Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 18
LISTIR 18 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hefur margt gerst á rúmum tuttugu ára ferli leikhópsins Perlunn- ar. Hópurinn hefur sýnt víða, bæði hér heima fjölmörgum sinnum við ýmis tækifæri og farið átta sinnum utan í leikferðir. Í raun hefur þetta frum- kvöðlastarf Sigríðar Eyþórsdóttur – sem hefur stýrt hópnum frá upphafi – haft töluverð áhrif á leikhús á Íslandi, m.a. rutt brautina fyrir aðra leikhópa fatlaðra og aðra óhefðbundna leik- hópa, t.d. Snúð og Snældu, leikhóp eldri borgara, sem Sigríður var að- aldriffjöðrin í að koma á fót 1990. Leikfélag Sólheima er eina leikfélagið af sama meiði sem er eldra en Leik- hópurinn Perlan og starfar enn í dag. Það sást best á Leiklistarhátíð Listar án landamæra í Borgarleikhúsinu fyrr í þessum mánuði, sem Perlan tók að sjálfsögðu þátt í, hve starf leikhópa fatlaðra stendur almennt í miklum blóma. Annað sem nýlega hefur borið til tíðinda í sögu leikhópsins er að und- irritaður hefur verið samstarfssamn- ingur við Leikfélag Reykjavíkur um afnot fyrir hópinn af húsnæði í Borg- arleikhúsinu til æfinga og sýninga. Þetta er mikið framfaraskref, en síðast átti hópurinn athvarf í Iðnó þar sem tuttugu ára afmælið var haldið hátíðlegt með veglegri sýningu 1. mars sl. Að vísu kom hópurinn fyrst fram 1982 en þar sem ekki gafst kost- ur á að halda upp á afmælið í fyrra var ákveðið að minnast afmælisins í ár, sem gert var með glæsibrag. Auk leik- og danssýningar var sett upp sýning á ljósmyndum, blaðaúrklipp- um og ýmsu fleiru sem tengist tveggja áratuga sögu leikhópsins. Þar kenndi ýmissa grasa og það var ákaflega forvitnilegt að kynna sér söguna og sjá hve verkefnin hafa í ár- anna rás verið mörg og fjölbreytt. Afmælisdagskráin í Iðnó í vor sam- anstóð af ýmsum atriðum sem þegar hefur verið fjallað um í Mbl. í sam- bandi við fyrri sýningar hópsins. Þar má nefna „Vor“ eftir Stein Steinarr, sem Máni Svavarsson hefur samið tónlist við, „Ef þú giftist“ eftir Brend- an Behan, sem tekið er úr leikritinu Gísl, sem þýtt var af Jónasi Árnasyni, og „Síðasta blómið“ eftir James Thurber í þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar, sem Eyþór Arnalds hefur samið tónlist við. Sama gildir um nokkur dansverk Láru Stefánsdóttur, sem hefur unnið afar merkilegt starf með hópnum síðustu ár. Hefð er komin á að vera með þessa tvo þætti – leik og dans – í sýningum hópsins og fer mjög vel á því. Skemmtileg túlkun á persónum sem koma fyrir í ljóðunum skiptist þá á við atriði þar sem undurmjúkar hreyfing- ar meðlima hópsins njóta sín í dans- verkunum. Sama er upp á teningnum í haust- sýningunni. Þar var frumsýnt nýtt leikrit, ævintýrið um Hringilhyrning, þar sem nokkrir þekktir leikarar ljá persónunum raddir sínar. Þetta er metnaðarfull og óvenju löng sýning, svo borið sé saman við aðra þætti af verkefnaskrá undanfarinna ára. Það er undravert hve vel tekst til og hve gaman meðlimum hópsins greinilega finnst að túlka þessar ævintýraper- sónur. Þetta atriði var unnið fyrir leikför á leiklistarhátíð í Bö í Noregi til minn- ingar um ævintýradrottninguna Reg- ine Normann, höfund sögunnar, sem kom út í fyrra á íslensku í þýðingu Matthíasar Kristiansen. Í kjölfar Hringilhyrnings fylgdi dansverkið Kroppa-grín, sem undirritaður hefur ekki séð áður, auk Handaspils, sem þekkt er úr fyrri sýningum. Í Kroppa- gríni nýtur kímnigáfa þátttakenda sín vel og