Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 23 H ún er máttleys- isleg mennta- stefna stjórn- valda og hefur verið um langt skeið. Að mörgu leyti má segja að það hafi bjargað grunnskól- anum að sveitarfélögin skuli hafa tekið yfir rekstur hans. Þó að ekki hafi fylgt til þess það fjármagn sem til rekstrar hans þarf og er að sliga mörg sveit- arfélaganna. Metnaður og kraftur hefur hins vegar fylgt í kjölfar færslu grunnskólans á meðan framhaldsskólastigið hefur verið svelt og Háskóli Ís- lands á í eilífum kröggum þann- ig að við blasir að hann þarf að vísa frá 900 nemendum á næsta skólaári verði ekki gripið til þess að veita til hans aukið fé. Háskóli þjóðarinnar allrar er hornreka og mætir ekki skiln- ingi stjórnvalda, enda hefur það virst svo um árabil að Sjálf- stæðis/Framsóknarflokkurinn sé að þrautpína skólann til að hafa sjálfur frumkvæði að auknum skólagjöldum til að mæta peningaþörfinni. Öflug fræðslunet Einn af sprotunum í mennta- og atvinnulífinu eru fræðslunet- in og uppgangur þeirra. Í gegn- um þau menntast nú hundruð út um allt land úr heimabyggð. Mikilvæg uppbygging á sér stað innan þeirra og er óhætt að fulltrúa að þau opna miklum fjölda fólks aðgengi að ódýrri og góðri menntun án þess að taka saman tjöld sín og flytja til höfuðborgarinnar. Ekki þarf að tíunda um kraftinn sem fræðslunetin veita inn á svæðin og opna mörgum tækifæri til að bæta við nám sitt og þar með auka atvinnuuppbyggingu á viðkomandi svæðum. Hins veg- ar bregður svo við að illa er gert við þessar menntastofn- anir á núverandi fjárlögum og veldur það óvæntu bakslagi. Ástæða er til að skora á stjórn- völd að átta sig á mikilvægi fræðslunetanna og veita til þess miklu meiri fjármuni þannig að það hamli ekki vexti og upp- gangi netanna. Þau hafa sum hver brugðist hart við kulda- legu þeli stjórnvalda í sinn garð enda verið að leggja stein í götu uppbyggingar náms á landsbyggðinni. Stytting náms til stúdentsprófs Samfylkingin hefur það á stefnuskrá sinni að lækka út- skriftaraldur í framhaldsskólum landsins og fyrir því liggja ýmis rök. Það var því athyglisvert þegar skýrsla verkefnisstjórnar menntamálaráðuneytisins um styttingu náms til stúdents- prófs leit dagsins ljós á dög- unum. Skýrslan sú á að vera grunnur að þessari mikilvægu vinnu og er óhætt að fullyrða að lækkun útskriftaraldurs úr framhaldsskólum sé grundvall- arbreyting á íslensku mennta- kerfi og slík breyting þarfnast vandaðs undirbúnings. Slíkan undirbúning er ekki að finna í skýrslunni. Forsenda breytinga á borð við þessa er víðtækt samráð við menntasamfélagið og síðast en ekki síst þarf hún að byggjast á heildstæðri skoð- un á skólakerfinu öllu. Frá leik- skóla og upp í háskóla. Þar skipti meginmáli að skoða teng- ingu grunnskóla og framhalds- skóla. Samkeppnishæfni Ís- lands í framtíðinni ræðst ekki síst af því að unga fólkið okkar standi jafnfætis jafnöldrum sín- um í grannlöndunum. Af þeim sjónarhóli skiptir það þess vegna töluverðu máli fyrir ís- lensk ungmenni ef jafnaldrar þeirra geta hafið sérhæft nám á háskólastigi, eða þátttöku í atvinnulífinu, ári fyrr en þeir. Markmiðið með lækkun út- skriftaraldurs úr framhalds- skólum hlýtur því að vera að búa nemendurna betur undir frekara nám og störf á vinnu- markaði. Gengisfelling á náminu Tillögur menntamálaráðu- neytisins, eins og þær birtast í skýrslu verkefnisstjórnar menntamálaráðuneytisins, eru talsvert langt frá því að ná þessum markmiðum. Þar er til dæmis lagt til að nám til stúd- entsprófs sé skorið niður um 20%, og þannig náist hreinn sparnaður upp á 1,7 milljarða á ári. Það er því engu líkara en að verkefnisstjórnin líti á lækk- un á útskriftaraldri sem sér- staka sparnaðaraðgerð. Það