Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 27
27 Föstudagur 16. januar 1981 FÉRTUGUR ÚFÆRU Austurbæjarbíó: /,10" Leikstjóri og höfundur handrits: Blake Edwards Stjórn kvikmyndatöku: Frank Stanley Tónlist: Henry Mancini Aðalleikarar: Dudley Moore, Julie Andrews, Bo Derek og Robert Webber Bandarísk, árgerð 1980. Líklega hefur engin jóla- myndanna i ár vakió meiri at- hygli en „10”. Bo Derek hefur verið rækilega auglýst fyrir- fram svo ekki sé dýpra tekiö i árinni og þeir voru fleiri sem vissu aö „10” var myndin meö Bo Derek en þeir sem gátu sagt hvort um hrollvekju eöa gamanmynd var aö ræöa. Nú vita hins vegar flestir að hér er á ferðinni kvikmynd full af gamni, einkum tengdu kvennamálum fjörutiu og tveggja ár gamals hrakfalla- bálks, tónskáldsins George Webbster (Dudley Moore). Hann horfir óttasleginn á bak eigin æsku og er uggandi um framtið sina og elli. George hitt- ir raunar elli kerlingu holdi klædda i gervi ráðskonu prests nokkurs. Presturinn semur lög og ljóð i fristundum og liklega er atriðið sem gerist á prestsetrinu eitt það fyndnasta i myndinni, enda næsta nýstárlegt. Onnur atriði eru tæpast annað en upp- hitaðar lummur, eins og að láta mann kútveltast niður bratta brekku, eða tvo aðila sem ætla að hittast farast á mis á krosS- götum. Það eru samt ekki of gamlir brandarar sem standa „10” fyrir þrifum, heldur einfaldar persónur. Auðvitað er ekki svig- rúm til að draga upp ákaflega sterk persónueinkenni i gaman- mynd, en þegar Hugh (Robert Webber) vinur Georges segir að hrakfallabálkurinn atarna sé ekki bara aulabárður heldur lika gáfaður og fyndinn, þá vilj- um við sjá að svo sé. En George heldur bara áfram aö hella yfir sig og uppá sig og raula við pianóið. Julie Andrews sem leikur Sam, vinkonu Georges, finnst mér alltaf eins og nýstokkin út úr „Sound of Music” og i þessari mynd verður litil breyting þar á, þó hún hafi nýja rullu tíl að fara með. Hið föngulega fljóð Bo Derek er stórgóð I hlutverki Jennyar, draumadisar Georges. Jenny, þessi imynd fegurðar og sak- leysis er i rauninni afar frjáls- lynd i ástum og reykir hass framan i aumingjann George. A mörgu má merkja að „10” er mynd ætluð þeim sem eru að minnsta kosti kpmnir sæmilega vel yfir þritugt og kunna skil á rómantikinni sem i seinni tið hefur þótt aumust tika. Aðal- hetjan, George, segist t.d. ekki skilja ungu mennina sem munu á gamansaldri segja við eigin- konur sinar: „Sko, þeir spila lagiö okkar”, þegar „Why don’t we do in in the road?” eftir Bitlana er leikið. Tónlist Maneinis er raunar stór þáttur i „10”. Hún er róleg og setur býsna settlegan og stundum of- ur viðkvæman svip á myndina. 1 heild er „10” þokkalegasta gamanmynd, en veröur varla getiö i annálum. —SKJ Fullkomnun kvenlegrar feguröar I kvikmynd Blake Edwards,,10”, Bo Derek. vtsnt MiKíll línu- afll vestra en tregt hjá togurum Geysigóður afli hefur verið hjá linubátum á Vestfjöröum það sem af er árinu, að sögn fiskkaup- enda á tsafiröi, Suöureyri og Pat- reksfirði. Tæpast hefur skeð aö aflinn fari niður fyrir 10 tonn I róðri en fer allt upp I 18 tonn. Afli togaranna hefur aftur á móti ver- iö rýrari, „enda fer sjaldan sam- an góður afli hjá linubátum og togurum”, sagöi Hans W. Har- aldsson hjá Norðurtanganúm á Isafirði. Togararnir hafa veriö mest á skrapi frá áramótum. Þrir bátar róa með linu frá Isa- firöi og hafa fengiö 10-16 tonn I róðri frá áramótum. 13. janúar voru þeir komnir meö 80-90 tonn hver I sjö róðrum. „Menn eru nú mjög ánægðir”, sagði Hans, „enda veitti þeim ekki af, eftir mjög lélega haustvertiö”. A Suðureyri var svipaða sögu að segja, þar hefur aflinn veriö góöur, en þó hafa tveir róðrar veriö lakari, annars allir yfir-10 tonn. Þaðan róa 2 bátar meö linu. „Annars er is farinn að hamla veiðum hér út af Vestfjörðum, hann er kominn á fiskislóð alveg frá Vikurál og noröur fyrir Djúp”, sagöi Halldór Bernódus- son hjá Fiskiðjunni Freyju. „Bát- arnir hafa orðið að fara austur á Húnaflóa og eru núna austur i Reykjafjarðarál. Þaö er 6-8 tima keyrsla héðan”. Fra Patreksfiröi róa 6 bátar meö linu, að sögn Agústs Péturs- sonar hjá Skildi, og hafa