Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 26

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 26
26 VtSIR 6881 Tsd/Ti'j<!f»b .11 lugtbuJnimil Fimmtudagur 11. desember 1980 Leikíist Þjóðleikhúsið: Litla sviðið: Dags hríðar spor klukkan 20:30. Leikfélag Reykjavikur: Ofvitinn klukkan 20:30. Tóníist Háskólabió: Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar Islands i kvöld klukkan 20:30. Myndlist Torfan: Björn G. Björnsson sýnir leikmuni úr Paradisarheimt. Galieri Lækjartorg: Jóhann G. Jóhannsson sýnir vatnslita- og oliumyndir. Iljúpið: Thor Vilhjálmsson sýnir myndir. Kjarvalsstaðir: Kinversk mynd- list. Galleri Guðmundar: Weissauer sýnir grafík. Norræna húsið: Penti Kaskipuro sýnir grafik i anddyri. 1 bókasafninu er skartgripasýn- ing. Listasafn Alþýðu: Verk i' eigu safnsins. Listasafn islands: sýning á nýj- um og eldri verkum i eigu safns- ins. Asgrimssafn : Afmælissýning. Nýlistasafnið: Bökasýning, bæk- ur eftir um 100 listamenn frá um 25 löndum. Galleri Langbrók: Sigrún Eld- járn sýnir teikningar og vatns- litamyndir. Torfan: Gylfi Gíslason og Sigur- jón Jóhannsson, leikmynda- og búningateikningar. Mokka: Gunnar Hjaltason sýnir teikningar og vatnslitamyndir. Galleri Suðurgata 7: Ólafur Lárusson sýnir. Epal: Textilhópurinn með sýn- ingu á tauþrykki. Ásmundarsalur: Jörundur Páls- son sýnir vatnslitamyndir. Kirkjumunir: Sigrún Gisladóttir sýnir collagemyndir. Sinfóniuhljómsveit islands hcldur sina sjöundu áskriftartónleika I I Háskólabiói i kvöld. Lög úp söngleiklum á tónleikum Sinfóniuhljómsveítarinnar i kvöld „Efnisskrá tónleikanna er úr ameriskum söngleikjum,meðal annars lög úr West Side Story, My Fair Lady, Oliver og Porgy and Bess,” segir i frétt 1 frá Sinfóniuhljómsveit íslands, en sjöundu áskriftartónleikar hljómsveitarinnar verða i kvöld i Háskólabiói klukkan 20:30. Stjórnandi tónleikanna verður Páll P. Pálsson, en hann er fæddur i Graz i Austurriki árið 1928. Naut hann þar vfðtækrar tónlistarmenntunar.en að henni lokirini hlaut hann sæti i óperu- hljómsveitinni i Graz, þá aðeins sautján ára að aldri. Þaö var siðan árið 1949, að hann tók til- boði frá Islandi um að gerast stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavikur. Hann lék i Sinfóniuhljómsveit Islands fram til ársins 1959, en þá hélt hann til Hamborgar til frekara tónlistarnáms. Hann er nú fast- ráöinn hljómsveitarstjóri Sinfóniuhljómsveitarinnar. Einsöngvarar með hljóm- sveitinni i kvöld eru Banda- rikjamenn, þau Diane Johnson og Michael Gordon. Hún er fædd og uppalin i New York og stund- aöi tónlistarnám við Julliard tónlistarskólann og framhaids- nám við Hartfordháskóla og há- skólann i Indiana, þar sem hún naut handleiðslu óperusöngkon- unnar Eileen Farrell. Hún lauk meistaraprófi siðastliðiö vor. Hún hefur starfað meö ýmsum óperufélögum, tekið þátt i flutn- ingi á mörgum söngleikjum og hvarvetna hlotið mikið lof fyrir söng sinn. Michael Gordon er fæddur á Flórida, en stundaði tónlistar- nám við tónlistarháskólann i Cleveland og Columbiaháskól- I ann i New York. Hann er fram- j kvæmdastjóri og aðalsöngvari j við Porgy