Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. 1. Hvar er málið statt? Stytting námstíma til stúdentsprófs hefur verið hluti af stefnumálum mennta- yfirvalda undanfarin ár og var hluti af til- lögum nefndar um mótun menntastefnu, sem Ólafur G. Einarsson þáverandi menntamálaráðherra skipaði. Nefndin lagði með starfi sínu grundvöll að viða- miklum breytingum á lögum og nám- skrám sem ráðist var í á árunum 1995– 1999. Ákveðið var að fresta ákvörðun um styttingu námstíma til stúdentsprófs uns reynsla fengist af nýjum námskrám. Þótt málið hafi verið skýrt allítarlega, hefur gætt nokkurs misskilnings um það hvar það sé á vegi statt. Tillögur um hvort, og þá hvernig staðið verði að styttingu námstímans liggja ekki fyrir. Þær er verið að móta. Samráð Sá farvegur, sem málið er nú í, er samráðsvettvangur. Sá vettvangur er bæði form- legur og almennur. Annars vegar hafa verið stofnaðir þrír formlegir starfshópar til að fjalla um afmarkaða þætti málsins. Einn þeirra fjallar um nám- skrármál og gæðamál. Annar starfshópur fjallar um starfsmannamál og sá þriðji fjallar um fjármál tengd styttingu náms- tímans. Í þessum starfshópum eiga marg- ir hagsmunaaðilar fulltrúa, þar á meðal samtök nemenda, kennara og framhalds- skóla. Í starfi þessara samráðsaðila munu endanlegar tillögur mótast. Ekki verður tekin afstaða til styttingar námstímans, fyrr en þessar tillögur líta dagsins ljós. Óskað var eftir umsögnum frá ýmsum samtökum launþega og atvinnurekenda, samtökum framhaldsskólanemenda, sam- tökum foreldra, skólanefndum framhalds- skóla og háskólum. Auk þessa hefur verið opnað umræðuþing á vefnum mennta- gatt.is þar sem almenningur og fagfólk getur tjáð sig um styttingu námstíma til stúdentsprófs og komið með gagnlegar ábendingar um framþróun málsins. Ráðu- neytið hefur einnig skipulagt fundi með framhaldsskólum um málið í samráði við skólameistara. Starfshóparnir munu fara yfir þær ábendingar og tillögur sem fram koma í umsögnum, á umræðuþinginu og á kynningarfundum. Mikilsvert er að allir þeir, sem vilja efla íslenskt menntakerfi, leggi sitt af mörkum í umræðunni og komi til hennar með jákvæðu hugarfari. Með þeim hætti verður umræðu- og vinnuferlið til gagns eins og til er ætlast. Umræðugrundvöllur til undirbún- ings endanlegra tillagna Hér er um nýjung að ræða. Í umræðunni hefur ítrekað komið fram sú fullyrðing að ákvörðun hafi verið tekin um að stytta námstíma til stúdentsprófs og að það hafi verið gert á grundvelli tillagna, sem komið hafa fram í skýrslu menntamálaráðuneyt- isins. Svo er ekki og hefur það reyndar alltaf komið skýrt fram. Í skýrslu ráðuneytisins voru kynntar nokkrar hugmyndir um leiðir. Þeim var ekki ætlað að vera grundvöllur ákvörð- unar, heldur umræðugrundvöllur. Þess vegna var málinu komið í þann farveg, sem það er nú í. Þar verða mótaðar end- anlegar tillögur um styttinguna og tekin afstaða til málsins á grundvelli þeirra. Það skiptir miklu máli að fullur skiln- ingur ríki á því hvar málið er statt. Það er ekki gagnlegt á þessu stigi málsins að efna til krossferðar gegn þeim umræðugrund- velli sem lagður hefur verið fram. Raunar bendir það til þess að þeir, sem hafa kvart- að undan þeim ófrjóa farvegi, sem umræð- ur um mikilvæg málefni falla stundum í hér á landi, hafi nokkuð til síns máls. Sjái menn kosti við styttingu námstíma til stúdentsprófs og leiðir til að vinna að því á skynsamlegan hátt, er mikilvægt að koma því á framfæri. Sjái menn meinbugi á mál- inu er jafnbrýnt að þau sjónarmið komi fram. Tækifærið er nú. Málið er enn í mót- un. 2. Hvað knýr á um breytingar? Það hefur verið stefna stjórnvalda í um áratug að vinna að styttingu námstíma til stúdentsprófs. Frá þeim tíma er þessar hugmyndir komu formlega fram