Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 17
■ ■GT.F.YM MÉR EI" er eftir amerísku skáldkonuna Danielle Steel, en hún hefur getiö sér gott orð sem höfundur ástarsagna. í heimalandi hennar, Banda- ríkjunum, seljast sögur hennar í miklum mæli og hafa bækur hennar verið þýddar á mörg tungumál. í „Gleym mér ei" lítur Díana, aðalpersóna bókar- innar, um öxl eftir 18 ára hjónaband. Hana hafði dreymt um frama á listabrautinni. En eftir að hún hitti Marc hélt hún sig öðlast þá ást og öryggi sem hún saknaði svo sárt eftir föðurmissinn — og óskaði þess eins að ala honum son. En óvæntir atburðir leiddu til þess að Díana stóð frammi fyrir örlaga- ríku uppgjöri. ,,Gleym mér ei" er fyrsta skáldsagan eftir Danielle Steel sem kemur út á íslensku, og fleiri munu fylgja á eftir. Þýðandi er Amgrímur Thorlacius SAGNIR OG SÖGUR. Höfundur er löngu þjóð- kunnur fyrir næma náttúruskynjun og fágaða frá- sagnarlist. í fyrsta hluta bókarinnar eru 116 sagnir, flestar úr Borgarfirði og nágrannabyggðunum. Margar þeirra fjalla um sérstæða persónuleika, skopleg atvik og einkennilega siði, furður mann- lífs og náttúm. Annar hluti bókarinnar gefur henni sérstakt gildi. Þar er í 80 stuttum köflum sagt frá gömlum húsráðum og lækningamætti íslenskra jurta------------------------------------ ,.I FJORUM LINUM" er fyrsta bindið í vísna og ljóðasafni, sem Auðunn Bragi Sveinsson skóla- stjóri safnar og velur. Heiti bókarinnar gefur til kynna innihald hennar. Hér em vísur sem eiga það sameiginlegt að vera f jórar ljóðlínur. Stakan, bæði venjulega og dýrt kveðin, er að vonum fyrirferða- mest í þessu safni. Hér er flestum mannlegum til- finningum einhver skil gerð og oftast gerð grein fyrir aðdraganda að tilurð vísnanna, en höfundar em um 150 hvarvetna að af landinu og erindin losa átta hundmð „BARNIÐ, VÖXTUR ÞESS OG ÞROSKI" fjallar á skýran hátt um vöxt og þroska bama allt frá fæð- ingu og fram á unglingsárin, Hún segir frá atriðum og viðfangsefnum, sem flestir eða allir ungir for- eldrar velta fyrir sér, tekur til umfjöllunar ýmis uppeldisleg, félagsleg og sálfræðileg vandamál, sem foreldrar glíma við að meira eða minna leyti í uppvexti og uppeldi bama sinna. Efnið er framsett á auðskiljanlegan hátt og myndir og teikningar styðja við textann. Þórir S. Guðbergsson félags- ráðgjafi annast útgáfu bókarinnar------------- TÖFRAR LIÐINS TIMA. Hvað einkennir skaft- fellska frásagnarhefð? Nákvæmni og sannleiks- ást? Kímni og hlýja? Vandað mál? Margir munu einnig fallast á að gefa frásöguþáttum Torfa Þor- steinssonar í Haga slíkar einkunnir. Hér hefur ís- lensk frásagnarlist enn skilað vönduðu, eftir- minnilegu verki. Atvik, lífshættir og persónulýs- ingar verða ljóslifandi á síðum þessarar bókar sem geymir 20 frásagnaþætti frá liðinni tíð í Austur- Skaftafellssýslu. Fullkomin nafnaskrá eykur gildi þessa verks_________________________________________ „ÁSTIN VAKNAR" eftir Anne Mather, höfund bókarinnar „Hamingja og ást" sem kom út fyrir nokkru. Helena og Dominic em höfuðpersónur þessarar sögu. Baráttan milli þessara tveggja ólíku einstaklinga er viðburðarrík og spennandi, því að bæði em föst í neti andstæðra tilfinninga. Henni lýkur með því að ástin vaknar í brjóstum þeirra og sigrar allar hindranir. Þýðandi er Guðrún Guð- mundsdóttir._________________________________ ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT OG NÚ BÖKUM VIP" Em í sama bókaflokki og ÁTTU VON Á GESTUM sem Setberg gaf út fyrir nokkru og hlaut mjög góð- ar viðtökur. í bókinni NU BÖKUM VID er allt um heimabakstur — matbrauð — kex — kökur — bollur og tertur. í bókinni ALLTAF EITTHVAÐ NYTT em fjölmargir gómsætir réttir. Þar em súpur og ein- faldir smáréttir og einnig viðhafnar og veislumat- ur. í báðum þessum bókum em skýrar leiðbein- ingar í máli og mörghundmð litmyndum. 300 DRYKKIR er ýtarleg handbók í samantekt Símon- ar Sigurjónssonar barþjóns. Hér em allar tegundir drykkja sem hægt er að laga með lítilli fyrirhöfn. Stuttir drykkir, langir - sterkir - léttir, óáfengir, kaldir, heitir og sígildir. __________________ Jot Kaufman Svona erum við Hwnig við verðum til. hvwnig Vknmi oUv vu og starfor. hvsmig vil iamim og hvors við hörlnomst til ot haldo heilau Setberg hefur sent frá sér nýja útgáfu af bókinni „SVONA ERUM VIÐ" í þýðingu Örnólfs Thor- lacius rektors. Börnin vilja margt vita um sig sjálf og spyrja oft um fleira en foreldrar þeirra hafa vald á að svara. Þessari bók er ætlað að hjálpa bæði börnum og fullorðnum um rétt og fullnægjandi svör. Skipulegt og auðskilið mál ásamt smellnum og vel gerðum teikningum sýnir hvernig við erum, hvemig við vöxum, hvernig líffærin starfa og hvers við þörfnumst til að halda heilsu-------------- ÉG ÆTLA AÐ EIGNAST BARNIÐ. Eftir norsku skáldkonuna Elsebet Alvær fjallar um fríska ungl- inga, sem eru við nám. Rúnar og Fróði em skóla- félagar og vinir. Fróði er feiminn og hlédrægur og ósamkomulag foreldra hans kvelur hann. Sunneva systir Fróða lendir í alvarlegum kringumstæðum. Rúnar og Fróði kynnast Signýju og við liggur að vinátta þeirra fari út um þúfur. En ástin er þeim auðvitað hugleikineinsog veraber, og þar skiptast á hlátur og grátur, skin og skúrir. Þýðandi er Vilborg Sigurðardóttir. HUSIÐ A SLETTUNNI - HÖFUNDUR: LAURA INGALLS WILDER. Er önn- ur bókin í bókaflokknum LÁRUBÆKURNAR, en í fyrrahaust gaf SETBERG út fyrstu bókina HÚSIÐ í STÓRU SKÓGUM, sem strax hlaut frábærar við- tökur. Myndaflokkurinn Húsið á Sléttunni sem sýndur er í íslenska sjónvarpinu er byggður á þessum sígildu barnabókmenntum. Herborg Frið- jónsdóttir þýddi söguna en Böðvar Guðmundsson ljóðin. Bókin er prýdd 90 undurfögrum teikningum eftir ameríska listamanninn Garth Williams_

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.