Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 19
,..ELmmtmíagur U..desemþer .1980 vtsnt „Þetta ei 1 ekki annaö en sjálfsbj argarviöleitnr - segip Jóhann Jónsson. framkvæmdastjóri Hraðfrystistððvarinnar á Þórshðfn „Frystihúsið hefur verið hálf- nýtt siðan það tók til starfa 1976 og með þvi móti er ekki grund- völlur fyrir frystihússrekstri, það þarf jafnt og stöðugt hráefni, sem tryggir jafna og stöðuga atvinnu á staðnum. Það er þvi ekki annað en sjálfsbjargarviðleitni frá okk- ar hendi að fara út í þessi togara- kaup”, sagði Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvarinnar á Þórshöfn I samtali við Visi. „Bátarnir hafa skilað okkur um 2.000 til 2.500 tonnum árlega”, hélt Jóhann áfram. „Til viðbótar höfum við getað krunkað örlitið i togarafisk, þannig aö i ár er útlit fyriraðvið vinnum um 3.000 tonn. Togaraaflinnhefur komið i góðar þarfir, á sama tima og litið hefur aflast hjá bátunum, en það hljóta allir að sjá, að það er ekki hægt að byggja rekstur frystihússins á betlifiski”, sagði Jóhann. — En var ekki á sinum tíma gerður samningur um að togarinn Dagný landaði á Þórshöfn ákveð- inn tima á ári? „Jú, það er rétt, en það er nú kapituli út af fyrir sig. Sjávarút- vegsráöuneytið gekkst fyrir þvi aðgera samning viðTogskip hf. á Siglufirði, um að Dagný landaði hér yfir vetrarmánuðina, þann tima sem bátafiskurinn er ótryggur. Siðan gerðist það að Togskip hf. seldi togarann, en kvöðin um löndunina hér fylgdi i kaupunum, til Arsæls sf. i Hafn- arfiröi. Kom það fram i kaup- samningnum, að kaupendunum var fyllilega kunnugt um þessa kvöð. Þrátt fyrir þaö hafa þeir al- gerlega neitað aö virða þetta ákvæði. Þetta er stórt og alvar- legt mál, sem ekki er útkljúð enn”, sagði Jóhann. — Hefur verið nóg aö gera I frystihúsinu það sem af er árinu? „Þaömásegjaaöhér hafi verið samfelld vinna siðan i mars, en þá landaði Sigureyjan frá Siglu- firði. Siðan tdku bátarnir við, en þegar afli þeirra dróst saman á vormánuðum fengum við um- framafla frá togurunum, þvi þá veiddist mikil grálúða. Siðan hef- ur verið nokkuð samfeUd atvinna, þar til nú fyrir nokkrum dögum. Hins vegar hefur vinna ekki verið mikil, aldrei unnið yfir 10 tima á dag og aldrei á laugardögum, sem var algengt áður. Að auki vil ég undirstrika að. við byggjum ekki upp traustan ’rekstur á betli- fiski”, sagði Jóhann. Jóhann var næst spurður um afkastagetuna, hvort nægilegt vinnuafl væri á Þórshöfn til að vinna afla nýja togarans, til við- bótar við bátafiskinn? „Já,þaðheldég, ég hef ekki trú áöðruenviðgetum það”,svaraði Gott verð fæst fyrir þurrkaða þorskhausa. Jóhann. „Undanfarið höfum við veriðað vinna svonefndan roðfisk á Bretlandsmarkað sem er auð- veldari i vinnslu en blokkirnar og um leið aukast afköstin. Virðist allt útlit fyrir að framhald verði á þessari vinnslu. Nú, ef það verður mokafli, þá höfum við Bakkaf jörð og Kópasker til að hlaupa upp á, en á báðum stöðum eru saltfisk- vinnslur”. — Þú ert ekki hræddur um, að þið þurfið að kalla til erlent vinnuafi þegar togarinn er kom- inn? ,,Nei,ég á ekki von á þvi, og það hefur aldrei komið til tals hjá okkur að fá hingað erlendar stúlkur i fiskvinnslu”, svaraði Jó- hann. — Það hefur verið sagt, að frystihúsið nái ekki fullum af- köstum, einfaldlega vegna þess að það sé of stórt. Er eitthvað til I þvi? „Nei, það er ekki rétt. Hér á Þórshöfn er