Morgunblaðið - 10.12.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 10.12.2003, Qupperneq 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 45 SAMTÖK um vestræna samvinnu og Varðberg, félag ungs áhugafólks um vestræna samvinnu, standa fyrir opnum fundi um öryggis- og varn- armál í dag, 10. desember, kl. 17.30 í B-sal á II. hæð Hótels Sögu. Um- ræðuefnið er viðhorf nýrrar kynslóð- ar til öryggis- og varnarmála á Ís- landi á nýrri öld. Framsögumenn eru ungt fólk, sem er að hasla sér völl í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Meðal spurninga sem velt verður upp á fundinum eru: Hvert verður hlutverk NATO, og hver verður staða Íslands innan þess í framtíð- inni? Hversu mikinn þátt á Ísland að taka í alþjóðavæðingu öryggismála, baráttunni gegn hryðjuverkum og friðargæslu á fjarlægum slóðum? Hversu mikinn sess eiga varnarmál eftir og ættu að skipa í þjóðfélags- umræðunni næstu misseri? Hver er framtíð varnarliðsins á Íslandi? Eiga Íslendingar að taka varnar- og ör- yggismálin alfarið í eigin hendur? Til þess að ræða þessi mál hafa samtökin fengið nýja og unga þing- menn og varaþingmann til að hafa framsögur og taka þátt í umræðum. Þetta eru Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Birkir J. Jóns- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins og Hlynur Hallsson, varaþing- maður VG. Fundarstjóri verður Magnús Þór Gylfason, formaður Varðbergs. Eftir framsöguerindi verða umræður. Áhugafólk um alþjóðamál og örygg- is- og varnarmál er hvatt til að mæta. Allir eru velkomnir. Ungt fólk á fundi um öryggis- og varnarmál Lúsíuhátíð í Brimborg Haldin verð- ur lúsíuhátíð í sýningarsal Brim- borgar að Bíldshöfða 6, föstudaginn 12. desember kl. 17. Einnig verður boðið upp á kaffi og Lúsíu-snúða. Lúsíuhátíðin er á vegum Sænska fé- lagsins á Íslandi og Brimborgar. Á NÆSTUNNI Álit, ekki úrskurður Ranglega var sagt í yfirfyrirsögn fréttar á bls. 10 í blaðinu í gær að um- boðsmaður Alþingis hefði „úrskurð- að“ um kærunefnd jafnréttismála. Umboðsmaður úrskurðar ekki í mál- um sínum heldur gefur álit. Beðist er velvirðingar á mistökunum. 36 milljónir í halla Í frétt um fjárhagsáætlun Ísa- fjarðarbæjar er ekki farið rétt með tölur um halla á rekstri á næsta ári. Áætlunin gerir ráð fyrir 36 milljón- um í halla á rekstri, en ekki 362 millj- ónir eins og segir í fréttinni. Hins vegar er gert ráð fyrir að 89 milljónir í handbæru fé frá rekstri. Önnur umræða um fjárhagsáætl- unina fer fram 18. desember. LEIÐRÉTT  DOKTORSVÖRN fer fram við raunvísindadeild Háskóla Íslands föstudaginn 12. desember kl. 14, í Hátíðasal, Að- albyggingu. Þá ver Halldór Svav- arsson verkfræð- ingur dokt- orsritgerð sem heitir, Annealing behavior of Li and Si in GaAs. Hörður Filipp- usson, forseti raunvísindadeildar, stjórnar athöfn- inni. Andmælendur eru Marek Godl- ewski, prófessor við tækniháskólann í Varsjá í Póllandi, og dr. Andrei Manolescu, vísindamaður hjá Ís- lenskri erfðagreiningu. Rannsóknirnar lutu að áhrifum hitameðhöndlunar á rafeiginleika hálfleiðarans gallín arsen (GaAs) sem íbættur hafði verið með kísli annars vegar og litíni hins vegar. Með hitameðhöndlun á kísilíbættum GaAs kristöllum mátti stjórna því hvort rafstraumur í efninu var borin af holum eða rafeindum. Í lit- íníbættu GaAs er hleðsla ávallt borin af holum en með hitun má stjórna leiðniferlinu. Þessum mismunandi leiðniferlum má lýsa með holum sem seytla milli fíngerðra málmútfell- inga, hopp-leiðni í veiluborða og málmleiðni. Ritgerðin er byggð á sex greinum sem hafa verið birtar eða sendar til birtingar í ritrýndum alþjóðlegum tímaritum. Rannsókn- irnar voru að hluta til styrktar af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Vísindaráði. Í doktorsnefnd sátu Hafliði P. Gíslason, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, Jón Tómas Guð- mundsson, dósent í rafmagnsverk- fræði við Háskóla Íslands, og Bo Monemar, prófessor í eðlisfræði við Háskólann í Linköping í Svíþjóð. Doktorsvörn í eðlisfræði LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að ákeyrslu á kyrrstæða bifreið við Sólheima 17 hinn 9. des- ember á milli kl. 10.20 og 11. Ekið var á rauða Toyota-fólksbifreið, en tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna lögreglu eða hlutaðeig- anda tjónið. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeild- ar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Fréttir á SMS ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.