Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 24
DAGLEGT LÍF 24 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 • www.myndlist.is Jóhannes S. Kjarval Rauði kross Íslands hefursent jólakveðjur inn áheimili landsmanna íformi jólamerkja, merk- isspjalda, ásamt jólakorti. Hug- myndin er að gefa almenningi kost á að styðja við mannúðarstarf fé- lagsins innanlands með því að greiða meðfylgjandi gíróseðil. Gunnar Karlsson myndlist- armaður gerði myndirnar í jólahefti Rauða krossins í ár og notaði þau heiðurshjónin Grýlu og Leppalúða, syni þeirra þrettán og jólaköttinn sem yrkisefni. Það sem vakið hefur athygli við þessar myndir Gunnars er að margir telja sig þekkja ákveðna myndlistarmenn í andlitum jólasveinanna. Sjálfur játar Gunnar því hvorki né neitar að fyrirmynd- irnar séu sóttar í andlitsfall þessara manna. „Það eru einhverjir sem telja sig hafa þekkt sjálfa sig í þessum hópi, en það er auðvitað bara þeirra mál. Hins vegar verður að segjast eins og er að oft hefur verið litið á myndlistarmenn sem hálfgerða jólasveina í íslensku samfélagi. Þeir fara stundum ótroðnar slóðir og eru óþægir. Í ljósi þess er slík hug- mynd ekki út í hött. En ef einhver telur sig þekkja ákveðna menn á þessum myndum er það eflaust til- viljun. Hinu er þó ekki að neita að ég vildi gera rammíslenska jóla- sveina og til þess að svo mætti verða reyndi ég að gera andlitin eins íslensk og frekast var unnt. Það má því vel vera að í undirvit- undinni hafi ég haft einhverja ákveðna menn í huga til að ná þess- um íslenska svip,“ sagði myndlist- armaðurinn og greinilegt er að hann vill ekki gefa höggstað á sér hvað þetta varðar. Gunnar kvaðst trúa á jólasveina og segist hafa séð marga slíka hér á landi, ekki bara um jól, heldur einn- ig á förnum vegi, á víð og dreif um landið, jafnt sumar sem vetur. „Þeir leynast víða, jólasveinarnir,“ sagði hann og kímdi. „Nei, án gríns þá hef ég lengi haft áhuga á jólasveinunum og sög- um um þá. Ég er staðráðinn í að einhvern tíma ætla ég að gefa út bók um jólasveinana. Ég hef verið með þessa hugmynd í maganum í áratugi og kannski má segja að fyrsta skrefið hafi verið stigið þeg- ar ég gaf út Grýlusögu árið 1999. Þá rættist langþráður draumur. Síðan hef ég ekki myndskreytt bók og finnst tími til kominn að gera eitthvað í þeim efnum. Og þegar þeir höfðu samband við mig frá Rauða krossinum og báðu mig um að sjá um jólaheftið í ár fannst mér tilvalið að útfæra þessa hugmynd að rammíslenskum jólasveinum.“ Gunnar Karlsson útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1979 og var við nám í Konunglegu listaakademíunni í Stokkhólmi 1980 til 1982. Hann hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga heima og erlendis. Nú í seinni tíð hefur Gunnar getið sér orð fyrir gerð teiknimyndanna Litla lirfan ljóta og Anna og skapsveifl- urnar, sem nú er í vinnslu. Svo er aldrei að vita nema hinn langþráði draumur um jólasveinasögurnar verði að veruleika áður en langt um líður.  