Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 21 Reykjavík: Kringlan 6 • Stóri turn • Sími 550 2000 • www.sphverdbref.is Hafnarfjörður: Strandgata • Reykjavíkurvegur Garðabær: Garðatorg Verðbréf Ávöxtun ...fyrir þig og þína Síminn hefur lækka› stofngjöld heimilissíma og ISDN um allt a› helming. Heimilissími ISDN Ver›: 6.900 kr.Ver›: 3.900 kr. Ver› á›ur: 7.000 Ver› á›ur: 12.900 • Númerabirtir (50 númer) • Símaskrá (20 númer) • Hle›sla allt a› 150 klst. í bi› • Taltími allt a› 12 klst. • Dregur 50-300 metra • Hægt a› tengja aukahandtæki • 20 mismunandi hringingar • Klukka/vekjaraklukka • Endurval (10 númer) • S‡nir lengd samtals Panasonic TCD-652 Glæsileg jólagjöf tveir fyrir einn Allt a› helmings- lækkun á stofngjöldum heimilissíma 1.000 kr. færast mána›arlega á símreikning næstu 12 mánu›i. Léttkaupsútborgun 1.990 kr. Ver› 13.990 kr. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / S Í A / N M 1 0 8 5 1 Forstöðumaður Náttúru-stofu Reykjaness í Sand-gerði reiknar með aðfljótlega verði skipaður starfshópur til að vinna að undir- búningi Þjóðgarðs í sjó og ráðinn starfsmaður til að gera skýrslu um hugmyndina. Vonast hann til að undirbúningsvinnu ljúki fyrir lok næsta árs þannig að unnt verði að taka ákvarðanir um framhaldið á grundvelli hennar. Sveinn Kári Valdimarsson, for- stöðumaður Náttúrustofu Reykja- ness, hefur kynnt hugmynd sína um friðun svæðis í sjónum og rannsóknir á áhrifum hennar á líf- ríkið. Fékk Náttúrustofan fimm milljóna króna fjárveitingu til að byggja upp aðstöðu fyrir rann- sóknir á hegðun fiska og til að stofna vinnuhóp um verkefnið Þjóðgarður í sjó. Sveinn Kári segir að þetta sé heldur minna fjármagn en sótt var um en hann vonast þó til að hægt verði að koma verkefn- inu af stað. Út af Reykjanesi Sveinn Kári segir að hugmyndin sé upprunnin í Suðurhöfum þar sem fiskur hafi vaxið og dafnað í skjóli friðunar kóralrifa. Víðar hef- ur verið gripið til friðunar til að vernda kóral, meðal annars í Nor- egi þar sem verið er að friða 1400 staði fyrir tilteknum veiðarfærum. Upphaflega var Sveinn Kári að velta fyrir sér möguleikanum að friða svæði úti af Reykjanesi. Hann segir þó ekki tímabært að segja til um það nú. Fyrst verði að fara í gegnum það hvers virði slík friðun sé og ef niðurstaðan verði jákvæð þá þurfi að ákveða hvaða svæði henti best, hversu stórt það eigi að vera og hvernig standa skuli að friðun. Allt velti þetta á niðurstöðum væntanlegs starfs- hóps. Verkefnið Þjóðgarður í sjó geng- ur út á það að kanna hvort slík friðun geti verið í sátt við þá sem nýta hafið sem auðlind og hvort slík svæðafriðun geti nýst við veiði- stjórn. Í kynningu sinni á verkefn- inu vekur Sveinn Kári athygli á því að sú stefna í fiskveiðistjórnun sem flestar þjóðir hafi tileinkað sér hafi verið gagnrýnd harkalega á undan- förnum árum. Rætt hafi verið um að skoða þurfi hafið sem meiri heild og að vernd og friðun bú- svæða þurfi að fá aukið vægi. Ekki megi byggja eingöngu á veiði- stjórnun á einstökum stofnum nytjafiska. Sveinn Kári segir að nýlegar rannsóknir sýni að fiskar verði stærri á friðuðum haf- svæðum, stofnarnir verði þéttari og nýliðun meiri en á sambæri- legum óvörðum svæðum. Síðan hafi veiðar aukist í kjölfar friðunar. Sveinn segir að hugmyndin byggist strangt til tekið fremur á ræktun ákveðinna svæða en náttúruvernd. Sveinn Kári leggur mikla áherslu á að verkefnið verði ekki unnið nema í góðri sátt við sjó- menn. Því hefur hann lagt til að sjómenn á starfssvæði Náttúru- stofu Reykjaness eigi fulltrúa í starfshópnum ásamt fulltrúum um- hverfis- og sjávarútvegsráðuneyta, Hafrannsóknastofnunar og Náttúrustofu Reykjaness. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Í sátt við sjómenn: Sveinn Kári Valdimarsson segir að enginn þjóðgarður verði stofnaður í sjónum nema með stuðningi þeirra sem hafið nýta. Ræktun fremur en náttúruvernd Undirbúningur verkefnisins Þjóðgarður í sjó hefst á næstunni Suðurnes | Styrktafélag Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja vill að heil- brigðisþjónusta á Suðurnesjum verði færð til sveitarstjórnanna. Á aðalfundi félagsins sem nýlega var haldinn var samþykkt ályktun þar sem tekið er undir tillögu bæjar- stjórnar Grindavíkur í þessu efni. Miklar og heitar umræður urðu á aðalfundinum um stöðu heilbrigðis- mála á svæðinu og tillögur vegna þess samþykktar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hörmuð var staða læknismála á svæðinu og skorað á heilbrigðisyfirvöld að finna lausn á henni. Einnig óskaði fund- urinn eftir skýrum svörum um stefnu stjórnenda HSS og heilbrigð- isyfirvalda um nýtingu D-álmunnar en hún hafi verið byggð fyrir aldraða sjúka á Suðurnesjum. Í ályktuninni eru allir sem komið hafa að uppbyggingu stofnunarinnar hvattir til að tryggja að staðið verði við gefin loforð og fyrri áform um nýtingu D-álmunnar. Fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu að þörfin fyrir legudeild aldraðra sjúka væri enn brýn þótt heimaþjónusta hafi sem betur fer aukist á undan- förnum árum. Enn væru í fullu gildi markmið félagsins, sem og markmið D-álmu samtakanna, að veita beri öldruðum sjúkum sem fullkomnasta þjónustu í heimabyggð. D-álman fyrir aldraða Stálu hljóðfærum | Hljómsveitar- græjum að andvirði um hálf milljón króna var stolið úr iðnaðarhúsnæði í Njarðvík. Lögreglan fékk tilkynn- ingu um þjófnaðinn síðdegis í fyrra- dag. Úr bíl sem er í húsinu hurfu einnig tvö staðsetningartæki, tal- stöðvar og útvarpstæki.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.