Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 35 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert kraftmikil/l og opin/n og hefur mikla þörf fyrir að koma skoðunum þínum á framfæri. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vinur þinn eða kunningi gæti kynnt þér nýjan hugsunarhátt eða lífsviðhorf í dag. Þú munt örugglega læra eitthvað nýtt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Eitthvað varðandi sameig- inlegar eignir gæti komið þér á óvart í dag. Einhver gæti líka gefið þér gjöf eða boðið þér eitthvað að láni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt eiga áhugaverðar samræður í dag. Meira að segja kjaftasögurnar eru áhugaverðar. Forvitni þín fyr- ir lífinu er vakin. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt fara í vinnuferð eða kynnast nýjum og spennandi hugmyndum sem geta nýst þér í starfi. Fylgstu vel með því sem er að gerast í kringum þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það gerist eitthvað spennandi hjá þér í dag. Þetta getur tengst ástarmálunum eða nýj- um uppgötvunum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta er góður dagur til að leysa gömul vandamál. Þú ert frumleg/ur í hugsun og gætir því komið auga á nýjar leiðir til að leysa vandann. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Góðar hugmyndir geta komið upp í samtölum þínum við aðra í dag. Þér finnst fólkið í kringum þig áhugavert, jafn- vel þeir sem þér finnst yf- irleitt leiðinlegir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til vís- inda- og tæknirannsókna. Þú vilt auka skilning þinn á heim- inum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú vilt ekki festast í hvers- dagsleikanum í dag. Þú vilt byrja vikuna á nýjan hátt og upplifa eitthvað óvenjulegt og spennandi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er einkennilegur dagur. Hann getur byrjað á ákveðnum nótum og endað á einhverjum allt öðrum nótum. Þú ræður engu um það. Að- stæður eru einfaldlega ófyr- irsjáanlegar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt eiga heillandi sam- skipti við aðra í dag. Fólk sem þú telur þig þekkja út og inn getur komið þér á óvart og það á jákvæðan hátt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Dagurinn getur orðið erfiður ef þú reynir að halda öllu í föstum skorðum. Þú getur hins vegar lært eitthvað nýtt og spennandi ef þú tekur því sem að höndum ber með já- kvæðu hugarfari. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. UM HANA SYSTUR MÍNA Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull. Nú er ég búinn að brjóta og týna. Einatt hefur hún sagt mér sögu. Svo er hún ekki heldur nízk: hún hefur gefið mér hörpudisk fyrir að yrkja um sig bögu. Hún er glöð á góðum degi glóbjart liðast hár um kinn – og hleypur, þegar hreppstjórinn finnur hana á förnum vegi. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 1. des- ember, er fimmtugur Arn- grímur Hermannsson. Eig- inkona hans er Anna Hallgrímsdóttir. Þau taka á móti gestum á Kaffi Reykja- vík á afmælisdaginn kl. 18– 20. A-SVEIt Bandaríkjanna vann öruggan sigur á B- sveitinni í undanúrslitum HM í Monte Carlo. Leik- urinn var reyndar í járnum til að byrja með, en í lok þriðju lotunnar náði A- sveitin sálfræðilegum und- irtökum með því að vinna slemmu eftir hagstætt út- spil. Við skulum setja okkur í spor norðurs, sem fær það verkefni að spila út gegn sex hjörtum: Norður ♠ 63 ♥ – ♦ DG1098765 ♣KG5 Vestur Norður Austur Suður Meckstr. Landen Rodwell Raja. – 3 grönd * 4 lauf * Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Opnun norðurs á þremur gröndum er hindrun í öðr- um láglitnum. Besta vörnin við þeirri opnun er að nota bæði fjögur lauf og fjóra tígla sem úttekt í hálitina. Og auðvitað nota Rodwell og Meckstroth þá aðferð. Með fjórum laufum sagðist Rodwell eiga báða hálitina og hugsanlega lengra hjarta (fjórir tíglar sýna alltaf lengri spaða). Meckstroth skaut á sex hjörtu og Land- en átti út. Hvað myndi les- andinn gera? Sagt er að útspil ofan af röð séu öðrum betri og hér á norður átta spil í röð, svo það er kannski von að Land- en hafi kosið að byrja á tíguldrottningunni. En ekki var það vel heppnað. Norður ♠ 63 ♥ – ♦ DG1098765 ♣KG5 Vestur Austur ♠ G10 ♠ ÁKD85 ♥ ÁKDG4 ♥ 108752 ♦ Á43 ♦ – ♣982 ♣643 Suður ♠ 9742 ♥ 963 ♦ K2 ♣ÁD107 Meckstroth tók fagnandi á móti tíguldrottningunni og var fljótur að innbyrða 13 slagi. Á hinu borðinu stöns- uðu AV í FIMM hjörtum, sem fóru einn niður eftir út- spil í laufi. Heldur dap- urlegt. Spilið var líka sveifluvaki í leik Norðmanna og Ítala. Þar voru spiluð sex hjörtu í austur á báðum borðum, en útspilið í laufi fannst aðeins á öðru borðinu. Ítalinn Fan- toni var þar að verki. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. 0-0 Be7 8. He1 Bg4 9. c3 f5 10. Rbd2 0-0 11. Db3 Ra5 12. Da4 Rc6 13. Db3 Ra5 14. Dc2 c5 15. Re5 Bh5 16. f3 cxd4 17. fxe4 fxe4 18. Rxe4 dxe4 19. Bxe4 Bc5 20. Rd3 Bd6 21. b4 Rc6 22. b5 Ra5 23. cxd4 Hc8 24. Dd2 Db6 25. Rc5 Bxc5 26. dxc5 Dxc5+ 27. Kh1 b6 28. Dd3 Hcd8 29. Ba3 Dg5 30. Dc2 Hd2 31. Dc3 He8 32. Bf3 Hdd8 33. Bc6 Rxc6 34. bxc6 Hxe1+ 35. Hxe1 Dd5 36. Bb2 Df7 37. h3 Hc8 38. Hc1 Dc7 39. De3 h6 40. De6+ Bf7 41. Dg4 Bd5 Staðan kom upp í öflugu atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Bastia í Frakk- landi. Viswanathan Anand (2.766) hafði hvítt gegn Al- exander Grischuk (2.732). 