Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 43 JÓLASKÁKMÓT barnaskóla- sveita var haldið síðastliðinn sunnu- dag á vegum Taflfélags Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. A-sveit Rimaskóla tók fljótlega forystuna og hélt henni nokkuð örugglega til enda mótsins. Í lokin munaði þó einungis einum vinn- ingi á Rimaskóla og Laugalækjar- skóla sem lenti í öðru sæti og Mela- skóli var einnig skammt undan, en hann lenti í þriðja sæti. Rimaskóli, sem vann einnig Íslandsmeistaratit- ilinn í fyrra, hlaut að þessu sinni 20 af 24 mögulegum vinningum. Sveitin verður að teljast vel að sigr- inum komin því mikill áhugi og fjöldi æfinga liggur að baki þessum glæsi- lega árangri. Rimaskóli státar líka af bestu stúlknasveit landsins í skák og því kom ekki á óvart að A- og B-sveitir skólans yrðu í fyrsta og öðru sæti í stúlknaflokki jólamótsins. Rimaskóli átti því helming þeirra sveita sem höfnuðu í verðlaunasætum. Að sögn Helga Árnasonar skóla- stjóra hefur Rimaskóli frá upphafi lagt mikla áherslu á að hafa öflugt skákstarf innan skólans og framtíðin er björt. Afreksfólk skólans er korn- ungt og æfingar eru alltaf fjölsóttar. Þjálfarar Rimaskóla í skák eru þau Vigfús Ó. Vigfússon, Þorbjörg Elsa Ingólfsdóttir og Harpa Ingólfsdóttir. Sigursveit Rimaskóla skipuðu: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 5½ v. af 6 2. Ingvar Ásbjörnsson 6 v. 3. Sverrir Ásbjörnsson 3½ v. 4. Hörður Aron Hauksson 5 v. Röð efstu liða: 1. Rimaskóli A-sveit 20 v. 2. Laugalækjarskóli A-sveit 19 v. 3. Melaskóli 18 v. 4. Breiðagerðisskóli 16 v. 5. Fossvogsskóli 15,5 v. 6. Laugalækjarskóli B-sveit 14,5 v. 7. Laugarnesskóli 14 v. 8. Háteigsskóli A-sveit 13,5 v. 9. Korpuskóli A-sveit 12,5 v. 10. Korpuskóli B-sveit 12 v. Kvennaflokkur: 1. Rimaskóli A-sveit 11 v. (69,0) 2. Rimaskóli B-sveit 11 v. (65,0) 3. Melaskóli 10½ v. Alls tóku 19 sveitir þátt í mótinu sem er ágætis þátttaka. Skákstjórar voru Ólafur H. Ólafsson og Ólafur Kjartansson. Laugalækjarskóli sigraði í eldri flokki jólaskákmóts grunnskóla. Jóhann Helgi efstur á skákþingi Garðabæjar Jóhann Helgi fór langt með að tryggja sér sigurinn á skákþingi Garðabæjar þegar hann lagði Jóhann H. Ragnarsson í skemmtilegri skák í sjöttu umferð og uppskar vinnings- forskot á aðra keppendur. Staða efstu manna fyrir lokaumferðina: 1. Jóhann H. Sigurðsson 5½ v. 2.-3. Páll Sigurðss., Þórir Benediktss. 4½ v. 4. Sigurður H. Jónsson 4 v. 5.-6. Jón Einar Karlsson, Hjörvar Steinn Grétarsson 3½ v. 7.-8. Jóhann H. Ragnarsson, Albert Svavars- son 3 v. o.s.frv. Fimmtán skákmenn taka þátt í mótinu. Lokaumferðin verður tefld á fimmtudag kl. 19. Teflt er í Garðabergi, félagsmiðstöð eldri borg- ara í Garðabæ. Jólaskákmót fyrir börn og unglinga Laugardaginn næstkomandi, 13. desember, verður haldið jólaskákmót fyrir börn og unglinga. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil 15 ára og yngri. Teflt verður í Taflfélagi Reykjavíkur að Faxafeni 12. Taflið hefst kl. 14 og lýkur um kl.18. Skrán- ing fer fram á mótsstað og hefst kl. 13.30. Tefldar verða 7 skákir með um- hugsunartímanum 10 mínútur á skák. Meðfram jólaskákmótinu verður slegið upp jólaveislu þar sem boðið verður upp á ókeypis pítsur, gos og fleira. Síðan verða dregnir út 10 jóla- pakkar í lok mótsins sem allir eiga möguleika á að fá, óháð árangri. Veitt verða vegleg verðlaun í þrem- ur flokkum: Opnum flokki, stúlkna- flokki og yngri flokki (fyrir keppend- ur fædd 1993 og síðar). Þrenn verðlaun verða í hverjum flokki. Rimaskóli sigraði á jólamóti barnaskólasveita A-sveit Rimaskóla: Helgi Árnason skólastjóri, Hörður Aron Hauksson, Sverrir Ásbjörnsson, Ingvar Ásbjörnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Vigfús Ó. Vigfússon þjálfari. SKÁK Reykjavík JÓLASKÁKMÓT GRUNNSKÓLASVEITA – YNGRI FLOKKUR 7. desember 2003. Daði Örn Jónsson dadi@vks.is BÆJARSTJÓRN Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt ályktun um væntan- legt staðarval nýrrar ríkisstofnunar, „vaktstöð siglinga“, sem leysa mun af hólmi núverandi strandstöðvakerfi. Bæjarstjórnin skorar á samgöngu- ráðherra „að beita sér fyrir því að við ákvörðun um staðsetningu vaktstöðv- ar siglinga, sem fyrirhugað er að stofna, verði sá möguleiki kannaður ítarlega, að stofnunin verði staðsett á Ísafirði. Starfsemi þeirrar eftirlits- miðstöðvar er hér um ræðir mun að stœrstum hluta fela í sér móttöku og miðlun upplýsinga þar sem notast verður m.a. við fjarskipti um gervi- hnetti. Á Ísafirði er til staðar nauð- synleg þekking til að takast á við verkefni af þessu tagi, ekki hvað síst á sviði fjarskipta við fiskiskipaflotann um gervihnetti.