Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í síðustu alþingiskosningum komst allstór hópur ungs fólks á þing. Þessi hópur átti það sameiginlegt að nánast allir í honum töluðu um að þeir vildu stuðla að betra menntakerfi, ekki síst með því að berjast fyrir bættum hag Háskóla Íslands. Ung þingkona að nafni Dagný Jónsdóttir í Framsóknarflokki var í upphafi þings kjör- in varaformaður menntamálanefndar Al- þingis. Dagný Jónsdóttir var fram- kvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir rétt rúmu ári síðan og í ljósi þeirrar staðreyndar var hægt að búast við því að nú kæmust málefni háskólans loks í forgang hjá ríkisstjórnarflokkunum. Nú þegar aðeins eru rúmar tvær vikur eftir af þingstörfum fyrir jólafrí hefur fyrrverandi framkvæmdastjóri stúdentaráðs lítið beitt sér í þágu Háskóla Íslands, heldur þvert á móti. Þessi fyrrverandi framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands fékk á dög- unum einstakt tækifæri til að sýna stuðning sinn í verki að því er varðar háskólann. Við aðra umræðu fjárlaga kom Samfylkingin með breytingartillögu sem fólst í verulegri hækkun fjárframlaga til Háskóla Íslands, alls um 740 milljónir króna. Óneitanlega myndu slíkar fjárhæðir bæta bágborna stöðu skólans mjög, þótt enn myndi vanta talsvert upp á. Það ætti Dagný að vita sem gekk vasklega fram fyrir hönd stúdenta og skrifaði greinar þar sem viðkvæðið var iðu- lega fjársvelti, fjársvelti. Og krafðist hún úrbóta hið fyrsta. En aldeilis ekki. Dagný Jónsdóttir greiddi við fyrsta tækifæri atkvæði gegn viðbótarfjárveitingu til Háskóla Íslands. Hún hvorki studdi tillöguna eins og stúd- entar hefðu fyrirfram búist við né sat hún hjá. Hún kaus gegn tillögunni. Umrædd til- laga var kjörið tækifæri fyrrverandi fram- kvæmdastjóra stúdentaráðs til að sýna vilja sinn í verki. Það er einfaldlega ekki oft sem forystumenn stúdenta fá jafngott tækifæri til að bæta hag stúdenta Háskóla Íslands. Í Morgunblaðsgrein 27. júní 2000 skrifaði Dagný sem nú kýs gegn auknum fjár- framlögu lands sár og að það fyrr að a lands“. E ar á Alþi ákveður ingum til Rétt e dóttir ka viðbótarf Háskólan Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson ’ Í fygreið dóttu efni H ákveð gegn ingum Gleymd sannfæring U ndanfarið hefur verið nokkur umræða um gæði í há- skólanámi og þá sérstaklega nám í viðskiptafræði, enda er nú er svo komið að fimm ís- lenskir háskólar bjóða upp á viðskipta- eða rekstrarfræðimenntun. Þar af bjóða tveir upp á meistaranám í viðskiptafræði (Háskóli Íslands og Viðskiptaháskólinn á Bifröst) og tveir MBA nám (Háskóli Íslands og Háskól- inn í Reykjavík). Af þessum skólum eru þrír sem innheimta „skólagjöld“ (Bifröst, HR og Háskóli Íslands, sem innheimtir skólagjöld fyrir MBA námið) og því eðlilegt að spurt sé hvort nemendur við þessa skóla séu að fá eitt- hvað aukreitis fyrir skólagjöldin sín. Nú er undirritaður ekki í aðstöðu til að svara þess- ari spurningu fyrir HÍ og HR, en hér skal gerð tilraun til svars af hálfu Bifrastar. Bifröst hefur starfað á háskólastigi í um einn og hálfan áratug. Allan þann tíma og raunar lengur, hefur verið lögð áhersla á mikla verkefnavinnu, samskiptaþjálfun og nám í smáum nemendahópum. Skólinn hefur litið á það sem aðalsmerki sitt að veita nem- endum persónulega þjónustu og fer megnið af kennslunni í grunnnámi fram í 10 – 12 manna verkefnatímum. Þessar kennsluað- ferðir eru líkari því sem gerist í MBA námi en hefðbundnu grunnnámi í