Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 16. janúar 1981 vtsm VlSIR útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Ástvaldsdðttir. Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristln Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaöamaður á Akureyri: Gfsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurð'son, Gunnar V. Andrésson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vöröur: Eirlkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, slmi 86611» 7 linur. Auglýsingarog skrifstofur: SlðumúlaS, Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Vlsir er prentaður I Blaðaprenti, Slðumúla 14. Engar keilur slegnar t dag er fjallaö um viöbrögö almennings viö efnahagsráöstöfunum rikisstjórnarinnar. Skoðanakannanir með fá- mennu úrtaki, sem ekki eru unnará vísindalegan háttverður að taka með öllum fyrirvara. Menn mega heldur ekki láta blekkjast af því sem sagt er, að tæplega 70% séu ákveðinnar skoðunar, þegar aðeins er tekið tillit þeirra, sem taka afstöðu. Niðurstaða skoðanakönnunar Dagblaðsins um efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar er sú, að 46.5% af þeim 600 einstakling- um, sem leitað er til, segjast styðja aðgerðirnar. Þetta hlutfall þarf ekki að koma á óvart. Efnahagsráðstöf- unum hefur ekki verið tekið með neinum fögnuði. Engir nema ráðherrarnir sjálfir hafa mælt þeim bót, en hinir eru margir sem sett hafa fram margvíslega gagnrýni og efasemdir. Þó er það sammerkt með þeim ályktunum sem borist hafa, jaf nt frá samtökum atvinnurekenda sem launþega, að þær kveða ekki mjög fast að orði, og að þessi samtök vilja ekki ganga af hörku gegn bráðabirgðalögunum. Það sama gildir um almenningsálitið. Aðgerðunum hefur verkið tekið með þegjandi þögninni. Sú þögn kann að stafa af vonleysi og því langlundargeði, sem landsmenn virðast sýna stjórnvöldum í hverju einu, sem þau taka sér fyrir hendur. Ein önnur ástæða gæti og verið sú, að tíð stjórnarskipti, klofn- ingur í Sjálfstæðisflokki og sú staðreynd, að engu virðist skipta hvernig kosningaúrslit hafa orðið, þegar gengið er til stjórnarmyndana, valdi uppgjöf og skeytingarleysi almennings. Langvarandi úrræðaleysi í glím- unni við verðbólguna hefur dregið úr tráusti á stjórnmála- mönnum almennt. Þá er þess að geta. að allt síð- asta ár voru boðaðar aðgerðir með miklum alvöruþunga og dagana fyrir áramót gekk ekki á öðru en digurbarkalegum yfir- lýsingum um róttækt uppgjör. Fólk var búið undir það versta, jafnvel þungar búsifjar. Þegar ráðstafanirnar sáu loks dagsins Ijós, voru þær hvorki fugl né fiskur. Það eru mannleg við- brögð að varpa öndinni léttar undir slíkum kringumstæðum. En það er mikil blekking að túlka þau andvörp sem traustsyf irlýs- ingu við ríkisstjórnina. Á sama tíma hlýtur stjórnar- andstaðan að hugleiða stöðu sína. Eins og sakir standa virðist hún ekki vera eftirsóknarverður val- kostur fyrir kjósendur. Um það ber skoðanakönnunin og almenn- ingsviðhorf vitni. Sú niðurstaða er því alvarlegri, sem ráðstafanir ríkisstjórnar- innar eru aumari. Nú hef ur verið krukkað í kaupið, stofnað til gerviverðstöðvunar og lagt út í fen uppbóta og millifærslna. Allt þetta má réttlæta, ef árangurs er von. En því er ekki að heilsa. Allt sem við höf um upp úr krafsinu er áframhaldandi 50% verðbólga. Það hefur aldrei verið talið til stórsigra að standa í stað. Þetta hefur stjórnarandstaðan raunar bent á, en ekki haft erindi sem erfiði. Eitthvað hefur á skort, hvort sem það er rökf esta, málatilbúnaður eða einfaldlega tiltrú. Það er auðvelt að gagnrýna. Það er meira að segja nauðsyn- legt að gagnrýna. En það eru slæm örlög ef sú gagnrýni er daufheyrð, jafnvel þegar hennar er þörf. Fleira þarf til að koma, og þá ekki síst eigin sannfæring fyrir því að betur megi gera. Ríkisstjórnin hefur enga sigra unnið, engum árangri náð. Hún stendur i stað. En stjórnarand- staðan hefur heldur ekki slegið keilur. Ef almenningur hefur ekki áttaðsig á haldleysi lítilf jör- legra efnahagsráðstafana, þá er það sök stjórnarandstöðunnar sjálfrar. Hún verður að líta í eigin barm. m i LÝBSKRUMSFELAGK) Eitt algengasta gagnrýnisatriði almennings á stjórnmálamenn hér á landi er ábyrgðarleysi. Á það hefur verið bent með traustum rökum að hvergi sé i samfélaginu að finna menn sem svo lausir eru við að taka afleiðingum gerða sinna og alþingismenn og ráðherrar. Kaupmaður, sem gerir röng innkaup, tapar fé. Verkamaður, sem spillir verki