Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 16. janúar 1981 VÍSIR ERU ÞEIR SJÁLF- BOÐfl- LIÐflR? Hildigerður Skaptadótt- ir hringdi. Mig langar aö koma á framfæri fyrirspurn til Sjönvarpsins. Er þaö réttaö þeir sem sjá um liöinn „Fréttir á táknmáli” f Sjónvarpinu fái engin laun fyrir þaö og ef svo er, hvers vegna? SVAR: Hjá Sjónvarpinu fengust þær upplýsingar aö þaö væri rétt aö engin laun væru greidd fyrir þessa vinnu. Astæöan væri sú aö Félag heyrnardaufra heföi boöiö fram þessa þjónustu og vinnu sökum þess aö fréttir sem birtust á lesmáli á skjánum á eftir venju- legum fréttatima hefðu ekki verið taldar þjóna þessum hópi nægi- lega vel að mati félagsins. ■ Eru nýju seðlarnir ónothæflr sem gjalfl- miðill I viðskiptum? K. Karlsson skrifar. Ég ætla ekki aö gera aö umtals- efni hina nýju mynt okkar Is- lendinga nema þá 500 króna seðil- inn sem eins og flestir vita vist jafngildir 50 þúsund gömlum flot- krónum. Þaö er ekkert vafamál að til- koma þessa stóra seöils er mikiö hagkvæmnisatriöi því þaö er ólikt betra aö koma honum fyrir i Lærið af Horð- mðnnum H.H. skrifar Mig langar til þess aö koma á framfæri á siöunni smá-ráölegg- ingu til „mótmælenda” á lslandi varöandi þaö hvernig þeir geti I framtiöinni hagaö sér i sínum mótmælum. Litum yfir til Noregs og sjá „mótmælendur” viö Alta- virkjunina i Noregi. Þeirra helsta baráttuaöferö er aö hlekkja sig fasta viö ýmsa hluti meö sverum og miklum keöjum þannig aö óhægt sé um vik aö fjarlægja þá. Þvi ekki aö taka þessa aöferö upp hér. Þaö væri aldeilis furöu- leg og stórskemmtileg sjón að sjá islenska „mótmælendur” sem eru þröngur hópur fólks sitja beingaddaöa, hlekkjaöa og kalda einhverstaöar á viöavangi f mót- mælaaögeröum sínum. veskinu slnu en 10 gömlum seðl- um. En þaö sem ég vildi aðallega gera hér að umtalsefni er þaö aö ég hef rekiö mig á aö þaö eru ekki allir jafnhrifnir af þessum seðli. Þaö varö ég var viö er ég ræddi máliö viö leigubflstjdra sem ók mér. Hann sagöi aö leigubilstjór- um bæri ekki skylda til þess að taka viö þessum seöli þvl þaö væri ekki hægt aö ætlast til þess aö þeir væru meö tugi eöa hundr- uð þúsunda i skiptimynt á sér. Slikt væri ekki bara hættulegt i þeirra starfi heldur einnig ósann- gjarnt aö fara fram á slikt. Leigubflstjórar hafa sitthvað til sins máls, þvi það er auövitaö ekki gott aö þeir þurfi aö greiöa til baka segjum 470krónur ef ekiö er fyrir 30 krónur. En það er bara önnur hlið málsins. Hin snýr aö þeim almenna manni sem hefur 500 króna seöilinn I höndunum. A hann hugsanlega á hættu aö jafn erfitt veröi aö losna viö seðilinn og ávlsanir. Höfum viö verið aö láta prenta seðil sem átti ekkert erindi á markaöinn? Þaö virðist mér i fijótu bragði. Bryggjurnar gierhálar Bilstjóri skrifar. Einhver óhugnanlegustu bilslys sem veröa hér á landi og þau eru ávallt nokkur á hverju ári, eru þefear bllar keyra i sjó fram af bryggjum. Þvl miöur getum við rifjaö upp I huganum mörg slik i slys sem hafa haft dauðsföll i för ! meö sér og þurfum ekki aö fara langt aftur i tímann til aö muna eftir nokkrum sllkum. Mér datt þetta I hug þegar ég átti leiö niöur á eina bryggjuna á Grandagaröi IReykjavikurhöfn á dögunum. Bryggjan var Isi lögö og þykkir svellabunkar þiflitu hana. Lágflæði var er ég var þarna á férðinni, og fallið niður á sjóinn talsvert. Er ég viss um að þiessi slysagildra gæti veriö fleir- um hættuleg en ökutækjum, það mætti ekki mikið út af bregða hjá gangandi manni þarna sem hras- aði fram af og dytti i