Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 33
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 33 ÉG get ekki lengur orða bundist yfir þeirri meðferð sem blaðburðarbörn Fréttablaðsins fá í íslensku samfélagi og vil bæta aðeins við þá umræðu sem verið hefur í Morgunblaðinu undan- farið varðandi þessi mál. Ég er for- eldri sem hef stundað blaðaútburð með börnum mínum, sonur minn og dóttir báru út Dagblaðið í 7 ár og hef- ur þetta verið fjölskylduverkefni sem allir hafa haft gaman af að taka þátt í, vinnan tók 30 mínútur, um 30 blöð alla tíð, ekki 7–10 eins og Fréttablaðs- menn segja að hafi verið meðalhverfi hjá DV. Þau fengu fyrir hvern útburð 450 kr. (6 x 450 = 2.700 á viku eða alls 10.800 kr. mán.) eða 900 kr. á klst. fyr- ir vinnu unna á dagtíma, sé þetta sett upp í tímakaup. Í dag er frændi minn á unglingsaldri að bera út Fréttablað- ið og Dagblaðið virka daga. Fyrir verkið fær hann 14.000 kr. á mánuði fyrir Fréttablaðið og 1.400 kr. fyrir Dagblaðið alls 15.400 fyrir mánuðinn. Hann er 2 klukkustundir og 30 mín- útur með sitt hverfi (160 blöð, mjög erfitt hverfi, mikið af tröppum og mikil yfirferð) og fær hann fyrir hvern útburð 770 kr. (5 x 770 á viku = 3.850 vikan = 15.400 á mánuði). Að baki 770 kr. sem barnið fær fyrir hvern útburð liggur 2½ klst. vinna eða laun uppá 310 kr. á klst. fyrir vinnu sem unnin er á næturvinnu- tíma. Blöðin eru jú borin út á nótt- unni, fullorðið fólk fær greitt nætur- vinnu fyrir vinnu sem unnin er á nóttunni þannig að launin fyrir þessa vinnu eru algjörlega fáránleg. Hverju sætir þessi mismunur á launum hjá DV og Fréttablaðinu, þetta er jú langt undir lágmarkslaunum í þessu landi, hvað þá lágmarks næturvinnu- launum. Nú þegar líður að jólum bæt- ast svo við allskonar aukabæklingar sem auka enn á þyngslin þannig að kerrurnar sem börnin fá til að létta sér vinnuna duga ekki til að koma blaðabunkanum út og því þarf að keyra drenginn í útburðinn. Það er al- veg víst að drengurinn endist ekki 7 ár í vinnu hjá þessum vinnuveitanda, enda að niðurlotum kominn nú þegar. Hvernig er svo með launamál þessara barna, fá börnin skammtað úr hnefa laun eftir geðþótta vinnuveitandans? (Fréttablaðið var jú mjög almennilegt að borga 10% álag til blaðbera sinna fyrir að bæta útburði á DV á sig, ein- hver fékk gamla hverfið okkar, 30 blöð en ekki 7 eins og meðalhverfið átti að vera.) Hvar eru verkalýðs- félögin núna, geta þau ekki hjálpað blaðberum með þessi mál? Þetta er algjörlega til skammar fyrir nútíma- þjóðfélag að fara svona með blaðburð- arbörn (kallast trúlega barnaþrælkun í siðuðum löndum), launin eru algjör- lega óviðunandi fyrir þessa vinnu, ekkert fullorðið fólk myndi allavega bjóða sig fram til vinnu unna að næt- urlagi fyrir 310 kr. á tímann. Dóttir mín mun allavega ekki bera út fyrir Fréttablaðið á þessum launum. Morgunblaðið hefur gert samninga við sína blaðbera, þeir fá t.d. þyngd- arálag fyrir aukin þyngsli sem fylgir auknum útburði á aukapésum en að öðru leyti er