Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 45 SAMTÖK um vestræna samvinnu og Varðberg, félag ungs áhugafólks um vestræna samvinnu, standa fyrir opnum fundi um öryggis- og varn- armál í dag, 10. desember, kl. 17.30 í B-sal á II. hæð Hótels Sögu. Um- ræðuefnið er viðhorf nýrrar kynslóð- ar til öryggis- og varnarmála á Ís- landi á nýrri öld. Framsögumenn eru ungt fólk, sem er að hasla sér völl í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Meðal spurninga sem velt verður upp á fundinum eru: Hvert verður hlutverk NATO, og hver verður staða Íslands innan þess í framtíð- inni? Hversu mikinn þátt á Ísland að taka í alþjóðavæðingu öryggismála, baráttunni gegn hryðjuverkum og friðargæslu á fjarlægum slóðum? Hversu mikinn sess eiga varnarmál eftir og ættu að skipa í þjóðfélags- umræðunni næstu misseri? Hver er framtíð varnarliðsins á Íslandi? Eiga Íslendingar að taka varnar- og ör- yggismálin alfarið í eigin hendur? Til þess að ræða þessi mál hafa samtökin fengið nýja og unga þing- menn og varaþingmann til að hafa framsögur og taka þátt í umræðum. Þetta eru Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Birkir J. Jóns- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins og Hlynur Hallsson, varaþing- maður VG. Fundarstjóri verður Magnús Þór Gylfason, formaður Varðbergs. Eftir framsöguerindi verða umræður. Áhugafólk um alþjóðamál og örygg- is- og varnarmál er hvatt til að mæta. Allir eru velkomnir. Ungt fólk á fundi um öryggis- og varnarmál Lúsíuhátíð í Brimborg Haldin verð- ur lúsíuhátíð í sýningarsal Brim- borgar að Bíldshöfða 6, föstudaginn 12. desember kl. 17. Einnig verður boðið upp á kaffi og Lúsíu-snúða. Lúsíuhátíðin er á vegum Sænska fé- lagsins á Íslandi og Brimborgar. Á NÆSTUNNI Álit, ekki úrskurður Ranglega var sagt í yfirfyrirsögn fréttar á bls. 10 í blaðinu í gær að um- boðsmaður Alþingis hefði „úrskurð- að“ um kærunefnd jafnréttismála. Umboðsmaður úrskurðar ekki í mál- um sínum heldur gefur álit. Beðist er velvirðingar á mistökunum. 36 milljónir í halla Í frétt um fjárhagsáætlun Ísa- fjarðarbæjar er ekki farið rétt með tölur um halla á rekstri á næsta ári. Áætlunin gerir ráð fyrir 36 milljón- um í halla á rekstri, en ekki 362 millj- ónir eins og segir í fréttinni. Hins vegar er gert ráð fyrir að 89 milljónir í handbæru fé frá rekstri. Önnur umræða um fjárhagsáætl- unina fer fram 18. desember. LEIÐRÉTT  DOKTORSVÖRN fer fram við raunvísindadeild Háskóla Íslands föstudaginn 12. desember kl. 14, í Hátíðasal, Að- albyggingu. Þá ver Halldór Svav- arsson verkfræð- ingur dokt- orsritgerð sem heitir, Annealing behavior of Li and Si in GaAs. Hörður Filipp- usson, forseti raunvísindadeildar, stjórnar athöfn- inni. Andmælendur eru Marek Godl- ewski, prófessor við tækniháskólann í Varsjá í Póllandi, og dr. Andrei Manolescu, vísindamaður hjá Ís- lenskri erfðagreiningu. Rannsóknirnar lutu að áhrifum hitameðhöndlunar á rafeiginleika hálfleiðarans gallín arsen (GaAs) sem íbættur hafði verið með kísli annars vegar og litíni hins vegar. Með hitameðhöndlun á kísilíbættum GaAs kristöllum mátti stjórna því hvort rafstraumur í efninu var borin af holum eða rafeindum. Í lit- íníbættu GaAs er hleðsla ávallt borin af holum en með hitun má stjórna leiðniferlinu. Þessum mismunandi leiðniferlum má lýsa með holum sem seytla milli fíngerðra málmútfell- inga, hopp-leiðni í veiluborða og málmleiðni. Ritgerðin er byggð á sex greinum sem hafa verið birtar eða sendar til birtingar í ritrýndum alþjóðlegum tímaritum. Rannsókn- irnar voru að hluta til styrktar af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Vísindaráði. Í doktorsnefnd sátu Hafliði P. Gíslason, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, Jón Tómas Guð- mundsson, dósent í rafmagnsverk- fræði við Háskóla Íslands, og Bo Monemar, prófessor í eðlisfræði við Háskólann í Linköping í Svíþjóð. Doktorsvörn í eðlisfræði LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að ákeyrslu á kyrrstæða bifreið við Sólheima 17 hinn 9. des- ember á milli kl. 10.20 og 11. Ekið var á rauða Toyota-fólksbifreið, en tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna lögreglu eða hlutaðeig- anda tjónið. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeild- ar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Fréttir á SMS ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.