Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 31
Fimmtudagur XI. desember 1980. VÍSIR 31 Jóiaseiraun Visis: Deilt um helgl dagaálagið Samningaviöfæöur stóöu fram á morgun i kjaradeilu hreindýranna og Jólasveinsins og er siöast fréttist var deilt um helgidagaálag. Jólasveinninn gat ekki setið sáttafund sjálfur, þar sem hann er lagður af stað i heimsreisu sina, fótgangandi og með gjafa- poka á bakinu. Hann fær þó lán- uð dráttardýr eða farartæki i öllum þeim löndum, sem hann heimsækir. En hvar er Jólasveinninn? Jólagetraun Visis felst i þvi að þátttakendur sjái á myndunum hvar hann er staddur. í dag birtist fjórða myndin af tiu og eiga lesendur að klippa þær all- ar út ásamt nafnseðlunum. Seinna munum við gefa upplýs- ingar um það hvert og hvenær senda á lausnirnar inn. Verðlaun i Jólagetraun Visis eru stórglæsileg. t fyrstu verð- laun er JVC útvarps- og kass- ettutæki frá FACO, glæsilegt stereótæki að verðmæti 330 þús- und krónur. í önnur verðlaun er fataúttekt i FACO fyrir 75 þús- und krónur. Siðan eru tiu plötu- verölaun, islensk hljómplata að eigin vali i hljómdeild FACO. ,Ertu viss um aðþaðsé nógu mikið loft í hjólbörðunum fyrir þessa löngu ferð?’ JÚLAGETRAUN VISIS 4. HLUTI Jólasveinninn er staddur i: A)| | Japan B)| | Kina C) | | íran Nafn...................................... Heimilisfang................................ Sveitarfélag ............................. Svo ni(£iir bvartnoioi l81illllillBlllll8llllilililil^B®ll Ráðherrann í rafmagnsstðlnum Það áttu sér stað dálitið merkilegar umræður um virkjanir og stóriðju i sjónvarp- inu i fyrrakvöld. Þar ræddust við þeir Geir Hallgrimsson, Benedikt Gröndal og Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra. Hafa þessar umræður eflaust spunnist út af þeim hálf- kæringsorðum ráðherrans, að fá mætti rafmagn úr svo sem eins og einni stórvirkjun með þvi að leggja Álveriö niður. Má til sanns vegar færa, að þessi fyrsti stóriðjusamningur okkar var heldur bágborinn, m.a. vegna þess að i stað þess aö reikna rafmagnsverð i sviss- neskum frönkum, eins og við- semjendur okkar vildu, var samið að okkar ósk um við- miðunarverð i dollurum. Þar af leiðir að krónutalan fyrir raf- magnið hefur ekki hækkað sem skyldi. En á móti fengum viö Búrfellsvirkjun og jafnframt nokkra reynslu i samningum af þessu tagi. Nú er það svo, að við búum að mikilli orku, sem þannig er i sveit sett, aö fyrirtækin sem nota hana verða að flytjast til landsins. Er þessu öðruvisi farið en með olíuna, sem má flytja með risaskipum til Helguvikur vitt um heimsbyggðina. Okkur er þvi nauðsyn að láta fara sam- an byggingu orkuvera og upp- setningu stóriðjuvera, sem koma til með að nýta bróður- partinn af orkuframleiðslunni. Þessu vill Hjörleifur ráöherra ekki játast. Hann er að hugsa um stórar virkjanir að visu, en vill að heimilin i landinu séu kynt með rauðglóandi raf- magnsofnum. Vist má til sanns vegar færa að eitthvað af heimilum þarfnast rafmagns til upphitunar. En fyrst þarf að sjá hve langt jarðhitinn nær i þvi efni, og jafnframt aö reikna út hvort ekki sé heppilegt að leggja jarðhitalagnir langa vegu vegna upphitunar en sæta oliuverði dagsins. Það eru nefnilega til ódýrar aöferðir viö að leiða heitt vatn, og varla mikið dýrari en raflögn þegar á allt er litið. Stóriðjan ein hæfir i raun hug- myndum okkar um orkusölu. Allt dútl i orkuframleiðslu og orkunotkun svarar ekki til þeirra átaka, sem nú eiga sér stað á orkumarkaði. Þessi átök munu fara harönandi. Á sviði orkumála þarf raunar ekki ann- að en spila eftir eyranu. Veröur með sanni að segja að iitið hefur lagst fyrir jafn myndarlegan og sviphreinan mann og iðnaðar- ráðherra, að hann skuli ekki hafa stærri metnað fyrir lands- ins hönd en þann að mylgra raf- orku til upphitunar inn á heimili, sem auðvitað fá þessa orku hvort sem er. Atvinnuvegir okkar hafa löngum verið grátlega fábrotnir og má segja að sú fábreytni hafi ráðið nokkru um álsamninginn á sinum tima. Ástandið i hefð- bundnum atvinnuvegi eins og fiskiönaöi fer versnandi. Likur eru til að fiskframleiösla okkar dragist saman um 25% á næstu árum vegna stóraukinna veiða Kanadamanna og fleiri. Á þetta hefur verið bent i Fishing News nýverið, en þar er þvi haldið fram fullum fetum, að offram- boð af þorski komi einkum hart niður á islendingum. Svör við þessari hættu þurfa að vera snögg og hörð. Aftur á móti er þess ekki að vænta að sá stjórn- málaflokkur, sem hefur haft að helstu iðju að rffa niður Islenskt cfnahagslif leynt og Ijóst bæði i rikisstjórnum og utan komi með tillögur til úrbóta. Þessi flokkur vill hrun til að koma á annars konar þjóðskipulagi. Stóriðja i landinu og orkusala henni sam- fara er auövitað ekkert annað en tilræði við stefnumið Alþýðu- bandalagsins. Eymdin er for- senda fyrir endanlegum völdum þess I landinu. Málflutningur Geirs og Bene- dikts bar framförum og varnar- aðgerðum vitni. Þeirra stefna getur bægt frá okkur 25% kjara- rýrnun á næstu árum. En bjarg- ráðastefnan tefst auðvitaö þann tima sem Alþýðubandalagið sit- ur i einskonar rafmagnsstól i iðnaöarráöuneytinu og telur allt nema eymdina jaðra við land- ráð. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.