Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR 48 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍT ferðir, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sími 588 9900. itferdir@itferdir.is www.itferdir.is * Helgarferð til Manchester 6.-8. febrúar Bolton-Liverpool, Everton-Manchester Utd. Meðal gleðigjafa og skemmtanastjóra eru Guðni Bergs., Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson. * Knattspyrnuskóli Bobbys Charlton fyrir stráka og stelpur 12-17 ára. Einnig tilvalið sem afmælis- eða fermingargjöf. Nánar á heimasíðu okkar www.itferdir.is ÍT ferðir - fyrir þig Jólagjöf íþróttamanna á öllum aldri er íþróttaferð með ÍT FÓLK DAVID Moores, stjórn- arformaður enska knatt- spyrnufélagsins Liverpool, hefur tilkynnt hluthöfum félagsins að ekkert annað sé viðunandi en að félagið nái í það minnsta fjórða sætinu í ensku úrvalsdeild- inni í vetur og komast í Meistaradeild Evrópu. Liverpool hafnaði í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar í fyrra en náði að vinna deildabik- arinn. Moores sagði að sú útkoma yrði að dæmast sem slakur árangur. „Við förum í hverja keppni til að vinna hana en meistaradeildarsæti á hverju ári er okkar lágmarks mark- mið. Árangurinn í fyrra var ekki í samræmi við þær kröfur sem við gerum til sjálfra okkar og það sem okkar stuðningsmenn vænta af lið- inu,“ sagði Moores. Orð stjórnarformannsins eru túlkuð sem skýr skila- boð til Gerards Houlliers, knattspyrnustjóra, um að hann verði látinn fara að þessu tímabili loknu ef til- skilinn árangur næst ekki. Liverpool er í fimmta sætinu, þremur stigum á eftir Fulham, en fjórða sætið gefur keppnisrétt í lokaumferðinni fyrir Meistaradeild Evrópu. Liverpool er hins vegar 12 stigum á eftir Man- chester United sem er í þriðja sæti deildarinnar. Gerard Houllier hjá Liverpool fær aðvörun Houllier MARTRÖÐ NBA-liðsins Orlando Magic er lokið en liðið lagði Phoenix að velli í fyrrinótt, 105:98. Magic hafði fyrir leikinn tapað 19 leikjum í röð en vinn- ingshlutfall liðsins er samt sem áður skelfilegt, 2 sigrar og 19 töp. Liðið er að sjálfsögðu í neðsta sæti deildarinnar. Þar með komu leikmenn liðsins í veg fyrir að Magic kæmist í úr- valshóp sex liða sem hafa tapað 20 leikjum í röð. Ekkert lið hafði tapað jafnmörgum leikjum í röð frá því að Denver Nuggets tapaði 23 leikjum í röð tímabilið 1997– 1998 líkt og Vancouver Grizzlies sem tapaði 23 leikjum í röð 1995– 1996. Cleveland Cavaliers á hins veg- ar metið en liðið tapaði 24 leikj- um í röð 1981–1982. Þetta er aðeins í fjórða sinn á tímabilinu sem Orlando skorar meira ein 100 stig gegn andstæð- ingum sínum. „Vonandi getum við notað sig- urinn sem stökkpall og í raun er keppnistímabilið að hefjast á ný hjá okkur. Það hefur verið öm- urlegt að upplifa aðeins ósigra í rúman mánuð,“ sagði Tracy McGrady, stjarna Magic-liðsins, eftir leikinn. Magic þarf að vinna átta leiki til viðbótar til þess að forðast vafasamt met Philadelphia 76’ers, sem vann aðeins 9 leiki af alls 82 tímabilið 1972–1973. Möguleikar Keflvíkinga á að náefsta sæti riðilsins felast helst í því að ná hagstæðum úrslit- um á heimavelli gegn Toulon. Síð- ustu tveir leikir ís- lenska liðsins verða á útivelli gegn Ov- arense og Madeira. Franska liðið hefur tapað tvívegis í keppninni til þessa, á útivelli gegn Madeira en það kom verulega á óvart er Ovarense lagði Toulon í Frakklandi. Staðan í B-riðli er mjög tvísýn og á íslenska liðið möguleika á því að enda í efsta sæti riðilsins. Fram- haldið á keppninni er sem stendur nokkuð óljóst. Toulon er samsett úr tveimur lið- um, Hyeres og Toulon, en það eru um 350 þúsund íbúar á svæðinu þar sem liðið hefur aðsetur en liðið er þekkt fyrir að hlúa vel að yngri leikmönnum liðsins en um 500 eru skráðir í franska félagið. Til sam- anburðar æfa um 350 körfuknatt- leik hjá Keflavík. Toulon hefur lengst af leikið í 1. deild en fyrir þremur árum komst félagið í úrvalsdeild, Þegar tíu umferðum er lokið í deildarkeppninni í Frakklandi er liðið í 10.