er kolröng nálgun sem felur í sér nokkrar hættur: Stúdents- prófið sem slíkt myndi geng- isfalla, námið verða einsleitara, og nauðsynlegur fjölbreytileiki skólanna hverfa. Það er jafnvel hætta á því að þessi aðgerð gæti aukið á brottfall, sem er þó í dag einn svartasti blettur framhaldsskólans. Í tillögunum er ekki að finna þær forsendur sem verða að liggja til grund- vallar því að lækka útskrift- araldur. Þær þurfa að fela í sér að gæði þeirrar menntunar sem einstaklingurinn hefur afl- að sér þegar framhaldsskóla sleppir hafi aukist og þar með undirbúningurinn fyrir frekara nám eða þátttöku á vinnumark- aði. Forsendur styttingar náms til stúdentsprófs Lækkun útskriftaraldurs verður því m.a. að byggjast á betri tengingu grunnskólans og framhaldsskólastigsins til að nýta betur tíma á námsstig- unum fram að útskrift, verk- og listnám verður að stórefla og brýnt er að fjölga kostum í formi styttri námsbrauta sem undirbúa þátttöku í atvinnulíf- inu. Ein af forsendunum á líka að vera að skapi breytingin einhvers staðar aukið svigrúm á að nota það til að bæta skóla- starfið og starfskjör kennara. Samfylkingin hefur líka alltaf lagt áherslu á að forsenda þess að ráðist sé í grundvallarbreyt- ingu eins og lækkun útskrift- araldurs sé að þokkaleg sátt ríki um hana. Tillögur mennta- málaráðuneytisins komu hins vegar eins og þruma úr heið- skíru lofti án nokkurs verulegs samráðs við kennarasamtök landsins. Menntagáttin á Net- inu er vissulega þarft og gott framlag en hún kemur á engan hátt í stað ítarlegs samráðs við skólasamfélagið. Hin sameig- inlegu markmið okkar allra hljóta að vera betri menntun og betri undirbúningur ís- lenskra ungmenna fyrir starfs- ævina. Þau nást einfaldlega ekki með framkomnum til- lögum og verður að byrja á byrjuninni og vinna vel svo að þessi breyting á skólakerfinu verði til þess að bæta námið en ekki öfugt. Máttleysis- leg mennta- stefna Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. um til háskólans að ,,Háskóla Ís- rvantar peninga á flestum sviðum ð sé ,,mikilvægara en nokkru sinni auka ríkisframlög til Háskóla Ís- En í fyrstu atkvæðagreiðslu Dagnýj- ingi um málefni Háskóla Íslands hún að kjósa gegn auknum fjárveit- l háskólans. r að taka það fram að Dagný Jóns- aus einnig gegn 140 milljóna króna fjárveitingu Samfylkingarinnar til ns á Akureyri. Kúamjólkin fær sitt Ólíkt hinum stjórnarandstöðuflokkunum, Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, lagði Samfylkingin fram sparnaðartillögur á móti hverri útgjaldatillögu. Ráðdeild getur því ekki verið ástæða þess að Dagný Jóns- dóttir skuli kjósa gegn auknum fjárveit- ingum til Háskóla Íslands. Það er þó rétt að halda því til haga að við sömu umræðu um fjárlög kusu Dagný og aðrir stjórnarþingmenn með ákveðinni hækkun til Háskóla Íslands. Sú hækkun voru heilar 5 milljónir króna sem er m.a. tímabundin fjárveiting til næringarfræði- legra rannsókna á kúamjólk. Sennilega hef- ur kúamjólkin haft sitt að segja þegar fram- sóknarkonan Dagný gerði upp hug sinn. Gleymd kosningaloforð Kosningaloforð Framsóknarflokksins í menntamálum frá því í vor eru fróðleg í ljósi efndaleysis þeirra. Því var lofað að ábyrgð- armannakerfi Lánasjóð íslenskra náms- manna yrði afnumið og að framfærslu- grunnur námslána yrði endurskoðaður. Því var einnig lofað að endurgreiðsla námslána yrði lækkuð til samræmis við eldri lánaflokk og hluti af lánum þeirra sem ljúka fullu námi innan tilskilins tíma myndi breytast í styrk. Ekkert hefur verið gert í þessum málum þrátt fyrir að varaformaður mennta- málanefndar, Dagný Jónsdóttir, sé í ein- stakri aðstöðu til að bæta stöðu stúdenta Háskóla Íslands til muna. Háskólastigið fær helmingi minna