Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lestrarleikur Morgunblaðsins 15561 Taktu þátt á mbl.is NEMENDARÁÐ Glerárskóla stóð fyrir Gleróvision – söngkeppni nemenda í vikunni og kom eitt atriði frá hverri bekkjardeild í 7.–10.bekk. Söngkeppnin fór fram í íþróttahúsi skólans og því gafst öllum nemendum í skólanum tækifæri til að fylgj- ast með. Mikil stemning var í salnum, frábærir söngv- arar tróðu upp og einhverjir þeirra eiga vafalaust eftir að láta enn frekar að sér kveða í framtíðinni. Hljóm- sveitin Bird-House fór með sigur af hólmi en sveitin er skipuð nemendum í 9. bekk. Frumlegasta atriðið var flutt af drengjum úr 10. bekk, sem voru með frumsamið efni. Morgunblaðið/Kristján Söngvarar framtíðarinnar á Gleróvision Gjaldskrárhækkanir | Fyrir fundi skólanefndar Akureyrarbæjar í vik- unni lá tillaga að breytingu á fjár- hagsáætlun fræðslu- og uppeldis- mála 2004 þar sem ákveðinn hefur verið nýr rammi fyrir málaflokkinn að upphæð tæpir 2,2 milljarðar króna. Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir því að nýr leikskóli við Tröllagil taki til starfa haustið 2004. Meiri- hluti skólanefndar samþykkti fyr- irliggjandi tillögu, en í henni felst að heildarkostnaður við rekstur mála- flokksins verður kr. 2.181.057.000. Í forsendum er gert ráð fyrir því að gjaldskrár leikskóla, skólavistunar og Tónlistarskólans hækki um 4% frá áramótum, ásamt því að gjald- skrá skólavistunar verði tekin upp í skólavistun fatlaðra í Árholti. Her- mann Tómasson og Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir sátu hjá við af- greiðslu málsins og óskuðu bókað að þau séu andvíg þeirri hækkun á gjaldskrám umfram almennar verð- lagshækkanir sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætluninni. Skólamötuneyti | Á fundi skóla- nefndar Akureyrarbæjar í vikunni var kynnt niðurstaða í rekstri skóla- mötuneyta í grunnskólum frá jan- úar–nóvember 2003. Fram kom að nýting nemenda er aðeins 32,31% að meðaltali á þessu tímabili og í heild eru skólamötuneytin rekin með halla. Skólanefnd samþykkti að breyta reglum um skráningu í skóla- mötuneytin þannig að kaupa verði að lágmarki 10 máltíðir í mánuði að jafnaði. Þessi breyting tekur gildi frá og með 1. janúar 2004. Sorphirðugjald | Framkvæmda- ráð Akureyrarbæjar tók á síðasta fundi sínum fyrir nýlega bókun nátt- úruverndarnefndar þar sem því er beint til ráðsins að hið fyrsta verði hafinn undirbúningur þess að sorp- hirðugjald heimila taki mið af magni þess úrgangs sem frá þeim kemur. Í tilefni af bókun náttúruvernd- arnefndar lagði Valgerður H. Bjarnadóttir fram eftirfarandi til- lögu: „Lagt er til að á árinu 2004 verði unnið að undirbúningi skipu- lagðrar flokkunar og endurvinnslu sorps, í því augnamiði að minnka sem frekast er unnt þann úrgang sem fer til urðunar. Sérstök áhersla skal í byrjun lögð á fyrirtæki og stofnanir í eigu Akureyrarbæjar, en stefnt skal að því, að á næstu þrem- ur árum náist einnig að koma á al- mennri flokkun á heimilum. Til verksins verði áætluð sérstök fjár- veiting 2004, að lágmarki ein og hálf milljón.