í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu árið 1994 hafa ýmsar breytingar orðið, sem bætt hafa rökum við málflutning þeirra sem hlynntir eru styttingu námstíma til stúdentsprófs. Hér á eftir verður í stuttu máli gerð grein fyrir þessum sjón- armiðum. Þegar málið var rætt á Alþingi 1994, tók ég afstöðu gegn hugmyndum um stytt- ingu námstímans á forsendum, sem ég sé að margir telja að séu enn í fullu gildi. Ég taldi þá að full rök stæðu til þess að verja lengri tíma hér á landi til að mennta fólk til stúdentsprófs, þar sem hér væru aðstæður á vinnu- markaði sem gerðu náms- mönnum kleift að vinna fyrir sér á sumrin og öðlast þar með verðmæta reynslu í starfi, sem ég taldi og tel enn að hafi mikið mennta- og menningargildi. Með þess- um hætti öðluðust þeir bæði fjárhagslegt sjálfstæði og þroska, sem væri þeim góð- ur grundvöllur fyrir framtíð- ina. Þriggja ára nám til stúd- entsprófs, sem þýðir að lengja verður skólaárið, þarf þó ekki að breyta því að nemendur munu eftir sem áður nýta sér aðstæður á vinnu- markaði til að öðlast fjárhagslegt sjálf- stæði og hljóta í sumarstörfum verðmæta lífsreynslu og þroska. Vinna með námi Mikill kostnaður fylgir því að stunda nám, að ekki sé talað um þær aðstæður, þegar nemendur þurfa að dvelja fjarri heimili sínu á námstíma. Það skiptir því máli að nemendur geti fjármagnað nám sitt með sumarvinnu. Það hefur hins vegar færst í vöxt að nemendur vinni á námstíma, með náminu. Skólamönnum hefur verið þessi þróun þyrnir í auga og telja margir, með réttu, að hætt sé við að aukin vinna með námi tefji nemendur og auki líkur á að þeim hlekkist á í námi. Eflaust liggja margar ástæður fyrir aukinni vinnu nemenda með námi. Margir bera við miklum kostnaði sem fylgi skóla- göngu. Aðrir benda á að skólakerfið bjóði upp á þetta, það sé svigrúm til þess fyrir nemendur að vinna með námi og því sé eðlilegt að það svigrúm sé nýtt. Eflaust er þessi þróun tengd talsverðum breytingum á lífsstíl nemenda. Nemendur í framhalds- skólum eru orðinn mikilvægur markhópur neyslusamfélags, sem gerir þeim áhuga- verð tilboð. Ekki síst á það við um ýmiss konar tilboð, sem verður að telja hluta af því menntaumhverfi, sem allir þrífast í og eðlilegt er að ungt fólk taki fullan þátt í. Er þar m.a. átt við margvíslega tækni og þjónustuboð, sem gera nemendum kleift að verða virkari í námi, öðlast nauðsyn- legan aðgang að upplýsingaveitum og nýta sér margvíslega menntunarkosti ut- an formlegs skólakerfis, fyrir utan margt annað sem höfðar sterkt til ungs fólks. Það kostar með öðrum orðum talsvert fé að vera þátttakandi í íslensku mennta- og upplýsingasamfélagi. Sá kostnaður er hluti af staðreyndum, sem ungt fólk jafnt sem foreldrar þeirra og samfélagið í heild hlýtur að horfast í augu við. Ekki er hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að helsta umkvörtunarefni fólks á landsbyggðinni, sem ekki býr við neina menntunarkosti á framhalds- skólastigi, ellegar hefur ekki það úrval sem það kýs, er gífurlegur kostnaður við að senda börn sín til náms. Hér er um að ræða meiri byrðar en svo að ekki sé rétt að leita leiða til að létta þær. Stuðningur við námsmenn hefur aukist hratt á und- anförnum árum, en er þó ekki nema hluti af raunkostnaði. Að sjálfsögðu hafa breyt- ingar á lífsstíl ekki orðið til að draga úr þessum kostnaði. Við þessar aðstæður er það áhugaverð- ur valkostur að leita leiða til að gera nám til stúdentsprófs styttra og markvissara þannig að meginreglan verði þriggja ára nám. Kostnaður námsmanna og fjöl- skyldna þeirra verðu þannig léttbærari. Símenntun – endurmenntun Þótt hugmyndir um símenntun hafi komið fram fyrir alllöngu, er það ekki fyrr en á síðari árum sem menn eru farnir að gera sér fulla grein fyrir áhrifunum sem