42. Be5! Dxe5 43. Dxc8+ Kh7 44. Dg4 h5 45. Dd1 Bxg2+ 46. Kxg2 Dg5+ 47. Kh1 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Skugginn/Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst sl. í Dóm- kirkjunni í Reykjavík af sr. Jakobi Ágúst Hjálmarssyni þau Kristrún Þórkelsdóttir og Anton Örn Schmidhau- ser. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra, Emma Rún Antonsdóttir. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Sigríður Þessir duglegu krakkar söfnuðu flöskum fyrir 1.000 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru Thelma Rut Hólm- arsdóttir, Andrea Eir Jóhannsdóttir og Oliver Jóhannsson. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Ævintýraklúbbur kl. 16- 17. Starf fyrir 7-9 ára börn í umsjón Þóru Guðbjargar og Ólafs Jóhanns. Fjölbreytt dagskrá og eru allir krakkar á þessum aldri velkomin. Laugarneskirkja. Góðar mömmur, kl. 12. María Íris Guðmundsdóttir, BA í sálar- fræði, og Kristjana Þorgeirsdóttir Heiðdal, líkamsræktarþjálfari bjóða til fræðslu, íhugunar og hollrar hreyfingar með mæðr- um ungbarna, þar sem unnið er með fæð- ingarþunglyndi. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilis. Opinn 12 sporafundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Allt fólk velkom- ið. Vinir í bata. Tólf spora hópar koma sam- an kl. 20. Gengið inn um aðaldyr safn- aðarheimilisins. Umsjón hafa Gunnlaugur Ólafsson og Hafdís Fjeldsted. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur, söngur, leikir og föndur. Uppl. og skráning í síma 511 1560. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10-12 ára börn. Umsjón Munda og Sigfús. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN - starf með sjö til níu ára börnum í safn- aðarheimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full- orðna í safnaðarheimilinu kl. 13-15.30 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Þar verður fræðsla, föndur, spilað, spjall- að og kaffiveitingar verða í boði. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyrirbænastund í kapellu kirkj- unnar kl. 15.30-15.45. Bænaefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar. Stelpustarf fyrir stelpur í 6. og 7. bekk kl. 16.30. Æsku- lýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7-9 ára kl. 17.30-18.30 í Engjaskóla. KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Fyrirlestur kl. 20. Seljakirkja. KFUK 9-12 ára kl. 17.30. Alfa námskeið kl. 19-22. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20-22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætl- að árg. 1990 og upp úr) á mánudögum kl. 20-22. Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafells- kirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tekur við bænarefnum í síma 691-8041 alla daga frá kl. 9-16. Al-Anon fundur í Lága- fellskirkju kl. 21. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn, er í Var- márskóla kl. 13.150-14.40. Umsjón hefur Þórdís djákni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. Kl. 17.30 Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Jólaföndur með jólaskapinu. Hulda Líney Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Þor- valdur Víðisson. Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Glerárkirkja. 12 spora starf í kvöld kl. 20. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heim- ilasamband fyrir alla konur. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk. Biblíulestur í Landakoti. Sr. Halldór Grön- dal heldur áfram Biblíulestri sínum mánu- daginn 1. desember kl. 20.00 í safnaðar- heimili kaþólskra á Hávallagötu 16. Að þessu sinni fjallar lesturinn um sendingu Heilags anda á hvítasunnu samkvæmt Postulasögunni: Hvað þýðir skírn í Heilög- um anda? Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Sorg og gleði NÆSTU tvö þriðjudagskvöld mun sr. Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, fjalla um samspil sorgar og gleði í fullorðinsfræðslu safnaðarins. Nú er góður tími til að huga að eigin sálarlífi og enginn vettvangur er betri en kirkjan, þar sem við komum saman í nafni Jesú frá Nasaret og nærvera hans góða anda bætir allt. Engrar forkunáttu er krafist og mjög aðgengilegt er að vera með í full- orðinsfræðslunni. Það er gengið inn um litlar dyr á austurgafli kirkjunnar og setið við borð í gamla sal safnaðarheimilisins. Að kennslu lokinni býður Þorvaldur Halldórsson þeim sem vilja upp í kirkjuskip, þar sem fram fer stutt lofgjörðar- og bænastund við altarið. Kyrrðarstund í Seltjarnarneskirkju VIÐ viljum vekja athygli fólks á mikilvægum þjónustuþætti Seltjarnar- neskirkju, þ.e. kyrrðarstund kl. 12:00 í hádegi hvers miðvikudags. Kyrrðarstundin er ætluð öllum þeim, sem í önnum dagsins vilja eiga hvíldar- og hugleiðslustund í matartímanum. Eftir fallega tónlist, lestur og altarisgöngu er gestum boðið að þiggja léttan hádegisverð í safnaðarheim- ili kirkjunnar gegn vægu gjaldi. Prestar Seltjarnarneskirkju Sr. Arna Grétarsdóttir og Sr. Sigurður Grétar Helgason stýra kyrrðarstundinni en organisti er Pavel Manasek. Morgunblaðið/Árni SæbergLaugarneskirkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.