Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 6
ó Föstudagur 16. janúar 1981 vtsm Hveriu sná Víkínqarnír um leikinn viö Lugi á sunnudagskvðidið? — Við munum vinna Lugi með 5 marka mun — 20:15, sagði Þor- bergur Aðalsteinsson, þegar hann var beðinn að spá um úrslit leiks Vikings gegn I-ugi. PALL BJÖRGVINSSON: — Ég er ekki tilbúinn til að spá neinu um Urslitin — við munum gera okkar besta gegn Lugi.” BOGDAN, þjáifari Vikings: — Crrslitin ráðast ekki fyrr en leik- urinn er flautaður af.” KRISTJAN SIGMÚNDSSON, markvörður Víkings: — „Þetta verður erfiður leikur — við vinn- um með 1-2 marka mun.” RÓSMUNDUR JÓNSSON, stjórnarmaður Vikings: — „Vik- ingur vinnur 18:16.” ARNI INDRIÐASON: — „Ég tel, aðli'kurnar Ur báðum leikjun- um, séu Lugi 6:4 i hag.” EYSTEINN HELGASON, for- maður handknattieiksdeildar Vikin gs: — „Ég ætla ekki að ger- ast neinn spámaður — þetta verða erfiðir leikir.” JÓN HJALTALÍN, fyrrum leik- maður Lugi og Vikings: — „Vik- ingar vinna 23:20 i Reykjavik, en það verður jafntefli 20:20 i Lundi.” — SOS II "STAflSÍ" ” Jðn Hjaltalin heiðursgestur Heiðursgestur leika Vikings og Lugi i Evrópukeppninni i handknattleik, verður gamla kempan Jón Hjaltalin, l'yrrum leikmaður landsliðsins, Vikings og Lugi. Jón lék með Vikingi hér á árum áður en hann hélt til Svi- þjóðar rúmlega tvitugur til að nema rafmagnsverkfræði i Lundi og lék hann þar i mörg ár meö Lugi. Staðan i 1. deiid tslandsmótsins i handknattleik karla eftir leikinn i gærkvöldi: Vikingur ... 13 12 1 0 273:219 25 Þróttur ....13 9 0 4 289:268 18 Valur...... 13 7 1 5 300:246 15 FH......... 13 5 2 6 283:290 f12' Haukar ....13 5 1 .7 258:274 11 KR ........ 12 4 1 7 244:268 9 Fram....... 12 3 1 8 254:277 7 Fylkir ...13 2 1 10 252:311 5 NÆSTU LEIKIR: KR-Fram i Laugardalshöiiinni á laugardag kl. 14,00. Siðasta um- ferðin verður svo i febrúar: FH- Víkingur4. febr. Valur-Þróttur, 5. febr. Haukar-Fram 7. febr. KR- Fylkir 8. febr... I Hinn rólegi þjálfari Vals, Boris Akbakshev, hefur oft þurft að láta heyra í sér við leikmenn sina I vetur enda ærið oft sem Valsmennirnir gera ekki það, sem hann hefur lagt fyrir þá. Þegar það gerist tekur Boris „seríu” eins og þessa.sem Friðþjófur Ijósmyndariokkar náði af honum... Bágt að sætia slg vlðöetia" - sagði Steián Gunnarsson. sem sá á eftlr Fylkl nlður I í 2. delld i gærkvöldi „Maður getur vist sagt bless við 1. deildina úr þessu en það er bágt að sætta sig við það”, sagði Stefán Gunnarsson leikmaður og þjálfari Fylkis, eftir tapið fyrir gömlu félögum hans úr Val i 1. deildarkeppninni i handknattleik karla i gærkvöldi. Fylkir gerði þar heiöalega til- raun til að bjarga sér frá falli i 2. deild — en tókst ekki. Valsmenn höfðu nauman sigur 26:24. — Hvaða lið heldur þú að fari með Fylki niður? spurðum viö Stefán. „Við i Fylki höfum það i hendi okkar þvi að við eigum eftir að leika við KR. Annars vil ég engu um það spá — það kemur i ljós á sinum tima”. Valsmenn byrjuðu vel i leikn- um i gær — léku góðan handbolta bæöi i vörn og sókn — og þeir komust i yfirburða stööu 11:3 og síöan 14:5. En þá fór allur ljómi að fara af liöinu — Fylkir minnkaði i 