Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 13 „VIÐ fengum góðar móttökur hjá þingmönnunum. Þeir hlustuðu á rök okkar, en ég veit svo sem ekkert hvað kemur út úr þessu,“ segir Magnús Kristinsson, formaður Út- vegsbændafélags Vestmannaeyja. Magnús gekk á fund þingmanna Suðurkjördæmis í Alþingishúsinu í gær ásamt Bergi Elías Ágústssyni, bæjarstjóra og Arnari Hjaltalín, for- manni Drífanda, stéttarfélags, til að kynna afstöðu fjölda stéttarfélaga og annarra aðila í Vestmannaeyjum til framkomins frumvarps um línu- ívilnun til dagróðrabáta sem róa með línu og beita í landi. „Við skoruðum á þingmennina að standa gegn samþykkt frumvarps sjávarútvegsráðherra um línuíviln- un og hugmyndum Kristins H. Gunnarssonar alþingismanns um sama mál. Við færðum ýmis rök fyr- ir máli okkar og bentum til dæmis á það að á síðustu fimm árum hefði meðalverð á netaþorski á fiskmörk- uðum verið 200 krónur á kíló, á þorski úr trolli 180 krónur og 150 krónur á línuþorski. Því stæðust ekki þau rök fylgjenda línuívilnunar að með henni væri verið að stuðla að því að verðmeiri fiskur bærist að landi. Mikið af línuþorskinum kemur af smærri bátum sem landa honum óslægðum og því fæst lægra verð fyrir hann. Við bentum ennfremur á þær afleiðingar sem línuívilnunin getur haft á útgerð og fiskvinnslu í Vestmannaeyjum. Síðan verðum við bara að sjá hvað setur,“ segir Magn- ús. Þeir aðilar og félög sem standa að baki þeirri áskorun að línuívilnun verði hafnað, eru Drífandi, stéttar- félag, Verkstjórafélag Vestmanna- eyja, Útvegsbændafélag Vest- mannaeyja, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi, Sveina- félag járniðnaðarmanna, Meistara- félag Byggingarmanna, Starfs- mannafélag Vestmannaeyjabæjar, Verzlunarmannafélag Vestmanna- eyja, Félag kaupsýslumanna í Vest- mannaeyjum, Sjómannafélagið Jöt- unn og starfsmannafélög Ísfélags Vestmannaeyja og Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Jim Smart Vestmannaeyingar funda með þingmönnum Suðurkjördæmis. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er lengst til vinstri. Þá koma Magnús Kristinsson, Bergur Elías Ágústsson, Arnar Hjaltalín, fulltrúar Eyja- manna, og loks Guðjón Hjörleifsson, þingmaður. Fengum góð- ar móttökur MAREL hefur nú selt fimm IPM III LaserEyse-skurðarvélar innanlands. Vélin er af nýrri kynslóð skurð- arvéla sem nýta sér þrívíða leysisjón til að mæla afurðir til skurðar. Fyrri hluta síðastliðins árs kynnti Marel nýja kynslóð skurðarvéla með leysisjón, IPM III LaserEye, sem leysti af hólmi eldri skurðarvél fyr- irtækisins. Nýja skurðarvélin er nákvæmari og skilar verðmætari afurðum en eldri gerðin. Hún notar leysisjón til að taka þrívíða mynd af stykkinu sem skera á og metur þannig stærð þess. Afurðin er síðan skorin eftir fyrirfram ákveðnum forsendum sem hver og ein vinnsla setur sér. Með notkun vélarinnar ná framleiðendur mun meiri nákvæmni í skurði sem skilar sér í bættri nýtingu hráefnis, auknum gæðum og meiri verðmæt- um. Þrátt fyrir að meginhluti mark- aðar Marel sé erlendis hefur sala á tækjum í matvælavinnslu hér á landi gengið mjög vel á þessu ári og m.a. hafa fimm íslensk fyrirtæki keypt IPM III-skurðarvél. Vélin er nú þegar í notkun hjá ÚA á Akureyri, Samherja á Dalvík, Granda og Toppfiski í Reykjavík. Salan á nýrri vél hefur einnig skap- að svigrúm fyrir fleiri fiskvinnslu- hús til að fjárfesta í notuðum skurð- arvélum og bæta þannig framleiðslu. Gunnvör í Hnífsdal og Norðurströnd á Dalvík hafa nýtt sér þetta tækifæri og keypt notaðar skurðarvélar til að auka afköst og nákvæmni í sinni vinnslu. Yfir 100 Marel IPM III hafa verið framleiddar síðan vélin kom á mark- að og er þær nú í notkun í fisk-, kjöt- og kjúklingaiðnaði um allan heim. Þegar hafa verið seldar meira en hundrað nýjar skurðarvélar. Ný skurðarvél eykur afurðaverðmæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.