Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 43

Morgunblaðið - 10.12.2003, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 43 JÓLASKÁKMÓT barnaskóla- sveita var haldið síðastliðinn sunnu- dag á vegum Taflfélags Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. A-sveit Rimaskóla tók fljótlega forystuna og hélt henni nokkuð örugglega til enda mótsins. Í lokin munaði þó einungis einum vinn- ingi á Rimaskóla og Laugalækjar- skóla sem lenti í öðru sæti og Mela- skóli var einnig skammt undan, en hann lenti í þriðja sæti. Rimaskóli, sem vann einnig Íslandsmeistaratit- ilinn í fyrra, hlaut að þessu sinni 20 af 24 mögulegum vinningum. Sveitin verður að teljast vel að sigr- inum komin því mikill áhugi og fjöldi æfinga liggur að baki þessum glæsi- lega árangri. Rimaskóli státar líka af bestu stúlknasveit landsins í skák og því kom ekki á óvart að A- og B-sveitir skólans yrðu í fyrsta og öðru sæti í stúlknaflokki jólamótsins. Rimaskóli átti því helming þeirra sveita sem höfnuðu í verðlaunasætum. Að sögn Helga Árnasonar skóla- stjóra hefur Rimaskóli frá upphafi lagt mikla áherslu á að hafa öflugt skákstarf innan skólans og framtíðin er björt. Afreksfólk skólans er korn- ungt og æfingar eru alltaf fjölsóttar. Þjálfarar Rimaskóla í skák eru þau Vigfús Ó. Vigfússon, Þorbjörg Elsa Ingólfsdóttir og Harpa Ingólfsdóttir. Sigursveit Rimaskóla skipuðu: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 5½ v. af 6 2. Ingvar Ásbjörnsson 6 v. 3. Sverrir Ásbjörnsson 3½ v. 4. Hörður Aron Hauksson 5 v. Röð efstu liða: 1. Rimaskóli A-sveit 20 v. 2. Laugalækjarskóli A-sveit 19 v. 3. Melaskóli 18 v. 4. Breiðagerðisskóli 16 v. 5. Fossvogsskóli 15,5 v. 6. Laugalækjarskóli B-sveit 14,5 v. 7. Laugarnesskóli 14 v. 8. Háteigsskóli A-sveit 13,5 v. 9. Korpuskóli A-sveit 12,5 v. 10. Korpuskóli B-sveit 12 v. Kvennaflokkur: 1. Rimaskóli A-sveit 11 v. (69,0) 2. Rimaskóli B-sveit 11 v. (65,0) 3. Melaskóli 10½ v. Alls tóku 19 sveitir þátt í mótinu sem er ágætis þátttaka. Skákstjórar voru Ólafur H. Ólafsson og Ólafur Kjartansson. Laugalækjarskóli sigraði í eldri flokki jólaskákmóts grunnskóla. Jóhann Helgi efstur á skákþingi Garðabæjar Jóhann Helgi fór langt með að tryggja sér sigurinn á skákþingi Garðabæjar þegar hann lagði Jóhann H. Ragnarsson í skemmtilegri skák í sjöttu umferð og uppskar vinnings- forskot á aðra keppendur. Staða efstu manna fyrir lokaumferðina: 1. Jóhann H. Sigurðsson 5½ v. 2.-3. Páll Sigurðss., Þórir Benediktss. 4½ v. 4. Sigurður H. Jónsson 4 v. 5.-6. Jón Einar Karlsson, Hjörvar Steinn Grétarsson 3½ v. 7.-8. Jóhann H. Ragnarsson, Albert Svavars- son 3 v. o.s.frv. Fimmtán skákmenn taka þátt í mótinu. Lokaumferðin verður tefld á fimmtudag kl. 19. Teflt er í Garðabergi, félagsmiðstöð eldri borg- ara í Garðabæ. Jólaskákmót fyrir börn og unglinga Laugardaginn næstkomandi, 13. desember, verður haldið jólaskákmót fyrir börn og unglinga. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil 15 ára og yngri. Teflt verður í Taflfélagi Reykjavíkur að Faxafeni 12. Taflið hefst kl. 14 og lýkur um kl.18. Skrán- ing fer fram á mótsstað og hefst kl. 13.30. Tefldar verða 7 skákir með um- hugsunartímanum 10 mínútur á skák. Meðfram jólaskákmótinu verður slegið upp jólaveislu þar sem boðið verður upp á ókeypis pítsur, gos og fleira. Síðan verða dregnir út 10 jóla- pakkar í lok mótsins sem allir eiga möguleika á að fá, óháð árangri. Veitt verða vegleg verðlaun í þrem- ur flokkum: Opnum flokki, stúlkna- flokki og yngri flokki (fyrir keppend- ur fædd 1993 og síðar). Þrenn verðlaun verða í hverjum flokki. Rimaskóli sigraði á jólamóti barnaskólasveita A-sveit Rimaskóla: Helgi Árnason skólastjóri, Hörður Aron Hauksson, Sverrir Ásbjörnsson, Ingvar Ásbjörnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Vigfús Ó. Vigfússon þjálfari. SKÁK Reykjavík JÓLASKÁKMÓT GRUNNSKÓLASVEITA – YNGRI FLOKKUR 7. desember 2003. Daði Örn Jónsson dadi@vks.is BÆJARSTJÓRN Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt ályktun um væntan- legt staðarval nýrrar ríkisstofnunar, „vaktstöð siglinga“, sem leysa mun af hólmi núverandi strandstöðvakerfi. Bæjarstjórnin skorar á samgöngu- ráðherra „að beita sér fyrir því að við ákvörðun um staðsetningu vaktstöðv- ar siglinga, sem fyrirhugað er að stofna, verði sá möguleiki kannaður ítarlega, að stofnunin verði staðsett á Ísafirði. Starfsemi þeirrar eftirlits- miðstöðvar er hér um ræðir mun að stœrstum hluta fela í sér móttöku og miðlun upplýsinga þar sem notast verður m.a. við fjarskipti um gervi- hnetti. Á Ísafirði er til staðar nauð- synleg þekking til að takast á við verkefni af þessu tagi, ekki hvað síst á sviði fjarskipta við fiskiskipaflotann um gervihnetti.