Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. janúar 1981
vtsm
9
• ■o’"' „
(Vísismyndir G.V.A.)
KÆUVATN FRA ALVERINU
A þessum siðustu og verstu
timum, þegar menn kjökra hver
upp við annan og barma sér yfir
einhverju sem þeir kalla „slæm
staða atvinnuveganna” er þó i
öllu falli ein atvinnugrein, þar
sem menn láta stjórnast af stór-
hug og bjartsýni, en það er lax-
eldi.
Þessi starfsemi hefur færst
mjög i vöxt að undanförnu, og
margar nýjar laxelsisstöðvar
hafa verið settar á laggirnar
eða eru i burðarliðnum.
Sú nýjasta er Pólarlax h.f., en
hún tók til starfa i siðasta mán-
uði og er staðsett rétt norðan við
álverið i Staumsvik. Hluthafar
eru um 30, en stærstir þeirra eru
arkitektarnir Róbert Pétursson
og Magnús Björnsson, sem jafn-
framt er framkvæmdastjóri
fyrirtækisins.
Vatn frá álverinu
Visismenn heimsóttu Pólar-
lax nýlega og spurðu Magnús
fyrst hver tildrögin að stofnun
fyrirtækisins hefðu verið.
„Við höfum nú verið að hugsa
um þetta allar götur frá þvi
1972, en það var fyrst i mai 1979
sem við sóttum um leyfi til þess
að prófa vatnið og við héldum
þeim prófunum áfram i meira
Hér má sjá kerjaröðina hjá Pólarlaxi, en húsið er ekki fullbúið.
Aðaleigendur Pólarlax h.f. Magnús Björnsson til vinstri og Róbert
Pétursson til hægri. A miíli þeirra er dóttir Róberts sem blaðamað-
ur kann þvi miður ekki að nefna.
ul. Þetta fer allt til Noregs og
það kemur til greina að við salt-
venjum seiðin þannig að hægt
verði að flytja þau sjóleiðis. Það
hefur ekki verið gert áður, en er
töluvert ódýrara en flugið”.
Magnús sagði að i framtiðinni
myndi Pólarlax leggja aðal
áhersluna á hafbeit, og ætti sú
starfsemi að geta hafist eftir
þrjú ár.
Áhættusamt en aröbært
Ljóst má vera, að laxeldi get-
ur verið áhættusöm atvinnu-
grein, en hún getur lika skilað
miklum arði. Sem dæmi má
nefna, að hlutafé i Pólarlaxi er
» 250 milljónir g.kr., og sagðist
Magnús búast við þvi að það
dygði fyrir öllum framkvæmd-
um. Til samanburöar má svo
nefna, að Norðmenn borga nú
milli 10 og 20 norskar krónur
fyrir seiðið, en Pólarlax hefur
nú 130 þúsund stykki i kerjum
eins og ábur sagði.
— P.M.
Sennilega getur hvergi að lita jafn óiikar atvinnugreinar i jafn náinni sambúð. Kælikatnið frá álverinu er
f laxeldisstöðina.
en ár áður en starfsemin var
sett i gang. Þetta er kælivatn frá
álverinu og það er um 14 gráðu
heitt þegar við fáum það. Það
skal tekið fram að vatnið er
gjörsamlega ómengað. Það var
svo núna i desember að sumar-
alin seiði voru sett i ker hér i.
húsinu”.
130 þúsund seiði
Magnús sagði að nokkur
áhætta hefði verið tekin með þvi
að hefja starfsemina svona
fljótt, þvi að húsið, sem er um
500 fermetrar, væri ekki fullbúið
og seiðin væru mjög viðkvæm
fyrirþeim fyrirgangi sem fylgdi
framkvæmdum i húsinu. Það
væri jafnvel algengt að seiði
dræpust vegna streitu.
Núna er Pólarlax með um 130
þúsund seiði i kerjum, en af-
kastagetan mun aukast til muna
þegar allt húsið hefur verið tek-
ið i notkun. Þar fyrir utan
standa svo vonir til þess, að
hægt verði að ráðast i frekari
byggingarframkvæmdir innan
tiðar.
Við spurðum Magnús hvenær
og hvert seiðin yrðu seld.
„Við búumst við þvi að selja >
fyrst núna i mai, en þá verða
seiðin orðin 13-14 mánaða göm-
N0TAÐ TIL LAXELDIS!