viðskiptafræði. Í öðru lagi býður skólinn upp á mikla sér- hæfingu í náminu. Þannig eru 19,5 einingar af 90 í grunnnáminu bundnar í sjálfstæðum rannsóknarverkefnum, þ.e. 7,5 í B.S. verk- efni/ritgerð og 12 einingar í svokölluðum misserisverkefnum, sem nemendur vinna í 4-6 manna hópum um sjálfvalið efni, yfirleitt fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, ríkisstofnanir eða aðra slíka aðila og verja frammi fyrir dómnefnd þriggja kennara og áhorfendum á formlegri málsvörn í lok hverrar annar. Í þriðja lagi er mikil áhersla á hagnýtingu upplýsingatækni. Allir nemendur skólans þurfa að eiga fartölvu til að geta stundað námið. Tölvurnar eru tengdar þráðlausu staðarneti skólans og þar af leiðandi Int- ernetinu allan sólarhringinn, alla daga ársins. Á staðarnetið sækja nemendur kennslugögn í rafræna gagnagrunna, geta fylgst með náms- framvindu sinni og fylla út kennslukannanir, auk þess að eiga í samskiptum við aðra nem- endur, kennara og stjórnendur skólans. Skól- inn veitir nauðsynlegustu tölvuþjónustu, auk þess að láta nemendum í té netkort og náms- forrit. Þetta kallar á umfangsmikinn tækja- búnað og viðbúnað tæknifólks skólans. Í fjórða lagi er Viðskiptaháskólinn á Bif- röst „campusháskóli“. Það þýðir að nem- endur, fjölskyldur þeirra og margir starfs- manna skólans, alls um 550 manns, búa í háskólaþorpinu á Bifröst. Þetta setur skóla- yfirvöldum ýmsar skyldur á herðar sem stjórnendur borgarháskóla eftirláta öðrum að sinna. Það þarf að vinna að deiliskipulagi, huga að gatnagerð, veitumálum og holræs- um. Það þarf að hafa samskipti við opinbera aðila vegna leikskólamála og skólagöngu barna nemenda og starfsfólks, það þarf að skipuleggja slökkvilið og tryggja umferð- aröryggi, huga að félagsmálum unglinga, íþróttastarfi íbúanna, tryggja að grunngerð eins og verslun og þjónusta sé til staðar o.s.frv. Allt þetta er auðvitað íþyngjandi fyrir stjórnsýslu skólans, þó mörg þessara verk- efna geti verið afar ánægjuleg. Háskólaþorp- ið, er einn helsti styrkur skólans út á við og nemendur sækja í það samfélag sem á honum byggir. Háskólaþorpið er fjölskylduvænn og ákjósanlegur staður til náms sem gerir mikl- ar kröfur um nærveru, samstarf og þátttöku. Allt ofangreint kostar mikla peninga, en er jafnframt hluti af sérstöðu Viðskiptaháskól- ans á Bifröst; virðisauki í því námi sem þar er boðið upp á sem nemendur eru tilbúnir til að greiða fyrir hæstu skólagjöld í grunnnámi á Íslandi, þó ekki séu þau há í alþjóðlegum samanburði. Bifröst veitir aðeins takmörk- uðum fjölda umsækjenda aðgang að skól- anum á ári hverju og tryggir með þeim hætti að unnt sé að halda þeim gæðum og nálægð sem skólinn vill bjóða. Þannig hefur nem- endafjöldi á ári hverju við viðskiptadeild skól- ans ekki verið aukinn, þó umframeftirspurn hafi verið eftir náminu og skólinn hafi vissu- lega stækkað með tilkomu nýrrar deildar, lögfræðideildar og nú síðast meistaranáms. Bifröst er engu að síður pínulítill skóli og þannig viljum við hafa hann. Lítinn, góðan og þ.a.l. dýran. Smæðin er í þessu tilfelli ekki veikleiki, heldur styrkur, öfugt við það sem margir ímynda sér. Á ofangreindum forsendum fullyrðum við að Bifröst bjóði upp á betri aðstæður til náms en þekkist í öðrum viðskiptadeildum hér á landi. Það gerir auðvitað enginn skóli, enginn kennari og engin tækni nemanda að góðum viðskiptafræðingi eða lögfræðingi. Það eina sem skóli getur gert er að bjóða upp á fyrsta flokks aðstæður fyrir