það er auðséð að það er tölu- verð stúdía á bak við þessa sköpun og vinnu Láru. Danshreyfingar hópsins minna einhvern veginn á vissa tegund nútímatónlistar í einfaldleika sínum og vangaveltum um hreinleika forms- ins. Bryndís Hilmarsdóttir gerði bún- ingana með glæsibrag, litadýrðin hlýtur að auka á leikgleði þátttak- enda. Bryndís aðstoðaði hina fötluðu leikara á sviðinu ásamt Tore Skjen- stad og léku þau jafnframt lítil hlut- verk. Sýningin og atriðin þrjú voru kynnt af leikkonunni Hörpu Arnardóttur og Kristni G. Guðmundssyni, sem hefur verið starfsmaður Þjóðleikhússins um árabil. Kynningin var vel heppnuð og fyndin og Kristni og Hörpu tókst mjög skemmtilega að minna á önnur pör sem fengin eru til að kynna stór- verðlaunahátíðir sem sýndar eru í sjónvarpi. Guðni Franzson skemmti áhorfendum í hléi með því að túlka söguna af geitunum þremur með ástr- alska frumbyggjahljóðfærinu did- geridoo. Sigríður Eyþórsdóttir á að baki rúmlega tveggja áratuga starf með leikhópnum Perlunni og margs er að minnast frá þeim tíma. Það liggur kannski ekki í augum uppi fyrir hinn almenna áhorfanda hvílíkt þolinmæð- isverk liggur að baki hverju atriði fyr- ir leikstjóra jafnt sem leikara – ein- ungis þrotlausar æfingar skila metnaðarfullu verki. Það er greinilegt á þessum tveimur sýningum að Sigríður lætur hvergi deigan síga í starfi sínu með leikhópn- um og horfir bjartsýn fram á við í von um að framtíðin beri í skauti sér ný og spennandi verkefni til að takast á við. Leikhópurinn Perlan á leikferð í Danmörku. Litið til fortíðar og fram á veg LEIKLIST Leikhópurinn Perlan AFMÆLISPERLUR – BROT AF ÞVÍ BESTA Leikgerð, leikstjórn og lestur af bandi: Sigríður Eyþórsdóttir. Höfundar ljóðs og söngtexta: Brendan Behan (í þýðingu Jónasar Árnasonar), James Thurber (í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar) og Steinn Steinarr. Höfundar tónlistar: Ey- þór Arnalds og Máni Svavarsson. Dans- höfundur og -stjórnandi: Lára Stefáns- dóttir. Meðdansari: Ívar Örn Sverrisson. Söngur af segulbandi: Eyþór Arnalds, Mó- eiður Júníusdóttir og Perlufélagar. Bún- ingar: Anna Birgis, Bryndís Hilmarsdóttir og Þórunn Sveinsdóttir. Kynnir: Björgvin Franz Gíslason. Aðstoðarfólk á sýning- unni: Bryndís Hilmarsdóttir, Freyja Þor- valdsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Sig- ríður Hulda Sveinsdóttir, Sigurlaug Árnadóttir, Sigríður Eyþórsdóttir og Tore Skjenstad. Leikendur og dansarar: Ásdís Gísladóttir, Birgitta Harðardóttir, Eva Peters Donaldsdóttir, Garðar Hreinsson, Gerður Jónsdóttir, Guðrún Ósk Ingvars- dóttir, Hildur Davíðsdóttir, Hreinn Hafliða- son, Ingibjörg Árnadóttir, Ragnar Ragn- arsson, Sigfús S. Svanbergsson og Sigrún Árnadóttir. Laugardagur 1. mars. PERLUTVENNA Höfundur sögunnar um Hringilhyrning: Regine Normann. Þýðandi: Matthías Kristiansen. Lestur og leikstjórn: Sigríð- ur Eyþórsdóttir. Tónlist og áhrifshljóð: Máni Svavarsson. Höfundur og stjórnandi dansanna Kroppa-gríns og Handaspils: Lára Stefánsdóttir. Búningar: Bryndís Hilmarsdóttir. Leikmynd: Þorgeir Frí- mann Óðinsson. Kynnar: Harpa Arn- ardóttir og Kristinn G. Guðmundsson. Leikraddir af segulbandi: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Felix Bergsson, Helga Þ. Stephensen og Örn Árnason. Aðstoðar- menn á sviðinu: Bryndís Hilmarsdóttir og Tore Skjenstad. Aðstoðarmenn baksviðs: Hafdís Helgadóttir og Sigurlaug Árna- dóttir. Leikarar og dansarar: Garðar S. Hreinsson, Gerður