sinu, missir vinn- una. Ráðherrar standa hins vegar keikir, jafnvel þótt hin stærstu mistök hafi verið unnin. Land- búnaðarsukkið, togaradellan, Krafla. Enginn ráðherra heíur þurft að fara frá vegna þessara stórmála, eða þurft að greiða skaðabætur, ekki einu sinni misst þingsæti. Ferðamaðurinn franski A siöustu vikum og mánuöum . hafa yfirlýsingar eins háttvirts alþingismanns um svonefnt „Gervasoni-mál” borið hátt 4 fjölmiölum, en þaö mál snerist um þaö hvort tiltekinn franskur feröamaöur ætti aö fá dvalar- leyfi á Islandi eöa ekki. Þing- maöur þessi fyllti þann flokkinn sem taldi aö Gervasoni ætti aö fá aö dvelja I landinu. Og til aö undirstrika eindrægni sfna og hollustu viö málstaöinn lýsti þingmaðurinn þvi yfir, aö stuöningi sinum viö rikisstjóm þá er nú situr og þingmaöurinn haföi fram til þessa stutt, væri lokiö ef vilji hans I málefnum feröamannsins franska næöi ekki fram aö ganga. Feröamaöurinn var fluttur úr landi sem kunnugter og viö þaö tækifæri kom umræddur þing- maöur fram fyrir þjóöina I öll- um helstu fjölmiölum og lýsti .þvi yfir hátiölega og i löngu itar- legu máli, aö hér meö væri lokið stuöningi sinum viö rikisstjórn- ina. Fréttamenn allir lögöu sig i lima viö aö koma þessum boö- skap sem skilmerkilegast á framfæri.og tókst þeim þaövel. Hættur við að hætta Skyldi þjóöin hafa, á þeim augnablikum sem þingmaöur- inn gaf sinar hátiölegu yfirlýs- ingar um stuðningslok viö stjómina, trúað þvi, að hann stæöi við þau orö? Nei, þaö er af og frá. Umræöuefni þeirra, sem áhuga höfðu á málinu, snerist næstu daga um þaö eitt meö hvaöa hætti þingmaöurinn mundi vikja sér undan ábyrgö sinni. Engum datt i hug að um efndir oröa yröi aö ræöa. Enda hefur það komiö á daginn. Hinn viröulegi þingmaöur er nú hætt- ur viö aö hætta og mun halda á- fram stuðningi sinum viö rikis- stjórnina eins og ekkert heföi i skorist. Enginn hörgull mun verða á nýjum skilmálum og glöggum skýringum á þessari afstöðu. Eftir nokkra mánuði veröur málið gleymt i fjölmiðl- unum og viö næstu kosningar horfiö úr hugum kjósenda, jafn- vel þeirra sem minnugastir eru. Hugsjónafegurð ráðherra Þessi saga um þingmanninn er aö sjálfsögöu ekki einsdæmi. Einmitt á siðustu dögum hefur einn viröulegur ráöherra átt i svipuðu máli. Eftir aö kjara- dómur féll um kjör alþingis- manna og háskólamenntaðra manna hjá hinu opinbera, lýsti þessi ráöherra þvi yfir i fjöl- mioiunum, aö hann væri and- vigur þeirri launahækkun sem þessar stéttir heföu fengiö meö dómnum. Hann væri þeirrar skoöunar að eingöngu lág laun ættu aö hækka en ekki laun há- launamanna. Kjaradómur bryti i bága við þessa stefnu sina og hann myndi beita sér fyrir þvi að hækkun hálaunamannanna yrði tekin af meö lögum. Um þetta mál var mikiö fjall- aö i fjölmiölunum og margir rómuöu hugsjónafegurö ráð- herrans og drengskap, aö hann skyldi meö þessum hætti ganga fram fyrir skjöldu til aö tryggja stöðu smælingjanna I þjóöfélag- inu. En þessi dýrö stóö skammt. Ráöherrann kom aftur fyrir þjóðina og nú i þeim erinda- gjöröum aö skýra frá þvi, aö hann hefði boriö sitt mikla rétt- lætismál upp i rikisstjórninni. Málalok þar hafi oröið á þá leiö aö hinir ráöherrarnir hafi verið á annarri skoðun og hafnaö til- lögum ráöherrans. í framhaldi af þessu skýröi ráöherrann frá þvi, aðþarmeö værimáliö falliö niöur og úr sögunni. Engum datt i hug að spyrja ráöherrann hvort hann myndi ekki segja af sér, þar sem stefna hans heföi oröið undir i rikisstjórninni. Engum datt I hug aö nokkuð myndi leiða af lýöskrumi ráö- herransum þessi kjaramál yfir- leitt. Fréttir fyrir fjölmiðla Þannig er þaö fastur liöur að I Finnur Torfi Stefánsson fyrrv. alþm. gerir lýð- skrumið að umtalsefni. Hann tekur tvö dæmi, annars vegar Gervasoni- málið, hins vegar yfirlýs- ingar f jármálaráðherra um kjaradóm, um þann málflutning, sem lýsa lýðskrumi glöggt. fjölmiölar flytja meö bumbu- slætti efni og yfirlýsingar frá -stjórnmálamönnum, sem báðir aðilar vita með vissu aö ekki er ætlað að hafa neitt efnislegt innihald. Fjölmiölar þurfa á fréttum aö halda, en stjórn- málamenn auglýsingu. Ef stjórnmálamennirnir búa til fréttir fyrir fjölmiölana, fá þeir ókeypis flutning á boöskap sin- um i staðinn. Hagsmunir fara vel saman i' þessum félagsskap um lýöskrum. Þjóöin situr hins vegar hnipin. Fyrir henni hefur lýðræöiö, sem hún trúir á, koðnað niður i vaöal merkingarleysu, þar sem hvergi sér handa skU.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.