and Bess tónlistar- j flokkinn, sem ferðaðist um j Bandarikin með konsertútgáfu j á samnefndri óperu, og hefur j vakið mikla athygli siðastliðin | þrjú ár. Gordon er nú prófessor ■ við Indianaháskóía, en hefur j annars starfað viða sem söng- j vari og hljómsveitarstjóri. ! —KÞ Nýja gallerlið: Magnús Þórarins- son sýnir oliu- og vatnslitamyndir og ámálaða veggskildi úr tré. Hótel Borg:Magnús Jóhannesson sýnir vatnslita- og acryl-myndir. Matsölustadir Skrinan: Frábær matur aí frönskum toga i huggulegu um- hverfi og ekki skemmir, að auk vinveitinganna er öliu verði mjög stillt i hóf. Gylfi Ægisson spilar á orgel milli klukkan 19 og 22 fimmtudaga, föstudaga, laugar- daga og sunnudaga. Hiiðarendi: Góður matur, fin þjónusta og staðurinn notalegur. Grillið: Dýr en vandaður mat- sölustaður. Maturinn frábær og útsýnið gott. Naustið: Gott matsöluhús, sem býður upp á góðan mat i skemmtilegu umhverfi. Magnús Kjartansson spilar á pianó á fimmtudags- og sunnudagskvöld- um og Ragnhildur Gisladóttir syngur oftiega við undirleik hans. Hótel Holt: Góð þjónusta, góður matur, huggulegt umhverfi. Dýr staður. Kentucky Fried Chicken: Sér- sviðið eru kjúklingar. Hægt að panta og taka með út. Hótel Borg: Ágætur matur á rót- grónum stað i hjarta borgarinn- ar. Múlakaffi:Heimilislegurmatur á hóflegu verði. Esjuberg: Stór og rúmgóður staður. Vinsæll um helgar, ekki sist vegna leikhorns fyrir börn. Vesturslóð: Nýstárleg innrétting, góður matur og ágætis þjónusta. Hornið: Vinsæll staður, bæði vegna góðrar staðsetningar og úrvals matar. 1 kjallaranum — Djúpinu — eru oft góðar sýningar (Magnús Kjartansson um þessar mundir) og á fimmtudagskvöld- um er jazz. Torfan:Nýstárlegt húsnæði, ágæt staðsetning og göður matur. Lauga-ás: Góður matur á hóflegu verði. Vfnveitingaleyfi myndi ekki saka. Arberg: Vel útilátinn, góður heimilismatur. Verði stillt í hóf. Askur, Laugavegi: Tveir veitingastaðir undir sama þaki. Milli klukkan 9og 17 er hægt að fá fina grillrétti svo að eitthvað sé nefnt á vægu verði. Eftir klukkan 18 breytir staðurinn um svip. Þá fer starfsfólkið i annan einkennis- búning menn fá þjónustu á borðin og á boðstólum eru yfir 40 réttir auk þess sem vinveitingar eru. Enginn svikinn þar. Askur, Suðurlandsbraut: Hinir landsfrægu og sigildu Askréttir, sem alltaf standa fyrir sinu. Rétt- ina er bæði hægt að taka með sér heim eða borða þá á staðnum. Askborgarinn: Hamborgarar af öllum mögulegum gerðum og stærðum. Askpizza: Þar er boðið upp á 1 júf- fengar pizzur, margar tegundir. minningarspjöld Minningarspjöld Blindrafélags- ins fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu félagsins Hamrahliö 17 simi 38180 Ingólfsapóteki, Iðunnarapoteki, Háaleitis- apóteki, Vesturbæjarapoteki, Garðsapoteki, Kópavogsapóteki, Hafnarfjarðarapoteki, Apoteki Keflavikur, Simstöðinni Borear- nesi, Akureyrarapóteki og Astu Jónsdóttur, Húsavik... Minningarkort Sambands dýra- verndunarfélags Islands fást á eftirtöldum stöðum: I Reykjavik: Loftið Skólavörðustig 4, Verzlunin Bella Laugaveg 99, Bókav. Ingibjargar Einarsdóttur Kleppsveg 150, Flóamarkaöi S.D.I. Laufásvegi 1 