Jónsdóttir, Guðrún Ósk Ingvarsdóttir, Hildur Davíðsdóttir, Hreinn Hafliðason, Ragnar Ragnarsson, Sigfús S. Svanbergsson og Sigrún Árna- dóttir. Sunnudagur 16. nóvember. Sveinn Haraldsson Í LUNDAREYKJADAL í Borg- arfirði hafa íbúar að mestu leyti sýnt íslensk verk frá því leikdeild- in var stofnuð árið 1995. Leikgerð þeirra og uppsetning á Sjálfstæðu fólki 1996 eftir Halldór Laxness vakti mikla athygli fyrir metnað og vönduð vinnubrögð og hið sama má segja um Íslandsklukkuna árið 2000. Verk þessi fjalla öðru fremur um bændafólk fyrr á tímum en það er augljóst að nútímabændur í Borgarfirði finna í efni þeirra nokkurn samhljóm. Þátttakendur í Manni og konu koma frá flestum bæjum í dalnum auk þess sem áhugi annarra Borgfirðinga hefur sýnt sig í góðri aðsókn eins og fyrri daginn. Í stuttu máli fjallar Maður og kona um sígilt efni: Ástir ungs fólks, þeirra Sigrúnar og Þórarins, en vont fólk, síngjarn og falskt, reynir hvað það getur að spilla fyrir hinum saklausu og hjarta- hreinu turtildúfum. Þar fer auðvit- að fremstur í flokki séra Sigvaldi á Stað sem Brynjólfur Jóhannesson gerði svo eftirminnilegan fyrir áratugum. Það er Guðmundur Þor- steinsson á Skálpastöðum, sem hér stígur í fyrsta sinn á svið, sem leikur Sigvalda og gerði það með miklum ágætum; léði honum skemmtileg einkenni auk þess að hvíla áreynslulaust í hlutverkinu. Guðrún Björk Friðriksdóttir lék Sigrúnu og dró hana skýrum dráttum sem þá undirleitu og hjartahreinu stúlku sem er and- stæða undirferlis séra Sigvalda. Margar aukapersónur eru í verk- inu og margar frægar en tilsvör sumra þeirra hafa lifað með þjóð- inni síðan Jón Thoroddsen skapaði þær um miðja nítjándu öldina. Helst eru það þau Hjálmar tuddi og Staðar-Gunna en þau Helgi Björnsson á Snartarstöðum og Sigrún Sigurðardóttir á Krossi léku þau mjög vel; drógu fram þá eiginleika sem sýna hve mikið und- irmálsfólk þau eru í einfeldni sinni. Þórunn Magnea sem leikstýrði Sjálfstæðu fólki svo eftirminnilega kemur nú aftur til starfa hjá Lunddælingum. Hún hefur gott auga fyrir persónusköpun og lætur vel að vinna með fólki sem hefur litla eða enga leikreynslu, ætlar sér ekki um of heldur dregur fram það sérstaka og óvenjulega. Þó var eins og ekki hefði gefist tími til þess að ljúka vinnu við sýninguna í tíma, stöður leikaranna á sviðinu voru stundum óþarflega þéttar og rýmið ekki nýtt til fulls auk þess sem natni við smáatriði eins og að eta og drekka fór fyrir lítið. Einn- ig virtist leikmyndin, sem Þórunn Magnea er skrifuð fyrir, vera lítið unnin og mest til trafala á sviðinu. Þetta er synd þar sem Þórunn er mikil listakona í leikhúsi og fær um stóra hluti. Sem fyrr hjá Dagrenningu er mikið lagt í kynningarefni en plak- atið og leikskráin eru sérlega fal- leg og vönduð. Fengur er að góðri grein um Jón Thoroddsen og verk hans en illu heilli vantar alveg upplýsingar um hver skrifaði leik- gerðina. Að augljósum tímaskorti við vinnuna við Mann og konu slepptum mega Lunddælingar nokkuð vel við una og ástæða til að hvetja þá til að halda áfram á þeirri braut að sýna íslenska klassík. Úr Manni og konu UMF Dagrenningar. Klassík hjá Lunddælingum Hrund Ólafsdóttir LEIKLIST Leikdeild Ungmennafélagsins Dagrenningar Höfundur: Jón Thoroddsen; leikstjóri: Þórunn Magnea; Brautartunga, 28. nóvember 2003. MAÐUR OG KONA ROTTUHOLAN er skáldsaga eftir Björn Þor- láksson. Hann hefur áður sent frá sér smá- sagnasafnið Við. Vetnisverksmiðjan í upphafi