“ Vaktstöð siglinga verði á Ísafirði ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Tölvunetfræðingur — kerfis- eða tölvunarfræðingur til að sinna daglegum rekstri á netþjónum, út- stöðvum og netbúnaði, ásamt almennri not- endaþjónustu hjá viðskiptavini. Starfið krefst afburðaþekkingar á Microsoft stýrikerfum og víðnetsbúnaði. Eftirfarandi kostir skipta miklu máli: Hæfileiki til að vinna sjálfstætt og skipulega, almennur áhugi á upplýsingatækni og nýjung- um á því sviði, metnaður og almenn reglu- semi. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi bifreið til umráða. Áhugasamir sendi svar til: harnason@harnason.is, merkt: „Starf — 14666.“ Borgarholtsskóli Kennara vantar í Borgarholtsskóla Auglýst er eftir kennara í 50-75% starf við kennslu í eðlisfræði og efnafræði á vorönn 2004. Ráðning er frá 1. janúar nk. og eru laun skv. kjarasamningum KÍ og fjármálaráðherra. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöð- um en í umsókn skal gera grein fyrir menntun og fyrri störfum. Upplýsingar um starfið veita skólameistari og aðstoðarskólameistari í síma 535 1700. Umsóknir skal senda Ólafi Sigurðssyni, skóla- meistara, Borgarholtsskóla við Mosaveg, 112 Reykjavík, fyrir 18. desember 2003. Öllum umsóknum verður svarað. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Félag sjálfstæðismanna í Austurbæ - Norðurmýri Aðalfundur Félag sjálfstæðismanna í Austurbæ - Norðurmýri heldur aðalfund í Valhöll í dag, miðvikudaginn 10. desember, kl. 18.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. HÚSNÆÐI Í BOÐI Einbýlishús til leigu Klukkurimi — 200 fm einbýlishús með 45 fm bílskúr, laus 5. janúar 2004 - langtímaleiga (samkomulag). Leiguverð 125.000 á mán. Nánari upplýsingar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun, Engjateigi 5, 105 Reykjavík. Elísabet, sími 533 4200. HÚSNÆÐI ÓSKAST Borgarnes — íbúðarhúsnæði óskast Ríkissjóður óskar eftir kaupum eða leigu á einbýlis-, rað- eða parhúsi, um 170-200 fm að stærð að meðtöldum bílskúr. Tilboð er greini staðsetningu, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist eigna- deild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150, Reykjavík, fyrir 22. desember nk. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Gránugötu 4-6, Siglufirði, mánudaginn 15. desember 2003 kl. 13.30 á eftirfarandi eignum: Gránugata 25, fiskverkunarhús, þingl. eig. Daníel P. Baldursson, gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Hafnartún 18, þingl. eig. Guðmundur Jón Skarphéðinsson, gerðar- beiðandi PÁ bókhaldsþjónusta ehf. Norðurgata 11, 2. hæð t.h., þingl. eig. Hans Þorvaldsson, gerðarbeið- endur Íslandsbanki hf. og Sparisjóður Siglufjarðar. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 9. desember 2003, Guðgeir Eyjólfsson.  Njörður 6003121019 Jf.  HELGAFELL 6003121019 IV/V  GLITNIR 6003121019 III I.O.O.F. 7  184121071/2  I.O.O.F. 18  18412108  Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F. 9  18412108½  Jv. ⓦ í Fellahverfi. Ekki yngri en 18 ára Upplýsingar í síma 569 1116. ATVINNA mbl.is ♦ ♦ ♦ FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ hefur sent frá sér ályktun um frumvarp sjávarútvegsráðherra um línuívilnun fyrir dagróðrarbáta. Félagið telur að inngrip sem þessi í stjórn fiskveiða skapi óvissu og grafi undan eðlilegum rekstrar- grundvelli sjávarútvegsfyrirtækja. „Eignarréttur á kvóta ætti að vera skýrt skilgreindur í lögum og hafinn yfir geðþótta einstakra stjórnmála- manna og hagsmunasamtaka. Þann- ig er líklegt að hagkvæmni greinar- innar verði sem mest.“ Á móti línuívilnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.