. 18 árásarmenn til viðbótar voru særðir. Margir árásarmannanna reyndust klæddir einkennisbúningum „Písl- arvotta Saddams“, sérsveita sem hliðhollar eru Íraksforsetanum fyrr- verandi. Áhugi á að finna lóðir Borgarstjóri segir borgaryfirvöld mjög áhugasöm um að finna lóðir fyrir Atlantsolíu, en erfitt sé að finna staðsetningu fyrir bensínstöðvar og engar lóðir liggi á lausu í borginni. Krefjast afsagnar Paksas Þúsundir Litháa efndu til mót- mæla í miðborg Vilníus í gær og kröfðust þess að forseti landsins, Rolandas Paksas, segði af sér. Hann hefur verið sakaður um aðild að spillingarmálum. Þess er vænst að skýrsla nefndar sem rannsakaði ásakanirnar á hendur honum verði lögð fram í dag og að þar verði mælt með að forsetinn verði kærður fyrir embættisafglöp. Ný álma á Eir vígð Í dag verður vígð ný álma á Hjúkrunarheimilinu Eir þar sem pláss verður fyrir 40 manns í ein- staklingsíbúðum og er áhersla lögð á litlar einingar til að gera dvölina eins heimilislega og hægt er. Mesta mannfallið Að meðtöldum þeim ellefu her- mönnum bandamannaríkja sem ban- að var í Írak um helgina felldu skæruliðar samtals 104 hermenn í nóvember, 79 bandaríska og 25 frá öðrum ríkjum sem taka þátt í her- setunni. Er þetta mesta mannfall bandamannaríkjanna á einum mán- uði frá því að stríðið hófst 20 mars. mánudagur 1. desember 2003 mbl.is Fasteignablaðið // Eldvarnarkerfi Eldvarnarmál í grunnskólum og leikskólum lúta ströngum reglugerðum. Átak er í gangi í brunavörnum í eldri leik- skólum  2 // Góðtemplarahús Fyrsta húsið sem Góðtemplarar reistu fyrir starfsemi sína hér á landi er við Suðurgötu 7 í Hafnarfirði. Freyja Jóns- dóttir segir frá.  30 // Garðar Hvernig eiga garðar við fjölbýlishús að vera? Þetta er viðfangsefni Björns Jóhannssonar landslagsarkitekts í grein hans í dag  31 // Ítalska húsið Carlo Scarpa arkitekt vann þannig að hvert smáatriði er undirstaða heildarinnar. Hall- dóra Arnardóttir listfræðingur fjallar um list hans  50 Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakki 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is • 4ra og 5 hæða lyftuhús • Sér inngangur í íbúðir af svalagangi • Þvottaherbergi í íbúðum • Vandaðar innréttingar • Steinsallað að utan • Stæði í bílageymsluhúsi • Frábær staðsetning • Hagstætt verð • Hægt að breyta íbúðum að innan eftir óskum kaupenda • Öflugt innra eftirlit með framkvæmdum Höfum til sölu skemmtilega hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 4ra og 5 hæða lyftuhúsi á skjólgóðum og fallegum útsýnisstað í Grafarholti í Reykjavík. Stutt er í alla þjónustu og leikskóli er steinsnar frá húsinu. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna (utan baðherbergis- og þvottaherbergisgólfa sem verða flísalögð). Sameign og lóð verður fullfrágengin. Fullbúin sýningaríbúð Hafið samband við sölufólk Verðdæmi: með sér stæði í bílageymsluhúsi 2ja herb. 74 fm verð frá 12.000.000 kr. 3ja herb. 83 fm verð frá 12.980.000 kr. 4ra herb. 103 fm verð frá 14.700.000 kr. Frábær staðsetning – hagstætt verð Þórðarsveigur 4–6 Grafarholti                                                                                        !"        !  " #             $%   "$&             " "         '(  $ ) # !!! *          !"# $ # %!&  +  + " +  + ', ' ' , ',(& # )!      -. (   # # / 0 12# 345 / 6# 7 0 #0 #6# 8 # 12# 9   :#556#    '  ; # <   *+  , 6#.# '  ; # <   *+  ,   % "  "  !  %&% $%   $            8 # ( 6 =    #            +"   +# $  #  +# $  # !! "%" 5. desember nk. verður Víkurskóli í Hamravík 10 í Grafarvogi vígður. „Þessi skóli hefur talsvert sérstaka forsögu, hann er niðurstaða af samkeppni um hönnun sem fór fram 1994-1995. Teikningin sem Víkurskóli er byggður eftir var ein þriggja sem fengu verðlaun í þessari samkeppni,“ sagði Ámundi Brynjólfsson verkefnastjóri hjá Fasteignastofu Reykjavíkur. „Víkurskóli er 4400 fermetrar, að hluta til á tveimur hæðum. Í skólanum eru 16 heimastofur í þremur húsum og hefur hvert skólastig sitt eigið hús. Víkurskóli er einsetinn grunnskóli með 300 til 350 nem- endum.