sí- menntun hefur horf almenning fyrst nú sem at að þeim kostna vinnulífsins og af því að byggj stendur fólki ti Það er því ljó menntun felur í menntun. Stjó með því að verj menntamála. Þ lífið og einstakl þegar hafin. Um efnisins er hins in víðast hvar í fram nýlega á r menntun. Ljós stærsta viðfang næstu árum að sem símenntun skiptir miklu m leyst. Við stöndum Okkur hefur te málum okkar í uppsöfnunarsj tryggja stöðu o eftir að njóta g issjóðsmál eru andi höfuðverk margra. Nú er ismála er meða tillit til þegar e þjóða er metinn tillagna Evrópu þessu. Þjóðin er þeg endurmenntun veginn. Það ver byggja upp nám ævina. Það er h það er eðlilegt kröfum samtím Kröfur um m koma alls staða atvinnulífi og þ hagvöxtur síðu að miklu leyti á andi þætti vísin ustustarfsemi. örar framfarir sveigjanleika o fólks, en þann s ekki síst í endu einnig stöðugt in eftirsóknarv einn. Æ fleiri v menntun styrk jafnrétti og auk Það er þessi þr hygli stjórnval samfélags að þ undir þeim vax eru til menntak Aukin fjárfes – auknar krö Það er ljóst að ingu í menntak aukin afköst og öllum skólastig okkar ræðst af fé og tíma. Ísle veganesti. Brey rýra það. Það hefur ko almennings til stúdentsprófs. vinnulíf og hásk kvæðum augum vilja til að drag Þvert á móti be ing á vægi men að byggja upp fara eins vel og bjóða öllum ald breytta endur- Við þessar a Stytting námstíma til stúdentsprófs Eftir Tómas Inga Olrich ’Það skipfullur skil hvar málið ekki gagn málsins að ferðar geg grundvell ur verið fr Tómas Ingi Olrich HÁSKALEG ÞRÓUN Lýsingar á ráninu í verslun Bón-uss á Smiðjuvegi í Kópavogivirðast fremur líkjast atriði úr bandarískum sjónvarpsþætti en ís- lenskum veruleika. Tveir menn vopn- aðir afsöguðum haglabyssum og með andlitið hulið ruddust inn í verslunina eftir lokun, þar sem fjögur ungmenni voru að störfum. Annar ræninginn neyddi tvo starfsmenn til að fara inn í kaffistofu verslunarinnar, lét þá fara á hnén og hélt byssunni yfir höfðum þeirra. Hinn ræninginn hljóp inn í verslunina og lét greipar sópa. Þótt þetta hljómi óraunverulega er þetta engu að síður sá raunveruleiki sem við búum við á Íslandi. Ofbeldis- glæpir og vopnuð rán verða sífellt al- gengari. Bankarán á þessu ári eru að nálgast tuginn. Í mörgum þeirra hefur vopnum verið brugðið þótt ekki hafi það verið gert með jafnsvakalegum hætti og í ráninu á Smiðjuvegi. Augljóslega er mikil hætta á því, að eitthvað hrika- legt gerist í ránum þar sem aðferðum sem þessum er beitt. Þegar lögregla handtók Bónuss-ræningjana voru þeir með haglaskot í fórum sínum. Hvað hefði gerst ef þeim hefði verið veitt mótspyrna eða ef lögreglu hefði borið að á meðan ránið var framið? Hvenær kemur að því að vopn verða ekki ein- ungis munduð við rán heldur þeim beitt? Þetta er háskaleg þróun og mikil- vægt að reynt verði að átta sig á orsök- um hennar og hvernig hægt er vinda of- an af henni. Þar eru engar töfralausnir í boði. Ljóst er að mörg þeirra afbrota sem framin eru í okkar samfélagi, hvort sem um er að ræða rán eða innbrot í hús og bíla, má rekja með beinum hætti til fíkniefnanotkunar. Neytendur fíkni- efna lenda oftar en ekki í erfiðleikum með að fjármagna neyslu sína og leiðast út í afbrot til að eiga fyrir næsta skammti eða til að gera upp skuldir sín- ar við fíkniefnasalana. Þær aðferðir sem beitt virðist í auknum mæli við inn- heimtu slíkra skulda eru ekki síður stórkostlegt vandamál enda skipta mannslíf líklega litlu máli í hugum þeirra er hafa tekjur sínar af eiturlyfja- sölu. Það verður að ráðast að rótum vand- ans sem eru fíkniefnin. Annars vegar með því að halda áfram að uppræta inn- flutning og sölu á fíkniefnum og hins vegar að aðstoða þá með öllum tiltæk- um ráðum er leiðast út á þessa braut. Þótt það sé kostnaðarsamt að tryggja