Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. janúar 1981 „Mér hefur gengiö sæmilega aö selja hörpuskelfiskinn, þar til i haust,” sagöi Sigurjón Helgason fiskverkandi i Stykkishólmi. Visir haföi spurnir af aö islenskir framleiöendur skelfisks heföu undirboöiö aöra á markaönum og spurði Sigurjón um hans skoöun á þvi. ,,1 haust seldi ég slatta á $ 4.20 pundið. Þegar ég ætlaöi að selja meira á sama verði, var mér sagt aö nægilegt framboö væri frá Islandi á mun lægra verði. Það verö reyndist vera $ 3.70 pundið. Þetta er mjög alvarlegt mál og ég heföi gaman af aö vita hvar hund- urinn liggur grafinn. Ég er tiltölulega li'till framleiö- andi, en það hlýtur að vera ein- hver stóraðili hér innanlands, sem hefur undirboðið á markaðn- um. Það er hryllilegt að sjá mark- aðinn eyöileggjast þegar lögð hef- ur veriö vinna í aö ná honum upp, hverjirsvosem standa aðþessu.” Siguröur Agústsson h.f. ræður yfir stærsta hluta veiðikvótans i Breiðafirði, eða um 70%. Agúst Sigurðsson forstjóri þess fyrir- tækis var spuröur um álit á um- mælum Sigurjóns. Hann telur þau byggð á misskilningi og ber af sér ÖU undirboð. Hann ber fyrir sig markað6lögmál, sem geri auð- veldara að fá gott verð fyrir litla slatta, þegar litið framboð er heldur en stærri framleiðendur geti samið um. vtsnt Erint að selja hðrpu-skeiiisk á góðu verði: „Elnhver slór helur undlrhoðlð - segir Sigurjón Helgason llskverkandi i Stykkishólmi Hann bendir einnig á að Kanadamenn fylli um 90% af Bandarikjamarkaðnum á Hörpu- skelfiski og ráði þvi meiru um markaðsverð en þeir Stykkis- hólmsbúar. Stefán Gunnlaugsson fulltrúi i viðskiptaráðuneytinu svaraöi fyrirspurnum Visis á þann veg að markaðurinn fyrir þessa vöru væri sveiflukenndur likt og mark- aðurinn fyrir aðrar sjávarútvegs- vörur og tók að öðru leyti i sama streng og Ágúst Sigurðsson. GS/SV m ' sæ MURARAR MðTMÆLA Múrarafélag Reykjavikur hef- ur sent frá sér harðorð mótrriæli vegna útgáfu bráðabirgðalaga rikisstjórnarinnar frá 31. desem- ber s.l. 1 tilkynningu Múrarafélagsins segir að slik breyting á kjara- samningum sem felist i lögunum sé óþolandi ihlutun og skerðing á frjálsum samningsrétti og skorar um leið á Alþingi og rikisstjóm- ina að virða kjarasamninga. Þá harmar fundur múraranna aö ekki skyldi nást fram i nýgerð- um kjarasamningum leiðrétting á reiknitölu ákvæðisvinnu en það hafi verið ein meginkrafa félags- ins og þeirra sveinafélaga i bygg- ingariðnaði sem nær eingöngu vinna i ákvæðisvinnu. -gk. GAGNRYHI FAGNAÐ Félag islenskra leiklistargagn- ýnenda hefur sent frá sér yfir- ýsinguþar sem þvi er fagnað að iikisútvarpiö skuli nú flytja •eglulega gagnrýni um leikhús og jókmenntir. „Það er trú félagsins að sé rétt i haldið geti þessi stefna eflt hlut- /erk Rikisútvarpsins og glætt áhuga manna og skilning á leik- listog öðrum listum” segir i yfir- lýsingunni. Þá er félagið þeirrar skoðunar að islenskum menningarmálum sé ætlað allt of litið rúm i dagskrá sjónvarpsinsog mælist til þess að unnið verði að úrbótum á þvi sviði. gk-. Skákkennsla fyrir konur Konur láta sifellt meira að sér kveða i islensku skáklifi og er skemmst að minnast ágætrar frammistöðu islensku kvenna- sveitarinnar á Olympiumótinu á dögunum. Taflfélag Reykjavikur er nú að helypa af stokkunum skák- kennslu fyrir konur, og fer kennslan fram I húsi félagsins við Grensásveg á fimmtudagskvöld- um kl. 21. Skákkennslan hefst i kvöld, og verður Bragi Kristjánsson leið- beinandi. Kennslan er ókeypis öllum konum sem áhuga hafa á, bæöi byrjendum og þeim sem lengra eru komnar. gk-. £ Hvergi meira úrval af o skíðabogum D D D D D D D Nýjung • Þræ/öruggar skíðahöldur OEngin geymslu- vandræði lengur %Sýnið skiðum ykkar umhyggju BílavörubúÓin FJÖDRIN Skeifunni 2 82944 Puströraverkstæði 83466 Bragi Kristjánsson kennit konunum skák.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.