mér ekki kunnugt um launamál hjá Morgunblaðinu, þau geta allavega ekki verið verri en hjá Fréttablaðinu. Að endingu vil ég þakka VR fyrir að taka mál blaðbera fyrrum DV að sér í sambandi við að innheimta laun sín sem þeir áttu inni þegar DV varð gjaldþrota. STEFANÍA ÁMUNDADÓTTIR, Austurgötu 42, 220 Hafnarfirði. Laun blaðburð- arbarna? Frá Stefaníu Ámundadóttur ÖRSTUTT samantekt á rabbgrein Baldurs Þórhallssonar í Lesbók Morgunblaðsins 25. október 2003 og örstutt svör við nokkrum fullyrðing- um sem þar koma fram gagnvart páfanum og kaþólsku kirkjunni: 1. Jóhannes Páll II ber mjög tak- markaða virðingu fyrir grundvallar- mannréttindum. Svar: Grundvallarréttur mannsins er rétturinn til lífs. Ekki verður páf- anum brigslað um það að hafa ekki varið þann rétt af festu – að mað- urinn eigi þennan rétt frá getnaði til náttúrlegs dauðdaga. 2. Páfi hefur ítrekað lýst andstöðu sinni gegn því að konur ráði yfir lík- ama sínum og geti farið í fóstureyð- ingar. Svar: „Frá þeim tíma þegar eggið frjóvgast hefur líf hafist sem er hvorki föðurins né móðurinnar. … Einungis sá möguleiki að hér gæti verið um mannlega persónu að ræða myndi nægja til að réttlæta algjört og skýrt bann við hverri þeirri að- gerð sem hefur þann tilgang að drepa mannlegt fóstur.“ – (JP II – Evangelium vitae). Kaþólska kirkjan berst gegn þeirri hugsun að getn- aður eða barn sé vandamál sem þurfi að leysa en sé ekki gjöf sem eigi að hlúa að. 3. Fulltrúar kaþólsku kirkjunnar í mörgum ríkum ganga jafnvel svo langt að meina konum um fóstureyð- ingu þó að getnaðurinn komi til vegna nauðgunar. Svar: Afstaða kaþólsku kirkjunnar er skýr: barnið sem getið hefur verið ber enga ábyrgð á því hvernig sá getnaður fór fram. Með því að eyða fóstrinu er verið að fórna algjörlega saklausu lífi. Kaþólska kirkjan er kirkja lífsins ekki dauðans og skýrir það afstöðu hennar. 4. Páfi talar gegn notkun smokksins og eru afleiðingarnar vægast sagt skelfilegar sérstaklega í þeim ríkum sem fylgja boðskap páfa. Svar: Á Filippseyjum sem er kaþ- ólskt land og þar sem ætla má að íbú- arnir hlýði á boðskap páfa (sem er skírlífi fyrir hjónaband og alger tryggð við maka sinn í hjúskap) voru 0.02% íbúanna með HIV veiruna við lok 2001 samkvæmt UNAIDS en aft- ur á móti voru 1.8% íbúa Taílands með HIV veiruna á sama tíma sam- kvæmt sömu heimildum. 5. Páfagarður leggst jafnvel gegn notkun smokksins í sambandi hjóna þar sem annar aðilinn er smitaður af alnæmi en ekki hinn. Svar: Í viðtali við Javier Lozano Barragán kardínála, yfirmann páfa- ráðs er fjallar um heilsugæslufólk og birtist á veffanginu Zenit.org 6. nóv- ember 2003, sagði hann eftirfarandi: „Kenning kaþólsku kirkjunnar er mjög skýr. Til að verja eigið líf gegn árásarmanni má jafnvel drepa. Þannig getur eiginkona varið líf sitt með því að nota smokk ef eiginmað- ur hennar, smitaður af alnæmi, krefst hjúskaparfars og kann með þeim hætti að smita konuna af vír- usnum sem gæti leitt hana til dauða.