Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 17
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 17 JÓLADAGATAL Á ISB.IS Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik á isb.is og þú gætir hlotið glæsilegan vinning. Þú skráir þig á isb.is og þá birtist jóladagatalið þitt. Síðan opnarðu gluggana, einn á dag fram að jólum. Meðal 2.400 vinninga eru 10 ferðir til Evrópu með Flugleiðum, bækur frá bókaútgáfunni Bjarti, myndbönd frá Myndmarki og fatnaður frá 66°Norður. Góða skemmtun. Jólagjafabankinn á isb.is F í t o n F I 0 0 8 3 5 2 2.400 vinningar – 100 vinningar daglega! 10 ferð ir með Iceland air Spurning: Ég er með fyrirspurn sem varðar töku blóðþrýstingslyfja. Mér var sagt að grape- ávöxtur og blóðþrýstingslyf væru ekki æskileg saman. Er það rétt? Eða varðar þetta ákveðin lyf? Ég borða gjarnan grapeávöxt á morgnana og tek mín blóðþrýstingslækkandi lyf sem eru núna Norvasc og Aquasíð. Er það í lagi? Svar: Upp úr 1990 fóru menn að taka eftir því að greipaldinsafi gat haft áhrif á nýtingu sumra lyfja eftir inntöku. Þetta lýsti sér þannig að styrkur lyfjanna í blóði var hærri, stundum verulega miklu hærri, ef greipaldins var neytt samtímis. Fljótlega var farið að rannsaka þetta nánar og leita að efnum í ávextinum sem gætu haft þessi áhrif og einnig með hvaða hætti þetta gæti gerst. Jafnframt hefur verið kannað hvaða lyf gætu orðið fyrir áhrifum af greipaldinsafa og hvort það hefði þýðingu fyrir sjúklinga. Nú er vitað að efni í greipaldini hafa hamlandi áhrif á umbrot sumra lyfja í þarmaslímhúð og lifur en umbrot lyfja er það ferli þegar efnahvatar (enzým) breyta lyfjunum í óvirk efnasambönd. Þetta gerist þannig að líkaminn fer að fram- leiða minna af vissum efnahvötum og þess vegna kemst meira magn af viðkomandi lyfi óbreytt í gegnum þarmaslímhúð og lifur og út í blóðið en áður. Þetta getur leitt til aukinnar verkunar lyfsins og meiri aukaverkana. Mikið hefur verið leitað að efnum í greipaldini sem gætu verið að verki og talið er að um geti verið að ræða efni af flokki sem nefnast flavóníðar, m.a. efnið naringín, en þetta er ekki fullrann- sakað. Mikilvægt er að vita hversu hratt áhrifin af greipaldini koma og hversu fljótt þau hverfa og svo virðist sem þessi áhrif komi fram á fáein- um klukkustundum eftir neyslu ávaxtarins og geti staðið í allt að þrjá daga. Það er þess vegna ekki hægt að losna við þessi áhrif með því að láta nokkra klukkutíma líða milli neyslu greip- aldins og þess að lyf er tekið inn, eins og áður var talið. Upplýsingar um þessa milliverkun greipaldins og sumra lyfja er í flestum tilvikum að finna í fylgiseðli viðkomandi lyfs. Lyfin sem um er að ræða eru allmörg og eru m.a. af flokk- um róandi lyfja, lyfja við háum blóðþrýstingi, blóðfitulækkandi lyfja og lyfja við alnæmi og einnig má nefna lyf eins og Viagra. Rannsóknir hafa þó sýnt að greipaldinsafi hefur ekki áhrif á lyfin sem bréfritari nefnir. Í fáeinum tilvikum er talið að neysla greipaldinsafa og taka sumra þessara lyfja geti verið varasöm og stundum er ástæða til að nota lægri lyfjaskammta. Þeir sem eru í vafa ættu að ræða það við lækni. Að lokum skal tekið fram að allt bendir til að greipaldin sé hollur ávöxtur þó að neysla hans með fáeinum lyfjum geti verið varasöm. Greipaldin og lyf?  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virk- um dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréf- um eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Vitað er að efni í greipald- ini hafa hamlandi áhrif á umbrot sumra lyfja í þarmaslímhúð og lifur  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA ÉG hef séð þörf fyrir bóksem þessa í langan tíma enþörfin hefur sjaldan verið meiri en nú þegar offituvandinn fer sífellt vaxandi,“ segir Ágústa sem rekur Líkamsræktarstöðina Hreyf- ingu. Hvers vegna bók aðeins fyrir konur? „Kon- ur og karlar hafa mis- munandi þarfir hvað varðar lík- amsrækt og miðast æf- ingakerfið við það. Erf- iðara er fyrir konur að losna við aukakílóin vegna þess að líkami þeirra hefur sjálfvirkt varnarkerfi sem kemur í veg fyrir skjótvirka fitulosun. Karl- ar brenna hins vegar fitu hraðar og eiga aðveldara með að losna við aukakílóin auk þess sem þeir hafa að eðlisfari lægra fituhlutfall en konur. Konur eru líka öðruvísi byggðar.“ Ágústa segir að í bókinni séu all- ar helstu upplýsingar um hvernig á að komast í gott form og sé þægi- legt að hafa þær allar á einum stað. „Æfingakerfið sjálft miðast við 10 vikur. Þetta eru alhliða styrktaræf- ingar, teygjuæfingar og leiðbein- ingar um þolæfingar, þ.e. heild- stætt æfingakerfi. Í bókinni eru líka reynslusögur og matarupp- skriftir sem miðast við létt fæði, aðhaldsefni eins og æfingaáætlun og matardagbók. Og síðast en ekki síst eru þar leiðbeiningar um hvernig eigi að halda sér við hinn nýja lífsstíl og viðhalda árangr- inum.“ Æfingarnar eru sýndar af konum á aldrinum 30–59 ára. „Þetta eru íslenskar konur og ljóslifandi dæmi um hvernig hægt er að hugsa vel um heilsuna og vera í fínu formi á öllum aldri,“ bætir hún við. „Mér fannst mjög gaman að vinna að bókinni, þetta er mín fyrsta bók um líkamsrækt. Það er aldrei að vita nema ég komi með bók af svipuðu tagi fyrir karla en nú þegar hafa undirtektir við það verið mjög góðar.“  HEILSA Meira mál fyrir konur að léttast „Ég skrifa kannski bók fyrir karla seinna,“ seg- ir Ágústa Johnson en hún hefur skrifað hand- bók fyrir konur sem vilja komast í gott form til framtíðar. Ágústa Johnson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.