nægilegur mann- skapur til aö fúllnýta húsið. Það hefur sýnt sig, þvi oftast er unnið hér á öllum borðum. Það koma hinsvegar sveiflur einsogannars staðar, t.d. á haustin þegar kon- urnar vilja taka sér frí vegna haustanna á heimilunum. Húsið er þvi ekki of stórt, nema siður sé”, sagði Jóhann. — Ertu bjartsý.nn á framhaldið ef togarakaupin verða að veru- leika? „Já, það er ég, það dugir ekkí annað en að vera bjartsýnn, ann- ars stæði ég ekki i þessu. Ég skil ekki að nokkur maður geti unniö að verki, sem hann telur dauða- dæmt fyrirfram. Hins vegar geri ég mér fulla grein fyrir þvi, að það verður að standa velaðþessum tekstri til að dæmið gangi upp. Ég get ekki séö að slik útgerð á togara þurfi að ganga verr héðan heldur en frá öðrum stöðum, ef á annað borð er grundvöllur fyrir slikum rekstri, en það hlýtur að vera verkefni stjörnvalda að sjá um það. Við gátum náttúrlega hæglega setið og haldið að okkur höndum, safnað upp skuldum þar til allt var komið i hnút og látið siöan stjórnvöldum aö leysa hann. Við tökum hinn kostinn, aö skapa húsinu rekstrargrundvöll til þess að það geti staðið við sinar skuld- bindingar”, sagði Jóhann Jóns- son i lok samtalsins. G.S./Akureyri ! PP ,1 ----Raufarhöfn. Hef áhyggjur af rekstrar S f f _ Sveinn Eiðsson, sveitarstjóri á j I I I I I Sveinn Eiðsson. sveitarsllóri „Ég hef alltaf stutt það, sjónarmið, að fá hingað annan togara, og þá i samvinnu við Þórshafnarbúa” sagöi Sveinr, Eiösson, sveitarstjóri á Raufar- höfn, í samtali viö Visi. J -.Hins vegar er ég hræddur. J um aö fyrirhuguð togarakaup I reynist okkur of mikil fjárfest- I ing”, sagöi Sveinn. „Mér sýnist aö fjármagnskostnaðurinn geti orðiö 1.2-1.5 milljaröár ícr. á ári. Til samanburðar tná geta þess að 30. septembjer var togarinn okkar, Rauöinúpur, búinn að fiska fyrir ^rúmlega 620 millj. kr., það er hámarkið"áð hann fiski fyrir milljarð á árinu. Ég get þvi ekki séð annað en þetta verði óviðráðanleg útgerð fyrir ekki stærri sveitarfélög. Vissulega hefqr þaö marga kosti fyrir Raufarhöfn og Þórshöfn, að geta ihiðlað afla frá tveimur togurum á milli staðanna. Meþ þvi móti væri hægt aö jafna út toppana, sem gæti þýtt þaö fyrir Raufarhöfn, að við þyrftum ekki lengur á innfluttu vinnuafli að halda. Hins vegar hef ég áhyggjur af rekstrarafkomunni, hef raunar ærnar áhyggjur fyrir af rekstri Ctgerðarfélagsins okkaí. -Þessi togari er fyrst og fremst keyptur vegría þarfa Þórs- hafnar. Hins vegar tel ég aö þaö hefði veriðbrýnna fyrir Raufar- höfn aö endurnj-ja frystihúsiö, sem heldur varla vatni eða vindi og öll starfsaðstaða vart viðun- andi”, sagöi Sveinn i lok sam- talsins. G.S. I I _J rrr ORÐSENDING til þeirra sem enn eiga blöð í ávísanaheftinu. Við tökum við ávísunum fyrir tvöfaldri þeirri upphæð, sem verslað er fyrir og greiðum mismuninn í peningum HANDID Tómstundavörur fyrir heimili og skóla. Laugavegi 26 Sími 29695 "l sterkogstflhrein KirkiKUmk. <(mi ISWS. Ctsölustaðir: Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sóló húsgögn hf. Kirkjusandi Versl. Bjarg hf. Akranesi Húsg.versl. Patreksfjaröar, Patreksfirði J.L. húsið Stykkishólmi J.L. húsið Borgarnesi Húsgagnaversl. lsafjarðar, tsafirði Kf. Hrútfiröinga, Boröeyri Vöruhús KEA, Akureyri Vörubær, Akureyri Versl. Askja hf. Húsavik Lykill, Reyöarfirði Bústoð hf. Keflavfk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.