kjallara, (Smáauglýsingar — sími 86611 OPIÐ' Mánudaga til föstudaga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 — sunnudaga kl. 18 18-22 J Til sölu Gtanborðsmótor 50 ha. Mercury utanborðsmótor til sölu. Uppl. eftir kl. 5 i sima 45114. Jólakirkjur Höfum til sölu nokkrar jólakirkj- ur með ljósum. Sendum. Uppl. I sima 76584. Concord ljóskastarar (rauðir) 22 stk. Asamt brautum 4 stk. 2.30 m á lengd og 1 stk. 2 m á lengd. Nánariuppl. i sima 21849 eftir kl. ' 7 á kvöldin. Eldhúsborð og 4 stólar til sölu, einnig Emmeljungen barnavagn og barnakerra. Uppl. i sima 37908. Peningaskápur og Unionspecial saumavél til sölu. Uppl. i sima 54287 e.kl. 7 i kvöld og næstu kvöld. Fornverslunin, Grettisgötu 31, simi 13562. Eldhúskollar, svefn- bekkir, eldavélar, skenkur, borð- stofuborð og stólar, svefnsófar tvibreiðir og margt fleira. Fornversl., Grettisgötu 31, simi 13562. Húsgögn Sófasett Til sölu 4ra sæta sófi og 2 stólar. Uppl. i sima 84164 eftir kl. 6. Rúm — Skatthol Vel með farið rúm og skatthol til sölu.Uppl. i sima 40954 á kvöldin. Til jólagjafa. Innskotsborð 5 gerðir, kaffi- og barnavagnar, sófaborð, lampa- borð, taflborð, rokkokoborð. Blómasúlur, blómakassar, blómastangir, rokkókostólar, renaisancestólar, barrokkstólar, hvildarstólar. Blaðagrindur, fatahengi, lampar, styttur o.m.fl. — Nýja bólsturgerðin, Garðshorni, Fossvogi. Simi 16541. Svefnbekkir og svefnsófar til sölu. Hagkvæmt verð. Sendum i póstkröfu. Uppl. á öldugötu 33. Simi 19407. Tökum I umboðssölu notuð sjónvarpstæki. Athugið, ekki eldri en 6 ára. Sportmark- aðurinn, Grensásvegi 50. Simi 31290. Hljómtæki ooo *»» ®ó Til sölu: Scott 480 A magnari, 2 stk. Marantzhátalarar 660 Hd. Uppl. i sima 37179 milli kl. 7—10 á kvöldin. Hljóófgri Hljómborðsleikarar ATH! Hljómborðsleikara vantar i jass-rokk hljómsveit. Þarf að eiga rafmagnspianrf. Upplýsingar; Einar i sima 52228. (Heimilistgki Husquarna 3ja hellu eldavél, 2 ofnar með grilli, til sölu, notað en i fullkomnu lagi. Simi 83998. Hjól-vagnar Kawasaki 1000 árg. ’80 til sölu. UppL I sima 26559 eftir kl. 5. Verslun Við seljum á mjög sanngjörnu verði forstofuskápa ogspegla, sófasett, sérstaka stóla i barokstil og rókó- kóstil, sófaborð með marmara- plötu, litil sófaborð með marm- arahillu á málmfótum, simastóla með borði, teborð, taflaborð og taflmenn. Lampa og lampafætur úr tré og Onix, bókastoðir o.fl. Havana, Skemmuvegi 34 og Torfufelli 24, simi 77223. 6 VANDAÐAR BÆKUR AKR.5000,- Bókaútgáfan Rökkur tiikynnir: Kjarakaupatilboð Rökkurs er sem hér segir: Eftirtaldar 6 bækur allar i vönd- uðu bandi á kr. 5.000,- Frumsamdar, Horft inn i hreint hjarta 4. útgáfa. Ævintýri Islendings 2. útg. (Frumsamdar eftir Axel Thor- steinsson) Gamlar glæður, Skotið á heiðinni, Astardrykkurinn og Ég kem i kvöld, skáldsaga um ástir og ör- lög Napóleons og Jósefinu. Allt úrvals sögur um ástir og dul- rænt efni, SENDAR BURÐAR- GJALDSFRITT EF GREIÐSLA FYLGIR PÖNTUN. GÓÐUR KAUPBÆTIR AUKREITIS. Ef óskað er eftir að bækurnar séu sendar i póstkröfu, greiðir viðtak- andi burðargjald og póstkröfu- gjald. Útgáfan hefur einnig fleiri vand- aðar bækur á