-11. sæti með fjóra sigra og sex töp en alls eru 18 lið í efstu deild. Franska landsliðið hefur náð ágætum árangri undanfarin ár og vann m.a. til bronsverðlauna á Evr- ópumeistaramótinu sem fram fór í haust í Svíþjóð. Falur Harðarson þjálfari og leik- maður Keflavíkur segir að franska liðið sé vel skipað en ekki óyfirstíg- anleg hindrun. „Við lékum illa úti í Frakklandi gegn Toulon og ég tel að við eigum að geta unnið þetta lið á heimavelli. En þá þurfum við að hitta mun betur en við gerðum í fyrri leiknum.“ Falur segir að Toul- on sé hávaxið lið, með góðar skytt- ur, en að liprasti leikmaður liðsins sé bakvörðurinn Jason Howe. „Hann er fljótari en ljósið,“ segir Falur og hlær. „Ég viðurkenni það fúslega að hann slapp af og til framhjá okkur í Frakklandi. En við munum gera betur gegn honum á heimavelli. Þar fær hann ekki að stela boltanum af okkur, skjótast fram völlinn og troða.“ En Howe er 25 ára gamall Bandaríkjamaður og „aðeins“ 1,75 metrar á hæð. „Í lið- inu eru einnig hávaxnar skyttur og má þar nefna framherjann Ned- eljko Asceric sem skoraði 18 stig gegn okkur en hann er 38 ára gam- all og var fyrstur fram í hraðaupp- hlaupin.“ Falur telur að heimavöllurinn muni skipta miklu máli. „Við ætlum okkur að ná góðum árangri á heimavelli og teljum að við séum með lið til þess að gera þeim erfitt fyrir,“ segir Falur. Allir leikmenn Keflavíkur eru heilir heilsu en síðustu leikir liðsins í riðlakeppninni fara fram í Portú- gal. Sá fyrri gegn Ovarense, þriðju- daginn 16. desember og sá síðari á eyjunni Madeira þann 18. desem- ber. Madeira er eyja undan vest- urströnd Afríku og er um tveggja tíma flug frá Porto til Madeira. Morgunblaðið/Sverrir Jón Nordal Hafsteinsson á flugi með knöttinn í leik með Keflvíkingum gegn Madeira á dögunum. Falur Harðarson segir að Keflvíkingar geti lagt franska liðið Toulon að velli í bikarkeppni Evrópu „Lékum illa í Frakklandi“ FRANSKA liðið Toulon mætir Íslands- og bikarmeistaraliði Keflavík- ur í kvöld í bikarkeppni Evrópu en leikurinn fer fram í Keflavík. Þetta er þriðji heimaleikur Keflvíkinga í keppninni og jafnframt síð- asti heimaleikur liðsins í riðlakeppninni. Suðurnesjaliðið hefur lagt portúgölsku liðin Ovarense og Madeira á heimavelli en tapaði hins- vegar fyrir franska liðinu á útivelli, 107:91. Falur Harðarson þjálfari og leikmaður Keflvíkinga segir að ágætir möguleikar séu gegn Toulon í kvöld. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Loksins sigur hjá Orlando  OLE Gunnar Solskjær, norski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu hjá Manchester United, verður ekki klár í slaginn með liðinu um jólin eins og vonast var eftir. Sol- skjær var skorinn upp á hné í sept- ember og nú þykir ljóst að hann mæti í fyrsta lagi til leiks í janúar.  ALAN Smith, sóknarleikmaður hjá Leeds, er efstur á óskalista hjá Arsenal, sem mun kaupa nýjan sóknarleikmann þegar markaður- inn verður opnaður í Evrópu í jan- úar. Manchester United hefur einnig áhuga að fá hann til sín.  JEAN Alain Boumsong, varnar- maður Auxerre og franska lands- liðsins í knattspyrnu, hefur ákveð- ið að ganga til liðs við Glasgow Rangers fyrir næsta tímabil. Liv- erpool, Arsenal og Inter Mílanó vildu öll fá hann til liðs við sig.  BOUMSONG sagði við Daily Re- cord í gær að hann hefði ráðgast við Jacques Santini, landsliðsþjálf- ara Frakka, áður en hann tók ákvörðun sína, og Santini hefði mælt með því að hann veldi Rang- ers. „Liðið spilar ávallt í Meist- aradeild Evrópu eða í versta falli í UEFA-bikarnum. Ég hef rætt við Liverpool, Arsenal og Inter, sem öll vildu fá mig en sögðu mér samt að bíða um sinn. Ég ætla ekki að bíða fyrst Rangers sýnir mér svona mikinn áhuga,“ sagði Boum- song.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.