iskaldan sjó- inn. Saltaustur á götur höfuö- borgarinnar er löngu hafinn I borginni og saltað grimmt oft i viku. Væriþaö svo mikil fyrirhöfn aö bæta bryggjum hafnarinnar viö þannig aö hægt yröi aö koma I veg fyrir slys af þvl tagi sem þvi miöur eru svo algeng viö höfnina? Sgt. Pepper’s ðumdeilaniegt timamótaverk 4913-1038 skrifar: Olafur G. Kristjánsson skrifar niðgrein um Bitlana i Visi 10. jan. s.l. Rangfærslurnar vaöa uppi I greininni. Ég ætla aðeins aö tæpa á nokkrum hérna. ÓGK skrifar: „Tónlistin var i sjálfu sér ekki merkileg og hefur ekki skiliö nein spor eftir sig, eöa hvaöa hljómsveit leikur tónlist Bltlanna I dag?” Slðar i greininni spyr ÓGK: „Hvaö fjalla lög Bltl- anna um? I stuttu máli? Ekki neitt”. Um þetta vil ég segja: Tónlist Bitlanna skildi eftir sig fleiri og dýpri spor en tónlist nokkurs annars. Tónlist Bítlanna er leikin af fleiri hljómsveitum i dag en nokkurs annars. Tónlist Bitlanna er ekki aðeins leikin af poppur- um. Synfóniuhljómsveitir (m.a. Synfónluhljómsveit Islands og Synfóniuhljómsveit Lundúna- borgar), djasshljómsveitir og lúðrasveitir (m.a. Svanurinn og Lúörasveit Kópavogs) leika tón- list Bítlanna i stórum stll. Lög Bltlanna fjalla i sjálfu sér ekki um svo merkilega hluti. Textar þeirra sérstaklega textar „Tónlist Bitlanna skildi eftir . sig fleiri og dýpri spor en I tónlist nokkurs annars” seg- | ir bréfritari. JohnLennons gera það hins veg- ar margir hverjir. Sá sem heldur ööru fram hefur liklega aldrei heyrt marga af hinum ágætu textum Lennons frá Bitlatlman- um. Bitlarnir sungu ekki bara Ob- La-Di Ob-La-Da á seinni hluta sjöunda áratugsins. Þeir sungu lika Revolution, All You Need Is Love, The Continuing Story Of Bungalow Bill, Happyness Is a i Warm Gun, Helter Skelter, Elanor Rigby, She’s Leaving Home, You Know My Name og tugi annarra merkilegra texta. Sósiallskur friöarboðskapur Bitlanna kom einnig — og ennþá skýrar — fram I blaöa- útvarps- og sjónvarpsviötölum. Jafnvel hinir hægri sinnuðustu kanar þakka Bitlunum i dag fyrir þeirra þátt i aö stööva fjöldamorö kan- ans I Vietnam. Þaö yröi of langt mál aö telja hér upp framlög Bítl- anna til jafnréttis kynjanna bar- áttunnar gegn heimsvaldastefnu Breta i trlandi, þriðja heiminum og viöar. ÓGK gerir litiö úr listaverkinu Sgt. Pepper’s. Er helst á honum að skilja aö verkiö heföi átt að vera súrrealískt. Hvaö um þaö. Sagt. Pepper’s er óumdeilanlega timamótaverk i sögu poppsins og hefur aö geyma m.a. tvö af bestu lögum sem samin hafa veriö, Lucy In The Sky og A Day In Life. Að lokum vil ég benda ÓGK á 1 að Led Zeppelin var ekki þunga- ] rokks grúppa, þegar Bitlarnir hættu. LZ var gaddavirsblús- hljómsveit um þaö leyti. Sömu- leiðis hafa Yes mér vitanlega I aldrei spilaö synfóniurokk þótt ] rokk þeirra hafi verið oröiö nokk- í uö þróaö á tfmabili. Hinsvegar minnist ég þess aö hafa heyrt eitt l synfónlurokklag með Pink Floyd, hvort sem þaö dugir til aö Pink Floyd kallist synfónlurokksveit eöa ei. Vinsamlegast birtiö meöfylgj- andi bréf undir nafnnúmeri mlnu eingöngu. Þeir sem vilja geta þá fengið upplýsingar um mig á Hagstofunni. Hinum kemur þaö ekki viö. Ég gleymdi að þakka Visi fyrir góöa umfjöllun á Lennon eftir moröiö svo ég geri það bara hérna á þessu blaði. Ég er stórhneykslaöur á hvaö aörir fjölmiðlar hafa sneitt. fram hjá Lennon eftir moröiö. Vfsir er sem sagteinablaðiðsemstaöiö hefur I stykkinu hvaö þetta atriöi varðar og á bestu þakkir skiliö fyrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.