“ Smækkuð mynd af samfélaginu „Byggingin er hugsuð sem smækkuð mynd af samfélaginu þar sem gatan og rýmið milli húsanna tengir íbúana saman. Við götuna eru einnig tengingar við þá starfsemi sem þetta sam- félag þarf á að halda, íþróttahús, tækniturn, verk- menntahús, hátíðarsal, mötuneyti, bókasafn og fleira. Húsið er úr steinsteypu og val bygging- arefna utanhúss endurspeglar sögu bygging- arlistar á Íslandi. Þak er byggt úr timbri og klætt með zinkklæðningu, að innan eru veggir spartsl- aðir og málaðir. Loft eru klædd gipsplötum og á gólfi er linoleumdúkur.“ Heildarkostnaður 960 milljónir króna „Arkitekt hússins er Sigurður Gústafsson, verkfræðiþjónustu annaðist Línuhönnun hf, Verk- fræðistofa Guðmundar og Kristjáns og Raf- tæknistofan. Lóðarhönnun annaðist Landslag hf. Aðalverktaki við uppbyggingu Víkurskóla var Sveinbjörn Sigurðsson hf. Heildarkostnaður bygg- ingar Víkurskóla ásamt búnaði er 960 milljónir króna.“ Víkurskóli vígður Víkurskóli er einsetinn skóli, þar er gert ráð fyrir að 300 til 350 börn stundi nám. 2003  MÁNUDAGUR 1. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A NÝR BORGVARDT ER Á HVERJU STRÁI / B3 nýkominn heim til Íslands frá Nor- egi. Spurður hver ástæðan hefði verið fyrir því að hann ákvað að hætta hjá Molde sagði Ólafur: „Ég var mjög ósáttur við hversu lítið ég fékk að spila og það er helsta ástæðan fyrir því að ég tók þá ákvörðun að hætta.“ Það er óvíst hvað tekur við hjámér núna. Ég veit ekki hvort ég flytji heim eða reyni fyrir mér áfram úti. Það hefur alla vega ekk- ert lið rætt við mig ennþá enda var það í gær sem ég ákvað að segja skilið við Molde,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær en hann var þá Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að hans gamla lið, Fylkir, vilji fá hann í sínar raðir á nýjan leik en Árbæjarliðið hefur verið að leita að miðjumönnum í stað Sverris Sverr- issonar og Ólafs Inga Skúlasonar. Ólafur, sem er 28 ára, lék 13 leiki með Molde í norsku úrvalsdeildinni í ár og þar af var hann átta sinnum í byrjunarliðinu. Hann hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið und- anfarin ár og lék á dögunum sinn 9. landsleik þegar Íslendingar gerðu jafntefli við Mexíkóa í San Frans- isco. Morgunblaðið/Jim Smart Andrius Rackauskas, leikmaður HK, fór mikinn í viðureigninni við Stjörnuna í Ásgarði í gær. Hann skoraði 12 mörk og var markahæstur í Kópavogsliðinu sem vann öruggan sigur, 32:25, og komst Ólafur Stígsson er hættur hjá Molde ÓLAFUR Stígsson, knattspyrnumaður, er búinn að segja upp samn- ingi sínum við norska úrvalsdeildarliðið Molde sem hann hefur leik- ið með undanfarin tvö ár. Ólafur átti eitt ár eftir af samningi sínum en ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í honum í kjölfar þess að fé- lagið ætlaði að lækka hann í launum sem og allra aðra leikmenn liðsins. GUÐJÓN Þórðarson knatt- spyrnustjóri Barnsley var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna sem gerðu 3:3 jafntefli á móti Stockport í ensku 2. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Flestir reikn- uðu með sigri Barnsley enda Stockport á meðal neðstu liða í deildinni „Það fóru margir hlutir úrskeiðis hjá okkur. Við klúðruðum fullt af fínum færum en fengum á okkur ódýr mörk í staðinn. Eftir þessa frammistöðu er sýnt að það er margt sem þarf að lagfæra ef við ætlum að eiga möguleika á að fara upp um deild,“ sagði Guðjón á heimasíðu Barnsley eftir leikinn.Barnsley er í fjórða sæti með 33 stig en í efstu sætum eru QPR með 38 og Plymouth með 37. Guðjón óhress Yf ir l i t Í dag Vesturland 12 Bréf 32/33 Viðskipti 14 Dagbók 34/35 Erlent 15 Þjónusta 35 Daglegt líf 16/17 Kirkjustarf 35 Listir 18/20 Leikhús 36 Umræðan 21/24 Fólk 36/41 Forystugrein 22 Bíó 38/41 Minningar 25/29 Veður 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRUMVARP um framlengingu einkaleyfis Happ- drættis Háskóla Íslands (HHÍ) til 15 ára, sem hef- ur verið lagt fram á Alþingi, stenst að öllum lík- indum ekki ákvæði EES-samningsins um staðfesturétt og frjálsa þjónustustarfsemi. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem Helga Melkorka Óttarsdóttir hdl. hjá LOGOS lögmannsþjónust- unni hefur unnið að beiðni Happdrættis DAS og Happdrættis SÍBS. Sameiginlega sendu þau ný- lega bréf til allra þingmanna þar sem frumvarpinu var mótmælt og einkaleyfi HHÍ talið fela í sér „hróplegt misrétti“. Samkvæmt núgildandi lögum mega þessi happ- drætti ekki greiða út vinninga í peningum þar sem Háskólahappdrættið hefur einkaleyfi á því, sbr. 2. gr. laga um HHÍ nr. 13/1973. Í bréfi til þingmanna segir m.a. að forráðamenn happdrættanna hafi ítrekað reynt að fá fram breytingar á núgildandi fyrirkomulagi og bent á að þrátt fyrir einkaleyfið hafi ýmsir aðilar fengið leyfi til að greiða út vinn- inga í peningum á síðustu árum, t.d. Íslensk getspá (Lottóið) og Íslenskar getraunir. Í ljósi þessa megi teljast undarlegt að Happdrættum DAS og SÍBS skuli meinað að gera slíkt hið sama. Nái frum- varpið fram að ganga geti það gert út af við starf- semi happdrættanna. 60% samdráttur hjá DAS Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri Happ- drættis DAS, segir að þingmenn hafi margir hverjir sýnt erindi þeirra skilning, en ekkert meira en það. Allsherjarnefnd sé búin að samþykkja að frumvarpið verði lagt fram, jafnvel þótt að lögfræ- ðiálitið hafi legið fyrir nefndinni og fyrir hafi legið niðurstaða Samkeppnisráðs að einkaleyfi HHÍ standist ekki samkeppnislög. Svo virðist sem eng- inn þingmaður vilji taka af skarið og afnema þetta einkaleyfi. Þetta sé aðeins spurning um vilja. Hann bendir á að frá því að Lottóið hóf göngu sína árið 1986 hafi sala á happdrættismiðum DAS dregist saman um 60%. Árum saman hafi verið bent á mismunandi aðstöðu þeirra aðila sem standi fyrir sölu happdrættismiða en stjórnvöld hafi lítið gert. „Okkur er sagt að einhver nefnd sé að störf- um til að fara yfir þetta en mér skilst að hún hafi lítið starfað,“ segir Sigurður Ágúst. Í lögfræðiáliti sínu segir Helga Melkorka m.a. að dómaframkvæmd Evrópudómstólsins gefi það sterklega til kynna að ákvæði íslenskra laga um einkaleyfi HHÍ standist ekki ákvæði EES-samn- ingsins, enda hafi íslenska ríkið ekki bent á sér- stakar réttlætingarástæður fyrir þessu fyrir- komulagi. Þó beri að benda á að Evrópudómstóllinn hafi veitt aðildarríkjum víð- tækt svigrúm til að setja sérreglur um peninga- happdrætti og peningaleiki. Nýrri dómar gefi þó ákveðna vísbendingu um að þetta frelsi aðildar- ríkjanna til takmarkana sé þrengra en áður hafi verið talið. Þannig sé verulegur vafi á að lögbundið markmið um að hagnaður af HHÍ renni til upp- byggingar Háskóla Íslands teljist nægjanleg rétt- læting fyrir takmörkun á frelsi til þjónustustarf- semi. Lögfræðiálit á frumvarpi um framlengingu einkaleyfis Happdrættis HÍ Telur ólíklegt að einka- leyfið standist reglur EES ARI Ársælsson, 31 árs hnefaleik- ari, liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi vegna heilablæðingar af völdum höfuð- höggs sem hann hlaut í hnefa- leikakeppni í Eyjum á laugardag. