Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 25

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 11. desember 1980. vtsm 25'> íkvöld Ballettinn Blindleikur - við lónlist Jóns Ásgeirssonar. er lólaverkeini Þjóðleikhússlns í ár „Eru allir komnir?” „Já, ég held það”. „Hvar eru hinir strákarnir?” „Við erum hér”. „Jæja, byrjum þá”. „Músik og 1-2-3-4...” „A, prófum aftur”. „1-2-3-4... nei, þiö verðið að stiga á hælinn. Aftur”. „1-2-3-4-5-6-7-8”. „Já, gott, nú er það. komið”. Það var ys og þys á fjölum Þjóöleikhússins er við brugðum okkur þangaö fyrir skömmu til að fylgjast með æfingu á jólaverk- efni leikhússins i ár, nefnilega ballettinum Blindleik. Hópar ballettdansara voru um allt að æfa þetta sporið og hitt og virtist þolinmæði dansara og stjórnenda óþrjótandi. „Um 60 manns taka þátt í uppfærslunni”. „Þessi ballett, Blindleikur, er saminn sérstaklega fyrir okkur við tónlist Jóns Asgeirssonar, en ballettinn sömdu þau Jochen Ulrich og Sveinbjörg Alex- anders”, sagöi Orn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri tslenska dansflokksins, þegar hlé varð milli æfinga. — Um hvað fjallar ballettinn? „Ja, þemaö er tekið úr sögunni af Gilitrutt. Sagan segir frá hjón- um, hún er glysgjörn og löt, en hann er sivinnandi. Þá kemur og til sögunnar Diabolus, en hann er persónugervingur Gilitruttar og er sifellt að freista konunnar”. — Hverjir fara meö aðalhlut- verkin? „í fyrstu sýningunum verða það Sveinbjörg Alexanders og tveir þýskir karldansarar, annar frá Köln og hinn frá Munchen,þeir Michael Molnar og Conrad Bukes, sem staddir eru hér á landi i tilefni uppfærslunnar. Hverjir það verða, sem taka við hlutverkum þeirra, þegar þau fara er ekki alveg ákveðið enn”. — Hvað margir taka þátt i upp- færslunni? „1 allt eru það um 60 manns. Það eru um 30 hljóöfæraleikarar úr Sinfóniuhljómsveitinni og siðan um 30 ballettdansarar. Ballettdansararnir eru úr ts- lenska dansflokkinum, úr skólan- um og einnig koma fram leikarar og aðrir, sem hafa aðstoöað okkur i fyrri ballettuppfærslum”. — Er þetta skemmtilegt verk- efni? „Já, það er alltaf skemmtilegt aö fást við verkefni sem þetta og þessi sýning er engin undantekn- ing þar á”, sagði Orn Guðmunds- son. — KÞ Jochen Ulrich hefur samiö Blind- ieik með aðstoð Sveinbjargar Alex- anders og stjórnar hann uppfærslunni ásamt henni. Til hægri er Michael Moinar, sem fer með eitt aðalhlut- verkið. „Þær Helga, Edda og Inga fá fyrirmæli frá Ulrich”. tslenskur texti Afarspennandi og bráð- skemmtileg ný amerisk kvikmynd i litum um hinn ævintýralega Kóngulóar- mann. Leikstjóri. Ron Satlof. Aðalhlutverk: Nicholas Hammond, JoAnna Cameron. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Dæmdur sakiaus Istenzkur taxtl Hörkuspennandi sakamála- mynd i litum með úrvals- leikurunum Marlon Brando, Jane Fonda, Robert Red- ford. Endursýnd kl. 11 Bönnuö börnum & 19 OOO I . * -§©taif 'A- Trylltir tónar OfL ■tSvp- VALERIE PERRINE BRUCE JENNER Viöfræg ný ensk-bandarisk músik og gamanmynd, gerð af Allan Carr, sem gerði „Grease”. — Litrik, fjörug og skemmtileg með frábær- um skemmtikröftum. íslenskur texti. Leikstjóri: Nancy Walker Sýnd kl. 3-6, 9 og 11.15 Hækkað verð. Systurnar What the Devil hath joined togethei let no man cut asunder! Sérlega spennandi og sér- stæö og vel gerð bandarisk litmynd, gerð af Brian de Palma,með Margot Kidder — Jennifer Salt íslenskur texti — Bönnuð innan 16 ára Endursýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05,9.05 og 11.05 --------seiDiuiir •.€-------- Hjónaband Maríu Braun Spennandi — hispurslaús, ný þýsk litmynd gerð af Rainer Werner Fassbinder. Hanna Schygulla — Kiaus Lowitsch Bönnuð innan 12 ára Islenskur texti Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11,15 ' i -s^iDimff P--------- Leyndardómur kjallarans Spennandi og dularfull ensk litmynd með Beryl Reed — Flora Robson Leikstjóri: James Kelly tslenskur texti Bönnuð innan 16 ára Endurs. kl. 3,15—5,15 — 7,15 — 9,15 — 11,15 Laugalæk 2 Sími 8-65-11 Aðeins úrvals kjötvörur “Umboðsmaður óskast á Höfn, Hornafirði Upplýsingar gefnar i simum: 86611 og 28383 0ÍL4LOG4 Skeifunni 17, Simar 81390 Urval af bílaáklaeðum (coverum) Sendum í póstkröfu. Altikabúðin Hverfisgötu 72 S 22677

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.