Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 44

Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lukku Láki framhald ... HATARNIR OFAN OG VINDLANA BURT! JÆJA KÚREKI! ÉG SÉ AÐ ÞÚ KANNT AÐ FARA MEÐ BYSSU! ÞÚ FÆRÐ FREST TIL KVÖLDS TIL AÐ YFIRGEFA BÆINN! © DARGAUD VIÐ SÓLARLAG VERÐ ÉG ÚTI Á GÖTU OG EF ÞÚ ERT SKYNSAMUR VERÐUR ÞÚ Á LEIÐINNI Í ANNAN BÆ! Beini © DARGAUD BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MANNRÉTTINDADAGUR Sam- einuðu þjóðanna er 10. desember. Alþjóðasamband Soroptimista valdi þennan sama dag sem alþjóðadag Soroptimista fyrir tæpri hálfri öld. Árlega velur forseti Alþjóðasam- bands Soroptimista verkefni til að hjálpa konum og börnum sem eru í mjög brýnni þörf fyrir aðstoð. Allir Soroptimistar eru beðnir að neita sér um einhvern munað þennan eina dag og leggja andvirðið af mörkum til þessa verkefnis. Verkefnið sem alþjóðaforseti hef- ur valið í ár kallast „Dignity Pro- gram“ og er til styrktar konum sem búa í sárri fátækt í Paragvæ. Mark- miðið er að gefa þeim kost á mennt- un og starfsþjálfun í öruggu, vernd- uðu umhverfi. Hús verður byggt þar sem þær geta sótt sér þjálfun og menntun svo þær geti sjálfar séð sér og börnum sínum farborða – hjálp til sjálfshjálpar. Unnið er í samvinnu við „Project for the People of Paraguay“ (PPP) og stefnt er að því að breyta lífi kvenna á svæðinu frá fátækt til sjálfstæðis. Húsið (Dignity House) verður byggt í bænum Limpio í Paragvæ í umhverfi þar sem PPP hefur þegar byggt 20 ný heimili með aðstoð kvennanna sem þar eiga að búa. Þennan sama dag mun Soroptim- istasamband Íslands styrkja Auði Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðing við fjármögnun á gerð myndbands sem hún ætlar að láta útbúa. Mark- miðið með gerð myndbandsins er að koma þeim boðskap á framfæri að íhuga þurfi að breyta meðferð þeirra er mænuskaða hljóta í sam- ræmi við þær framfarir sem átt hafa sér stað á sviði taugavísinda og tækni undanfarna tvo áratugi. So- roptimistar vilja þannig aðstoða ótrúlega sterka konu, sem hefur af miklum dugnaði og elju fengið ráða- menn þjóðarinnar og lækna til sam- vinnu við sig. Öll þjóðin hefur fylgst með baráttu Auðar fyrir endurhæf- ingu dóttur sinnar, sem náð hefur ótrúlegum árangri eftir mjög alvar- legan mænuskaða. Minnisstæð er alþjóðleg ráðstefna sem hún stóð fyrir fyrr á þessu ári og kallaði til allra færustu lækna og hjúkrunar- fólk á sviði mænuáverka. Nú kallar hún eftir hjálp íslenskra kvenna svo hún geti gefið út myndband um ungt fólk, sem lamast hefur vegna skaða á mænu og hefur gengist undir tilraunameðferðir og hafa náð árangri. Meginmarkmið Soroptimista er að vinna að mannréttindum, gera háar kröfur til siðgæðis og bæta stöðu kvenna. Auk þess skulu Soroptimistar beita sér fyrir því að veita þjónustu í heimabyggð, heima- landi og á alþjóðavettvangi og taka virkan þátt í ákvarðanatöku hvar- vetna í þjóðfélaginu. HILDUR HÁLFDANARDÓTTIR, upplýsingafulltrúi Soroptimista- sambands Íslands. Alþjóðadagur Soroptimista 10. desember Frá Hildi Hálfdanardóttur ÉG, undirrituð, hef setið alltof lengi aðgerðarlaus hvað varðar framkvæmdir þó hugsanir og hneykslan hafi ekki vantað. Þess vegna hef ég ákveðið að skrifa þessa áskorun í formi lesendabréfs með von um að viðeigandi aðilar lesi og finnist málið sig varða. Ég skora á ráðamenn þjóðarinn- ar, sem hafa haldið því statt og stöðugt fram að Ísland sé land alls- nægtanna, að fara í gegnum heilan mánuð á 98 þúsund krónum. Þenn- an pening skulu þeir nota í trygg- ingar, viðhaldskostnað og fram- færslu. Ég geri mér grein fyrir að menn sem hafa að öllu jöfnu um- talsvert hærri laun, hafa einnig umtalsverðar lánaafborganir og ætlast ég því ekki til að umrædd upphæð sé notuð í þess háttar kostnað. Allt sem er umfram þessa upphæð í launaumslagi þeirra veit ég að yrði vel þegið hjá hinum ýmsu hjálparstofnunum, eins og Mæðrastyrksnefnd og sem desem- beruppbót hjá Öryrkjabandalag- inu. Að mánuðinum liðnum væri gaman að heyra hvernig þeim hafi gengið að lifa hinu daglega lífi, þeim sem eru betra vanir. Til þess að fyrirmenn samfélagsins geti farið fyrir almenningi og talað um fjárhagslega stöðu hans, tel ég þessa þátttöku þeirra í daglegu lífi þeirra sem ekki búa við allsnægtir, mikilvæga. Það er skömm að því hversu margir í landinu búa við fjárhagslegt óöryggi og enn meiri skömm að því hversu lítið er gert til að breyta því. Ég skora einnig á áðurnefnda menn að svara þessari áskorun í fjölmiðlum og alla þá sem finnst málið þess virði að tjá sig um það. E. MAGNÚSDÓTTIR, í hópi láglaunafólks. Áskorun Frá Eyrúnu B. Magnúsdóttur STJÖRNUSPÁ mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.