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild er líðan hans eftir atvikum góð. Af hálfu skipuleggjenda keppninnar var farið eftir öllum reglum. Forseti ÍSÍ vill fara yfir atvikið og gera úrbætur á regl- unum ef ástæða er til. Stóð á fætur og gekk út úr hringnum Ari keppti á hnefaleikamóti á vegum BAG (Boxing Athletic Gym) og Hnefaleikafélags Reykjavíkur sem fram fór í Höll- inni í Eyjum. Átti hann í við- ureign við Heiðar Sverrisson þegar slysið varð. Að sögn Guð- jóns Vilhelms Sigurðssonar, eins skipuleggjenda keppninnar, varð slysið í upphafi fjórðu lotu, þegar Ari fékk höggið og féll í gólfið. Dómari taldi upp að tíu yfir hon- um og var hann þar með úr leik. Ari missti þó aldrei meðvitund og nokkrum andartökum eftir úrskurð dómara stóð hann á fæt- ur og gekk út úr hringnum en kvartaði þá yfir höfuðeymslum. Dómari vísaði Ara til keppn- islæknis og í kjölfarið var tekin sú ákvörðun að senda hann á sjúkrahúsið í Eyjum. Þaðan var hann sendur til Reykjavíkur á sjúkrahús í heilamyndatöku, þar sem ekki var hægt að gera þá læknisathugun í Eyjum. „Við för- um eftir mjög skýrum reglum sem kveða á um að það beri að láta mynda boxara verði hann fyrir þungu höfuðhöggi,“ sagði Guðjón Vilhelm við Morgunblað- ið í gær. Ari er einn reyndasti hnefa- leikari landsins og á að baki um 50 bardaga, að sögn Guðjóns Vil- helms. Aðspurður segir hann þetta at- vik ekki gefa tilefni til að endur- skoða þær reglur sem gilda fyrir hnefaleika á Íslandi en um er að ræða fyrsta alvarlega hnefaleika- slysið frá því íþróttin var leyfð að nýju í febrúar 2002 eftir 46 ára bann. „Ég tel að það þurfi ekki að endurskoða reglurnar og held að þær hafi bjargað honum. Það hefði getað farið verr. Fyrst og fremst var það læknirinn á staðnum sem lagði mat á ástand- ið og síðan var farið eftir vinnu- reglum okkar,“ sagði hann. Forseta ÍSÍ brá við fregnirnar Ellert B. Schram forseti ÍSÍ, sagði sér hafa brugðið við er hann heyrði um slysið og sagðist vona að Ari kæmist til heilsu á ný. „Samkvæmt upplýsingum frá formanni hnefaleikanefndar ÍSÍ og eftirlitsmanni með keppninni var farið eftir öllum reglum og fyllsta öryggis gætt,“ sagði Ell- ert. „Þær reglur sem gilda hjá ÍSÍ eru í samræmi við ýtrustu öryggiskröfur erlendis. Við verð- um að fara yfir atvikið og bæta úr málum ef ástæða er til,“ sagði hann. Mikill öryggisbúnaður „Íþróttasambandið mælti með þessari íþrótt enda er hún stund- uð um allan heim og viðurkennd af Alþjóða ólympíunefndinni. Þetta er áhugamannaíþrótt þar sem mikill öryggisbúnaður er notaður og annar viðbúnaður hafður. Við höfum því mælt með þessu fyrir okkar leyti, en við getum ekki borið ábyrgð á hverju einstöku atviki,“ sagði Ellert. Hnefaleikari fluttur á gjörgæslu- deild eftir keppni í Eyjum Fékk heila- blæðingu eftir höfuðhögg THORVALDSENSFÉLAGIÐ hefur lagt fram 10 milljónir króna sem stofnfé í styrktarsjóð sem heitir Thorvaldsensjóðurinn. „Sjóðurinn á að styrkja málefni sykursjúkra barna og unglinga,“ segir Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir formaður fé- lagsins. Afhenti hún Árna Þórssyni yfirlækni göngudeildar barnaspítala Hringsins og Auði Ragnarsdóttur deildarstjóra á hjúkrunarsviði gjafa- bréf af því tilefni á barnaspítalanum á laugardaginn. Mynda þau þrjú stjórn styrktarsjóðsins. „Þetta er stórkostleg gjöf til að styrkja ýmis málefni sem lúta að sykursýki,“ seg- ir Árni. „Það er mikil aukning núna á sykursýki barna. Þetta er hópur sem hefur verið pínulítið útundan og fer nú ört stækkandi. Þess vegna beinum við sjónum okkar til þessara barna og er full ástæða til,“ segir Guðlaug. Yfir 100 sykursjúk börn eru á landinu, 15 greindust með syk- ursýki í fyrra og 11 það sem af er þessu ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir afhendir Árna Þórssyni og Auði Ragn- arsdóttur stofnframlag Thorvaldsensfélagsins í styrktarsjóðinn. Beina sjónum sínum að sykursjúkum börnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.