nemandann til að þroska sig og ná árangri. Nám er tækifæri. Einhverjir hafa spurt hvort samkeppni há- skólanna snúist fyrst og fremst um að búa til glansmyndir af sér og hvort ríkisháskólarnir standi höllum fæti í þeim slag vegna minna fjármagns til kynningarstarfs. Því er til að svara að orðspor Bifrastar verður ekki til á auglýsingasíðum dagblaðanna. Bifröst og forverar hennar hafa starfað samfellt í 85 ár. Allan þann tíma hefur skólinn haft það mark- mið að mennta stjórnendur og leiðtoga fyrir atvinnulíf og samfélag. Menntunarkröfur til slíkra aðila hafa sífellt færst í aukana og skól- inn hefur borið gæfu til að uppfæra sig í takt við kröfur tímans og reynt að sjá þær fyrir. Stofnár skólans 1918 var nóg að stunda nám í nokkra mánuði til að vera gjaldgengur í ofan- greindan flestum Þessi hefur au sig. Atvi skólinn s segja að gera í vo frá skóla þeirra se stjórar, endur. E vinnulau viðskipt allt þýði 70% þes fjórðung ur á Bifr stjórnen samfélag firra eða útskrifa á í tæpa Spurt skiptam reynsla vinnulífs urnefnd ákveðnir andi nám námi lau irlestrar mjög mi þeir hefð árangur irlestrar helst far spurt va 95% útsk mjög mi hefðu ga efni voru mikið eð sem náð mjög mi takt við ið gera o námið á ins. Á Bifr gæðaeft Um skólagjöld og gæði í háskólastarfi Eftir Magnús Árna Magnússon ALNÆMISVOÐINN Alnæmi er sennilega að verða einhelsta ógnun við líf og stöðug-leika í þróunarríkjunum. Í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, segir að ætla megi að um fimm milljónir manna hafi smitast af alnæmisveirunni á þessu ári og eru það fleiri en nokkru sinni áður. Í skýrslunni kemur fram að 40 milljónir manna um heim allan séu smitaðar af alnæmi eða sjúkar. Þar af eru 2,5 milljónir barna. Dag hvern smitast um 14 þúsund manns. Þrjár milljónir manna hafa dáið úr alnæmi á þessu ári, en árið 1999 létust tvær milljónir. Ber þessi aukning því vitni hversu alvarlegt ástandið er orðið. Samkvæmt tölum Barnahjálparsjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, má ætla að eftir sjö ár verði fjöldi afrískra barna, sem misst hefur a.m.k. annað foreldri af völdum alnæmis, 20 millj- ónir. Hvergi er ástandið verra en í Afríku sunnan Sahara. Þar eru 30% íbúa smituð eða sjúk. Víða í Asíu og Aust- ur-Evrópu breiðist alnæmi mjög ört út og er óttast að verði ekki gripið í taumana strax gæti ástandið þar orðið eins og það er nú þegar orðið í Afríku. Þetta ástand hefur ekki skollið á fyrirvaralaust. Alnæmi greindist fyrst í upphafi níunda áratugar 20. aldarinnar. Þá hafði þessi sjúkdómur, sem rústar ónæmiskerfi líkamans, gert vart við sig og herjaði einkum á samkynhneigða og sprautufíkla á Vesturlöndum. Nú hefur tekist að hemja sjúkdóminn að miklu leyti í hin- um vestræna heimi, en hann fer ljós- um logum um þróunarríki heims. Nú eru konur í Afríku stærsti hópur þeirra, sem smitaðir eru eða sýktir af sjúkdómnum. Í sumum ríkjum Afríku hefur sjúkdómurinn höggvið það stór skörð í raðir ungs fólks, sem hefði átt að bera uppi vinnumarkaðinn, að það hefur riðið efnahagslífinu á slig. Suður-Afríka er gott dæmi um það hversu hættulegt það getur verið að hlusta ekki á raddir þeirra, sem hafa varað við ástandinu. Árið 1990 var því spáð að árið 2001 myndi ein milljón Suður-Afríkumanna hafa smitast og sýkst af alnæmi og var sú spá byggð á því hvernig faraldurinn hafði breiðst út í löndunum í kring. Stjórnvöld létu sér fátt um finnast. Nú eru 5,3 millj- ónir íbúa Suður-Afríku smitaðar af al- næmi. 