fé Það er margt að í íslenskum mennta- málum. Háskólastigið býr við fjársvelti og það er alls ekki í því ástandi sem stjórn- arherrarnir tala um að það sé í. Þetta vita hins vegar stúdentar Háskóla Íslands. Sam- kvæmt nýjustu skýrslu OECD frá árinu 2003 kemur fram að opinber fjárframlög til háskólastigsins á Íslandi voru einungis um 0,8% af landsframleiðslu á meðan hin Norð- urlöndin vörðu á bilinu 1,2%-1,7% sem er allt að helmingi hærri framlög. Rík- isstjórnin er því hálfdrættingur annarra rík- isstjórna þegar kemur að opinberum fram- lögum til háskólastigsins. Að óbreyttu fjárlagafrumvarpi stefnir í að Háskóli Ís- lands þurfi að synja tæplega 1.000 nem- endum um námsvist á næsta ári. Háskóli Íslands þarf því á stórátaki að halda ef vel á að vera. Sorglegt er að sjá fyrrum forystumann stúdenta í lykilstöðu á Alþingi greiða atkvæði gegn tillögu um hækkun fjárframlaga til háskólans sem svo sannarlega þarf á liðsinni þingsins að halda. Rétt er að hvetja þingmanninn til að rifja upp málflutning sinn í stúdentaráði. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. yrstu atkvæða- slu Dagnýjar Jóns- ur á Alþingi um mál- Háskóla Íslands ður hún að kjósa auknum fjárveit- m til háskólans. ‘ g n hóp. Í dag er krafan til slíkra aðila í tilfellum meistaragráða. langi tími sem skólinn hefur starfað uðvitað gefið honum færi á að sanna innulífið þekkir Bifröst og veit hvað stendur fyrir. Skemmst er frá því að ð samkvæmt könnun sem skólinn lét or á högum þeirra sem hafa útskrifast anum s.l. fimm ár starfa um 70% em stjórnendur, þ.e. framkvæmda- millistjórnendur eða almennir stjórn- Enginn af þeim sem náðist í var at- us, þrátt fyrir fréttir um atvinnuleysi afræðinga. Í könnuninni var úrtakið ið, 214 einstaklingar og náðist í um ss. Það segir auðvitað líka sína sögu að gur ríkisstjórnar Íslands er menntað- röst. Það að segja að við menntum ndur og leiðtoga fyrir atvinnulíf og g er þess vegna ekki nein glansmynd, a lygi, heldur einföld staðreynd sem ðir nemendur skólans hafa sýnt fram öld. t er hvernig meta skuli gæði við- menntunar háskólanna. Auðvitað er útskrifaðra nemenda og viðtaka at- sins ólygnust í þeim efnum. Í áð- dri könnun var spurt hversu mikið r þættir námsins hefðu nýst viðkom- msmanni á vinnumarkaði eftir að uk. Þannig svöruðu tæp 70% að fyr- rnir á Bifröst hefðu gagnast þeim ikið eða mikið og einungis um 6% að ðu gagnast lítið. Þetta er býsna góður r miðað við að oft er talið að fyr- r séu sá þáttur háskólanáms sem ri fyrir ofan garð og neðan. Þegar ar um vikuleg verkefni svöruðu tæp krifaðra því til að þau hefðu gagnast ikið eða mikið. Enginn sagði að þau agnast lítið. Áðurnefnd misserisverk- u talin hafa gagnast um 90% mjög ða mikið og þar af voru um 50% þeirra ðist í sem sögðu að þau hefðu gagnast ikið. Ofangreindar niðurstöður voru í fyrri kannanir sem skólinn hefur lát- og þær gefa því vísbendingar um að Bifröst sé í takt við þarfir atvinnulífs- röst er mikil vinna lögð í gæðastarf og tirlit og má segja að sú vinna gangi í gegnum alla verkþætti skólans. Þannig er starfandi sérstakt gæðaráð, sem sér um hið formlega gæðastarf, sem styðst við s.k. EFQM líkan í starfi sínu og fylgist í því skyni með yfir tuttugu árangursmælikvörðum með því að framkvæma um sjö viðamiklar kann- anir á ári auk þess sem notaðar eru ýmsar upplýsingar úr gagnagrunnum háskólans. Þeir þættir sem falla undir þessa vinnu eru m.a. gæði kennslu, gæði þjónustu á Bifröst, árangur nemenda í atvinnulífinu og það traust sem skólinn nýtur meðal fyrirtækja. Til viðbótar við innra gæðastarf skólans sjálfs má nefna þær úttektir sem mennta- málaráðuneytið lætur gera á starfsemi skól- ans á ca. þriggja ára fresti. Síðasta úttekt var gerð nú í vor af IMG Deloitte fyrir ráðu- neytið og segja má að stjórnendur skólans geti ekki verið annað en afar sáttir við nið- urstöður hennar. Í henni segir t.a.m.: „Skól- inn hefur þróast… í framsækinn, alþjóð- legan, tæknivæddan og verkefnatengdan háskóla sem býður nám á BS stigi og meist- aranám, stundar rannsóknir og hefur há- menntað starfsfólk.