Rottuhol- unnar gefur vísbendingu um að hér sé fram- tíðarskáldsaga á ferðinni? „Bæði og. Eins og kemur fram í bókinni hafa ekki orðið neinar meiri háttar breyt- ingar á staðháttum frá okkar tíma fyrir utan það að firringin og fjarlægðin milli fólksins er ívið meiri en við þekkjum nú. En þarna er vetnisverksmiðja, risastór vinnustaður og varla hægt að segja að hið mannlega fái að blómstra innan veggja henn- ar. Í samtímanum er ekkert fyrirtæki á Ís- landi sem líkja má við þessa verksmiðju en hún gæti risið. Orkulindir Íslands hafa gengið kaupum og sölum á kostnað náttúrunnar og ef tilhneigingin verður sú að setja verðmiða á allt er hætta á ferðum. Íslendingar slá sér upp á því að vera í fararbroddi sem vetnissam- félag og því lá beint við að tengja þetta kalda gímald þeirri umræðu. En svona í stuttu máli: Ég sé fyrir mér að sagan gerist eftir nokkur ár. Hún gæti gerst fyrir árið 2010.“ Persónurnar í skáldsögunni gera lesandann ekki bjartsýnan um samfélagið? „Ja, það er nú ef til vill tvennt til með það. Húmorinn í bókinni er nú sjaldnast langt undan og það gefur ákveðna vísbendingu um að allt sé þetta frekar fynd- ið, þetta brölt okkar jarð- arbúanna, en sárgrætilegt á köflum. Persónur þróast og án þess að ég ætli að upplýsa um söguþráðinn eða framvindu bókarinnar hljóta lesendur að sjá að í bókinni er bæði ylur, birta og von þótt á ýmsu gangi. Ég vona að leiðin sem ég nota til að varpa ljósi á samfélagið sé fersk og það hefði kannski átt að prenta á forsíðuna: Lesið þessa bók hægt. En að sumu getur maður ekki gert grín að. Þar á meðal er móð- urmissir.“ Það er athyglisvert hvernig þú blandar saman ljóðum og prósa? „Já, prósinn kom til mín án þess að ég fengi nokkuð við það ráðið. Í upphafi ætlaði ég mér að segja þessar tvær sögur í svipuðum stíl en þegar leið á bókina fannst mér sem ég yrði að miðla tilfinningum aðal- persónunnar á sterkari hátt í fortíðarsögunni. Ljóðin mynda andstæðu við nöturleika nú- tímasögunnar og ég er ekki frá því að þetta form hafi gengið upp. En það er ekki einfalt að blanda saman lýrík og epík með þessum hætti - ekki frekar en það er einfalt að tóna saman ljós og dimmu til að gera persónu trúverðuga. Hnitmiðun er mikilvæg. Ég er miskunn- arlaus í að skera niður orð, setningar, blaðsíð- ur. Kjarnann má ekki fela í of miklum umbúð- um. Það getur verið miklu erfiðara að skrifa 150 blaðsíðna skáldsögu en 400 blaðsíðna langa. Þessi bók var eitt sinn miklu lengri í orðum talið. Og prósaljóðin eru hluti þess.“ Í sögunni ertu á kafi í samtímanum eða hversdagsleikanum öllu heldur? „Já, finnst þér það? Stundum náttúrlega en hin dramatíska atburðarás nær þó langt út yf- ir það hversdagslega í mínum huga. Ég hef ekki kynnst manni sem lifir jafn spennandi lífi og Jens Blórdal. En þar erum við reyndar ekki síður að tala um innri spennu.“ Rottan gegnir stóru hlutverki í sögunni. Er hún tákn eða er boðskapur fólginn í henni? „Því verður lesandinn að svara sjálfur. En hitt gleður mig töluvert að margir hafa sagt mér furðu lostnir að þeir hafi jafnvel heillast af rottunni og samsamað sig fyllilega með henni. Það er ekki sjálfgefið þegar þetta dýr sem maðurinn alla jafn fyrirlítur mest, er annars vegar.“ Tindur gefur út skáldsögu Björns Þorláks- sonar, Rottuholuna. Framtíðarsaga og samtími Morgunblaðið/Kristján „Frekar fyndið þetta brölt okkar jarðar- búanna,“ segir Björn. johj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.