14:9 og siðan niður i 2 mörk 21:19, þegar nokkuð var liðið á siðari hálfleikinn. Nær hleyptu Valsmenn þeim ekki og var það mest aö þakka Bjarna Guðmundssyni sem hélt þeim á floti með góðum mörkum á viö- kvæmum augnablikum. Bjarni var besti maður Vals i leiknum — skoraði 7 mörk og Þor- björn Guðmundsson var einnig friskur — sá um 5 mörk og var þéttur i vörninni ásamt nafna sin- um Jenssyni. Markhæstur Vals- manna var Brynjar Harðarson með 8 mörk — þar af 7 úr vitum. Gunnar Baldursson var stjarna Fylkis — alltaf að og gafst aldrei upp frekar en Einar Agústsson sem sýnilega ætlaði ekki aftur i 2. deild án bardaga. Gunnar skoraði 11 mörk (3 viti) og þeir Ásmundur Kristinsson og örn Hafsteinsson sáu um 4 mörk hvor að þessu sinni... —klp— Einar tekur við af Keith KR-ingar gerðu byltingu i lið- stjórn og þjálfunarmálum sínum eftir tapið fyrir ÍR i úrvalsdeild- inni f körfuknattleik i vikunni. Var Einar Bollason landsliðs- þjálfari, sem verið hefur 1 lið- stjóri KR i vetur þá ráðinn sem þjálfari i stað Bandarikjamanns- ins Keith Yow. Mun Keith því hér eftir — eins og aðrir leikmenn KR — þurfa að taka við skipunum Einars i leikjum, og einnig á æf- Jón Pétursson úr Fram yfir til Þróttara Varnarmaðurinn sterki úr Fram, Jón Pétursson, ætlar aö leika með Þrótti I 2. deildinni i sumar. Þróttarar hafa að undanförnu fengið aö sjá á eftir nokkrum af knattspyrnumönnum sinum til annarra félaga og þá aðailega til Fram. Þeir eru aftur á móti farnir að fá ýmsa menn til liðs viö sig i staðinn, og sá þekktasti þeirra gekk til liðs við þá i gær. Er það fyrrverandi landsliðsmaður Fram, Jón Pétursson sem var einn af lykilmönnunum i hinni geysisterku vörn Fram i sumar sem leið. Þá hafa ýmsir aðrir leikmenn látið að þvi liggja að þeir hafi augastað á Þrótti og þegar hafa Þróttarar fengið ieikmenn frá Haukum og Gróttu i sinn hóp.. —klp— ingum. Einar létlika heldur betur i sér heyra i gærkvöldi, þegar KR- ingar mættu Ármenningum i úr- valsdeildinni. Varþað leikur, sem frestað var fyrir áramót, en skellt nú á án þess að láta neina nema leikmenn liðanna og starfsmenn vita. KR-ingarnir vildu allir sýna nýja þjálfaranum hvað þeirgætu. Var ekkert slegið slöku við, og höfðu þeir þvi mikla yfirburði yfir hinaungu Ármenninga, sem nú er stjórnað af Hallgrimi Gunnars- syni, en þjálfaðir af Atla Ara- syni. Komst KR fljótt i yfirburða stöðu — 50:27 í hálfleik, og loka- staðan var 82:56, sem var sist of stór sigur miðað við gang leiks- ins. Knattspyrnumarkvörður KR- inga, Stefán Jóhannesson, „blóm- straði” i þessum leik —skoraði 14 stig og hirti aragrúa af fráköst- um. Stigahæstur hjá KR var A- gúst Li'ndal með 22 stig, þá Garðar Jóhannsson með 16 og Jón Sigurðsson 15 stig. Leikgleðin var áberandi hjá Ar- mannii' þessum leik og liðinu var vel stjórnað af bekknum — allir fengu að spila og allir virtust vera ánægðir, sen svo var ekki alltaf þegar Bob Star var þar við stjóm- völinn. Valdemar Guðlaugsson var stigahæstur Ar- menninga með 22 stig, Kristján Rafnsson var með 18 stig, og Davið Arnar skoraði 17 stig i þetta sinn... LB/—klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.