“ Metnaður hefur ein- kennt uppbyggingu og stjórnunarhætti skólans. „[E]f horft er til þeirrar starfsemi sem fram fer í skólanum og stöðu nemenda í atvinnulífinu fyrir og eftir nám, má halda því fram að skólinn sinni vel hlutverki sínu um að efla og styrkja íslenskt atvinnulíf og sam- félag.“ Úttekt IMG Deloitte má nálgast í heild sinni á vefsíðu menntamálaráðuneyt- isins. Að auki fékk skólinn Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands til að gera úttekt á kennsluháttum og kennslufræði skólans síð- astliðið vor. Meðal þess sem þar kom fram var eftirfarandi: Áhersla skólans á samstarf nemenda og hópvinnu er leið til að styrkja samstarfshæfni nemenda og kenna þeim vinnubrögð sem talin eru mikilvæg í atvinnu- lífinu. Aðstaða nemenda á Bifröst gerir slík námsvinnubrögð möguleg. Nemendur hrósa sérstaklega nálægð og persónulegum sam- skiptum við kennara sína og kennarar virðast láta sér annt um skólann og skólasamfélagið. Mjög skýr kennslufræðileg sýn er tvímæla- laust styrkur skólans. Nemendur lýstu í við- tölum mikilli ánægju með bæði stefnu og framkvæmd skólans og tóku fram að sú væri ástæðan – auk námssamfélagsins – að þeir völdu skólann umfram aðra. Fyrir fáeinum árum var rekstrarumhverfi Bifrastar kollvarpað á einni nóttu. Skólinn hafði löngum fengið einhver hæstu framlög á nemanda frá ríkinu og þ.a.l. ekki innheimt nein skólagjöld. Þessu var breytt í einni svip- an að frumkvæði Háskóla Íslands og á grund- velli reiknilíkans sem hann gerði tillögu um og setti viðskiptamenntun í ódýrasta flokk, enda hefur Háskóli Íslands, a.m.k. hingað til, litið á viðskiptanám sem ódýrt massanám sem kenna megi í 600 manna fyrirlestrum í Háskólabíói. Ekki verður betur séð en massanám sé reglan í HR og hinum rík- isháskólunum einnig, þó nemendafjöldinn þar sé nokkru minni. Það er auðvitað ákveðið sjónarmið og vitaskuld hagkvæmt rekstr- arform. Þannig hefur hins vegar ekki verið litið á viðskiptanámið á Bifröst og skólinn hefur ekki verið tilbúinn til að gera neinar málamiðlanir í þeim efnum. Auk þess hefur áherslan á Bifröst verið í þá átt að mennta stjórnendur og leiðtoga eins og áður segir og það verður ekki gert með 600 manna fyr- irlestrum. Skólinn stóð því frammi fyrir þeim valkostum að loka dyrum sínum fyrir fullt og allt, eða bæta sér upp tekjumissinn með upp- töku hóflegra skólagjalda. Mikilvægt hefur verið í þeim efnum að Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar nánast að fullu fyrir skóla- gjöldum og þau því í raun ekki verið efna- hagsleg aðgönguhindrun að náminu á Bif- röst. Af þessum sökum er það einnig mikið metnaðarmál okkar á Bifröst að skólinn sé ávallt að veita nemendum sínum verulegan virðisauka umfram það sem finna má við aðr- ar viðskiptadeildir hér á landi. Ofangreint er stutt yfirferð yfir það helsta sem við erum að gera í þeim efnum, þó erfitt sé í stuttri grein að gefa glögga mynd af því umfangsmikla starfi sem fram fer í háskólum til að tryggja nemendum bestu aðstæður til að ná árangri í sínu námi. Þar er sjón sögu ríkari. Lesandi góður, staldraðu endilega við í háskólaþorp- inu Bifröst næst þegar þú átt leið um Borg- arfjörðinn. Höfundur er aðstoðarrektor og deildarforseti viðskiptadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Morgunblaðið/Theodór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.