lágu verði. Hún minnir einnig á Greifann af Monte Cristo 5. útg. i 2 bindum. Útvarpssagan vinsæla: Reynt að gleyma, Linnankoski: Blómið blóðrauða, þýðendur Guðmundur heitinn skólaskáld og Axel Thor- steinsson. BÓKAÚTGAFAN RÖKKUR FLÓKAGÖTU 15. Simi 18768. Bókaafgreiðsla opin 9-11 og 15-19 alla virka daga til jóla. Jólamarkaðurinn i Breiðfirð- ingabúð: Fallegar og ódýrar vörur verða seldar næstu daga.t.d. ungbarna- fatnaður, barnabuxur, barna- peysur, leikföng, jólastjörnur, jólakúlur, útiijósasamstæða o.m.fl. Hér eru um mjög ódýrar og góðar vörur að ræða. Jóla- markaðurinn i Breiðfirðingabúð. Vetrarvörur Vetrarsportvörur. Sportmarkaðurinn Grensásvegi 50 auglýsir: Skiðamarkaðuririn á fulla ferð. Eins og áður tökum við I umboðssölu skiði, sklðaskó, skiðagalla, skauta o.fl. Athugið, höfum einnig nýjar skiðavörur I úrvali á hagstæðu verði. Opið frá kl. 10 til 12 og 1 til 6, laugardaga frá kl. 10-12. Sendum i póstkröfu um land allt. Sportmarkaðurinn, Grensásvegi 50, simi 31290. Fatnadur Hailó dömur. Stórglæsileg nýtisku pils til sölu. Pllseruð pils i öllum stærðum (þola þvott I þvottavél). Enn- fremur blússur i stærðum 34-36 og þröng pils með klauf. Sérstakt tækifærisverð. Sendi I póstkröfu. Uppl. i sima 23662 i Tapaó - f undið Brúnn kape tapaðist I Brautarholti að kvöldi 9. des. sl. Skilvis vinnandi vinsamlega hringi I sima 15198. Fundarlaun. Gleraugu fundust i gær, 9/12, á móts við gömlu Mjólkurstöðina. Uppl. i sima 26419. ,—_____________________ Hreingerningar Hreingerningar. Geri hreinar ibúðir, stigaganga, fyrirtæki og teppi. Reikna út verðið fyrirfram. Löng og góð reynsla. Vinsamlegast hringið i slma 32118 Björgvin. Gólfteppaþjónusta. Hreinsum teppi og húsgögn með háþrýstitæki og sogkrafti. Erum einnig með þurrhreinsun á ullarteppi ef þarf. Það er fátt sem stenst tækin okkar. Nú eins og alltaf áður, tryggjum við fljóta og vandaða vinnu. Ath. 50 kr. af- sláttur á fermetra á tómu hús- næði. Erna og Þorsteinn, simi 20888. Hreingerningar-Gólfteppahreins- un. Tökum aðokkur hreingerningar á Ibúðum, stigagöngum og stofnun- um. Einnig gólfteppahreinsun með nýrri djúphreinsivél sem hreinsar með góðum árangri. Munið að panta timanlega fyrir jól. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. i sima 33049 og 85086. Hauk- ur og Guðmundur. Tökum að okkur hreingerningar á ibúðum, stigagöngum og stofn- unum. Tökum einnig að okkur hreingerningar utan borgarinnar og einnig gólfhreinsun. Nú er rétti timinn til að panta jólahreingern- inguna. Þorsteinn, simi 28997 og 20498. Hólmbræður. Teppa- og húsgagnahreinsun með öflugum og öruggum tækj- um. Eftir að hreinsiefni hafa veriðnotuðeru óhreinindi og vatn sogað upp úr teppunum. Pantið timanlega I sima 19017 og 77992. Ölafur Hólm. D ÍDýrahaM Viljum iáta guiifallega tikarhvolpa. Uppl. i sima 66913. Þjónusta Pipulagnir. Viðhald og viðgerðir á hita- og vatnslögnum og hreinlætistækj- um. Danfoss4cranar settir á hita- kerfi, stillum hitakerfi og lækkum hitakostnað. Erum pipulagn- ingarmenn. Simi 86316. Geymið auglýsinguna. . ______________

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.