45 milljónir manna búa í land- inu. Afstaðan í garð sjúkdómsins virðist loks vera að breytast. Í ýmsum Afr- íkuríkjum þar sem ekkert hefur verið að gert hafa stjórnvöld breytt um stefnu og eru nú reiðubúin til að grípa til aðgerða. Þá tókst fyrr á árinu að knýja fram samkomulag við lyfja- framleiðendur um að dreifa samheita- lyfjum gegn alnæmi í þróunarlöndun- um. Þar var stigið skref í þá átt að koma þeim, sem eru smitaðir og sýkt- ir til hjálpar. Það er hins vegar ljóst að stjórnvöld í þróunarríkjum hafa ekki bolmagn til að taka á alnæmisvandanum. Þar verða Vesturlönd að koma til skjal- anna. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi stjórnmálaleiðtoga heims harðlega í viðtali við Breska útvarpið, BBC, fyr- ir helgina fyrir að leggja of lítið af mörkum til baráttunnar gegn alnæmi. Hann sagði að alnæmi væri gereyð- ingarvopn og í sumum heimshornum stafaði meiri glundroði af alnæmi en hryðjuverkum. Árið 2002 var stofnaður Alheims- sjóður til baráttunnar gegn alnæmi, berklum og malaríu. Við stofnun hans sagði Annan að veita þyrfti sjö til tíu milljarða dollara til baráttunnar al- næmi árlega. Á tveimur árum hefur sjóðurinn getað lagt fram 2,1 milljarð dollara til verkefna í rúmlega 120 löndum. „Ég finn til reiði, ég er miður mín, finnst ég vera hjálparvana og mér finnst líka ... að við höfum efni á því að hjálpa öllum þessum sjúkling- um, en það sem vantar er pólitískur vilji. Hvernig á að fara að því að vekja þennan pólitíska vilja til að tryggja að aðstoð berist fólkinu?“ Það er við hæfi að stjórnmálaleið- togar spyrji sig þessarar spurningar í dag því að 1. desember er alþjóða- alnæmisdagurinn og það er ljóst að baráttan gegn alnæmi er rétt að hefj- ast. FINNIÐ FIMM LÓÐIR Guðmundur Kjærnested, fram-kvæmdastjóri Atlantsolíu, ræðir í viðtali við Morgunblaðið í gær um þau áform félagsins að bjóða neytend- um benzín á lægra verði um miðjan desembermánuð. Þá verður opnuð benzínstöð á Kópavogsbraut, en jafn- framt er áformað að opna þjónustu- stöð við Óseyrarbraut í Hafnarfirði, að sögn Guðmundar. Hann segir hins vegar einnig frá því að Atlantsolíu hafi verið synjað um fleiri lóðir undir nýjar benzín- stöðvar í sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu. „Í markmiðum samkeppn- islaga er kveðið á um að tryggja skuli aðkomu nýrra aðila að markaði. Sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu virð- ast ekki hafa áttað sig á þessu, því lóðaskortur og fráteknar lóðir eru klárlega samkeppnishindrun að okk- ar mati,“ segir Guðmundur í viðtal- inu. „Við höfum sótt um lóðir undir bensínstöðvar í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Einungis Hafnarfjörður hefur orðið við beiðni okkar að hluta, því við feng- um leyfi til að setja upp dælu við olíu- birgðastöðina, sem bærinn veitti okk- ur heimild til að reisa. Að öðru leyti hefur erindum okkar verið hafnað.“ Guðmundur bendir réttilega á að það hlýtur að vera kappsmál fyrir stjórnmálamenn, fulltrúa kjósenda og neytenda, að greiða fyrir samkeppni á olíumarkaðnum. Auðvitað eru til lóðir undir benzínstöðvar í sveitarfélögun- um, sem um ræðir. Sveitarstjórnar- menn geta alveg áreiðanlega fundið leiðir til að greiða fyrir því að nýtt fyrirtæki komist inn á markaðinn og efli samkeppnina á olíumarkaðnum, sem engin vanþörf er á. „Við þurfum fimm lóðir. Það nægir til að sam- keppnin komist á legg,“ segir Guð- mundur Kjærnested.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.