fengið frá 11-18 tonn i róðri. Gæftir hafa veriöþarsæmilegar á árinu og Is- inn er ekki enn farinn að há bát- unum þaðan neitt, sem orö er á gerandi. SV Leiðrétling Bankaviöskipti undir ráðstjórn t gærdag brenglaðist fyrirsögn á grein Svarthöfða þar sem af- greiöslu Landsbankans var að ó- sekju flækt inn i ráöstjórnarvið- skipti. Er beðist velviröingar á þess- um mistökum. ER GAGNRYNIN AÐ DREPA ROKSOLUNA? Enginn er búmaður nema hann berji sér eru orð að sönnu. Þetta á viö um margvisleg við- skipti. Samt munu fæstir hafa tileinkaö sér anda og inntak þessar orða með meiri glæsi- brag en bókaútgefendur. Þeir berja sér vanalega ákaflega eftir hver jól, og láta sem bóka- vertiðin hafi aldrei verið verri. Til að vita um ástand bóksölu i raun þarf þvi að spá i fleira en yfirlýsingar bókaútgefenda einna. Og svo virðist sem nú sé sannarlega kominn timi til að berja sér. Augljóst er pö bók- sala hófst mikið siðar á liönu ári en venja er til. Jafnframt er augljóst að i heild reyndist árið 1980 lélegasta bóksöluár i „mannaminnum”. Kemur þar margt til. Bókin á nú við mjög vaxandi samkeppni að ræöa, og skal þar fyrstar telja hljómplöt- ur, þar sem menningarstríðið geisar á fullu, og flestir gagn- rýnendur taka þátt i, bæði með- vitað og ómeðvitað. Þá skal ekki gleymt svoköll- uðu Hagkaupsmáli, sem varð þess valdandi, að bókin komst i óheppilegar umræöur. Það er augljóst mál, að bókin þarf að komast sem viðast til m.a. að standa betur i vaxandi sam- keppni. Auk þess erum við ts- lendingar viðkvæmir fyrir prentuðu máli. Þannig má telja vist, að umræðan um bóksölu I Hagkaupi hefur haft á sér þann blæ, aö verið væri að hindra .dreifingu á prentgögnum. Við samkeppni við hljómplöt- ur er ekkert að gera. Hljóm- burðartæki eru nú til á fjölda heimila, og hefur útþensla á þeim vettvangi haldist i hendur við leiöinlega útvarpsdagskrá, sem miöar aö þvi að halda uppi atvinnubótum fyrir menningar- fólk frekar en að vera hlustend- um til skemmtunar. Sjálfsvörn- in hefur siðan verið fólgin i því að kaupa sér hljómlistarlif við hæfi meö plötubirgöum og tækj- um. Siðan ganga glymskratt- arnir dag og nótt, en útvarpið er lokað nema á fréttatimum, þeg- ar Kabúl-radióið er i gangi. Viö þessari þróun geta bókaútgef- endur ekkert gert. Gagnrýnendur hafa komið til sögunnar, sem markvisst vinna að þvi að fjarlægja bókina al- menningi. Þeir vinna velflestir 'að stefnumótun, sem þýðir, að hundleiðinlegar stefnumiða- bækur eru hafnar til skýjánna i blöðum og rikisfjölmiðlum. Þegar almennur lesandi opnar svo þessar „dýrlegu” bók- menntir finnur hann ekkert sem hann skilur. Þegar á þessu hefur gengið árum saman finnst hinum almenna lesanda trygg- ara að láta bókakaup vera fyrst ekki er hægt að trúa einu oröi af þvi sem um þær stendur i blöð- um. Þetta eina atriði hefur að likindum haft úrslitaáhrif i bók- sölu á undanförnum árum. Eina svariö við þessu væri aö ná samkomulagi við blöðin um að geyma ritdóma fram yfir ára- mót. Það ætti ekki að koma illa við blöðin, sem oft eru ansi rýr að jólum loknum. Ritdómur um bók er frá fræöilegu sjónar- miði jafn góður hvort heldur hann kemur fyrir jól eða eftir. Aftur á móti væri tryggt aö bók- in fengi að vera i friði á sinum besta tima, væri spóum menn- ingarinnar gefið fri fram yfir hátiðir. Að vísu tekur langan tima að kveða niður þann trún- aðarbrest sem orðinn er milli lesenda og bóka fyrir atbeina gagnrýnenda, en frestun á sjón- armiðum þeirra er þó skárri en ekkert. Við tslendingar erum i raun einlægir bókavinir. Við viljum hins vegar fá sem minnst af blaöagreinaefni i bækur, af þvi við teljum að bækur séu meira mál en svo, að þar megi koma við venjulegum kjafthætti. Þeg- ar við bætist aö svo að segja heil stétt manna vinnur að þvi baki .brotnu að þræla undirmálsverk- um með lofsyrðum inn á sak- lausa lesendur ár eftir ár er von að lesandinn gefist upp. Stærsti árangur þessarar iðju sést i af- rakstri liðins árs. Þá náðu met- sölubækurnar þvi varla að standa undir kostnaði. Rikiö er ekki enn komiö til sögunnar að greiða hallann á hinum. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.