“ 6. Andstaða páfa við notkun smokks- ins hefur leitt til þess að milljónir manna eru í dag smitaðir af alnæmi. Svar: Í fyrrnefndu samtali við kard- ínálann segir hann: „Þeir segja að kaþólska kirkjan sé mikill mann- drápari vegna þessarar kenningar [að smokkar séu ekki lausnin] en þetta er misskilningur. Ef þú horfir til dæmis til Botsvana sem er auðugt afrískt land, þá eru 39% íbúa þess smitaðir af alnæmi þótt landið hafi mestu útbreiðslu á smokkum.“ Í við- talinu kemur fram að kaþólska kirkj- an ein annast 26,7% af öllum alnæm- issjúklingnum í heimunum og leitar leiða til að gera enn betur í þessu líknarstarfi sínu. 7. Í boðskap páfa kristallast fyrir- litning á tilteknum þjóðfélagshópum, andstaða við mannréttindi og algert skeytingarleysi um afdrif fólks. Svar: Skrif páfa svo sem Redemptor hominis [Endurlausnari mannsins] (15. mars 1979) og ræða sem hann flutti hjá Sameinuðu þjóðunum á af- mælisári samtakanna 1995 (catholic.net/RCC/Periodicals/Doss- ier/0708-96/document.html) afsanna þessa fullyrðingu. Ekki gefst rými í þessari stuttu grein að svara öðrum fullyrðingum í rabbgrein Baldurs Þórhallssonar. REYNIR K. GUÐMUNDSSON, Miklubraut 66, 105 Reykjavík. Örstutt svör við fullyrð- ingum í Rabbgrein Frá Reyni K. Guðmundssyni: segja var það nær ógerlegt. Það virt- ist svo óraunverulegt, einsog vondur draumur eða illur fyrirboði. Þegar maður hefur skoðað bók einsog Um víðerni Snæfells fyllist maður undrun og gleði yfir því að búa í jafn fögru landi og Íslandi. En jafn- framt mikilli depurð og vonleysi vegna þess að hér kemur fyrir augu manns náttúra sem á að fórna, nátt- úra sem á að eyðileggja um aldur og ævi vegna skammtíma gróða. Síðustu myndirnar í bókinni eru teknar þeg- ar fyrst var sprengt í Dimmu- gljúfrum. Áhrifaríkar myndir og í hvert sinn sem maður horfir á þetta atriði í sjónvarpinu líður manni eins- og strengur hafi brostið í hjarta manns. Maður fyllist örvæntingu, vonleysi. Ráðamönnum þjóðarinnar, for- ráðamönnum Landsvirkjunar, sveit- arstjórnarmönnum ýmsum og öðrum pappírsbúkum stendur ekki einvörð- ungu á sama um náttúru landsins; kjör þeirra manna og aðbúnaður sem vinna við þessa eyðileggingu kemur þeim harla lítið við. Þegar ítalskt mafíufyrirtæki verður uppvíst að svikum og lygum og kúgun á hendur verkafólki er það afsakað sem byrj- unarörðugleikar. Þær raddir sem ÉG VIL byrja á því að þakka Guð- mundi Páli Ólafssyni og þeim er með honum unnu fyrir hina fallegu og gagnmerku bók, Um víðerni Snæ- fells. Það hefur ekki mikið verið fjallað um hana opinberlega og eng- inn mér vitanlega orðið til að skrifa um hana í þessu blaði. Ég er í hópi þeirra fjölmörgu sem undanfarna mánuði hafa lagt leið sína á Kárahnjúka. Þegar maður stóð uppá Sandfelli sem verður eyja þegar og ef þetta Hálslón verður að veru- leika blöstu við náttúruspjöllin og maður fylltist óneitanleg ugg. Af Sandfelli sér vítt yfir og við blasa Vesturöræfi, Brúaröræfi, Brúarjök- ull, Snæfell og Kringilsárrani sem fram til þessa hefur verið friðlýst svæði fyrir hreindýrin en „umhverf- isráðherrann“ er víst búin að breyta því vegna þess að enda þótt „...svæði séu friðlýst þá þýðir það ekki að þau séu algjörlega ósnertanleg um alla framtíð,“ einsog hún hefur sjálf sagt. Þar hefur maður það: Hvers kyns friðlýsingar ber að taka með fyrir- vara. Maður reyndi að gera sér í hug- arlund þarna uppá Sandfelli hvernig óbyggðirnar í kring litu út þegar þær væru komnar undir vatn. Satt best að sögðu að þessar virkjanafram- kvæmdir væru svo atvinnuskapandi fyrir Austfirðinga sérstaklega heyr- ast vart lengur. Það er ekki verið að virkja í þágu þjóðarinnar heldur fyrir ítalska mafíósa til að græða á ódýru vinnuafli og selja svo rafmagn amer- ísku auðvaldi á gjafvirði. Hvílík heimska er þetta allt saman! Hvílík niðurlæging fyrir sjálfstæða þjóð! Einhver mestu verðmæti sem við Íslendingar eigum eru einmitt fólgin í óspilltri náttúru. Það eru vissulega ekki verðmæti sem verða lögð á mál og vog eða metin á mælikvarða verð- bréfa og vísitalna enda slík verðmæti takmörkunum háð. Ég er náttúru- verndarsinni af því tagi sem lítur á náttúruna, manninn og allt sem lífs- anda dregur sem eina heild, sköpun- arverk þar sem allt og allir hafa til- verurétt. Það skiptir máli hvernig við förum um sköpunarverkið. Við meg- um ekki raska lífheildinni – annars fer illa. Höldum vöku okkar því baráttunni er hvergi nærri lokið. SIGURÐUR JÓN ÓLAFSSON, Grettisgötu 28b, Reykjavík. Um víðerni Snæfells Frá Sigurði Jóni Ólafssyni Morgunblaðið/GolliFrá Arnarstapa. ÞÓRHALLUR miðill er að gera það gott nú um stundir. Virkar vel sem skemmtikraftur en samband við aðra heima er nú erfiðara að stað- festa. Svo eru aðrir miðlar, fjölmiðl- arnir sem eru að skipta um eigendur. Hæst ber þar að herra A er að selja herra B samskiptafélagið Norðurljós með öllu dauðu og lifandi, þar með talinn einnig Þórhallur miðill sjálfur. Í mörg ár hefir hefir sá orðrómur fylgt þessum herrum að þeirra við- skiptaveldi eigi uppruna í fíkniefna- gróða. Þetta er ekki bara orðrómur. Fyrir nokkru var hér á landi hand- tekinn fíkniefnasalinn Kio Alexander Briggs. Sjónvarpsstöð í eigu herra A gerði sérstaka dagskrá um mann þennan þar sem hann sat í gæslu- varðhaldi og beið dóms. Dagskrár- gerðin leiddi til þess að maðurinn var sýknaður. Nokkrum vikum seinna var hr. Briggs svo handtekinn fyrir svipaðar sakir í Danmörku og settur þar á bak við lás og slá. Nokkrir menn tóku upp á því að smygla fíkni- efnum í gámum Samskipa sem komu frá Kaupmannahöfn, peningarnir sem fengust fyrir efnin voru þvegnir í kjötvinnslunni RIMAX. Herra B var einn af eigendum RIMAX. Fyrir fimmtíu árum gekk leynivínsölup- lága yfir landið. Stjórnvöld gripu til þess ráðs að skerða mannréttindi meintra leynivínsala, þeim var gert að sanna sakleysi sitt, það dugði. Er ekki komið að því að gripið verði til svipaðra ráða varðandi fíkniefnasala. GESTUR GUNNARSSON tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Miðlar Frá Gesti Gunnarssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.