ungum fíkniefnaneytendum meðferðar- úrræði og fylgja meðferðinni eftir getur reynst dýrkeypt að gera það ekki. Jafnframt verður líklega ekki hjá því komist að endurskoða löggæslu í ljósi þess hvernig mál virðast vera að þróast. Viðbrögð lögreglu við ráninu á Smiðju- vegi voru markviss og snögg. Það verð- ur að tryggja að svo geti ávallt orðið. Ekki má hins vegar gleyma því að lög- reglumenn leggja sig í mikla hættu er þeir leggja til atlögu gegn vopnuðum afbrotamönnum. Það hefur ekki tíðkast að lögreglumenn á Íslandi beri vopn. Það hefur ekki verið nauðsynlegt í okk- ar friðsamlega samfélagi til þessa. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að ástandið fer hríðversnandi og óhjá- kvæmilegt að stjórnvöld grípi til rót- tækra ráðstafana. VARÐVEISLA SAFNEIGNAR NÝLISTASAFNSINS Nýlistasafnið á 25 ára afmæli umþessar mundir og var af því tilefni opnuð sýning í safninu um síðustu helgi. Í grein sem birtist í Lesbók sl. laug- ardag var rætt við sýningarstjórann, Gunnar J. Árnason listfræðing, um stöðu safnsins og safneignarinnar á þessum tímamótum. Hann segir þar frá því að safneign Nýlistasafnsins standi nú saman „af rúmlega sex hundruð verkum eftir tæplega tvö hundruð höf- unda, jafnt íslenska sem erlenda“. Eins og Gunnar bendir á var það frá upphafi markmið félaga Nýlistasafns- ins að safna verkum og heimildum frá tímabili sem menn óttuðust að myndi gleymast að öðrum kosti. Viðhorf þeirra varð til þess að gera safneignina bæði einstaka og merkilega. Til vitnis um það nefnir Gunnar að „stóru söfnin, s.s. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur, hafa sótt í safneign Ný- listasafnsins þegar settar hafa verið upp yfirlitssýningar yfir ákveðin tíma- bil í íslenskri myndlistarsögu. Ágætis dæmi um það er sýningin Raunsæi og veruleiki: Íslensk myndlist 1960–80 sem sýnd er í Listasafni Íslands um þessar mundir“. Hann segir þann fé- lagsskap sem staðið hefur að Nýlista- safninu því hafa náð markmiði sínu að einhverju leyti; „að staðfesta stöðu sína í íslensku myndlistarlífi og varðveita verk sem mönnum þykja merkileg núna í samhengi við íslenska myndlistar- sögu“. Gunnar J. Árnason segir þó umhugs- unarvert hve illa gengur að bæta verk- um eftir yngri listamenn við safneign- ina og telur eina aðalástæðu þess vera þá hversu óviðunandi geymslan fyrir safneignina er; „segja [má] að mörg verk, einkum þau viðkvæmari, liggi beinlínis undir skemmdum. Þannig hef- ur það varla þótt réttætanlegt, síðustu ár, að taka við nýjum framlögum“. Það ástand er ríkir í varðveislumálum Ný- listasafnsins og Gunnar vísar hér til er grafalvarlegt mál sem enga bið þolir. Það er til skammar ef íslenskum jafnt sem erlendum listamönnum hefur með örlæti sínu tekist að skapa safneign sem gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskri listasögu, einungis til þess að hún grotni síðan niður við óverjandi skilyrði í geymslum. Bæði ríki og borg hafa hér menningarpólitískum skyldum að gegna og ættu á þessum tímamótum að efna til samstarfs við Nýlistasafnið um varðveislu verkanna, t.d. í gegnum þau listasöfn sem rekin eru á þeirra vegum, Listasafn Íslands og Listasafn Reykja- víkur, og veita til þess nauðsynlega fjármuni. Það er ekkert launungarmál að Nýlistasafnið hefur ekki fjárhags- legt bolmagn til að sinna varðveislu eða forvörnum með þeim hætti sem nauð- synlegt er og því er átaks þörf áður en ómetanleg verðmæti glatast. Viðunandi varðveisla sýnishorna þeirrar stuttu myndlistarhefðar sem Íslendingar búa yfir hlýtur að teljast forgangsmál, ekki einungis með tilliti til íslenskrar mynd- listar, heldur einnig með tilliti til þess fjölþætta menningararfs sem okkur ber að tryggja framtíðinni aðgang að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.