Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 326. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Andlit Bjarna „Þetta er enginn hjónaherberg- isstíll“ segir höfundurinn Listir Járnsmiður sem kann sitt fag og meira en það Fasteignablaðið Tekið upp í Súganda Hvannadalsbræður á Akureyri senda frá sér diskinn Út úr kú Fólk Glæringar út á götu ÞÚSUNDIR Litháa efndu til friðsamlegra mótmæla í höfuðborginni Viln- íus í gær og kröfðust afsagnar Rolandas Paksas forseta. Hefur hann verið sakaður um samstarf við kaupsýslumann er tekið hafi þátt í skipulagðri glæpastarfsemi. Þingnefnd sem rannsakað hefur ásakanirnar gegn forsetanum mun birta niðurstöður sínar í dag, en formaður nefndarinnar, Aloyzas Sakalas, segir að nægar upplýsingar liggi fyrir til þess að hægt verði að birta Pak- sas ákæru fyrir embættisafglöp. Forsetinn hefði gerst brotlegur við stjórn- arskrá landsins „og samkvæmt lögum eru það nægar forsendur fyrir ákæru,“ sagði Sakalas. Paksas neitar því að hafa brotið gegn stjórnarskránni og kveðst ekki ætla að segja af sér. Krefjast afsagnar forseta Litháens AP Kæra fyrir embættisafglöp yfirvofandi Vilníus. AFP, AP. MILLI 1.500 og 2.000 skíðamenn renndu sér glaðir niður brekkur Bláfjalla um helgina. Grétar Þórisson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir þetta í þriðja skipti frá opnun Bláfjalla 1978 sem brekkurnar eru opnaðar í nóvember. Var hann mjög ánægður eftir helgina og sagði skíðavet- urinn fara ágætlega af stað. Aðeins hvessti þó á laugardaginn svo ekki var hægt að hafa stólalyftuna í Suðurgili opna en í gær var hið besta veður; svolítið kalt en nokkuð stillt. Grétar segir snjó í lágmarki en þó vel skíðafært. Með góðri undirbúningsvinnu í sumar og haust sé mögulegt að opna svona snemma. Þá voru brekkurnar jafn- aðar og hreinsaðar, settar upp snjógirð- ingar og skurðir til að gera mögulegt að moka snjónum í brautirnar. Nú kross- leggur Grétar fingur og vonar að snjóinn leysi ekki upp í umhleypingum. Skíðað niður brekkur Bláfjalla Morgunblaðið/Árni Sæberg Í gær var hið besta veður í Bláfjöllum. KRAKKAKÓR Grafarvogskirkju flutti helgileikinn „Fæðing frelsarans“ eftir Hauk Ágústsson í tilefni fyrsta sunnudagsins í aðventu í gær. Hátíð- legt var að horfa á Maríu mey og Jósep fagna jesúbarninu undir fallegum söng barnanna. Stjórnandi var Oddný J. Þorsteinsdóttir og séra Vigfús Þór Árnason prédikaði og þjónaði fyrir altari. Í upphafi guðsþjónust- unnar fékk hann aðstoð við að kveikja á fyrsta aðventukertinu. Morgunblaðið/ÞÖK Sungið um fæðingu frelsarans BANDARÍSKIR hermenn felldu síðdegis í gær 46 Íraka og særðu að minnsta kosti 18 aðra er Banda- ríkjamönnum var gerð fyrirsát á tveim stöðum við borgina Samarra norður af Bagdad, að því er fulltrú- ar Bandaríkjahers greindu frá. Fimm bandarískir hermenn særð- ust, en enginn alvarlega. Í ljós kom að margir Írakanna sem féllu voru klæddir einkenn- isbúningum Píslarvotta Saddams, sérsveita sem hliðhollar eru Íraks- forsetanum fyrrverandi, að sögn bandarísks ofursta. Sagði hann fyr- irsátina hafa verið umfangsmikla og vel skipulagða. Tvær bandarískar birgðalestir voru á leið til Samarra þegar ráðist var á þær með jarðsprengjum, byssuskothríð, sprengjuvörpum og eldflaugum. Önnur árásin var gerð austan við borgina og hin vestan við, báðar á sama tíma. Bandaríski ofurstinn, William MacDonald, sagði að í báðum til- vikum hefðu bandarískir hermenn svarað árásinni með vélbyssum og fallbyssum. Hefðu þeir eytt þrem húsum sem árásarmennirnir hefðu búið um sig í. Í öðru tilvikinu hefðu árásar- mennirnir sett upp vegatálma á leið birgðalestarinnar og skotið á hana af húsþökum og húsasundum. Vegatálminn hefði umsvifalaust verið rofinn. „Skilaboð okkar eru skýr. Hver sá sem gerir tilraun til að ráðast á bílalestir okkar mun gjalda þess,“ sagði MacDonald. Samarra er um 100 km norður af Bagdad í hinum svonefnda Súnní- þríhyrningi þar sem andstaða við hersetu Bandaríkjamanna í Írak hefur verið hvað hörðust. Í þriðju árásinni, sem gerð var um það bil klukkustundu eftir fyr- irsátina við Samarra, urðu verk- fræðingar bandaríska hersins fyrir skothríð fjögurra manna í bíl. Bandaríkjamennirnir svöruðu skot- hríðinni og særðu alla árásarmenn- ina og tóku þá höndum. MacDon- ald sagði að í bíl þeirra, svörtum BMW, hefðu fundist Kalashnikov- rifflar og sprengjuvörpur. Tveir S-Kóreumenn skotnir Nokkrum mínútum eftir að fyr- irsátin var gerð skutu vígamenn til bana tvo Suður-Kóreumenn og særðu aðra tvo alvarlega skammt frá Tíkrit, að því er s-kóreska fréttastofan Yonhap greindi frá. Þá greindi bandaríski herinn frá því að Kólumbíumaður hefði verið drepinn í fyrirsát, en óljóst hvort það gerðist í gær eða á laugardag- inn. Suður-Kóreumennirnir voru raf- virkjar sem unnu við rafstöð skammt frá Tíkrit og munu hafa verið á leið þangað í bíl þegar þeim var gerð fyrirsát. Mennirnir störf- uðu hjá s-kóresku verktakafyrir- tæki. 46 „Píslarvottar Saddams“ felldir Vígamenn hliðhollir fyrrverandi Íraksforseta gera bandarískum hersveitum „vel skipulagða“ fyrirsát Tíkrit. AP, AFP.  Mesta mannfall/15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.