“ Vaktstöð siglinga verði á Ísafirði ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Tölvunetfræðingur — kerfis- eða tölvunarfræðingur til að sinna daglegum rekstri á netþjónum, út- stöðvum og netbúnaði, ásamt almennri not- endaþjónustu hjá viðskiptavini. Starfið krefst afburðaþekkingar á Microsoft stýrikerfum og víðnetsbúnaði. Eftirfarandi kostir skipta miklu máli: Hæfileiki til að vinna sjálfstætt og skipulega, almennur áhugi á upplýsingatækni og nýjung- um á því sviði, metnaður og almenn reglu- semi. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi bifreið til umráða. Áhugasamir sendi svar til: harnason@harnason.is, merkt: „Starf — 14666.“ Borgarholtsskóli Kennara vantar í Borgarholtsskóla Auglýst er eftir kennara í 50-75% starf við kennslu í eðlisfræði og efnafræði á vorönn 2004. Ráðning er frá 1. janúar nk. og eru laun skv. kjarasamningum KÍ og fjármálaráðherra. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöð- um en í umsókn skal gera grein fyrir menntun og fyrri störfum. Upplýsingar um starfið veita skólameistari og aðstoðarskólameistari í síma 535 1700. Umsóknir skal senda Ólafi Sigurðssyni, skóla- meistara, Borgarholtsskóla við Mosaveg, 112 Reykjavík, fyrir 18. desember 2003. Öllum umsóknum verður svarað. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Félag sjálfstæðismanna í Austurbæ - Norðurmýri Aðalfundur Félag sjálfstæðismanna í Austurbæ - Norðurmýri heldur aðalfund í Valhöll í dag, miðvikudaginn 10. desember, kl. 18.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. HÚSNÆÐI Í BOÐI Einbýlishús til leigu Klukkurimi — 200 fm einbýlishús með 45 fm bílskúr, laus 5. janúar 2004 - langtímaleiga (samkomulag). Leiguverð 125.000 á mán. Nánari upplýsingar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun, Engjateigi 5, 105 Reykjavík. Elísabet, sími 533 4200. HÚSNÆÐI ÓSKAST Borgarnes — íbúðarhúsnæði óskast Ríkissjóður óskar eftir kaupum eða leigu á einbýlis-, rað- eða parhúsi, um 170-200 fm að stærð að meðtöldum bílskúr. Tilboð er greini staðsetningu, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist eigna- deild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150, Reykjavík, fyrir 22. desember nk. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Gránugötu 4-6, Siglufirði, mánudaginn 15. desember 2003 kl. 13.30 á eftirfarandi eignum: Gránugata 25, fiskverkunarhús, þingl. eig. Daníel P. Baldursson, gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Hafnartún 18, þingl. eig. Guðmundur Jón Skarphéðinsson, gerðar- beiðandi PÁ bókhaldsþjónusta ehf. Norðurgata 11, 2. hæð t.h., þingl. eig. Hans Þorvaldsson, gerðarbeið- endur Íslandsbanki hf. og Sparisjóður Siglufjarðar. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 9. desember 2003, Guðgeir Eyjólfsson.  Njörður 6003121019 Jf.  HELGAFELL 6003121019 IV/V  GLITNIR 6003121019 III I.O.O.F. 7  184121071/2  I.O.O.F. 18  18412108  Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F. 9  18412108½  Jv. ⓦ í Fellahverfi. Ekki yngri en 18 ára Upplýsingar í síma 569 1116. ATVINNA mbl.is ♦ ♦ ♦ FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ hefur sent frá sér ályktun um frumvarp sjávarútvegsráðherra um línuívilnun fyrir dagróðrarbáta. Félagið telur að inngrip sem þessi í stjórn fiskveiða skapi óvissu og grafi undan eðlilegum rekstrar- grundvelli sjávarútvegsfyrirtækja. „Eignarréttur á kvóta ætti að vera skýrt skilgreindur í lögum og hafinn yfir geðþótta einstakra stjórnmála- manna og hagsmunasamtaka. Þann- ig er líklegt að hagkvæmni greinar- innar verði sem mest.“ Á móti línuívilnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.