“ Framkvæmdaráð sam- þykkti að fela framkvæmdadeild að leggja fram áætlun um hvernig að slíkum undirbúningi verði staðið. Viðbygging | Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fyrir hönd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins aug- lýst eftir áhugasömum hönn- unarteymum til að hanna viðbygg- ingu við dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Um er að ræða hæfnisval og útboð. Viðbyggingin verður 3.600 fermetrar og er ætluð fyrir 60 hjúkr- unarrými og stoðrými vegna þeirra. Viðbyggingin verður byggð á lóð Hlíðar. Hönnun byggingarinnar skal að fullu lokið eigi síðar en í lok sept- ember á næsta ári. Sigurganga | Halldór Brynjar Halldórsson heldur sigurgöngu sinni áfram á skákmótum á Akureyri og varð nokkuð öruggur Bikarmeistari Akureyrar um síðustu helgi. Hann hlaut 8 vinninga úr 9 skákum. Þór Valtýsson varð annar með 4/2 vinn- ing úr 8 skákum. Sigurður Eiríksson varð svo þriðji og Skúli Torfason fjórði.             Fischerklukkumót | Skákfélag Akureyrar heldur svokallað Fisch- erklukkumót á fimmtudagskvöld en þar fá keppendur 3 mínútur á skák auk 2 sekúndna sem bætast við við hvern leik. Að venju er teflt í Íþróttahöllinni og hefst taflið kl. 20.    SKÍÐASTAÐIR í Hlíðarfjalli hafa fengið nýjan og fullkominn snjó- troðara af gerðinni Leitner Prinoth T4S til afnota. Hann er búinn 328 hestafla vél, með 5,5 metra tönn, 5,5 metra snjómyllu og fjallaspili með 650 metra löngum vír. Spilið er notað til að halda troðaranum í snarbröttum brekkum og með heil- snúnings armi er mögulegt að keyra út og inn af spilinu sjálfvirkt eftir því hvort troðaranum er ekið upp eða niður brekku. Hann er einnig búinn svokölluðum hálfpípu- fræsara, sem notaður er til að gera sérstakar stökkbrautir fyrir snjó- brettafólk. Troðarinn er fluttur inn af Vélaveri hf. og kostar um 27 milljónir króna með öllum búnaði. Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður Skíðastaða, var ánægð- ur með nýja tækið, sem hann von- ast til að geta farið að nota sem fyrst. Töluvert hefur snjóað norðan heiða en þó vantar enn nokkuð upp á að hægt verði að opna skíðasvæð- ið í Hlíðarfjalli. Guðmundur Karl sagði að spáin væri góð, snjór í kortunum og ef fram heldur sem horfir er mögulegt að Akureyringar komist á skíði um jólin. Göngu- brautin í fjallinu er að verða góð og styttist í að hún verði opnuð al- menningi. Morgunblaðið/Kristján Nýr snjótroðari fyrir Hlíðarfjall afhentur. F.v. Magnús Ingþórsson, fram- kvæmdastjóri Vélavers, Jóhann Sigurðsson, formaður stjórnar Vetrar- íþróttamiðstöðvar Íslands, Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Skíðastaða, og Sigurjón P. Stefánsson, sölustjóri Vélavers. Nýr snjótroðari í Hlíðarfjall Á SÍÐASTA fundi umhverfisráðs Akureyrar var tekið fyrir erindi frá Hafnasamlagi Norðurlands, þar sem sótt var um að loka Oddeyrar- bryggju með tveggja metra hárri vírnetsgirðingu samkvæmt alþjóða- samþykkt um siglinga- og hafnar- vernd. Skipulags- og bygginga- fulltrúi hafði heimilað framkvæmdina fyrir fundinn. Umhverfisráð átelur þau vinnu- brögð sem viðhöfð hafa verið í þessu máli og bendir á að samkvæmt skipulags- og byggingarlögum eru skipulags- og byggingarmál á for- ræði bæjarstjórnar og girðingar í bæjarlandinu falla undir þau lög. Samkvæmt þeim tillögum sem liggja fyrir er verið að rýra fullgert útivistarsvæði að hafnarsvæði og óskar umhverfisráð eftir við stjórn Hafnasamlags Norðurlands að hún endurskoði legu girðingarinnar og leggi fram tillögu að nýrri staðsetn- ingu fyrir umhverfisráð. Jón Ingi Cæsarsson óskaði bókað: „Það er óviðunandi að hér liggi fyrir erindi þar sem búið er að fram- kvæma það sem verið er að sækja um. Ég legg því til að Hafnasamlag- inu verði gert að taka niður girð- inguna og ákveða síðan aðra stað- setningu í samráði við umhverfisdeild.“ Girðingin burt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.