JÓLASTEMNING| Jólahefti Rauða krossins í útfærslu Gunnars Karlssonar myndlistarmanns vekur athygli Morgunblaðið/Eggert Gunnar Karlsson: Vætir bakhliðina á einu jólamerkinu. svg@mbl.is Kunnugleg andlit: Ef til vill kannast einhverjir við þessa tvo? Jólasveinar: Þrettán saman komnir á jólakorti Rauða krossins. Rammíslenskir jólasveinar ALLAR sýkingar sem verða hjá fólki í kjölfar innlagnar eða aðgerðar á sjúkrahúsi eða á einkareknum lækn- ingastofum hafa verið kallaðar spít- alasýkingar. Sýkingar sem starfs- fólk sjúkrahúsa eða lækningastofa fá í tengslum við starf sitt teljast einnig til þessara sýkinga. Spít- alasýkingum má í grófum dráttum skipta í þrjá flokka: 1. Smitsjúkdóma sem smitast auð- veldlega manna á milli, s.s. nið- urgang, inflúensu, berkla eða lifr- arbólgu B. 2. Sýkingar sem tengjast hvers kyns aðgerðum og eru í eðli sínu ekki smitandi en geta þó borist manna á milli, t.d. með höndum starfsfólks eða menguðum áhöldum. Orsakir slíkra sýkinga geta hvort heldur verið bakteríur úr umhverf- inu eða af sjúklingunum sjálfum. Dæmi um slíkar sýkingar eru gröft- ur í skurðsárum eftir skurðaðgerðir, þvagfærasýkingar í kjölfar þvag- leggja, lungnabólgur eftir kvið- arholsskurði, blóðeitranir út frá æðanálum eða lifr- arbólgur eft- ir stunguó- höpp. 3. Sýk- ingar af völd- um baktería sem eru komnar með aukið þol fyrir sýklalyfjum, en slíkar bakteríur er oft að finna í umhverfi á sjúkrahúsum, lækningastofum, öldrunarstofnunum og öðrum stöð- um þar sem mikið er notað af sýkla- lyfjum. Einstaklingar (heilbrigðir eða sjúkir) geta sýkst af slíkum bakt- eríum og borið þær óafvitandi út í samfélagið, á milli staða, og hugs- anlega smitað einstaklinga sem eru með minni mótstöðu gegn sýkingu, t.d. fólk með sykursýki og fólk í krabbameinsmeðferð. Spítalasýkingar geta verið mjög misalvarlegar, allt frá því að vera léttvægar yfir í að vera lífshættu- legar og ættu allar heilbrigðisstofn- anir að hafa það sem sitt helsta keppikefli að reyna að fyrirbyggja þær. Fyrirbyggingin þarf að felast í að grafast fyrir um orsakir sýking- anna, vakta þær, beita aðgerðum í að hindra dreifingu og skrá þær sýk- ingar sem verða. Spítalasýkingar kosta þjóðfélög mikla fjármuni vegna þess að sjúkrahúsdvöl lengist og öll meðferð verður dýrari fyrir utan öll þau óþægindi og fjárhags- legt tap fyrir einstaklingana sem fyrir þessu verða. Í Bandaríkjunum er talið að spítalasýkingar kosti um fimm milljarða dollara árlega og í Svíþjóð er áætlað að beinn útlagður árlegur kostnaður sé yfir milljarður sænskra króna. Meirihluti spít- alasýkinga telst ekki til þeirra sjúk- dóma sem eru tilkynninga- og skráningarskyldir skv. sótt- varnalögum og því er ekki fyrir hendi samræmd skráning þessara sýkinga hér á landi. Stefnt er að því að gera spítalasýkingar skráning- arskyldar samkvæmt lögunum. Ein- staka stofnanir hafa leitast við að skrá sýkingar í kjölfar aðgerða en þörf er á samræmdu átaki alls stað- ar til að betra yfirlit fáist í þessum efnum. Það ætti að vera sjálfsögð krafa um nútíma gæðaeftirlit að slík skráning fari fram. Ása St. Atladóttir hjúkrunar- fræðingur, verkefnastjóri sýkla- og eiturefnavarna á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins .  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Spítalasýkingar Spítalasýk- ingar geta ver- ið allt frá því að vera létt- vægar yfir í að vera lífs- hættulegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.